Þjóðviljinn - 22.08.1978, Page 14

Þjóðviljinn - 22.08.1978, Page 14
14 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 22. ágúst 1>78 Helgina 11. — 13. ágúst sl. fór Alþýðubandalagið í Vesturlandskjördæmi sumarferð í Þórsmörk. Alls fóru 70 mannsf ungir og aldnir, á tveim bilum frá Sæmundi i Borgarnesi. Hér með fylgja nokkrar myndir sem teknar voru í ferðinni. 1 svona veörum veröa menn oft veöurtepptir á Þórsmörk. Skagfjörösskáli 1 Langadal. Leiötoginn Siguröur Guö- brandsson. Þórsmerkurferö Alþýdubandalagsins í Vesturlandskjördæmi Þórsmörk Tindfjallajökull ad norðvestan, Mýrdalsjökull ad austan, Eyjafjallajökull að sunnan Myndir: Ragna Freyja Karlsdóttir Biistjórarnir Vaigeir og Steindór létu vatnavextina ekkert á sig fá. Valahnúkur i baksýn. Þverhaus I miöjum skriöum. Safnast varsaman i Borgarnesi og farið þaöan um kl. 4 siödegis á föstudeginum. Þaöan var ekið um Hvítárvelli, upp Lundarreykja- dal, yfir Uxahryggi og Bláskóga- heiöi, um Vföiker og Tröllháls, T|p k Jm % JNSmi f ■mK æÍi A laugardagskvöldinu var haldin söngvaka. niður með Armannsfelli og á Þingvöll. Þar mætti þeim annar bill meö feröafélaga af Reykja- vikursvæöinu. Þaöan var siöan ekið austur um Skálholt, þar sem kirkjan var skoðuö og notið gest- risni heimamanna. Veörið var úrugt, lágskýjaö og skyggni litiö á austurleiöinni. A Þórsmerkurleiö voru allir lækir fjórfaldir aö vatnsmagni og tölu- vert vatn i Jökulsá og Krossá. Klukkan var oröin 11 um kvöldiö þegar tjöldum var slegiö i Langadal i mildu og vægu regni og austan golu. Laugardagurinn rann þurr og meöhásigldari skýjum. Þá gengu menn á Valahnúk og i Húsadal. Um hádegiö var veöriö orðiö al- stillt og sólin komin á gægjur. Sit- degis var ekið I Endana. I Litla- enda fóru fram uppstillingar og geröu oddvitar þar grein fyrir liösmönnum, eða þeir kynntu sig sjálfir. Þaöan var siðan gengiö aö Steinboganum i Stóraenda og sumir héldu áfram á Stangarháls. Um kvöl(Sö var söngvaka viö tjaldbúöirnar. A sunnudaginn brast hann á með algjörri bliöu og steikjandi hita svo hvorki varö vært i tjöld- um né spjörum. Þá héldu margir kyrru fyrir meöan aörir könnuöu Slyppugil og Glugghelli. Ur Mörkinni var lagt á hádegi og geröur stuttur stans i Básum á Goðalandi en siðan gengiö i Stakkholtsgjá I yndislegu veöri. A heimleiö skoöuöu sumir land- búnaöarsýninguna á Selfossi. Þar var þá fyrir stór hluti af bílaflota landsmanna og mikill fjöldi fólks á sýningarsvæðinu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.