Þjóðviljinn - 07.09.1978, Page 11
Fimmtudagur 7. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11
Gmocht þjálfari Pólverjanna:
Ég spyr aðeins að leikslokum,
ef við vinnum er ég ánægður. Is-
lendingar leika nútima knatt-
spyrnu. Pétur, framherjinn ykk-
ar, er fljótur og knár knatt-
spyrnumaður. Við erum með eina
fimm nýja menn i okkar liði núna,
en með timanum smellur liðið
saman.
Janus Guðlaugsson:
Við bárum of mikla virðingu
fyrir þeim i fyrri hálfleik. Viö lág-
um of aftarlega og vorum reynd-
ar nokkuð kærulausir i vörninni,
enda heppnir að fá ekki á okkur
fleiri mörk. Siðari hálfleikur var
allt annar handleggur. Þá sóttum
við i okkur veðrið og áttum ekki
teljandi færri tækifæri en þeir.
Ellert B. Schram:
Ég er ekki ánægður með fyrri
hálfleik, leikmenn voru staðir og
mikið um rangar sendingar. í
seinni hátfleik var miklu meiri
kraftur i strákunum og þá sýndu
þeir skýrar, hvað i þeim býr. Það
er greinilegt, að okkur vantar
Asgeir Sigurvinsson, til að mata
framherjana.
—ASP
Magni
frá
upp í
2. deUd
Sigraði Njarðvíkinga
3:2, hlaut 250.000 kr.
að gjöf
Liðin, sem léku til úrslita i
þessum riðli, voru Einherji frá
Vopnafirði og Njarðvikingar,
ásamt Magna. Með þvf að gera
jafntefli við Einherja og sigra
siðan Njarðvikinga hafði Magni
rutt úr vegi siðustu hindrunum á
leið sinni upp i 2. deild. Leikur
þeirra við Njarðvlkinga reyndist
hreinn úrslitaleikur. I leikhléi var
staðan 2:1 fyrir Njarðvfkinga, en
i siðari hálfleik snffrist dæmið viö
og Magni skoraöi þá tvö mörk
gegn engu sunnanmanna. Mörk
Magna skoruðu Sigurður
Ulugason, Jón Ingólfsson og
Hringur Hreinsson.
Blaðamaður hafði samband við
Jón Þorsteinsson á Grenivik.
Hann á 20 ár að baki i meistara-
flokki knattspyrnuliðsins og hefur
verið einn af röskustu mönnum
þess.
Jón sagði, að framan af i sumar
hefði liðinu ekki vegnað vel, en
þegar á leið heföi þaö færst i
aukana og m.a. átt fimm sigur-
leiki i röð. Hins vegar hefðu þeir
ekki átt von á að hreppa sæti i 2.
deild, en liðiö hefði æft vel, leik-
gleöi verið mikil, enda fyrst og
fremst ungir strákar f liðinu. Gras-
völlur er á Grenivik, en á honum
er ekki hægt að leika, fyrr en
komið er fram I júni, sökum
bleytu. Sagöi Jón, að þvi þyrftu
þeir að aka til Akureyrar til
æfinga á vorin og slfkt væri tals-
vert álag eftir langan vinnudag.
Samstarf hefði verið gott við
Akureyringa, en engu að siður
væri mikil þörf fyrir malarvöll á
Grenivík, svo að ekki þyrfti að
sækja æfingar úr héraði á þessum
árstima. Jón kvað áhuga á knatt-
spyrnu mikinn i þorpinu og
nefndi, að þegar liðið var á leið
heim frá keppninni á Sauðár-
króki, heföi Knútur Karlsson, for-
stjóri frystihússins Kaldbaks,
óvænt mætt þvi á öxnadalsheiði
með 250.000 króna gjöf til liðsins
frá fyrirtækinu. Svo höfðingleg
gjöf kæmi sér vel fyrir liðið, þvi
að dýrt væri að taka þátt i
tslandsmóti i knattspyrnu. Að
siðustu sagðist Jón vera bjart-
sýnn á þátttöku liösins i annarri
deild.
Agætur þjálfari þeirra Gren-
vikinga i sumar var Þormóður
Einarsson frá Akureyri, áður
leikmaður með ÍBA.
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006
ÚTBOÐ
Framkvæmdanefnd um byggingu leigu-
og söluibúða Laugardalshrepp, Árnes-
sýslu, óskar eftir tilboðum i byggingu
tveggja ibúða i einu einnarhæðar húsi,
samtals 174 m2, 628 m3.
Húsið á að risa að Laugarvatni, Arnes-
sýslu, og er boðið út sem ein heild. Skila á
húsinu fullfrágengnu eigi siðar en 31. júli
1979.
Utboðsgögn verða til afhendingar á
hreppsskrifstofu Laugardalshrepps og hjá
tæknideild Húsnæðismálastofnunar
rikisins frá föstudeginum 8. sept. 1978
gegn 20.000 kr. skilatryggingu.
