Þjóðviljinn - 21.09.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.09.1978, Blaðsíða 8
(8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN; Fimmtudagur 21. september 1978 Rekstur Arnarflugs hefur yfir- leitt gengiö vel og geysileg aukn- ing verið i honum. Veltan hefur nær tifaldast á tveimur árum og fyrstu 6 mánuði þessa ársfluttum viðhvorki meira né minna en 120 þúsund farþega. Við höfum þvi horft fram á það með nokkru stolti að félagið hefur verið vaxtarbroddurinn í islenskum flugmálum að undanförnu. Mikil áhætta fylgir hins vegar svo smárri rekstrareiningu sem okk- ai; og á þessu ári urðum við fyrir óhöppum sem bökuðu okkur fjár- hagstjón. Okkur varð þá betur Ijóst en áður hversu litið mátti út af bera til að illa færi og þess vegna var farið út I samninga viö Fiugleiðir um sameiningu þessara tveggja félaga. Þessi orð mælti Magnús Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Arnarflugs i sam- tali við Þjóöviljann nú f vikunni um rekstur félagsins og ástæður fyrir sameiningunni. — Geturöu sagt mér nánar frá rekstri félagsins, Magnús? Arnarflug flutti hvorki meira né minna en 120 þúsund farþega fyrstu 6 mánuöi þessa árs en þar af voru aöeins 12% islendingar — Er útlit fyrir mikiö tap á Arnarflugi á þessu ári? — Viö erum i ákveöinni pen- ingalegri spennu en tröllasögur um mikiö tap eru oröum ýktar. Rönggengisskráninghefur komiö okkur illaen á móti kemur að vél- arnar hafa hækkað verulega i veröi. Ariöerekki úti ennþá og ég er ekki viss um aö útkoman verði svo slæm og fullyrðingar um ægi- lega útkomu eru út i loftiö. — Nú eruö þiö eini aöilinn hér á landi sem veitt hefur Flugleiöum einhverja samkeppni. Verður samruninn ekki'til aö hækka verö á fargjöldum? — Aðalforsendan fyrir samein- ingunni er sú aö verið sé aö styrkja islenskan aöila á alþjóö- legum markaði og til aö gera rekstur Arnarflugs öruggarihefði félagiö þurft að auka starfsemina á sviöi leiguflugs út fyrir alla skynsemi úr þvi að ekki var grundvöllur fyrir áætlunarflug. Forsenda fyrir lágum fargjöldum byggist á hagkvæmni i rekstri og Arnarflug hefur verið vaxtar- broddurinn í ísienskum flugmálum — en áhættan er mikil. Þess vegna var félagið sameinað Flugleiðum. — Félagiö var stofnaö i april 1976 og þá keyptar 3 flugvélar frá Air Viking. Tvær þeirra voru út- flognar og viö stóöum frammi fyrir þvi aö taka ákvöröun um hvort mundi borga sig aö láta þær fara i' gegnum skoðun eöa selja þær og láta i varahluti. Niöur- staöan var sú aö viö seldum aöra til Ameriku en notuöum hina sem varahlutalager. Reksturinn gekk þokkalega fyrsta áriö. Viö flugum um 500 flugtima og fluttum 18 þúsund farþega, en komumst fljótlega aö raun um aö ekki var grundvöllur fyrir þvi aö halda einni vél i gangi fyrir Islenskan sólariandamarkaö eingöngu svo aö viö fórum áö afla okkur viö- bótarverkefna á erlendum markaöi og sóttum jafnframt um áætlanaleyfi til íslenskra stjórn- valda en þeirri beiöni var synjaö. — Hvers vegna? — Þegar Loftleiöir og Flugfélag Islands vorusameinuö i Flugleiö- ir var þaö ein af forsendunum aö samkomulagsatriöi