Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. nóvember 1978 A sunnudaginn var stóð- um við, sonur minn og ég, í biðröð fyrir utan Gamla- bíó. Við ætluðum að sjá Disney-myndina Mary Poppins. Biðröðin náði upp að Bankastrætishorni. Við biðum í hálftíma, en þegar röðin var alveg að koma að okkur fréttum við að úpp- selt væri á sýninguna. Þá náði biðröðin enn upp að Bankastrætishorni. Þessi mikla aðsókn aö ósköp venjulegri Disney-mynd er auö- skiljanleg ef gluggaö er i framboö bióanna þennan sunnudagseftir- miödag. Af tólf kvikmyndasölum borgarinnar buöu aöeins fimm upp á „barnasýningar”. Og sumar þessara barnasýninga voru satt aö segja ekki upp á marga fiska: gamlar lummur og ómerkilegar. Mary Poppins ljóm- aöi og skein i þvi kompanii. Þaö var ekki laust viö aö ég vorkenndi krakkagreyjunum sem uröu frá aö hverfa.Sem ég barst þarna meö straumnum niöur Ing- ólfsstrætiö heyröi ég einn hinna ó- gæfusömu kvarta sáran. Móöir hans reyndi aö hugga hann: þú horfir bara á Stundina okkar i staöinn. Drengurinn hnussaöi fyrirlitlega: Stundin okkar. Þaö er nú aldrei neitt variö i hana. Stundin okkar; út yfir ailan þjófabálk Ingibjörg Haralds- dóttir skrifar um kvikmyndir BÖRNIN OG SJÓNVARPIÐ Sjónvarpið Samt var þetta þrautalending- in. Þaö var horft á Stundina okk- ar. Og ég get ekki annaö en veriö hjartanlega sammála stráknum sem hnussaöi. Þá fór ég aö hugsa um alþjóö- lega barnaáriö, sem i vændum er og byrjar eftir tvo mánuöi. Ég minntist lfka óteljandi barnatlma sjónvarpsins i fyrravetur. Og nú eigum viö a.m.k. þrjá barnatima aö baki og ótal marga framundan i vetur. Þaö dettur engum heilvita manni i hug aö gera þá kröfu til bisnissmanna aö þeir hugsi um eitthvaö annaö en gróöann sinn. Þessvegna býst maöur aldrei viö þvi aö gagnrýni á kvikmyndahús- in I Reykjavik beri árangur, aö hún hafi t.d. jákvæö áhrif á kvik- myndavaliö. Rekstur þessara húsa er eingöngu bisniss og i bisn- iss gildir lögmál frumskógarins, eins og allir vita. Þar þykir þaö gott og blessaö aö græöa á þvi aö sýna börnum afdankaöar kúreka- myndir eöa „sprenghlægilegar” elliærar gamanmyndir, áratug eftir áratug. Timinn sem ætlaöur er börnum i sjónvarpinu er ekki mjög langur: u.þ.b. tvær og hálf klukkustund á viku. Vitaskuld horfa eldri börn á miklu meira, en þetta er semsé sá timi sem fer I aö sýna þaö sem kallaö hefur veriö „barnaefni”. Af þessum tima fara yfirleitt ein og hálf stund i aö sýna erlendar kvik- myndir, en afgangurinn er þetta fyrirbæri: Stundin okkar. Ein stund á viku. Maöur skyldi ætla aö ekki ætti aö vera stórum vandkvæöum bundiö aö verja svolitiu hugviti og jafnvel fjár- munum til aö gera þessa stund á- nægjulega og uppbyggilega fyrir yngstu kynslóöina, þessa sem á aö „erfa landiö” eins og þaö heitir á alvarlegum augnablikum. Manni gæti jafnvel dottiö i hug aö forráöamenn sjónvarpsins myndu kappkosta aö fá til þess sérmenntaöa og hæfa menn aö gera Stundina okkar aö góöri