Þjóðviljinn - 21.09.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.09.1978, Blaðsíða 2
/ 2 SÍÐA —' ÞJÓÐV4LJINN Fimmtudagur 21. september 1978 J afntef li Tuttugustu o@ fjórðu einvigis- skák þeirra Karpovs og Kortsnojs lauk i gærmorgun með jafntefli. Það tók stórmeistarana aðeins fjóra leiki að komast að þessari niðurstöðu eftir að þeir tóku aftur til við taflið. Hvitt: Anatoly Karpov Svart: Viktor Kortsnoj 42. Rc4 Biðleikur Karpovs. 42. — RcG 43. Hc5 Kd7 44. Rbtí- Kc7 45. Rc8! Hvitur hótar nú að vinna svarta riddarann með 46. Re7, svo Kortsnoj stóð upp og bað Lothar Schmid dómara að bjóða jafn- teflið og lék siðan: 45. — Kxc8 Um leið færði Schmid Karpov jafnteflisboðið. Karpov sagði ekki orð skrifaði niður orðið „jafn- tefli” á blað sitt og gekk út. Staðan i einvigunu er þvi enn 4:2 fyrir Karpov. Tuttugasta og fimmta skákin verður tefld i dag og hefur Kortsnoj hvitt. Umsjón: Ásgeir Þór Árnason Heimsmeistaraeinv Kortsnoj m 09 y I Karpov í A 1 Baguio ígiö í skák Bókasafn Kópavogs Þýsk bókagjöf Miðvikudaginn tí. september s.l. var Bókasafni Kópavogs af- hent rausnarleg bókagjöf frá Martin-Behaim Gesellschaft I Darmstadt, Vestur Þýskalandi, en sú stofnun hefur að markmiði að kynna þýskar bókmenntir og menningu. tkaffisamsæti. sem haldið var af þessu tilefni i Bókasafni Kópa- vogs, afhenti sendiráðunautur Sambandslýðveldisins Þýska- lands, Karlheinz H.G. Krug,bæk- urnar fyrir hönd stofnunarinnar. Bækurnar eru 110 að tölu og valdar af mikilli kostgæfni til þess að sýna þversnið af þýskum nútimabókmenntum, fagurbók- menntum sem fræðibók- menntum. Má nefna sem dæmi höfunda eins og H. Böll, G. Grass, T. Mann, H. Hesse og K. Lorenz. Bækurnar verða til synis og út- láns i Bókasafni Kópavogs næstu daga, en safnið er til húsa i Fé- lagsheimili Kópavogs, 2. hæð, og er það opið alla virka daga nema laugardaga kl. 14-21. Talið frá vinstri, fremri röð: Herra og frú Karlheinz H.G. Krug, Hrafn Harðarson, bæjarbókavörður, Heiga Sigurjónsdóttir forseti bæjar- stjórnar, Magnús Bjarnfreðsson, formaður bókasafnsstjórnar, aftari röð: Sigrlður J. Magnúsdóttir og Kristin Björgvinsdóttir, starfsmenn I Bókasafni Kópavogs, Helgi Tryggvason, Helgi Einarsdóttir og Guðmundur Gislason I bókasafnsstjórn. Enginn kemst hjá æfingu ef hann vill tala erlend tungumál. Æfinguna færðu hjá okkur. Hin vinsælu kvöldnámskeið fyrir fullorðna hefjast 21. september. Sími 10004 og 11109. Málaskólinn Mlmir Brautarholti 4 Sverrir Hólmarsson skrifar leikhúspistil Valgerður Dan, Þóra Borg og Sigurður Karlsson I Glerhúsi Jónasar Jónassonar. Alkóhóll hann þyrfti að búa við slík ósköp. Lipurleg uppsetning og traustur leikur gera mikið til að þessisýning verður ekki leiðin- leg.Sigrfður Hagalin hefur unnið þessa frumraun sína I leikstjórn á Iðnósviðinu af mikilli sam- viskusemi og leikmynd Jóns Þórissonar er bæði fallegt og hagkvæmnislegt verk. Lýsing er með ágætum. Að öllu yfir- bragði er hér gott handverk á ferðinni. Verkið er sýnt i einni lotu án hlés og er ég hlynntur þeirri ráðstöfun, þótt það sé fulllangt til að sýna i einu lagi, og væri skynsamlegt að skera það niður um svo sem tuttugi mínútur. Sigurður Karlsson hefur veriö vaxandi leikari undanfarið og fær nú sitt stærsta hlutverk til þessa, erá sviðinuallan timann. Sigurður kann góð tök á hóf- stilltum, raunsæislegum leik og bregst hvergi bogalistin, en vel hefði mátt óska honum dýpri og traustbyggðari persónu til að glima viö. Valgerður Dan leikur eiginkonuna og þarfað fara með margar heldur vandræðalegar setningar eins og framan greinir. Ekki er að undra þótt tök Valgerðar á hlutverkinu séu heldur veik, persónan er