Þjóðviljinn - 21.09.1978, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.09.1978, Blaðsíða 1
A fundi sinum i fyrradag ákvafi ríkisstjórnin að skipa 10 manna nefnd til þess að endurskoða DIOÐVIUINN Fimmtudagur 21. september 1978 — 205. tbl. 43. árg. ✓ Arsútgjöld visitölufjölskyldunnar fyrir búvörur: Lækkuðu um 26,1% eða 184 þúsund krónur rvis r / • Ttu i visi- tölunefndinni Auk þessstarfa 3 ráðherrar^að endurskoðun Búvörur hefðu átt að hækka nú i september um 17,5% við haust- verðlagningu, og er þá átt við meðalverð út úr búð á þeim Islenskum landbúnaðarafurðum sem háðar eru verðlagningu opin- berra aöila og ganga inn I fram- færsluvisitölu. Aðgerðir rikis- stjórnarinnar til lækkunar vöru- verðs gerðu miklu meira en vega upp á móti þessu hækkunartilefni þannig að útkoman varö sú, að búvörur eru nú 13,2% ódýrari en þær voru i ágústmánuöi. Þjóðviljinn fékk upplýsingar hjá Hagstofu Islands i gær um þátt búvara i visitölu framfærslu- kostnaðar. Búvörur — þe. mjólk og mjólkurvörur, kjöt og kjötvörur, kartöflur — námu alls 599 þúsund krónum i visitölugrundvellinum á verðlagi ágústmánaðar. Það þýðir að ársútgjöld visitölufjöl- skyldunnar til kaupa á þessum nauðsynjum voru talin nema tæpum 600 þúsund krónum á þvi verðlagi. Miðað viö óbreytt ástand niðurgreiðslna og sölu- skatts heföi búvöruliður visi- tölunnar komist upp i 704 þúsund krónur eftir haustverölagningu nú i september. Auknar niöur- greiðslur og afnám söluskatts olli þvi að liðurinn er nú 520 þúsund krónur af ársútgjöldum vísitölu- fjölskyldunnar. Lækkunin er 184 þúsund kr. á ári. Sú lækkun sem reiknast að orðið hafi á búvöruliðnum við bráðabirgðalög rikisstjórnar- innar nemur þvi 26,1%. Þetta þýðir aö búvörur eru nú rúmlega fjórðungi ódýrari en þær hefðu orðið, ef rikisstjórnin hefði ekkert aðhafst til lækkunar vöruverðs. —h Sjá einnig ritstjórnargrein á síðu 4 Við munum ekki brjóta lög Ég vil fullyröa að það keraur ekki til greina að KEA eða Kaup- félögin brjóti þau lög sem sett hafa verið i landinu hvort sem þau eru góð cða ill og hugsum okkur ekki til kæru i þeim efnum Ilins vegar hef ég þegar gert við- skiptaráðherra grein fyrir af- komu verslunarinnar hjá sam- vinnuhreyfingunni eins og hún kemur nú fyrir sjónir eftir þeim bráðabirgðauppgjörum sem við höfumogégget fullyrt aö afkoma smásöluverslunarinnar I sam- bandi við svokallaðar dagvörur, t.d. matvöru, nýlenduvörur og hreinlætisvörur er slæm. Þetta sagði Valur Arnþórsson kaupfé- lagsstjóri KEA og stjórnarfor- maður SIS I samtali við Þjóðvilj- ann i gær er hann var spuröur um afstöðu til svokallaðrar 30% regiu i bráöabirgðalögum rikisstjórn- arinnar sem kveður á um lækkun hlutfallstölu álagningar. Afkoman er nú verri en við höf- um áður þekkt dæmi um, mjög lengi, sagði Valur, og þarf ekki að koma á óvart þvi aö kostnaður hefur hækkað miklu meira en salan. Við veröum aö ná endum saman með aðfengnu lánsfé að svo miklu leyti sem það er fáan- legt en á þvi eru mjög háir vext- ir og ekkert i rekstrinum getur svaraö veröbótaþætti þeirra vegna þess aö við erum sifellt að selja vöru t.d. á 100 krónur og þurfúm siöanaðkaupa sömu vöru fyrir 120 eða 150 krónur. A undanförnum misserum hefur 1/5 verið tekinn af álagn- ingarprósentunni og i fyrsta sinn hefur 30% reglunni verið beitt tvi- vegis án þess að leiðrétting fengist og eftir að kostnaöur jókst i kjölfar gengisfellingarinnar i febrúar. Sú mynd blasir þvi við að dagvöruverslunin er rekin meö verulegum halla sem ég tel að sé 3% miðaö við veltu. Hann er um 1/5 af öllum brúttóhagnaði og er þvi hrikalega mikill, sagði Valur að lokum. —GFr Bensínlítrinn í 167 krónur 1 gær varö hadtkun á bensini og gasoli'u og eru ástæðurnar gengisfelling og verðhækkanir erlendis. Hver bensinlitri hækkar úr 145 kr. i 167 kr. en gasoliulítrinn hækkar minna eða úr 63 kr. i 69 kr. Gasolia frá leiðslu hækkar úr 45 kr. i 49.70 kr. Oft hefur verið samsvörun milli verðs á mjólk og bensini en nú hefur dregið i sundur vegna mikilla niðurgreiðslna á mjólk- inni og er munurinn 24 krónur en mjólkurlitrinn kostar nú 143 krónur. Þessi hækkun á bensini nú sem nemur rúmum 15 prósentum veldur 0,4% hækkun á framfærsluvisitölu. núverandi visitölukerfi. óskað er eftir tilnef ninguni frá aðilum vinnumarkaðarins i nefndina. 