stund. Aö þeir leituöu jafnvel til einhverra af okkar ágætu upp- eldisfrömuöum og listamönnum i þessu skyni. Sannleikurinn er hinsvegar sá, aö vandfundinn mun ómerkilegri sjónvarpsbarnatimi. Slæmur var hann I fyrravetur, en þeir þrir þættir sem ég hef horft á nú i haust taka þó út yfir allan þjófa- bálk. Afdalamennska og stjörnudýrkun Einhverntima fékk einhver þá ágætu hugmynd aö sjónvarpiö efndi til keppni meöal unglinga um bestu 8 mm kvikmyndina. Nú er veriö aö sýna okkur þær mynd- ir sem borist hafa i keppnina, og er ekki nema gott eitt um þaö aö segja. Myndirnar eru einsog viö var aö búast.En heldur finnst mér ósmekklegt aö stilla „kvik- myndastjórunum” (meöal ann- arra oröa: af hverju eru þetta eintómir strákar? Fást stelpur ekki viö kvikmyndun?) upp eins- og þeir séu einhverjar stórstjörn- ur og láta Arna Johnsen hafa viö þá iöng og húmorslaus viötöl. Ef slikt efni á erindi i sjónvarp á annaö borö finnst mér þaö ætti frekar heima i þætti fyrir af- markaöri áhorfendahóp, t.d. tóm- stundaþætti eöa jafnvel kvik- myndaþætti —■ en ástæöulaust finnst mér aö stela þannig mörg- um dýrmætum minútum af krakkagreyjunum sem horfa á Stundina okkar. En hefur nokkurntima veriö gerö á þvi könnum, hvaöa aldurs- hópar horfa á Stundina okkar? Hverjum er hún I rauninni ætluö? Oft á tiöum finnst manni eins og hún sé eiginlega engum ætluö — þaö sé bara veriö aö fylla upp I gat. Eöa hvaö á maöur aö halda þegar stór hluti timans fer I aö fletta bók — aö visu ágætri bók, Berjunum á lynginu, — og sýna myndirnar úr henni um leiö og textinn er lesinn? Odýrara „sjón- varpsefni” er áreiöanlega ekki til. Og takiö eftir aö lesarinn var i þessu tilfelli unglingsstúlka sem ekki er komin á leikarataxta. Stundum þarf ekki einu sinni aö finna heppilega bók til þessara nota; þá eru teknar teikningar sem börnin senda þættinum og kyrfilega getiö um nafn og heim- ilisfang hvers teiknara. Ég er ekki alveg viss um þaö, hvort þessi nafnalestur er hreinræktuö afdalamennska eöa hvort þarna er um aö ræöa enn einn angann af þeirri stjörnudýrkun sem Stundin okkar keppist viö aö innræta börnum landsins. 1 rauninni skiptir engu máli hvort aöstandendur Stundarinnar okkar eru sér meövitaöir um þaö sem þeir eru aö gera eöa ekki: útkoman er hin sama, og þaö er hún sem mætir augum barnanna. Staöreyndin er sú, aö Stundin okkar er kennslustund i meöal- mennsku og heimskulegri afþrey- ingu. Þetta eru kannski stór orö, en ég segi einsog kellingin: manni getur nú sárnaö. Manni sárnar þegar börnum er boöiö aö gerast sljóir og auösveipir neysluþrælar, þegar þeim er kennt aö dýrka jafnaldra sina sem standa þeim „framar”, kunna t.d. aö syngja og vagga sér i mjöömunum, eöa hafa efni á aö taka kvikmyndir. Manni sárnar þegar börnum er misboöiö, hvernig sem þaö fer fram, og af hvaöa hvötum sem þaö er til komiö. Fræðsla og skemmtun Hvernig vill hún þá hafa Stund- ina 'okkar? — spyr nú kannski ein- hver. Ég held