Þjóðviljinn - 23.06.1978, Síða 8

Þjóðviljinn - 23.06.1978, Síða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 23. júní 1978 Eina lausnin er sósíalisminn Siguröur Magnússon. Þjóðviljinn ræðir við Sigurð Magnússon, rafvélavirkja, sem skipar 6. sætið á G-listanum í Reykjavík Sigurður Magnússon, stjórnar- formaður Framieiðslusamvinnu- félags iðnaðarmanna, skipar 6. sætið á lista Alþýðubandaiagsins til Alþingiskosninga i Reykjavik. — Ég hef haft áhuga á stjórn- málum frá þvi að ég var krakki, sagði Sigurður, þegar hann var spuröur hvort áhugi hans hefði snemma beinst að stjórnmálum. — Strax og ég fór að gera mér grein fyrir stjórnmálum, tók ég afstööu með verkalýðshreyfing- unni og baráttu hennar. Ég var alinn upp i verkamannafjöl- skyldu. Þjóðviljinn var keyptur heima frá þvi ég man eftir mér og ýmis róttæk timarit, t.d. Réttur. Ég kynntist þvi strax á unglings- árunum róttækum viðhorfum og reyndi lika á sjálfum mér kjör verkafólks hér i Reykjavik og stöðug vandræði viö að láta end- ana ná saman i heimilishaldinu. Svo hafði maður fyrir aug'um aðra staði I borginni, þar sem menn virtust hafa allt til alls. Iðnnemi í Pólitík — Þú tókst virkan þátt I félags- málum iðnnema á sinum tlma? — Já, strax þegar ég hóf iðn- nám 16 ára gamall, og fór að læra rafvélavirkjun, fór ég að taka þátt i málefnum iðnnema, bæði innan Iðnskólans og Iðnnema- sambandsins. Ég sat mitt fyrsta Iðnnemasambandsþing fyrsta haustið mitt i iðnnáminu og var þá kosinn i stjórn Iðnnemasam- bandsins, en þá var Helgi Guð- mundsson trésmiður formaður sambandsins. A næsta þingi tók ég við siðan við formennsku af Helga og var formaður Iðnnema- sambandsins i tvö ár. Á þessum árum var ég jafnframt ritstjóri Iðnnemans. Um svipað leyti og ég gerðist virkur i starfi iðnnema, fór ég að starfa i pólitíkinni. M.a. starfaði ég töluvert i Æskulýðsfylkingunni á árunum 1965-67 og siðan i Alþýðubandalaginu. Á þessum árum var verið að endurskipu- leggja Alþýðubandalagið og und- irbúa flokksstofnun. Sósialisminn er eina lausn- in Ég held að stjórnmálaskoðanir minar hafi mótast fyrst og fremst i starfi af þessu tagi, en miklu sið- ur vegna þess að maður hafi á þessum árum sökkt sér niður i fræðikenningar sósialismans. Alls staðar, þar sem ég hef starf- að i félagsmálahreyfingum, hefur mér fundist eðlilegt að taka rót- tæka afstöðu og styðja baráttu þeirra hópa, sem eru sifellt undir i okkar þjóðfélagskerfi. Reynsla min af stjórnmálum hefur orðið til þess, að ég er jafn sannfærður og ég hef alltaf verið um að eina lausn á þjóðfélagsmálunum og þeim alþjóðlega vanda, sem blas- ir við öllu hugsandi fólki, er sósialisminn. Og þar er engin málamiðlun til að minum dómi, — afnám einkaeignarréttarins á framleiðslutækjunum er grund- vallarforsenda þess, að hægt sé að koma á raunverulegu lýðræði og jafnrétti i þjóðfélaginu, bæði hér og alls staðar i heiminum. Sósialistar verða að muna það, þótt þeir séu virkir i hinni daglegu stjórnmálabaráttu, að hafa aug- un ætið á þessu markmiði og reyna að tengja alla stundar- baráttu sina og skammtima úr- ræði við slikan lokaáfanga. Sambandiö við f jöldann er vanrækt — Hefurðu ekki lika gefið þér tima til að reyna að hrista upp i félagsmálum rafiðnaðarmanna? — Jafnframt þvi sem ég hellti mér út i flokksstarfið á þessum árum, þá hóf ég að starfa i sam- tökum rafiðnaðarmanna og hef m.a. staðið að framboðum og andófi gegn forystu þeirra, sem okkur vinstri mönnum i raf- virkjastétt hefur löngum þótt ihaldssöm. Innan Alþýðubanda- lagsins hef ég einnig tekið þátt i umræðu um verkalýðsmál og telst til þess hóps innan