Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. nóvember 1978 MOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis btgefandi: Útgáfufélag ÞjóBviljans Framkvœmdastjóri: EiBur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Auglýsingastjóri: Gunnar Steinn Pálsson. Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson Blaðamenn: Alfheiöur fngadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sig- uróardóttir, GuBjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson. Magniis H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. lþrótta- fréttamaður: Asmundur Sverrir Pálsson. Þingfréttamaður: SigurBur G. Tómasson Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. útlit og hönnun: GuBjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur, Blaðaprentsvakt: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar, Oskar Albertsson. SafnvörBur: Eyjólfur Arnason. Auglýsingar: Rúnar SkarphéBinsson, SigrlBur Hanna Sigurbjörnsdóttir. Skrifstofa: GuBrún GuBvarBardóttir, Jón Asgeir SigurBsson. Afgreiösla: Guömundur Steinsson. Kristln Pétursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, SigrlBur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: SigrUn BárBardóttir. Húsmóðir: Jóna Siguröardóttir. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. útkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn Guömundsson Ritstjórn, afgreiðsla og auglýsingar: Slöumúla 6. Reykjavik, simi 81333 Prentun: BlaÖaprent h.f. Tilræði við samkennd og samstöðu Ritstjóri Dagblaðsins er iðinn við sinn kola: dag eftir dag boðar hann þá hrokafullu kenningu, að auður Vesturlanda sé til orðin vegna þeirrar þekkingar og snilli og frumkvæðis sem verður til f heilabúum hvítra manna. Boðskapur hans er að sönnu ekki orðaður á svo grófan hátt, en þetta er meiningin engu að síður. Tilgangurinn með skrifum af þessu tagi (sem alltaf öðru hvoru sjást i hægri blöðum um heiminn) er að f irra kapítalisma Vesturlanda ábyrgð af fátækt og örbirgð í þriðja heiminum, sem margir eru reyndar farnir að deila í tvennt og bæta við f jórða heiminum: það eru lönd sem eru svo örsnauð að allir bankar afskrifa þau fyrir- fram. Ábyrgðin er samkvæmt skrif um þessum hjá sjálf- um íbúum og leiðtogum landa hins þriðja heims. Þeir hafa, aðþví er ráða má af leiðurum þessum fengið nokk- urn veginn sannvirði fyrir hráefni sín og vinnu þegna sinna — „enginn hefur verið arðrændur". Þeir mega sjálfum sér um kenna ef illa hefur farið. Það er að sönnu rétt, að mikil ábyrgð hvílir á mörgum pólitískum foringjum þriðja heimsins og þá fyrst og fremst sú, að þeir hafa gengist inn á forsendur kapítal- ismans eins og hann er gráðugastur. Þeir gangast inn á fjárfestingar- og viðskiptakjör sem til dæmis leyfðu Bandaríkjunum að taka á nokkru tfmabili um 12 milarða dollara hagnað í Suður-Amerfku fyrir þá tæpa f jóramiljarðadollara sem þangaðfóru I f járfestingar og „aðstoð". Þeir veita þau frfðindi og tryggja það lága kaup sem gerir vestrænum og japönskum kapltalistum mögulegt að endurheimta útlagt f jármagn á aðeins f jór- um eða fimm árum I ríkjun eins og t.d. Singapore — hvert ár I viðbót sem þetta kerfi stendur færir þeim há- marksgróða sem er margf aldur á við það sem hægt er að fá I efnaðri löndum þar sem verklýðshreyfingin má sín einhvers. Enn verra er þó, að með þvl að sölsa undir sig stórar landspildur til að rækta á eina eða tvær arðbærar plöntur hef ur auðmagninu I sínu ævintýri tekist að eyði- leggja gróinsjálfsbjargarsamfélög og hrekja tugi mil- jóna af landi sínu og I allsleysi nýrra stórborga þriðja heimsins. Það er þessi þróun sem gerir það að verkum að það er lýgi að halda þvf f ram að eymd þriðja heimsins haf i verið meiri áður en hann „kynntist