aö börn þurfi aö sjá sjálf sig og umhverfi sitt á sjón- varpsskjánum. (Fullorönir þurfa þess lika, og eru næstum þvi eins afskiptir á þessu sviöi og börnin. En nú erum viö aö tala um börn- in). Sjónvarpiöer einsog allir vita sterkasti og áhrifarikasti fjöl- miöill nútimans. Þaö getur haft slæm áhrif, en þaö getur lika látiö gott af sér leiöa. Ég kalla þaö slæm áhrif þegar sjónvarpiö deyfir félagslega vitund einstakl- ingsins, beinir athygli hans aö ó- raunverulegum glansheimi sem hvergi er til nema I sjónvarpinu, og telur honum trú um aö þetta sé hinn eini sanni heimur, þaö eina eftirsóknarveröa. Hinsvegar getur svo sjónvarpiö miölaö fræöslu og ýmiskonar skemmti- legheitum úr raunveruleikanum. Og þegar ég segi fræöslu á ég ekki viö þessa ömurlegu umferöar- fræösluþætti sem nú er troöiö inn i alla barnatlma. Fræöslu á aö út- búa þannig aö hún lifi I minning- unni sem eitthvaö skemmtilegt og nauösynlegt. Raunveruleikinn er fullur af sjónvarpsefni. En þaö þarf visst hugvit til aö sjá þaö. Og þaö þarf peninga til aö gera þaö vel úr garöi. Þaö þýöir ekki aö koma alltieinu meö heilan hóp af kvik- myndatökufólki I dansskóla eöa siglingaklúbb, reka hljóönemann upp aö andlitinu á næsta manni og spyrja: finnst þér gaman? Viötöl viö krakka krefjast undirbúnings. Hve oft hefur maöur ekki horft á pinnastifa og grafalvarlega ung- linga segja: já já, mér finnst voöa gaman. Sömu unglingar heföu ef- laust haft frá mörgu skemmtilegu aö segja, ef þeir heföi aöeins fengiö tima til aö átta sig á hlut- unum, kynnast spyrjandanum o.s.frv. En umfram allt þarf Stundin okkar aö vera skemmtileg. Hvérnig stendur á þvl að rithöf- undar eru ekki fengnir til aö skrifa fyrir þáttinn? Areiðanlega munu margir sammála mér um þaöaö Palli Guörúnar Helgadótt- ur hafi veriö góöur gesturl sjón- varpssal. Hversvegna var ekki .haldið áfram á þeirri braut? Ég á ekki viö aö Palli hefði þurft aö lifa lengur sem sllkur, heldur hitt, aö rithöfundar á borö viö Guö- rúnu heföu átt aö skrifa fyrir þáttinn. Ég vil fá lifandi efni, góöan texta og myndir sem sóttar eru I islenskan veruleika. Ég vil aö tekin séu til meöferöar mál sem börnin okkar hafa áhuga á, og sem þau fást viö I sínu daglega lifi. Sjónvarpiö á aö hjálpa börn- um til aö skilja og skynja lifiö I kringum sig. Þaö á umfram allt ekki aö eyöileggja smekk þeirra meö fánýtu prjáli og gervi- mennsku, lélegum bröndurum og einhæfu efni. Ungdom og seksualitet Ritgerð Ásgeirs Sigurgestssonar sál- fræðings,,Ungdom og seksualitet”, hefur verið endurprentuð og fæst nú aftur i Bók- sölu stúdenta. Þurrkaður harðviður Einnig fyrirliggjandi hnota, japönsk eik og oregon pine. Harðviðargólflístar fyrir parket. Sendum i póstkröfu um allt land. HÖFÐATÚNI 2 - REYKJAVÍK Sfmi: 22184 (3 Ifnur) Blaðberar óskast Suðurströnd, Sæbraut, Selbraut — Tjarnarból, Tjarnarstigur (sem fyrst) MOBWJINN Síðumúla 6. sími 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.