viö rikiö aö ekki yröi fieiri félög leyfö og get ég út af fyr ir sig skiliö þaö sjónar- miö. Menn veröa aö horfast í augu viö ákveönarstaöreyndir og samkeppnin er ákaflega hörö á alþjóölegum markaöi. Þaö er i raun og veru ótrúlegt hversu stór- ir aðilar við Islendingar erum I flugrekstri. — Hvernig gekk reksturinn eft- ir þaö? — Á árinu 1977 var siðustu vél- inni frá Air Viking lagt og viö geröum kaupleigusamning um tvær Boeing-727 þotur sem reynd- ust mikiu hagkvæmari i rekstri en þær sem fyrir voru. Viö hösiuöum okkur i auknum mæli völl á erlendum markaöi og flutt- um um 80 þúsund farþega á þvi ári. Fyrstu 6 mánuöina á þessu ári voru farþegarnir orönir 120 þúsund en aðeins 12% þeirra voru farþegar frá Islandi. Fyrsta árið voru niöurstöðutölur á reikningi 227 miljónir.árið 1977 voru þær 850 miljönir og likur eru á þvi aö þær fari hátt í annan miljarö á þessu ári. Til aö byrja meö voru starfs- menn á launaskrá okkar 13 en eru nú orðnir á 2. hundraö, aiit Is- lendingar nema 3 flugstjórar. Launakostnaöur á þessu ári veröur milli 3 og 400 miljónir króna. — Hvar hafið þið haslað ykkur völl erlendis? — Viö höfum gert samninga viö fjölmörg flugfélög, aöallega á Bretlandseyjum, Skandinaviu og einnig I Portúgal, á Möltu, i Kenýa og viöar. Lendingarstaöir Arnarflugs spanna nú alian heim- inn frá Los Angeles til Bombay á Indlandi. — Cr þvi aö reksturinn hefur gengiö þetta vel hvers vegna sameinist þið þá Flugleiðum? — Flugrekstur nú til dags er glfurlega dýr og rekstrareining okkar er svo litil á alþjóöamæli- kvaröa aö hún er ekki hagkvæm. Eins og áöur sagöi uröu okkur fyrst fyrir alvöru ljósir þessir annmarkar á þessu ári þegar viö uröum fyrir óhöppum meö vélar okkar. Nefhjóliö á annarri vélinni brotnaði viö lendingu i London sem tók hana úr umferð í 2 mánuöi og næstu 8 vikur eftir aö hún komst i gagniö uröu tvi- vegis bilanir í hreyflum. Þetta getur alltaf komiö fyrir en við máttum illa viö þessum skakka- föllum og undirstrikuöu þau hinn mikla áhættuþátti rekstri okkar. Magnús Gunnarsson Viðtal við Magnús Gunnarsson framkvæmda- stjóra Frá upphafi höfum viö haft ýmiss konar samráö viö Fluglei'öir, t.d. um afgreiöslu I Keflavik, viöhald o.fl. Eftir þessi óhöpp hjá okkur þróuöust frekari umræður milli félaganna sem leiddi siðan til þessa samruna. Þetta er sama þróun og er aö gerast viöa erlendis. Þaö er mikil og hörö samkeppni á þessum markaöi og forsendan fyrir góöum árangri er skipulag og samtök. Flugfélög erlendis eru oft i samstarfi viö leiguflugfélög til aö nýta tækifæri sem þar koma upp og ég reikna meö aö Flugleiöir hafi m.a. þess vegna séö sér hag I aö kaupa meiri hluta hlutabréfa i Arnar- flugi. hagkvæmari vélum. Þarer um aö ræöa skipulag t.d. aö geta nýtt réttar vélar á réttum timum. Ég held þvf að þessi samruni geti orðiö almennum neytanda frekar til hagsbóta en hitt. — Hér eru starfræktar margar feröaskrifstofur sem eiga I haröri samkeppni innbyröis. Nú fækkar þeim aöilum sem þær geta leitaö til um hagkvæm fargjöld. Er þaö ekki neikvætt fyrir neytandann? — Ég held að sætagjaldiö