Þjóðviljinn - 21.09.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.09.1978, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJOÐVILJINNÍ Fimmtudagur 21. september 1978 Lands- leikurinn fsland — Holland Leikur islendinga og Hollendinga fór fram i blíðskap- arveðri i Nijmegen í gærkvöld. Staðan var 1:0 fyrir Hol- lendinga í leikhléi/ en þeir skoruðu svo tvö mörk i sið- ari hálfleik. Á tuttugustu mínútu leiksins fékk Pétur sendingu frá Ásgeiri/ brunaði upp völlinn með Ruud Krol á hælunum/ átti aðeins eftir að smeygja knettinum fram Umsjón: Ásmundur Sverrir Pálsson hjá markverðinum en í sama mund lá hann marf latur á vellinum. Ruud Krol hafði sem sé engar vöflur á og hnoðaði Pétur i völlinn. Ekki sá dómarinn ástæðu til að dæma á Hollendinga fyrir framferðið og rann því þetta tækifæri út i sandinn. Þorsteinn Bjarnason varði allan tímann af stakri prýði. ísland — Holland 0:3 Þorsteinn Bjarnason átti mjög góðan leik, búist við að hann fái tilboð Fyrstu 20 min. var leikurinn i jafnvægi og varð vart greint, hvor var sá litli og hvor sá stóri. En smám saman sóttu Hollendingar i sig veðrið og sóttu hart að is- lenska markinu. Nanninga átti þrumuskot, en Þorsteinn varði mjög vel. Arie Haan er næst á ferðinni meö eina af sinum negl- ingum, en ekkert gerðist. Það er svo á 38 min., sem Hollendingar skora sitt fyrsta mark, og var Krol þar að verki. Siöari hálfleikur var eign Hol- lendinga. A 8. min. tóku þeir horn, Ernie Brandts hóf sig á loft og fékk óáreittur að skalla knöttinn i netið. Var þetta næstum i eina skiptið, sem islenska vörnin svaf á verðinum. Afram hélt þung sókn Hollendinga og á 19. min. felldi Jóhannes Nanninga inni i vitateig og dómarinn dæmdi um- svifalaust viti. Úr vitaspyrnunni skoraði Rob Rensenbrink örugg- f« Asgeir Sigurvinsson lék nú með islenska landsliðinu, en fékk engan frið til athafna. lega, en hann var einna f jörugast- ur Hollendinganna i siöari hálf- leik. Staðan var þvi orðin 3:0. Islendingar komust i færi á 30. min. en markvörðurinn varði góða kollspyrnu frá Karli. A sið- ustu minútum leiksins skaut Nanninga aldeilis óhemju föstu skoti, en tslendingar sluppu með skrekkinn. Arni Sveinsson og Atli voru bókaðir i leiknum. íslendingar áttu i höggi við of- jarla sina i gærkvöld , einkum i siðari hluta fyrri hálfleiks svo og i ölium seinni hálfleik. Engan þarf að undra þaö, þar sem hollenska liðið var að mestu hið sama og sótti silfrið til Argentinu i sumar. Eins og áður segir, varði Þor- steinn Bjarnason með viðbrigð- um vel og létu forystumenn stærstu hollensku liðanna hafa eftir sér, að þeir tryðú þvi illa að Þorsteinn kæmist heim, án þess að fá tilboð áður. Asgeir Sigur- vinsson fékk engan frið, um leið og hann fékk knöttinn voru yfir- leitt tveir Hollendingar komnir i hann. Annars börðust allir Islend- ingarnir vel. ASP Rob Rensenbrink var einna atkvæðamestur Hollendinganna I seinni hálfleik. Hann skoraði þriðja mark þeirra úr vitaspyrnu. Lyftingamenn halda utan Dagana 23. og 24. september n.k. verður NM I kraftlyftingum haldiði Borgaa i Finnlandi. Fjór- ir keppendur frá tslandi verða með. Það eru Skúli Óskarsson UtA i 75 kg. flokki, Sverrir Hjaltason KR i 82,5 kg. flokki og Óskar