Vesturlöndum". Hún er nú meiri — nema þar sem olíuauður hefur gert strik I reikninginn. Það virðist I sjálfu sér ekki skipta máli, þótt hægri- sinnað dagblað skrifi nokkra leiðara um ágæti kapital- ismans og snilligáfu þeirra þjóða sem byggja vestræri iðnrlki. En slík skrif eru I reynd liður I herferð gegn þeim breytingum á hugsunarhætti einkum yngra fólks sem urðu á síðastliðnum áratug. Á þessum tíma vaknaði með ungu fólki víðtækur skilningur á ábyrgð Vestur- landa á eymd og hungri I snauðari löndum, þetta fólk, sósíalistar, róttækir, kristnir, eignaðist nýja samkennd með þeim sem ránsskapur auðmagnsins hafði verst leik- ið og sú samkennd braust fram með margvlslegum hætti, meðal annars I óvæginni gagnrýni á ýmsar undir- stöður borgaralegs þjóðfélags. Það er þessi samkennd sem Dagblaðaritstjórar heimsins vilja feiga, þvl ítreka þeir I ýmsum tóntegundum þann boðskap að við, þessir rlku, séum snjallir og gáfaðir og höfum þegar gert skyldu okkar og meira til. Hinir mega eiga sig — nema það getur ef til vill borgað sig að sletta einhverjum lán- um I þá sem hugsa eins og við, óskabörn auðmagnsins. Fimm hundruð miljónir manna búa við næringarskort, sjö hundruð og f immtíu miljónir eftir nokkur ár — en það er, samkvæmt þeim boðskap sem fyrr var rakinn, sjálf- skaparvíti. i- 'I eins og ritstjórinn segir með sjálf umgleði hreinnar samvisku: „Auður vesturlanda er ekki frá neinum tekinn" — áb. Nóbelsverðlaunin I eðlisfræði árið 1978 féllu I hlut sovéska vísinda- mannsins Pjotr Kapitsa, sem er 84 ára gamall. Fékk hann þau fyrlr grundvallarrannsóknir og uppgötvanir á sviði lághitaeðlisfræði. Pjotr Kapitsa er fæddur i Kronstadt og var faöir hans hernaðarverkfræðingur. Hann lauk námi i Fjöllistaháskólan- um i Pétursborg, nú Leningrad, og hóf þar kennslu 24ra ára gamall. Hann starfaði i Cam- bridge á þriðja áratugnum ásamt Ernst Rutherford, sem mat mikils störf þessa unga sovéska samstarfsmanns sins. í 30 ár hefur Kapitsa veriö yfir- maður rannsóknarstofnunar i eölisfræði, sem hann stofnaöi i Moskvu. Þar hefur hann unniö að grundvallarrannsóknum og lausnhagnýtra verkefna, m.a. á sviði lághitaeðlisfræði, sem hann hefur nú fengið Nóbels- verðlaun fyrir. Pjotr Kapitsa er nú 84 ára gamall.en enn mjög liötækur visindum eins og viðtal þetta bendir til. Kapitsa fékk Nobels- verðlaun Irina Gardenia, fréttaritari APN, hitti visindamanninn aö máli iBarvikja, útborg Moskvu, þar sem hann dvelst nú á heilsu- hæli sér til hressingar. Litla herbergiö, þar sem hann býr, likist mest lestrarstofu: Boröið er þakiö sovéskum og erlendum tæknitimaritum. Góðar fréttir Fyrsta spurningin, sem lögð var fyrir Pjotr Kapitsa, var eðlilega um viðbrögð hans við fregninni um að sænska vis- indaakademian heföi veitt hon- um Nóbelsverölaun. „Maður er alltaf ánægður að heyra góðar fréttir, einkanlega þegar maður á þeirra ekki von. Verðlaunin komu mér á óvart, sérstaklega að þau eru veitt fyrir uppgötvanir, sem geröar voru fyrir meira en tveim áratugum.” „Þú fékkst Nóbelsverðlaunin fyrir rannsóknir á sviöi lághita- eðlisfræði. Hvaða þýöingu hafa þessar uppgötvanir haft fyrir framfarir i þessari og skyldum greinum eðlisfræði?” „Ég verö að segja, aö framfarir á þessu sviði hafa veriö mjög örar, sérstaklega eftir uppgötvun helfum-3, sem aðeins er hægt að framkalla með þvi aö nota kjarnaofn. Helium-3 og helium-4 mynda ákaflega athyglisvert efni, kallað quant fluid, sem skapar mikla möguleika á þvl að ná mjög lágu hitastigi. Sparnaður Þróun lághitaeðlisfræði er nú komin á það stig, að möguleikar hafa skapast til raunverulegrar hagnýtingar hennar I þágu tækninnar. Þar hef ég i huga fyrirbærið ofurleiöni: Við hita- stig, sem er mjög nálægt frost- marki, virðast málmar hætta að