hafi ekki gert útslagiö á val farþegans hvert hann fer, þaö hefur ekki veriö svo mikill munur á því. Hótelsamningar erlendis og val staöa skapafyrst og fremst sam- keppni milli feröaskrifstofanna. Þaö er sá vettvangur sem þær hafa barist á. — Nú hefur SIS og dótturfyrir- tæki þess veriö stærstu hluthaf- arnir i Arnarflugi og Samvinnu- ferðir þvi tengdar félaginu. Hvaöa áhrif hefur þessi breyting á þá ferðaskrifstofu? — Arnarflug hefur verið rekið á hreinum viöskiptalegum grund- velli frá upphafi,og þegar þaö var stofnaö varö Sunna strax einn aöalviöskiptavinurinn. Þaö heföi veriöhreinn dauðadómurað beita einhverjum bolabrögöum gegn Sunnu en hygla Samvinnuferöum og hefurþvi breytingin ekki meiri áhrif. á þá ferðaskrifstofu en aörar. — Voru hluthafar Arnarflugs allir samþykkir þvl aö Flugleiöir tækju Arnarflug yfir? —- Nei, þaö voru mjög skiptar skoðanir meöal þeirra, en máliö var i höndum stjórnarinnar sem haföi allar upplýsingar undir höndum sem ollu þvi aö þessi ákvörðun var tekin. — Veröur einhver breyting á rekstri Arnarflugs i kjölfar sam- einingarinnar? — Það er I smiöju ennþá hvernig rdisturinn mun þróast og þaö veröur rekiö áfram sem sjálf- ^tætt félag meö leiguflug sem aðaiverkefni þó aö þeir rekstrar- þættir, sem hagkvæmt þykir, veröi samræmdir. —GFr Fimmtudagur 21. september 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Ávarp Magnúsar Kjartanssonar, jafnréttisdaginn 19. september 1978 Magnús Kjartansson: Hafið þið stofnanir, sérfræðinga og fjár- muni til þess að fjalla um sam- göngur okkar sem fatlaðir erum? Þá getum viö lyft Grettis- tökum Borgarstjóri, borgarfulltrúar, aðr- ir áheyrendur. Heilbrigði er eitt þeirra orða, sem við sínotum i daglegu tali okkar, án þess að hugsa um merk- ingu þess. Þvi er ástæða til að staldra við og hugleiða hvað I orð- inu felst. Það er ekki fléttaö úr raunsæju mati á ástandi manna, heldur er það sótt i veröld hugsjónanna. Meðal þeirra miljarða manna sem búa á heimskringlunni er ekki einn einasti maður, sem getur notað það orð um varanlegt ástand sitt, og I gervallri sögu mannkynsins hefur aldrei verið til slikur maður. Heilbrigði er ekki ástand heldur markmiðt það er hugsjón, svo aö ég noti orð sem þykir fornfálegt á okkar köldu timum. öll heilbrigöis- þjónusta stefnir að þvi marki aö færa okkur sem næst hugsjóninni og afrek heilbrigöisvisindanna eru i minum huga undursamiegasti þátturinn i sögu mannkynsins. Mannkyniö nær trúlega aldrei þvi marki að allir verði heilbrigöir alla ævi, en hugsjónin verður engu að siöur að lifa i brjósti manna alla tið. Við erum mislangt frá markmiö- inu. Fatlaö fólk skiptir til að mynda mörgum hundruöum milljóna um alla heimskringluna. Alþjóðlegir staölar bera meö sér að i Reykja- vikurborg eru 250 einstaklingar sem einvörðungu geta hreyft sig i hjólastól. Hér i höfuðborginni eru átta þúsundir manna sem ekki geta gengið upp og ofan tröppur nema meö miklum erfiðismunum. Átta þúsund og fimmhundruð Reykvik- ingar hafa mjög skerta hreyfigetu. Og það eru hvorki meira né minna en fimmtán þúsund