Þjóðviljinn - 21.09.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 21.09.1978, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Reipdráttur Sovétmanna og Norðmanna i Norðurhöfum: Rússneskir nágrannar En það eru fleiri bæir á Svalbarða. Meðal þeirra eru námabærinn Pyra- miden, Barentsburg og þyr lubækistöðin Kapp Heer. Þar búa sov- éskir borgarar, sem stunda að mestu sömu störf og nágrannar þeirra. En þeir hafa líka annarra hagsmuna að gæta á eynni. Eina siglingaleið sovét- manna, sem ekki liggur um þröng sund á yfirráða- svæðum annarra ríkja, er milli Svalbarða og Noregs. Þessi mikilvæga siglinga- leið er ekki opin nema sumarmánuðina, þar sem hafnirnar við Hvítahafið eru isi lagðar meiri hluta ársins. Allt sumarið er stanslaus umferð sovéskra flutningaskipa — og her- skipa fyrir norðan Norður- Noreg. Auk þess stunda hundruð sovéskra fiski- skipa veiðar á þessum slóðum á sumrin. Samkvæmt hinum svo- nefnda Svalbarðasamningi getur hvaða þjóð sem er tekið sér bólfestu á eynni — að þvi tilskildu, að farið sé eftir norskum lögum. Meðal þeirra reglna sem norðmenn hafa sett sovét- mönnum á Svalbarða er að þeir megi ekki hafa þar staðsettar nema fimm þyrlur í einu, og fjöldi starfsmanna við flugvöll- inn er takmarkaður. Eftir þvi sem maður les og heyrir hér i Noregi reyna rússarnir stöðugt að komast i kringum þessar reglur. Það eiga þeir að gera m.a. með því að endurnýja þyrlurnar án samráðs við sýslumann og fjölga mannskapnum á eynni á fölskum for- sendum. í fyrravetur lá við að uppúr syði. Sovésk þyrla fórst í fjalllendi langt frá mannabyggðum. Þegar menn sýslumanns- ins komu á staðinn til að rannsaka f lakið eins og lög gera ráð fyrir, var það horfið. Þetta vakti einkum grunsemdir norskra fjöl- miðla um að rússarnir hefðu óhreint mél i poka- horninu. Dularfullar skipaferðir 1 sumar fóru að berast til fasta- landsins Noregs fregnir af dular- fullum skipaferðum undan ströndum Finnmerkur. Dagblöð- in fullyrtu, að þarna væri um að ræða sovésk skip, og höfðu fólk frá strandhéruðum Finnmerkur fyrir þvi, að þau sigldu innan fjögurra milna landhelgismarka Noregs. Mörg dæmi voru þess samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum, að skipin lægju lengri eða a „Kuldi” Svalbarda „Burt með Kapp Heer völlinn”, „Svalbarði er norskt land — niður með sovéskan ágang”, „Rikis- stjórnin verður að taka ögranir Sovétrikjanna ALVARLEGA”. Með þessum slagorðum var tekið á móti norska dómsmáiaráðherranum Inger Louise Valier, þegar hún kom i opinbera heimsókn til Svalbarða á þriðju- daginn i siðustu viku. Tilgangurinn með ferð Valle var að vigja nýja skrifstofubyggingu sýsiumanns, æðstráðanda á þessum eyjaklasa norður i Dumbs- hafi. En hana bar að höndum á viðkvæmum tima. Kalt strið milli norskra og sovéskra stjórnvalda er nefnilega i hámarki þessa dagana, þótt ekki hafi Oddvar Nordli forsætisráðherra viljað viðurkenna versnandi, sambúð rikjanna i sjónvarpsviðtali á miðvikudagskvöid. Eins og mörgum er liklega kunnugt telst Sval-. barði norskt yfirráðasvæði. Þar er norskur sýslu- maður, sem heyrir beint undir norsku ríkisstjórn- ina, og nokkur hundruð norðmenn við ýmis störf. Norðmennirnir vinna