Tilboðum á að skila til hreppsskrifstofu
Laugardalshrepps eigi siðar en mánu-
daginn 25. sept. 1978 kl. 14.00 og verða þau
opnuð þar, að viðstöddum bjóðendum.
F.h. framkvæmdanefndar um byggingu
leigu- og söluibúða Laugardalshrepps,
Þórir Þorgeirsson, oddviti.
$ Skrifstofustarf
Öskum að ráða starfskraft til starfa á
skrifstofu Iðnaðardeildar. Vélritunar- og
bókhaldskunnátta nauðsynleg svo og
kunnátta i ensku og dönsu. Umsóknir
sendist starfsmannastjóra, sem gefur
nánari upplýsingar.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉLAGA
Byggmgaverkamenn
og járnamenn
B.S.A.B.
óskar eftir að ráða vana verkamenn og
járnamenn. Upplýsingar i sima 74230.
Aðalfundur
T.B.K. (tafl-og bridge-klúbburinn) verður
haldinn mánudaginn 11. september kl. 20 i
Domus Medica.
Fundarefni:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Kristján Jósepsson bendir á tóma bása Islenska dýrasafnsins
segir Valgeir Gestsson, formaður Sambands
grunnskólakennara um íslenska dýrasafnið
— Starf Kristjáns er hugsjón,
ef svo má orða þaö, og hann er
búinn að koma þessu upp af alveg
fádæma fórnfýsi og dugnaði,
sagði Valgeir Gestsson,
formaður Sambands grunnskóla-
kennara, er Þjóðviljinn leitaði
álitshans á tslenska dýrasafninu.
— Þetta er ákaflega
sorglegur atburður i minum
augum og mér þætti það ákaflega
slæmt ef að þetta yrði til þess aö
börn hér á Reykjavikursvæðinu
hefðu ekki áfram aðgang að safni
sem þessu, með einhverjum
hætti .
— Uppstoppuð dýr eru
ákaflega hentug kennslutæki
fyrir börn á grunnskólastigi.
Fyrir börn hér á Reykjavikur-
svæðinuværi auðvitað æskilegt að
þau kynntust dýrunum lifandi, en
það er skárri kostur en enginn, að
þau hafi aðgang að þvi að sjá
dýrin uppstoppuð. Við eigum þess
vfirleitt ekki kost að sjá villtu
dýrin ööruvisi en á söfnum,
lifandi eða dauð. Það hefur ó-
neitanlega gildi að hafa aðgang
að svona safni og ég trúi ekki öðru
en að kennarar séu sammála um
það.
— Auðvitað væri best að hafa
söfn úti i skólunum, það fer ekki á
milli mála, en liklegt er að það
yrði nokkuð dýrt. En ef að til væri
gott safn væri það mjög aðgengi-
leg og hentug lausn.
— Persónulega finnst mér
það æskilegast að Islenska
dýrasafnið sameinaðist Náttúru-
gripasafninu. Við eigum að hafa
þau fáu söfn sem við erum með,
sem allra best búin. Mér finnst
við ekki mega við þvi að missa
safn Kristjáns. Ég trúi þvi ekki að
þetta séu þeir fjármunir, miðað
við kostnað við skólahald.að þeir
geti staðið verulega i mönnum, á
móti þvi að sjá safnið sundrast og
hverfa almenningssjónum, sagði
Valgeir Gestsson að lokum.
Tónleikar á
Akureyri
Guðný Guðmundsdóttir fiðlu-
leikari og Philip Jenkins
pianóleikari halda tónleika i
Borgarbiói á Akureyri laugar-
daginn 9. september kl. 17.
A efnisskránni er Vorsónata
Beethovens og sónötur eftir
Debussy, Brahms og Prokofieff.
Guðný leikur á Guarnerius-
fiðlu, sem er i eign Rikisútvarps-
ins og er hún merkasta og dýr-
mætasta hljóðfæri sem til er á
þessu landi, smiðuð á 17. öld.
Philip Jenkins kemur frá
London, þar sem hann starfar
sem prófessor I pianóleik viö
Royal Academy of Music. Guðný
Guðmundsdóttir er konsert-
meistari Sinfóniuhljómsveitar
tslands.
Aðgöngumiöasala verður við
innganginn.
BERGÞÓRSH V OLL
Tilboð óskast i innanhússfrágang i prests-
bústað á Bergþórshvoli, Rang.. Verkinu sé
lokið 1. mars 1979.
Utboðsgögn verða afhent á skrifstofu
vorri, gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á sama stað þriðju-
daginn 26. sept. kl. 11:00 f.h..
Guðný Guðmundsdóttir.
Philip Jenkins.
Megum ekki
vid því ad
missa safnið