1 henni veröa 2 fulltrúar frá Alþýðusambandi íslands og 2 frá Vinnuveitendasambandi Islands. Þá er óskað eftir þvi aö eftirtalin samtök tilnefni einn fulltrúa hver: Bandalag starfsmanna rikis og bæja, Bandalag háskóla- manna, Farmanna og fiski- mannasamband tslands og Vinnumálasamband samvinnu- félaganna. Rikisstjórnin mun til- nefna formann nefndarinnar, en ekki er enn ákveðið hver það verður. Þrir ráðherrar munu starfa meö nefndinni aö endur- skoðuninni án þess að eiga form- lega sæti i henni. Það eru ráð- herrarnir Svavar Gestsson, Kjartan Jóhannsson og Tómas Arnason. Búast má viö að nefndin geti hafið störf i næstu viku. —ekh Mál Hauks Heiðars: Á lokastigi hiá rann- sóknarlög- reglunni t allt sumar hefur verið unnið að öflun gagna og úrvinnslu þeirra og verður málið sent rikis- saksóknara til ákvörðunar nú i haust, sagði Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlög- reglustjóri er hann var spurður að þvi i gær hvernig liði rannsókn á fjársvikamáli Hauks Heiðars i Landsbankanum frá þvi á siöasta ári. Hallvarður sagöi aö rann- sóknarlögreglan hefði tilnefnt endurskoöanda til innanhúss- rannsóknr i bankanum og kæmi það i ljós þegar rikissaksóknari fengi málið i hendur hvort sú rannsókn væri talin fullnægjandi. Hann sagði ennfremur að málið heföi reynst umfangsmeira en i upphafi hafi verið gert ráð fyrir. —GFr Lidsmannafund- ur Samtaka herstödvaand- stæðinga er í Félagsstofnun stúdenta á laug- ardaginn. Sjá siðu 14 Valur Arnþórsson: Afkoman ei nú verri en við höfum áður þekkt dæmi um mjög lengi. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðh. um vísitölunefnd Mikid 02 vanda- samt verkefni „Visitölunefndarinnar biöur ntikið og vandasamt verkefni og ástæða er til að óska henni far- sældar I störfum”, sagði Hjör- leifur Guttormsson iðnaðarráð- herra i samtali viö Þjóðviljann i gær. Blaðiö fór þess á lcit við ráð- herrann að hann segöi álit sitt á nefndarskipuninni og verkefnum visitölunefndar. ,,Ég vil ekki tjá mig i ein- stökum atriöum um ákvörðun rikisstjórnarinnar um þessa nefndarskipan, þar eö fréttatil- kynningar er aö vænta frá for- sætisráðuneytinu þar aö lútandi. 1 nefndinni verða fulltrúar aðila vinnumarkaðarins og frá rikinu, en rikisstjórnin á þar ekki beina aðild, þótt fulltrúar hennar og einstakir ráðherrar muni fylgjast með framvindu mála. Skipan þessarar nefndar er i samræmi við samstarfsyfirlýs- ingu stjórnarflokkanna og laun- þegasamtökin höfðu áöur lýst sig reiðubúin tii aö eiga þar aöild að. Það hlýtur aö vera áhugamál launþega aö takast megi aö finna leiðir til aö hamla gegn verðbólgu og endurskoðun núverandi verð- lagskerfis getur verið einn liður- inn í þeirri viðleitni. Varla þarf aö rifja upp að sam- kvæmt bráðabirgöalögunum gilda verðbótaákvæði kjara- samninga til l.desember ánæsta ári nema um annað verði samiö sérstaklega viö samtök launa- fólks. Það er ljóst aö heildarendur- skoðun á visitölugrundvellinum mun óhjákvæmilega taka all- langan tima og þá er eftir að sjá, hvort samkomulag veröur um einhver áfangaskref t.d. fyrir næsta verðbótatimabil frá 1. desember næstkomandi.” —ekh Hjörleifur Guttormsson: Varla þarf að rifja það upp að sam- kvæmt bráöabirgöalögunum gilda verðbótaákvæði kjara- samninga til 1. des. 1979nemaum annað verði samið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.