við þann litla námurekstur, sem enn fyrirfinnst á eynni, en annars stunda þeir visindastörf eða vinna við lóransstöðvar og flug- þjónustu. Flestir búa þeir i bænum Longyearbyen. Þorgrímur Gestsson skrifar frá Noregi „Ein af fullkomnustu árásarflugvélum heimsins” lendir i Noregi á leift á NATO-æfingu á Norftursjó (mynd: Aftenposten). Eitt af sóvésku skipunum duiarfullu á siglingu innan fjögurra mflna markanna úti fyrir Noröur-Noregi (mynd: Aftenposten). skemmri tima um kyrrt ýmist innan markanna eða rétt fyrir utan þau. Strandgæslan kannaði málið, og mikið rétt, fleiri eða færri landhelgisbrot voru staöfest. En þegar rússnesku skipstjórarnir voru spurðir hvað þær væru að gera svo nærri landi gáfu þeir að sjálfsögöu upp lögleg erindi. Þeir stoppuðu vegna vélarbilunar, slysa eða veikinda, eða til að leita vars. Ekki þóttu þessar skyr- ingar allar trúlegar, og að lokum var eitt skipanna fært til hafnar. Rannsókn i málinu leiddi þó ekkert ólöglegt i ljós, og skipinu var sleppt fljótléga. Hlustunardufl? Skömmu seinna tóku bændur i Finnmörku að finna dularfulla kapla á fjörum sinum. Ekkert var á þeim rússneskt letur, en þó þótti mönnum sýnt, að eitthvað hefðu þeir með skipakomurnar aö gera. Niðurstaðan var sú, að rússarnir hlytu að vera að leggja út njósna- búnað til að fylgjast með ferðum NATO-flotans, sem einmitt var við heræfingar ekki langt undan. Og þótt skipin væru öll venjuleg flutningaskip (eitt þeirra var reyndar hollenskt) dró það ekki úr grunsemdunum, þvi fullyrt er að það séu rússanna ær og kýr að búa venjuleg og sakleysisleg skip útbúnaði til njósna. Ekki voru NATO-offiserarnir heldur seinir að taka við sér. Flotasveit með fjórum bátum var send á vett- vang og haft var eftir einum kap- teininum, að helst vildi hann skjóta þessa fjandans rússa i kaf. Dagblöðin kepptust um að heimta aðgerðir i málinu, en stjórnvöld báðu menn að sýna stillingu — ekki hefði sannast að neitt ólöglegt væri á ferðum. En hinn óhlutdrægi rikismiðill, sjón- varpið, fór á stúfana og gróf upp breska sérfræðinga, bæði á hernaðarsviðinu og i friðar- málum, til að segja sitt álit á mál- inu. Þar kom fram hið athyglis- verðasta sjónarmið hernaðar- fræðinganna, að hernaðarlina sú, sem hingað til hefur verið talin liggja um Island, hefði sökum breyttrar tækni flust norður undir Norður-Noreg. Friðarsérfræð- ingurinn benti á að þetta væri ein- ungis hluti af hernaðarleik stór- veldanna, svar sovétmanna við leik NATO-flotans á norðurslóð- um, sem fyrr er nefndur. — Auk þess skýrði sjónvarpið frá þvi, að athuganir á köplunum sýndu, að sumir þeirra að minnsta kosti, væru alls ekki sovéskir, heldur frá venjulegum visindaleið- öngrum af vestrænum uppruna’. Ný sprenging Ekki haföi öldurnar um dular- fullu skipin fyrr lægt en ný hreyf- ing kom i málið. 