Þjóðviljinn - 22.08.1978, Qupperneq 9
Þriöjudagur 22. ágúst 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9
BATNANDI AFKOMA HJÁ SLIPPSTÖÐINNI Á AKUREYRI
Njótum sömu fyrirgreidslu
og aðrar skipasmíðastöðvar
Þjóðviljanum var t.d. tjáð að á
vinstri stjórnarárunum, en þá
keypti rikið stöðina, þá hafi henni
verið tryggð fyrirgreiðsla til að
hefja seriubyggingu skipa, þ.e.
hefja byggingu skipa áður en
kaupandi var fenginn að skipinu.
Blaðið hafði samband við
Gunnar Ragnars, forstjóra Slipp-
stöðvarinnar á Akureyri og
spurðist fyrir um hvort þessar
sögusagnir væru réttar.
Gunnar sagði að Slippstöðinni
hefði aldrei verið tryggð öðru visi
fyrirgreiðsla en öðrum skipa-
smiðastöðvum I landinu. Á
árunum 1967 og 1968 var stöðv-
unum gefinn kostur á þvi að hefja
smiði án þess að til væri kaupandi
en einhvern veginn datt þetta upp
fyrir sig eftir 2 til 3 ár.
Gunnar var þá spurður að þvi
hvort hann hefði einhverja skýr-
ingu á þvi að á meðan allar aðrar
stöðvar væru verkefnalausar þá
hefði Slippstöðin næg verkefni og
ga&ti haldið ótrauð áfram
byggingu skipa og rekstri
stöðvarinnar.
— Ég veit ekki hvort ég hafi
einhverja sérstaka skýringu á
þvi, sagði Gunnar. Okkar starf-
semi byggist upp á þvi að við
erum með mjög mikið af
viðgerðum og höfum fasta
viðskiptavini. Þá höfum við haft
— segir Gunnar Ragnars, forstjóri
Mikil skrif hafa orðið í
dagblöðum um vandamál
skipasmíðaiðnaðarins.
Stærstu skipasmíðastöðvar
landsmanna standa verk-
efnalausar á sama tíma og
samið er um smíði á skut-
togurum í Portúgal og Pól-
landi, nema ein, þ.e. Slipp-
stöðin á Akureyri. Þrátt
fyrir vandamálin þá
heldur þessi skipasmíða-
stöð sinu striki og hefur
það orðið til þess að ýmsar
fyrirspurnir hafa borist
m.a. þess efnis hvort
stöðin njóti einhverrar sér-
stakrar fyrirgreiðslu, þar
sem hún er ríkisfyrirtæki
að hluta.
möguleika til að taka að okkur
stærri verkefni og ég tel að við
séum liklega tæknilega betur
búnir en aðrir.
Gunnar var þá spurður hvort
Slippstöðin hefði eitthvað meira
eigin fé en aðrar stöðvar til að
lána viðskiptavinum sinum.
Gunnar sagði að Slippstöðin
lánaði ekkert. Fjármagnið til
nýsmiði skipa kæmi frá Fisk-
veiðasjóði og þessi lán afhendast
ekki fyrr en hverjum verkáfanga
er lokið og i mörgum tilfellum
höfum við þurft að biða eftir þvi.
Gunnar sagði þá, að þvi væri
ekki að leyna að reksturinn hjá
fyrirtækinu hefði gengið
viðunandi siðustu árin og hefðu
þeir farið mjög gætilega i allar
fjárfestingar þannig ao fjárhags-
staðan hefur verið að styrkjast og
það hefur sin áhrif á möguleika
fyrirtækisins til að „lifa af”.
Þegar fyrirtæki hagnast og
styrkjast þá eru þau miklu betur
i stakk búin til að standa frammi
fyriráföllum og kreppum, eins og
nú hafa riðið yfir skipasmiðaiðn-
aðinn, sagöi Gunnar að lokum.
—Þig
Gunnar Ragnars:
Batnandi afkoma og aukinn
styrkleiki fyrirtækisins gerir það
betur I stakk búið að taka við
áföllum i iðnaðinum.
DREGIÐ 25. ÁGÚST
„ GERIST ÞÚ
ASKRIFANDI...
GERIST ÞÚ ÁSKRIFANDI
Gerist þú áskrifandi að Vísi færð þú þó
aðalávinninginn heim á degi hverjum. Því fáirþú Vísi
heim daglega getur þú fylgst með þróun atburða
innanlands jafnt sem utan. Tekið þátt i umræðum
um dægurmál, listir og stjórnmál svo eitthvað sé
nefnt og átt þannig þinn þátt i hraðri atburðarrás
nú-dagsins.
SÍMINN ER 8 66 11.
GRIKKLANDSFERÐ GEFST....... FYRIR TVO
Sértu áskrifandi að Vísi gefst þér kostur á
Grikklandsferð í haust, eða ef þú vilt heldur,
næsta sumar.
Þeim sem þér líkar best, býður þú með þér,
þvi Vísir borgar fyrir tvo.
GJALDEYRIRINN GEFST EINNIG.....FYRIR TVO
Auk þess að borga báða farseðlana, borgar
Vísir gjaldeyrinn líka fyrir tvo.
vísm
Manns
saknað frá
Barða-
strönd
Mikil leit hefur staðið yfir frá
þvi á sunnudagsmorgun að 71 árs
gömlum einbúa, Jóni Guðmundi
Jónssynifrá Deildará á Múlanesi
á Barðaströnd við Breiðafjörö.
Talið er að Jón Guömundur hafi
lagt af stað á föstudagsmorgun á
báti sinum, sem er eins tonns
trilla með utanborðsvél, til fugla-
veiða.
A sunnudagsmorgun var Jóns
saknað og þá hafin leit að honum.
Nokkru siðar fann Fokker-vél
Landhelgisgæslunnar bát Jóns i
fjöru Heiðareyjar, sem er nokkru
innar við Breiðafjörð en Múlanes.
Leitarflokkar leituðu eyjuna og
froskmenn köfuöu við fjöruna þar
sem báturinn fannst, og viðar.
Einnig sveimaði þyrla Land-
helgisgæslunnar yfir eyjunni.
Slysavarnarmenn á Baröaströnd
svo og frá Patreksfirði ásamt
mönnum úr Flatey á Breiöafirði
hafa gengið fjörur á stóru svæði,
en leitin hefur verið árangurslaus
til þessa. 30-40 menn taka þátt i
leitinni i dag.
GÆÐINSÉR ÚTSÝN UM
Útsýn sér síðan um að þið njótið alls þess
sem kostur er. Skoðið forna menningararfleifð
Grikkja undir leiðsögn reyndra fararstjóra, sleikið
sólskinið (hjálparlaust) og á kvöldin njótið þið
skemmtan við hæfi.