höfuðborgar- búar sem eiga viö einhverja fötlun að striða. Þessi mikli fjöldi fatlaöra Reyk- vikinga hefur engu að siöur mikla starfsgetu, svo er ekki sist endur- hæfingarlækningum fyrir aö þakka, en þróun þeirra er eitt af undrum heilbrigðisvisindanna. Þaö er, hins vegar erfitt fyrir okkur fatlaöa að nýta starfsgetuna i þjóö- félagi, sem einvörðungu er skipu- lagt i samræmi við þarfir þeirra sem ófatlaðir eru. Viö lifum á öld bilsins og um- ferðamál eru rikur þáttur i störfum þeirra sem stjórna þjóöfélögum eða hlutum þjóöfélaga. Þið, sem eigið sæti i borgarstjórn Reykja- vikur og fjallið mikið um sam- göngumál; þið hafið myndarlegar stofnanir og hóp sérfræöinga sem vinnur að þvi með aðstoð mikilla fjármuna að gera alla vegi sem greiðfærasta bilum, hafa þá breiða, með bundnu slitlagi, forðast mis- fellurá vegum, hryggi og holur. En ég spyr ykkur sem starfiö i borgar- stjórn: Hafið þið stofnanir, sér- fræöinga og fjármuni til þess að fjalla um samgöngur okkar sem fatlaöir erum? Eg svara spurning- unnisjálfur.Þaö er ekki ein einasta króna i fjárhagsáætlun Reykja- vikurborgar til þess aö auðvelda fötluöum aö komast leiöar sinnar, viö komumst ekki með neinum al- menningsfarartækjum; viðast hvar i borginni komumst við ekki einu sinni yfir götu i hjólastól. Vandi okkar sem fatlaðir erum er hinn sami og vandi bilsins; við þurfum misfellulausa braut til þess að komast leiðar okkar jafnt innan húss sem utan; en við erum aðeins fólk, ekki vélar — þess vegna hefur athyglin ekki beinst að okkur. Hér i Reykjavik eru margar stofnanir starfandi i þágu þjóðarheildar- innar, sumar aö forminu til i eigu rikisins. Við höfum hér til aö mynda Þjóöminjasafn og Listasafn tsiands. Það er ámóta erfitt fyrir fólk i hjólastól að komast inn i þessar stofnanir og það væri fyrir bil aö aka þangaö upp. Bill á ekkert erindi i Þjóðminjasafn og Lista- safn, en við sem fatlaðir erum eigum þangað sama erindi og aör- ir, að kynnast sem best menningar- fjársjóðum þjóðarinnar. Viö erum menn, ekki vélar. Eg veit að söfn þessi eru formlega i eigu rikisins, en þau eru starfrækt i Reykjavik. Væri ekki ráð að borgarstjórn Reykjavikur tilkynnti rikisstjórn- inni að starfsemi þessara safna veröi ekki heimiluö, nema komiö veröi fyrir lyftu handa fötluðum i lyftugöngum þeim sem staöið hafa auð siðan húsiö var byggt. Eg nefni ekki kostnaðinn; hann er svo hlægi- lega litill i samanburði við þær miljaröatölur sem stjórnvöld láta fjölmiöla flytja okkur dag hvern. Ég nefndi kostnað, og ýmsir kunna að spyrja hvort þaö veröi ekki dýrt aö veröa viö jafnréttis- kröfum okkar. Þvi er öfugt farið. Það eru ekki hugsanlegar arö- samari framkvæmdir i þjóöfé- iaginu en að gera fötluðu fólki kleift aö nýta hæfileika sina. Viö þurfum á þjóöfélaginu aö halda, en þjóöfé- lagið þarf einnig á okkur að halda. Við undirbúning þessa jafn- réttisdags hef ég leitað liösinnis hjá fjölmörgum mönnum. Ég hef hvar- vetna fengið sömu viðtökur, hjálp- semi, skilning, áhuga — og það sannar, aö nú er lag til að breyta hugsjónum i veruleika á skömmum tima. Forseti