Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 13
Sunnudagur 5. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Börn að leik I litlu þorpi. A myndinni má sjá bananatré og sykurreyrspiöntur. Biðstofan við kommúnuspitalann i Kanton er úti undir beru lofti. komum á spitalann og hann lá þarna með höndina i umbúðum. Maöurinn var ekkert farinn að hreyfa höndina, en liturinn á fingrunum var alveg eölilegur og sama er að segja um húöhitann. Svo hittum við fólk, sem hafði undirgengist limágræðslur fyrir 5—8 árum. Einn haföi misst hönd- ina i stórum bréfahnif og hún hafði klippst af rétt ofan viö liöa- mótin milli þverhandarbeina og kjúka. Núna er hann kominn til vinnu á sama staö, hann hefur fullan kraft i höndinni og það eina sem hann kvartar undan er örlitill doði i fingrunum ef honum veröur kalt. Annað dæmi sem var sláandi, var stúlka sem hafði fengiö illkynja mein 1 upphandlegg. Það hafði reynst nauösynlegt aö taka upphandlegginn af, en I stað þess að taka allan handlegginn, var framhandleggurinn færður upp á öxlina, þannig að stúlkunni nýtist höndin alveg. Þetta fannst mér gifurlega áhrifamikið aö sjá. Geysileg vandvirkni 12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. nóvcmber 1978 ,,C:g átti ekki von á að langþráður draumur minn um að fara til Kina mvndi rætast.” Eyjólfur Haraldsson læknir. — Ljósm. AI. Islenskir lœknar í Kína Okkur var sagt að Eyjólfur við Kfnamúrinn. áburð Guðmundur B. kfnverskri konu. Guðmundsson og Páll Asgeirsson i heimsókn hjá gamalli Slikar aðgeröir krefjast geysi- legrar vandvirkni. Það þarf aö sauma fjöldann allan af æðum og taugum svo vel fari. og þeir sauma æðar, sem eru allt niður i hálfan annan millimetra i þvermál. Þetta er saumað i hönd- um með aðstoö smásjár, auk þess sem bein og vöövasinar eru tengdar. Þeir treysta sér til aö framkvæma svona aögeröir þó liðið hafi allt uppi 36 klukkustund- ir frá þvi limurinn fellur af þar til aðgerð hefst, en þá eru auðvitaö notaðar sérstakar geymsluaö- ferðir, sem leiöbeint er um. Þeim gekk heldur illa að komast i gang með að græöa fing- ur á, út af blóðrásarvandamál- um, en 1966 höfðu þeir leyst þaö vandamál og siðan þá hafa verið framkvæmdar meira en 400 fingurágræöslur á þessum spitala sem viö heimsóttum i Shanghai. Nú hafa þeir miðlað af reynslu sinni og tækni, þannig að hægt er aö framkvæma slikar aö- geröir mjög viða um landið og einnig hafa verið send læknalið til útianda tii að framkvæma lima- ágræðslur.” Að nýta þekk- ingarforðann — Hvað af þvl sem þiö kynnt- ust þarna helduröu að gæti komiö islensku heilbrigðiskerfi helst aö gagni? ,,Við getum margt lært af Kinverjum, og þeir kannski eitthvaö af okkur. Ég tel aö áherslan sem lögö er á fyrir- byggjandi aðgeröir i heilbrigöis- málum sé mjög til fyrirmyndar og einnig þessi gagnkvæma þekk- ingarmiölun, — að allir taki þátt i aö mennta hvern annan. Það finnst mér mjög athyglis- vert og æskilegt fyrirkomulag sem miðar að þvi að þekkingar- forðinn nýtist sem best alls staö- ar, og kemur i veg fyrir að menn einangrist einhvers staðar bak við veggi meö þekkingu, sem eng- inn veit um nema maöurinn sjálf- ur og einn eöa tveir aðrir.” — Heldurðu að viö ættum aö fara að grafa upp