Sigurpálsson f 110 kg. flokki. Farastjóri verður Ólafur Sigurgeirsson. Keppendurnir farautan 22^n.k. og verður dvalist á Hotel Seura- hovi. A laugardag keppir Skúli Óskarsson en hinir Islendingarnir á sunnudag. j Hvar er Iþróttahreyflngln stödd IÞegar kjallaragrein Péturs Jónassonar birtist i Dagblaðinu , 19. þ.m., voru eftirfarapdi linur Itil orðnar. Má þvi jafnvel segja, að mörgu sé ofaukið i þeim. Engu að siður verður þessi , grein birt óbreytt að undan- Iskildum kafla úr grein Péturs, sem hér er hnýtt aftan i. I Dagblaðinu 12. september og ■ Timanum þann 13. er minnst á Imjög yfirborðslegan og óvand- aðan hátt á prófritgerð Péturs nokkurs Jónassonar sálfræð- • ings. Þetta varð til þess, að Iundirritaður fór að blaða i rit- gerðinni, sem heitir Ungdoms- kriminalitet i Reykjavík, þar • sem svo virtist að tilteknir hlut- Iir ættu jafnvel erindi hingað á siðuna. Þessi ritgerð er mikið verk og vandasamt að fjalla um ■ hana I stuttri grein. Enda er Iekki ætlunin að taka ritgerðina hér fyrir i heild sinni, heldur ræða litillega um niðurstöðurn- ■ ar, sem varða unglinga og Iiþróttir. Einnig viðbrögð núver- andi og fyrrverandi starfs- manna i iþróttahreyfingunni, en ■ þau koma fram i áður nefndum Iblöðum. Aður en lengra er haldiö, er rétt að geta þess, að niðurstöð- ■ urnar i ritgerðinni eru fengnar Iúr svörum 1427 fjórtán ára ungl- inga i Reykjavik árið 1976. Margar spurningarnar eru um * hluti, sem i daglegu tali flokkast Iekki eöa sjaldan undir alvarleg afbrot. Þaö er þvi nauðsynlegt að gera sér grein fyrir eöli ' spurninganna. Hitt verður iika I að hafa i huga, að aðeins litill hluti unglinganna kvaðst hafa komist undir hendur lögregl- unnar, vegna afbrota sinna. Þetta hefðu blaðamennirnir á Dagblaðinu og Timanum mátt athuga, áður en þeir ruku til. En rétt er að koma sér að efn- inu og fjalla um þaö i þeirri von, aö sem minnst verði úr sam- hengi slitið. Ein niðurstaðan i ritgerðinni er sum sé sú, að unglingar sem voru meðlimir i iþróttafélögum, á þeim tima sem könnunin fer fram, höfðu framið fleiri afbrot en hinir, sem ekki voru lengur félagar eða höfðu aldrei verið. Hinir siðast nefndu höfðu minnsta af- brotatiðni. Ætla má að þetta komi mörgum á óvart og eitt er vist að Pétri sjálfum er þetta nokkurt undrunarefni. Viðkom- andi blaðamenn á Dagblaðinu og Timanum bera þetta m.a. undir þá Pétur Sveinbjarnarson formann knattspyrnudeildar Vals, Helga Danielsson rann- sóknarlögreglumann og með- stjórnanda i KSt (Dagblaðið), svo og þá Albert Guðmundsson fyrrverandi formann KSl og Sigurð Geirdal formann UMFl (Timinn). Sigurður tekur fram, að hann hafi ekki lesið ritgerð- ina og ekki verður séð að hinir hafi heldur gert það. Af svörum þeirra að dæma verður heldur ekki séð, að blaðamennirnir hafi upplýst þá t.d. um spurningarn- ar, sem lagðar voru fyrir ungl- ingana, né annað sem varðar niðurstöðurnar. Þess vegna snúast svorin nánast um litil- væg atriði i niðurstöðunum. Ekki verður annars vart en þeir Pétur, Helgi og Sigurður eigi i svörum sinum, einkum við ,,meiriháttar afbrot” (ég kýs að nota gæsalappir), afbrot sem lögreglan hefur haft með að gera. En eins og áður segir, er það aðeins litill hluti allra