Islands, dr. Kristján Eld- járn, hefur beöið mig að koma hér á framfæri kveðjum sinum og Framhald á 14. siöv Arnór Pétursson: Atvinnumál fatlaöra, stada þeirra og úrbætur Arnór Pétursson: Af 1500 örorkulif- eyrisþegum i Reykjavik tel ég aö um 300 gætu hafiö starf nú þegar ef þeim væri gert kleift aö stunda at- vinnu á hinum almenna vinnu- markaöi. Ávarp Theódórs A. Jónssonar á Kjarvalsstödum Theódór A. Jónsson: Rannsóknir sýna aö ef tillit er tekiö til fatl- aöra strax þegar Ibúöin er skipu- lögö kostar hún sáralitiö meira en ella. Jafnrétti til vinnu Betur má ef duga skal Borgarstjóri, borgarfulltrúar, ágæta göngufólk. Um 1500 örorkulifeyrisþegar i Reykjavik njóta tekjutryggingar. Vegna starfs mins og kynna af þessu fólki og málefnum þeirra, tel ég aö um 300 gætu hafiö starf nú þegar væri þeim kleift meö skipu- lögöum vinnubrögöum aö stunda atvinnu á hinum almenna vinnu- markaöi. Um hin má segja þaö, aö þó nokkrir hafa einhverjar vinnu- tekjur þó litlar séu, en stærsti hópurinn getur enga atvinnu stundaö vegna likamlegs og and- legs ástands, nema á undan fari viöamikil atvinnuendurh æfing, sem því miöur er ekki til staöar. Benda má á aö á Noröurlöndunum eru iönskólar fyrir fatlaöa. Nokkuö margir úr slöast nefnda hópnum gætu stundaö atvinnu á vernduöum vinnustaö. Um 5000 ellilifeyrisþegar njóta tekjutryggingar, alls ómögulegt er aö leiða getum aö atvinnuþörf og getu þeirra, en þar hlýtur hópurinn aö skipta hundruöum. Hver skyldi vera aöal orsökin fyrir aö svo margir fatlaöir komast ekki á vinnumarkaöinn? Svarið er umferöarhindranir. Þjöðfélag okkar er þannig upp- byggt að ekki er reiknaö með fötluöu fólki, sem er þó 15% af þjóö- inni. Mörg störf gætu fatlaöir innt af hendi i Reykjavik en sá hængur er á aö þaö kemst ekki einu sinni aö dyrum vinnustaöarins hvaö þá lengra. A minum vinnustaö T.R. varö ég aö taka stýrishringana af hjólastólnum til aö geta komist inn i lyftuna, auk þess sem tröppur eru viö alla innganga og handriö aöeins við bakdyr. Þetta er aðeins eitt dæmið af þúsundum, en kannski nærtækast, þvi á engan staö á fatlaö fólk oftar erindi en i T.R. Umferöarhindrunumveröur gerö nánari grein hér á eftir svo ég fer ekki meira út I þá sálma. I nýafstöönum borgarstjórnar- kosningum töluöu frambjóöendur allra stjórnmálaflokkanna um borgina okkar. Viö erum hér til aö minna á aö ýmislegt þarf aö gera fyrir 15% borgarbúa til aö Reykja- vik veröi borg þar sem allir ibúar njóta jafnréttis til atvinnu og ferða- frelsis um borgina. Hvaö er helst til úrbóta I atvinnu- málum: Viö leggjum áherslu á eftirtalin atriði: 1. I 16. gr. Endurhæfingarlaganna segir: „Þeir sem notiö hafa endurhæfingar, skulu aö öðru jöfnu eiga forgangsrétt til at- vinnu hjá riki og bæjarfélögum”. Þessi lagabókstafur hefur veriö dauöur og ómerkur. Beita skal honum þegar viö á,þó verður aö varast aö misnota hann, þvi krafaokkar er jafnréttvekki for- réttindi. 