flokksins, sem er verulega gagnrýninn á margt i störfum verkalýðshreyf- ingarinnar. Starf hennar snýst nú allt of mikið um fagleg málefni og kjaramál. En það skortir mikið á að verkalýðshreyfingin sinni nægilega pólitisku starfi og setji fram félagsleg markmið i kröfum sinum. Daglegt starf hennar er alltof mikið innilokað i skrifstof- um og einstökum stofnunum, meöan vanrækt er sambandið við fjöldann á vinnustöðunum og á smærri og opnari fundum. Vinnustaðir veröi grunn- einingar Ég tel, að ef við sósíaiistar ætl- um að ná einhverjum árangri til langframa I þjóðfélagslegri baráttu veröum við að endurnýja starf okkar i verkalýðshreyf- ingunni og gera það pólitiskara og virkara, draga fjöldann þar til starfa. t sambandi við endur- skipulagningu starfsins i faglegu verkalýðshreyfingunni tel ég lika mjög mikilvægt að stefna að sam- runa iðnaðarmannafélaganna og hinna almennu verkalýðsfélaga. Ég tel það orðið úrelt að skipta fólki I félög með þeim hætti sem gert er og með breyttu skipulags- formi félaganna held ég að auð- veldara verði að koma á meiri launajöfnuði meðal starfsstétt- anna. Það er reyndar gömul stefnuyfirlýsing Alþýðusam- bandsins, þótt hljótt hafi verið um hana undanfarið, að stefnt skuli að þvi að vinnustaðirnir verði grunneiningar i verkalýðsfélög- unum. Traustasti verkalýðsskól- inn — Nú hefur þú setið á Alþingi sem varaþingmaður. Hvernig finnst þér að starfa þar? — Það er nú misjafnlega skemmtilegt á þingi. Það er t.d. litið gaman að koma inn sem varaþingmaður 2-4 vikur og lenda kannski i málum, sem aðrir hafa verið að vinna að og eru á fleygi- ferð i gegnum þingið, og fá ekkert tóm til að vinna sjálfstætt að gagni. En auðvitað finnst manni gaman að fá tækifæri til að taka á málum sem eru manni hugstæð, ég tala nú ekki um ef maður þyk- ist ná einhverjum árangri. Mér hefur nokkrum sinnum tekist að ná fram málum. sem ég tel að hafi gildi i stéttabaráttu okkar til lengri tima litiö. Þannig fékk ég á sinum tima samþykkta breytingu á lögum um iðnfræðslu sem ollu raunverulega þáttaskilum I starfi Iðnnemasambandsins. Rér var um að ræða að tryggja Iðnnema- sambandinu fasta tekjustofna i sambandi við gerð námssamn- inga, en fyrir þennan tima var sambandið háð duttlungum ein- stakra rikisstjórna og undir hæl- inn lagt, hvort það fékk einhvern fjárhagsstuðning á fjárlögum. Starf Iðnnemasambandsins hafði af þeim orsökum gengið i miklum öldum og næstum legið niðri stundum. En á siðustu árum hef- ur starfið sifellt verið að eflast, og ma.má nefna siaukið fræðslustarf með námskeiðum og umræðuhóp- um, og með útgáfu Iðnnemans. Ég held að það sé rétt, sem ég sagði einhvern tima meðan ég starfaði i Iðnnemasambandinu, að Iðnnemasambandið sé öflug- asti og traustasti verkalýðsskóli á Islandi. Framleiðslusamvinnufé- lög styðja verkalýðshreyf- inguna A þinginu ’76 fékk ég lika samþykkta breytingu á sam- vinnulögunum. Með þessari breytingu voru I fyrsta lagi ógilt- ar samþykktir ýmissa kaupfé- laga og annarra samvinnufélaga, þess efnis að starfsmenn félag- anna hefðu ekki kjörgengi til stjórnarstarfa i þeim, en slikar samþykktir höfðu viða verið i gildi fram að þvi. Þá voru einnig sett sérstök ákvæði um fram- leiðslusamvinnufélög, þannig að samvinnulögin gera nú ráð fyrir, að stofna megi framleiðslusam- vinnufélög i einstökum starfs- greinum. Þau þurfa ekki að vera opin öðrum en fólki I þessum til- teknu starfsgreinum. Einnig eru i lögunum ákvæði um það, hvernig framleiðslusamvinnufélög skuli greiða kaup til starfsmanna sinna. Gert er ráð fyrir nánu samstarfi þeirra við verkalýðsfé- lögin i sambandi við kaupgjalds- mál, og þannig er undirstrikuð með þessum lögum sú tilraun sem við ýmsir iðnaðarmenn höf- um verið að gera undanfarin ár meö stofnun framleiðslusam- vinnufélaga. 