1 lok ágúst tókst blaðamönnum i Norður-Noregi að grafa upp, að menn sýslumanns á Svalbarða höfðu uppgötvað radarkerfi, sem rússarnir höfðu komið upp á Kapp Herr. Þ^tta var radarkerfi af fullkominni gerö, sem hafði verið komið fyrir i herbilum, án þess að fá heimild norskra yfirvalda til að setja það upp. Hreint og klárt brot á Sval- barðasáttmálanum. Og á meðan radarfréttin var enn rjúkandi ný i öllum fjölmiðl- um varð bókstaflega sagt ný sprenging. Sovésk herflugvél fórst með sjö manna áhöfn á Hop- en, óbyggðri og hrjóstrugri fjalla- ey skammt frá Svalbarða. Engin tilkynning hafði borist um ferðir þessarar flugvélar, og menn sýslumanns héldu þegar á slys- staðinn til að kanna málið, eins og þeim bar. Og enda þótt Moskva heföi ekki sent út tilkynningu um að vélarinnar væri saknað, kom lika sovéskt herskip á staðinn — með hernaðarsérfræðinga innan- borðs. Þessir hernaðarsérfræð- ingar vildu hirða flakið án af- skipta norðmannanna. En þeir voru á sinu yfirráðasvæði og stóðu fast á rétti sinum til að stjórna aðgerðunum. Málinu lauk þannig að rússarnir hirtu flakið, en norðmennirnir héldu eftir sýnishorni úr skrokknum, hæðar- mælinum og hinum svonefnda leiðarrita. Hann hefur að geyma allar upplýsingar um ferð vélar- innar fyrir slysið. Þrátt fyrir itrekaðar fyrir- spurnir norskra stjórnvalda til Moskvu hafa ráðamenn þar engar upplýsingar viljað gefa um ferð vélarinnar. En þeir kröfðust leiðarritans. Hann vildu norð- mennirnir ekki láta af hendi, en buðu rússum að vera viðstaddir rannsókn hans. Þvi hafa þeir enn ekki svarað þegar þetta er ritað, og þar við situr. Þessi kúlulagaði hlutur, sem kannski geymir svar þessa leyndardóms, verður ekki rannsakaður á meðan rússar „vilja ekki vera með”. Og enn gerðust tiðindi: Rússarnir unnu að stórfelldum flugvallarfram- kvæmdum á Kapp Heer. 5 fyrstu árin álitu blöðin að um væri að ræða venjulega flugbraut, en fljótlega kom i ljós að einungis var um að ræða stækkun á þyrlu- vellinum en án tilskilinna leyfa norskra stjórnvalda. Mótleikur NATO Þótt ekki hafi það verið sett i samband við þessa atburði i norskum fjölmiðlum, kom NATO með sterkan mótleik þegar málið var i algleymingi. A sömu siðu og hægra blaðið Aftenposten lætur embættismann i dómsmálaráðuneytinu (reyndar fyrrverandi sýslumann á Sval- barða) og Erling Norvik formann Höyre vitna um lögbrot og ófor- skömmugheit sovétmanna segir frá kærkominni sendingu frá Bandarikjunum. Hvorki meira né minna en átta bandariskar F 111D sprengiflugvélar lentu á Gardemoen flugvellinum eftir stanslaust tiu tima flug frá Nýju Mexikó, án þess að taka elds- neyti. Blaðið segir að vélar þessar séu þær einustu i heim- inum sem geti flogið með fast að þvi hljóðhraða hundrað metra yfir jörðu, i niðamyrkri og öllum veðrum, fundið skotmark á fyrir- fram þekktum stað og hitt i fyrsta skoti. „Við fengum óvanalega góða sönnun fyrir þvi i gærkvöldi að NATO getur styrkt Noreg timan- lega, ef við viljum koma upp nauðsynlegum móttökutækjum”, segir i upphafi fréttarinnar i Aftenposten, og fyrirsögnin er: „Virk NATO-hjálp”. Flugvélarnar voru á leið á svo- nefnda „Northern Wedding” æf- ingu NATO, sem átti að standa á Norðursjó og Austur-Atlantshafi dagana 4.-9. september. Það fylgir sögunni, að bandarikja- menn hafi aðeins tapaö átta vél- um af þessari gerð i 40 þúsund ferðum yfir Vietnam. Og það vita sovétmenn eins vel og aðrir, að ekki stóðu þær beinlinis i varnar- aðgerðum á þeim slóðum — enda kaliar Aftenposten þær árásar- flugvélar i myndatexta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.