2. Endurskipuleggja ber vinnu- miðlun borgarinnar meö þarfir fatlaöra i huga. A vinnumiðlun borgarinnar starfar nú aðeins einn maður aö málefnum aldraöra og öryrkja. I riti Jóns Björnssonar sálfræö- ings, Könnun á vinnugetu og at- vinnumöguleikum aldraöra og öryrkja. á bls. 114, fyrra bindi segir: ,,Af gefnu tilefni skal tekiö fram að einn starfskraftur, sem heföi þaö hlutverk aö leita einstaklingsbundiö á vinnu- markaöinum, án alls áhrifavalds á hann, mundi i fáu eöa engu breyta um atvinnuástand jaöar- hópa frá þvi sem nú er”. 3. Komið veröi á fót á vegum borgarinnar tveim til þrem vernduöum vinnustöðum með nokkuö fjölbreyttri vinnu; vinnu- stöðvar þessar ættu I flestum til- fellum aö vera stökkpailur fyrir fólk út á hinn almenna vinnu- markaö. 4. Efla þarf Iönskóla borgarinnar svohannveröi megnuguraö taka á móti fötluöu fólki og fólki meö; sérþarfir til iönnáms; einnig mætti I tengslum viö skólann vera atvinnuendurhæfing fyrir þá, sem sökum fötlunar eöa sjúk- dóms veröa algjörlega aö skipta um starf. 5. Framhalds- og menntaskólar borgarinnar veröi geröir aö- gengilegirfötluöum.svoþeir geti aflaö sér menntunar til þeirra starfa sem áhugi þeirra beinist að. 6. Reykjavikurborglátiárlega fara fram skipulagða læknisskoöun á starfsfólki sinu svo komist veröi hjá að starfsfólk borgarinnar veröi öryrkjar vegna erfiörar og einhæfrar vinnu. Borgarstjóri, ágætu borgarfull- trúar, þvi miöur eru fleiri en eitt og fleiri en tvö dæmi til i þessari borg aö fatlaö fólk hafi árum saman leitaö atvinnu, en alls staöar komið aö lokuöum dyrum; aö endingu hefur þetta fólk brotnað saman, þaö lokar sig inni og liöur i dag andlegar kvalir. Ég kalla þetta andlegt morö, hvort sem þaö er vegna skilnings- leysis rikis, borgar eöa sveitarfé- lags. Látiöslik örlög ekki henda fleiri. I 23. gr. Mannréttindayfirlýs- ingar Sameinuöu þjóöanna segir: „Hver maöur á rétt á atvinnu aö frjálsu vali, á réttlátum og hag- kvæmum vinnuskilyrðum og vernd gegn atvinnuleysi.” Hafiö þetta ávallt hugfast. Þjóöfélagiö þarf á vinnu okkar aö halda. Reykjavikurborg þarf á vinnu okkar aö halda. Viö krefjumst jafnréttis til aö býggja þessa borg, búa i henni, hlúa aö henni, vinna að uppbygg- ingu hennar, bæta hana og fegra. Viö krefjumst jafnréttis til vinnu. Arnór Pétursson. ibúöarhúsnæöi og umhverfi ibúöarhúsa hefur mikil áhrif á Hf og lifsskilyröi fólks, ekki sist þeirra, sem eru fatlaöir, vegna þess aö þeir eyöa oft lengri tima en aörir i Ibúö sinni, eöa nágrenni hennar. Þrátt fyrir þetta búa fatlaöir oft I minni, óhentugri og lélegri ibúöum en fólk almennt. Þaö er staöreynd aö góö, hentug og velinnréttuö ibúö er nauösynlegt framhald góörar endurhæfingar. Um næstu áramót ganga i gildi ný byggingarlög, sem tryggja eiga fötluöum aö byggingar rikis og bæjarfélaga, sem ætlaöar eru til sameiginlegra nota, veröi hindrunarlaust aögengilegar öllum þjóöfélagsþegnum. En hvaö meö eldri byggingar þessara aöila? Hvað með ibúöarhús, vinnustaöi, samkomustaöi, iþróttamannvirki, skóla o.fl.? 1 eigu Reukjavikurborgar er mikiö og margháttaö húsnæöi. Viö skorum á Reykjavikurborg aö verja verulegri fjárhæö árlega til breytinga á eldra húsnæöi, I eigu borgarinnar, tii þess aö gera þaö aðgengilegt fötluöum. Viö skorum á ykkur borgarfulltrúa aö setja inn i byggingasamþykkt Reykjavikur- borgar ákvæöi um lágmarlits dyra- breiddir, staösetningar og stæröir á lyftum, slétt inn á jaröhæöir o.fl. Þessa þrjá liöi skal ég rökstyöja aöeins nánar. Þaö hefur veriö land- lægt hér aö hafa salernisdyr m jórri en aörar dyr i húsum, þannig aö I miklum meirihluta ibúöarhúsnæöis er gjörsamlega útilokaö fyrir fólk I hjólastólum aö komast á salerni. 