1 lögum þeirra eru ákvæði um að þau standi utan við öll samtök atvinnurekenda og skipi sér i sveit með verkalýðs- hreyfingunni. Ég tel, að starf okkar iðnaðarmanna i þessum framleiðslusamvinnufélögum og þær breytingar sem gerðar voru á löggjöfinni um samvinnufélög muni i framtiðinni eiga eftir að marka djúp spor i þróunarsögu félagslegs atvinnurekstrar i eigu starfsmanna sjálfra. En forsenda þess, að slikur félagslegur rekst- ur geti skilað þeim pólitiska árangri sem við sósialistar vilj- um stefna að, er að það takist að tengja saman slikt rekstrarform og baráttu verkalýösfélaganna. Glæfrafyrirtæki á Grund- artanga — Hvaöa önnur þingmál eru þér ofarlega i huga? — Ég hef fengist við ýmis önn- ur mál á Alþingi. Þegar bygging verksmiðjunnar á Grundartanga var til umræðu, beitti ég mér að þvi að sanna, hverskonar glæfra- fyrirtæki þar væri á ferðinni. Ég sýndi fram á það með útreikning- um, sem byggðir voru á þeim framleiðsluforsendum, sem Þjóð- hagsstofnun hafði reiknað með, að þessi áform væru stórfellt glæfrafyrirtæki, sem augljóst væri að yrði ekki einungis byggt með ærnum kostnaði og álögum á landsmenn, heldur yrði þjóðin einnig að standa undir miljarða hallarekstri á ári hverju. Satt að segja er það min skoðun, að öll umræðan um byggingu járn- blendiverksmiöjunnar á Grund- artanga hafi opnað augu ýmissa, sem áður voru hallir undir erlenda stóriðju og þar með gefið Alþýðubandalaginu byr, og ekki sist tillögum okkar um islenska atvinnustefnu og eflingu islensks iðnaðar. Verkefnin eru alls staöar — Fer ekki mikill timi i starfið i Framleiðslusamvinnufélagi iðn- aðarmanna? — Jú, siðustu tvö árin hef ég helgaö þessu starfi alla mina krafta, og oft fara fristundirnar i þetta lika. Þetta hefur hinsvegar orðið til þess, að ég hef minna getað sinnt flokksstarfinu en áð- ur. A hinn bóginn er ég sannfærð- ur um það, að þetta samvinnufé- lagastarf hafi mikla pólitiska þýðingu, og reyndar tel ég að við sósialistar höfum alls ekki verið nægilega virkir i félagsmála- hreyfingum úti i þjóðfélaginu og ekki nægilega duglegir að ryðja hugmyndum okkar braut á þeim vettvangi. T.d. mætti nefna bygg- ingarsamvinnufélögin. Á sama tima og við tölum fyrir málstað félagslegra byggingarfram- kvæmda, þá erum við allt of sinnulausir um þessi félög. Stjórnmálabaráttan getur aldrei fariðfram einangruð innan þings, sveitarstjórna eða á flokksskrif- stofum. Hún á að fara fram hvar- vetna i þjóðfélaginu, þvi að verk- efnin liggja alisstaðar. — Þaö hefur verið býsna erfitt að ná sambandi við þig undan- farna daga vegna þessa viðtals. Hvað hefurðu verið svona upptek- inn við? — Ég hef verið að ganga frá samningum við stjórn verka- mannabústaða i Reykjavik um að samvinnufélag okkar, Rafafl, annist raflagnir i 216 Ibúðir, sem verið er að hefja framkvæmdir við. Rafafl fékk þetta verk nú fyr- ir nokkru að undangengnu útboði, og var tilboð okkar rúmum 40 miljdnum undir kostnaðaráætlun, sem þýðir liðlega 200 þúsund króna afslátt á hverja ibúð. Þetta ætti að sýna fram á gildi fram- leiðslusamvinnufélaga. í þessu starfi má ná fram kjarabótum fyrir þá sem i félaginu starfa, og það höfum við margsinnis sann- að. Jafnframt hefur tekist að lækka framleiðslukostnaðinn við þjónustu félagsins, eins og þetta dæmi sannar. Enda er það vist, að við erum i litlu uppáhaldi hjá þessum hefðbundnu iðnmeistur- um. —eös

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.