islenskar grasalækningar, og rannsaka þær i þvi skyni að beita þeim inni i sjúkrahúsunum? „Þetta er ekki sambærilegt. Kinverskar grasalækningar standa á mjög gömlum merg. Þær hafa veörast i gegnum ald- irnar og ég tel aö við eigum ekk- ert sambærilegt viö þeirra „kerl- ingarbækur”. Reynslan hefur kennt mönnum a$ nota þessar að- ferðir en þaö er ekki fyrr en núna að farið er að rannsaka þær á vlsindalegan hátt. Niöurstöður þeirra rannsókna eiga eftir að koma i ljós.” ■ — Viltu segja eitthvað aö lok- um? x „Ég vil gjarnan nota þetta tækifæri til aö þakka kinverska sendiráðinu i Reykjavik og kinversku heilbrigðisstjórninni fyrir einstaka velvild, gestrisni og hjálpsemi viö okkur félaga,og vonandi getur þessi heimsókn okkar oröið til aö auka tengsl og skilning milli islenskra og klnverskra lækna.” — AI. taugaveiklun væri ekki til Rætt við Eyjólf Haraldsson A undanförnum árum hafa allmargir Islendingar átt þess kost að ferðast til Kína og kynnast af eigin raun þeim umskiptum sem orðið hafa þar j landi. I septembermánuði dvöld- ust t.d. þrír íslensk- ir læknar, þeir Eyjólfur Haraldsson, Guðmundur B. Guðmundsson og Páll Ásgeirsson í hálfan mánuð í Kina og kynntu sér kínverskar lækningar og kínverskt heilbrigðiskerfi. Lækningalist Kinverja byggir á aldagamalli hefð og hafa nálarstungulækn- ingar þeirra vakið mikið umtal og eftirtekt um allan heim. ( heilsugæsukerfinu eru þessar gömlu lækn- ingaaðf erðir, nála- stungan og grasalækn- ingar, samofnar nýjustu læknavísindum og útþensla kerfisins með ótal „berfættum læknum" veit- ir 900 miljónum manna beinan aðgang að læknis- hjálp og upplýsingum um hóllustuhætti og heilsu- vernd. Laugardag einn fyrir skemmstu gaf Eyjólfur Haralds- son læknir i Heilsugæslustöð Kópavogs sér tima til aö spjalla viö blaðamann Þjóðviljans og segja frá feröum þeirra þremenninganna um Kina og hverju þeir kynntust. „Upphafið aö þessu feröalagi var að Páll átti leið til Astraliu á læknaþing og Guðmundur ætlaði til Kuala Lumpur. Þeir sóttu um vegabréfsáritun til Kina snemma i sumar, — þótti tilvalið að drepa þar niður fæti, fyrst þeir voru á leiö umhverfis hnöttinn hvort eð var.” „Ég kom ekki inn I þessa ferða- áætlun fyrr en miklu sfðar, þegar sá þriðji sem með þeim ætlaði, heltist úr lestinni, — þannig að fyrir mina parta byrjaði ævintýr- iö snögglega einn morgun i ágúst- byrjun, þegar siminn hringdi og ég var spurður, hvort ég vildi ekki koma með til Kina. Ég hafði ekki búist við að langþráöur draumur minn um Kinaferö myndi rætast, en þann 31. ágúst hittumst við þrir i Hong Kong, — ég að koma frá íslandi, Páll frá Astrallu og Guðmundur frá Róm. Daginn eft- ir fórum við svo til Rauöa-Kina, dvöldumst þar til 4 september og heimsóttum Peking, Shanghai og Kwangchow (Kanton).” „Hver dagur hófst um áttaleyt- ið á skoðunarferð sem stóð fram yfir hádegið. Þá var tveggja tima hlé og milli 3 og 4 var fariö i aðra ferð, sem stóð venjulega til kl. 7. Við nutum frábærrar gestrisni alls staðar, en feröin var skipu- lögð af kinverska sendiráöinu i Reykjavik. Nálastungur og grasaseyði Hvarvetna sem viö komum, var greinilegt að ferö okkar haföi ver- iö vandlega undirbúin, og á þess- um stutta tima gafst okkur gott tækifæri