ungl- inganna i rannsókninni, sem svo er ástatt um. Þvi er þetta ekki aðalmálið. Sú spurning vaknar, hvort þremenningarnir hefðu ekki átt að láta spurningum blaöamannanna ósvarað, meðan þeir vissu ekki meira um hlutina en raun ber vitni. Hér eru vissulega umhugsunarverð- ari hlutir en svo, að sama sé hvernig um þá er fjallað. Hins vegar taka Pétur, Helgi og Sigurður fram þá skoðun sina að iþróttaiðkun unglinga sé þeim til góðs og mannbætandi. Tveir hinir siðar nefndu taka einnig fram að þeir þekki dæmi þess að unglingum hafi verlð bjargað af afbrotabrautinni með þvi að fá þá til að starfa i iþróttahreyfingunni. En hvað segir Pétur Jónasson?: ,,Lögö skal áhersla á það að þessar niöurstöður bera ekki með sér að unglingar hneigist til afbrota vegna þess (undirstrikun min) að þeir eru félagar i einum eða öðrum samtökum. Þvert á móti hemur tómstundaiöja afbrota- hneigð þeirra og einmitt þeirra sem mikla athafnaþörf hafa og tilhneigingu til afbrota. An þessarar þátttöku i félögum mundu unglingarnir sennilega vera töluvert ginnkeyptari fyrir afbrotum.” (157.bls.) Hér virðist spurningin þvi vera um athafnaþörf unglinga og hvernig henni verði best svalað. Starfssemi iþrótta- félaga hefur án nokkurs vafa mjög mikið uppeldislegt gildi og er mannbætandi fyrir þá sem þar starfa. En af umræddum niðurstöðum að dæma, virðast kraftmiklir unglingar ekki fá athafnaþörf sinni fullnægt við störf og leik i þessum félögum. Kannski er lika til of mikils ætlast að farið sé fram á slikt af félögunum. Til allra athafna þarf peninga og vitað er aö af þeim er iþróttahreyfingin ekki ofhaldin. En i ljósi þessara hluta þurfa starfsmenn hreyfingarinnar iþróttafólkið sjálft og áhugamenn um iþróttir að ihuga vel hvert stefnir og hvort ekki sé ástæða til að endurskoða ýmsa hluti. Er t.d. ástæða til að lifga upp á orðið hugsjón og brúka það af meiri alvöru en sumum finnst, að nú- orðið sé gert? Ekki má alveg gleyma Albert, en svar hans er þvi miður svo út i hött að hingað á þaö ekkert erindi. Það fer vel á þvi að enda þessa grein með kafla úr Dag- blaðsgrein Péturs Jónassonar. Hann segir: „Annars er athyglisvert i þessu sambandi hve stór hópur eða um 38% aldursflokksins hef- ur þegar hætt skipulögðum iþróttaiðkunum við 14 ára aldur. Leiðir þetta hugann að þvi hvort ekki sé of litið hugsað um hinn almenna íþróttaiðkanda i stað þeirrar úrvals- eða/stjörnu- dýrkunar sem hcr á sér staö sem og i mörgum öðrum lönd- um. Það gefur augaleiö að all- flestir unglinganna eru dæmdir til aö vera undir i baráttunni um bestu sætinj að komast I lið o.s.frv., en minnihlutinn sem virkilega spjarar sig eða er framúrskarandi fær alla athygli iþróttaforystunnar. Ég hygg að meirihlutanum sé ekki nægi- legur gaumur gefinn og að i nokkrum tilvikum a.m.k. nicgi rekja afbrot unglinga að hluta til þess að þeir fái rikri athafna- þörf sinni ckki nægilega svalað við íþróttaiðkanir vegna þess að þær eru stilaðar upp á þá bestu en það geta bara ekki allir veriö bestir.” Að siðustu skulu menn hvattir til að kynna sér ritgerð Péturs og láta ekki niðurstöðurnar sem vind um eyrun þjóta. ASP Hugleiðingar í tilefni sálfræðirifgerðar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.