veita rafstraum mótstöðu. Hagnýting þessa fyrirbæris i rafmagnsverkfræði gerir það kleift að smlöa griöarlega volduga mhd-kjarnaofna (magnetohydrodynamic) til þess að framleiða rafmagn og flytja það um langa vegu án nokkurs orkutaps að ráöi. Tækni, sem smiðuð eru á grund- velli undirstöðu rannsókna minna, framleiða fljótandi loft, sem siðan er látið þéttast. Súr- efni, sem unnið er úr þvi er not- að i málmvinnslu við stál- bræðslu. Þessi aðferö er nú not- uö um allan heim. Kallast hún Bessemer-aöferö. Notkun henn- ar i Sovétrikjunum t.d. sparar hundruð miijónir rúbína.” Leið út úr orkukreppu „Að hverju ertu aö vinna núna?” „Ég er aö vinna á sviði plasmaeölisfræði. Allur heim- urinn bindur miklar vonir við að vel takist á þessu sviöi. Þessar tilraunir gefa vonir um leiö út úr orkukreppunni, sem nú er smám saman farin að hrjá öll lönd.” „Hvaö hefur áunnist á þessu sviði til þessa?” Visindi og samfélag „Við höfum lagt út á þessa braut, en viö vitum ekki enn hvar hún endar. Engu að siöur þykjumst viö vissir um að þetta sé rétta leiðin. Við getum ekki sagt nákvæmlega til um hvenær við náum markinu. En við höf- um a.m.k. þegar náö aö framleiöa mjög mikinn hita, og viö erum farnir að skilja margt. Ég er bjartsýnismaður og held að vandinn I sambandi við þetta mál verði leystur I upphafi næstu aldar.” Samstarf „Það þarf vist ekki aö taka þaö fram, að þetta er mjög flók- iðog erfittsviö, sem krefst sam- vinnu visindamanna frá mörg- um löndum. Aö þessu sinni deildir þú Nóbelsverðlaununum með bandariskum starfsbræðr- um þinum, dr. Arnold Penzias og dr. Robert Wilson.” „Já, já, ég óska félögum mln- um I Bandarikjunum til hamingju. Mig langar aö vekja athygli á, að samvinnan er tvenns konar. Fyrst og fremst hjálpum við hver öðrum, án þess að fela nein leyndarmál, sem sparar bæði erfiöi og tima. En jafnframt heldur áfram samkeppni á milli okkar, og andi þessarar samkeppni er mjög gagnlegur. Rlkjandi andi samstarfsins þarf alltaf aö vera vinsamlegur.” „Þessi andi rlkir t.d. I sam- skiptum okkar við vfsindamenn I Sviþjóö, félaga mina við kon- unglegu visindaakademiuna, en ég hef verið heiðursmeðlimur I henni frá 1966. Hvaö önnur skandinavisk lönd varðar, þá hef ég bæði komið á rann- sóknarstofu Niels Bohrs og á heimili hans nokkrum sinnum. Mér þótti það mjög ánægjulegt, þegar mér voru veitt hin alþjóö- legu Nieís Bohr gullverölaun dönsku verkfræðingasam- takanna árið 1964. Það var einn- ig ánægjulegt að heyra, að á fimmta áratugnum var ég kjör- inn erlendur félagi I konunglegu dönsku visindaakademiunni og prófessor emeritus viö óslóar- háskóla.” Bræöralag vísindamanna „Ég hef oft komið til Svlþjóðar i sambandi við störf sænsku alþjóðlegu friöar- rannsóknarstofnunarinnar. Aö minu áliti vinnur þessi sænsk- styrkta stofnun ákaflega mikil- vægt starf. Alþjóölegt bræöra- lag visindamanna, sem starfa innan vébanda SIPRI, vinnur að rannsóknum I sambandi viö varðveislu friðar. Stofnunin gef- ur út eigin verk, þar á meðal rikulegar upplýsingar um útgjöld heimsins vegna vigbún- aðar. Þessar útgáfur eru þeim mikii stoð sem vinna að spennu- slökun og friði.” „Þú varst meðal stofnenda Pugwashhreyfingar vlsinda- manna. Hver telur þú að sé þjóðfélagsleg ábyrgð visinda- manna nú á timum?” „Pugwashhreyfingin hefur haft mjög mikil áhrif. Hún var stofnuð sem hindrun I vegi fyrir kjarnorkustyrjöld. Visinda- mennirnir vita hvað kjarnorkan raunverulega er, og geta talað um þá hættu fyrir mannkynið, sem er samfara þvi, að þessi orka sé notuð I árásarskyni.” „Sviar vænta þess, aö þú komir til þess að vera viö afhendingu Nóbelsverðlaun- anna I desember.” „Ég vona sannarlega aö ég verði fær um að sækja hana.”

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.