1 mörgum húsum eru ónauösyn- legar tröppur viö útidyr. Þess eru jafnvel dæmi aö jafnmargar tröpp- ur eru upp utan dyra eins og þær eru niður innan dyra, á neöstu hæö. Lyftur þurfa aö vera þaö rúmar að þær rúmi hjólastól, aö hægt sé aö komast I þær slétt frá götu og aö þær stoppi á hverri hæö, en ekki á milli hæöa eins og er t.d. i háhýsi við Kleppsveg. .Þjóðfélag, sem vill teljast vel- ferðarþjóöfélag, veröur aö tryggja öllum þegnum sinum bestu mögu- legu lifsskilyröi og aöbúnað, án tillits til aldurs eöa fötlunar. Þaö er grundvallaratriöi aö allar ibúöir, byggingar og opin svæöi veröi aögengileg fyrir alla. Aö byggja aöeins sérstakar ibúöir fyrir ákveöna þegna I þjóöfélaginu er engin framtiöarlausn. Viö sem erum fötluö eigum ættingja og vini, sem eru ófötluö. Viö viljum geta heimsótt þá. Viö viljum ekki þurfa aö flytja úr þvi ibúöahverfi sem viö erum oröin rótgróin i, vegna þess aö i hverfinu eru engar ibúöir sem henta mikið fötluöu fólki. Rarinsóknir sem geröar hafa veriö i Sviþjóö og Danmörku, sýna, að ibúöir sem byggðar hafa veriö, eöa breytt þannig aö þær væru hentugar mikiö fötluöu fólki hafa einnig betra notagildi fyrir ófatlað fólk. Rannsóknirnar sýndu lika aö ef tillit var tekið til fatlaðra strax, þegar ibúöin var skipulögö kostaöi bygging hennar sáralitið meira en ella. Þaö sem þaö er viötekin hefö hér á landi, aö húsbyggjendur vinni mikið viö byggingu ibúöarhúsnæöis sins, gefur þaö auga leiö aö þaö er mun dýrara fyrir fatiaöa en aöra aö koma yfir sig þaki, þar sem þeir þurfa aö kaupa út alla vinnu. Eins er um breytingar á eldri ibúð. Þaö er þvi brýn nauðsyn aö fatlaðir eigi kost á hærri og hagstæöari lánum til húsbygginga, en nú er. Þurfa borgaryfirvöld aö koma þar til móts viö fatlaöa, i samvinnu viö Húsnæöismálastofnun rikisins. I ályktun Allsherjarþings Sam- einuöu þjóöanna frá 9. desember 1975, um réttindi fatlaöra. segir meöal annars aö fatlaöir eigi rétt á aö lifa meö fjölskyldu sinni eöa for- ráöamönnum og taka þátt i öllum störfum samfélagsins og tóm- stundaiökunum. Meö tilliti til heimils eigi fatlaöir sama rétt og aðrir. Sama ár, 1975, sendu Sameinuöu þjóöirnar út skýrslu i 76 liöum um byggingar og innréttingu þeirra. Er þar einnig skýrt kveðiö á um réttindi fatlaöra og byggingu ibúöa þannig aö öllum henti. Viö Islendingar erum meöal stofnenda Sameinuöu þjóöanna og ættum þvi að hugleiöa þessa ályktun og skýrslu vel og taka hana til eftirbreytni. Góðir borgarfulltrúar! Viö van- þökkum ekki þaö sem vel hefur verið gert, en betur má ef duga skal. Theodór A. Jónsson Frá jafnréttisdegi fatlaðra

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.