óskýrt dregin af höfundarins hendi. önnur hlutverk eru smærri,en margt er það eftirminnilega gert, einkum er vert að minnast á ismeygilegan skopleik As- disar Skúladóttur og magnaðan leik Margrétar Helgu Jóhanns- dóttur, sem mér þykir mikilúð- legriá sviði en aðrar leikkonur. Sverrir Ilólmarsson Leikfélag Reykjavíkur sýnir Glerhúsið Eftir: Jónas Jónasson Leikstjóri: Sigriður Hagalin Leikmynd: Jón Þórisson Ahugi á áfengissýki virðist vera undirstaða þessa fyrsta sviðsverks Jónasar Jónassonar, sem leiðir fram langt leiddan alkóhólista sem kona og dóttir hafa flúið, og gerir tilraun til að leiða okkur fyrir sjónir ástand hans og kryfja samskipti hans við eiginkonu og fleiri. Það eru ýmis tilhtaup að sæmilegu vcrki i þessum texta, mörg samtöl nokkuð lipurlega skrifuð og verkið i heild rennur nokkuð liflega áfram. Það sem hins vegar skortir á er að hinu yfir- lýsta efni þess, drykkjusýkinni og orsökum hennar og afleið- ingum, séu gerð nokkur viðun- andi skil. Höfundur fer I kring- um efnið án þess að komast nokkurs staðar aö kjarna máls- ins. Auk þess eru persónur hans mjög óljóst dregnar, könnunin á sálarlifi þeirra grunnfærin og engin tilraun gerð til þess að setja þær I félagslegt samhengi. Verkið er þvi einkennilega loftkennt, þrátt fyrir lipra spretti og sýnilega einlægni höf- undarins. Liflegast er það i þeim atriðum þar sem vinir og kunningjar hjónanna koma til sögunnar og eru þau atriði yfir- leitt mjög liðlega skrifuð, þótt sums staðar sé erfitt að sjá tengsl þeirra við verkiö i heild, en þar er bara enn eitt dæmið um almennt stefnuleysi verks- ins. Annar galli sem sums staðar stingur upp kolli er til- finningasemi, sem keyrir á nokkrum stöðum um þverbak. Þar og viðar dettur höfundurinn einnig I þá gryfju að leggja persónum sinum i munn orðfæri sem einungis á heima á prenti. Þetta á einkum viðum orðræður eiginkonunnar, sem viða eru skáldlegar i þess háttar óhófi að engum eiginmanni væri láandi þótt hann drykki sig fullan ef Mæður og synir aftur á svið Einþáttungur og Synge á Litla sviðinu 1 kvöld hefjast aö nýju sýningar á einþáttungunum Þeir riðu til sjávar eftir J.M. Synge og Vopn frú Carrar eftir Bertolt Brecht á I.itla sviði Þjóðleikhússins. Þætt- ir þessir voru frumsýndir I vor og voru þá 11 sýningar fyrir fullu húsi við afbragðs undirtektir. Leikstjóri þáttanna er Baldvin Ilaildórsson, en leikmynd eftir Gunnar Bjarnason. Fyrrieinþáttungurinn Þeir riðu til sjávarsegir frá ekkju sem séð hefur á eftir sonum sinum i hafið, hverjum á fætur öörum og biður nú fregna af þeim eina, sem eftir er. Það er Guðrún Þ. Stephenscn sem leikur ekkjuna, son hennar leikur Hákon Waage, en dætur hennar leika Sunna Borgog Þór- unn Magnúsdóttir. Siðari þátturinn Vopn frú Carr- ar eftir Bertolt Brecht. Hug- myndina aö verkinu tekur Brecht einmitt úr þætti Synge en um- hverfi og útfærsla með öðrum hætti. Leikritið gerist i borgar- astyrjöldinni á Spáni, hér er það fiskimannsekkjan Teresa Carrar, sem hefur misst mann sinn I bar- dögum gegn Franco og mönnum hans og reynir i lengstu lög aö forða þvi að synir hennar taki þátt i striðinu. Brlet Héðinsdóttir leikur frú Carrar, bróður hennar leikur Bjarni Steingrimsson, við hlutverki sonarins Jose, hefur nú tekið Randvcr Þorláksson, sem kominn er aftur til starfa við leik- húsiö eftir framhaldsnám erlend- is. 1 öðrum hlutverkum eru Guðrún Glsladóttir, Ævar R. Kvaran, Anna Guðmundsdóttir og fleiri. Sýningin á fimmtudagskvöldið hefst kl. 20 : 30, næsta sýningverð- ur svo á sunnudagskvöld. (Jr Vopnum frú Carrar: Bríet Héðinsdóttir og Guðrún Glsla- dóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.