til þess að kynnast kin- verska heilbrigðiskerfinu.” — Hvaða hugmyndir geröir þú þér um kinverskar lækningar áður en þú komst á staðinn? „Ég fór út með mjög opnum huga, bafði auövitaö heyrt um nálastungur og grasalækningar sem tiðkuöust I Kina, en reyndar vissi ég ekki viö hverju ég átti aö búast. Þarna opnaðist alveg nýr heimur. Við fengum vissulega að sjá mikið af nálastungum sem meðferð viö ýmsum kvillum, en komumst að raun um að þeir nota vestrænar lækningaaöferöir til jafns við og samtímis þessum hefðbundnu kinversku aðferðum, — grasalækningum og náiastung- um. Þetta kom mér talsvert á óvart.” — Lærðuð þið á einhvern hátt að beita nálastunguaðferðinni? „Nei. Það er afskaplega flókið kerfi og byggist á þvi aö stinga nálum i rétta punkta i likamanum eftir þvi hvaða kvilla er um að ræða. Þeir punktar hanga ekki saman á neinn sýnilegan hátt og liffræöileg tengsl hafa ekki fund- ist milli þeirra þrátt fyrir mikla leit, sem einnig hefur farið fram hér á Vesturiöndum. Enga skýringu fengum við á þvi i þessari ferð, hvernig nála- stunguaðferðin virkar, en okkur var sagt að það væri nú i ræki- legri rannsókn. A sama hátt vinna Kinverjar að rannsóknum á þvi hvaða efni það eru, sem eru virk I grasaseyöunum og þaö liöur áreiðanlega ekki á löngu áður en það finnst, rétt eins og skeö hefur á Vesturlöndum.” Berfættir læknar — Hvernig er heilsugæslu- kerfið byggt upp? „Frum-heilsugæsla er oftast i höndum „berfættu læknanna”, sem vinna úti meöal fólksins og eru valdir af fólkinu. Þeir veita fyrstu læknishjálp og skera úr um hvort sjúklingurinn þarf á flókn- ari meðferð að halda, en þeir geta veitt. Stöövar berfættu læknanna, sem viö sáum, eru mannaðar ein- um lækni, hjúkrunarkonu og ljós- móöur og slik eining þjónar um 2000 manns. Næsta stig I heilsu- gæslukerfinu eru kommúnu- spitalarnir eða bæjarspitalarnir, en það eru spitalar sem hafa bæbi handlæknadeild og lyfjadeild. Siöan kemur héraðsspitalinn eða borgarspitalinn sem tekur viö sjúklingum úr fleiri kommúnum. Sjúklingarnir fara inn i þetta kerfi fyrir tilstuölan berfættu læknanna, en þeir geta lika fariö beint á kommúnuspltalana.” „Berfættu læknarnir eru valdir af fólkinu sjálfu og ákvörðunin um það hver verður berfættur læknir er pólitlsk. Eftir að hann hefur verið valinn, fær hann sér- staka þjálfun á spitaia eða hjá eldri berfættum lækni, en þessi þjálfun tekur 5—6 mánuði og möguleiki er á lengra námi. Auk þess fá þeir mikla þjálfun I starf- inu sjálfu og það sem er áberandi i öliu heilbrigöiskerfinu er gagnkvæm kennsla og þekkingar- miðlun, þannig að viöhald kunnáttu virðist vera i mjög góðu lagi. Þannig fara læknar frá háskólaspltölum og héraðsspitöl- um og miöla þekkingu sinni á kommúnuspitölum og á heilsu- gæslustöðvum berfættu læknanna.” — Hvernig starfar berfætti læknirinn? „Berfætti læknirinn sér um fyrirbyggjandi aðgeröir, — litur eftir hreinlæti og er fræöari um hollustuhætti. Hann litur eftir barnshafandi konum og börnum þeirra. Berfætti læknirinn getur leyst einföldustu vandamál t.d. Ekkert má fara til spillis. Hér er veriö að flytja unninn úr saur ibúanna i Shanghai. greinir hann öndunarvegasjúk- dóma og suma sjúkdóma i kvið. Hann metur hve ástandið er al- varlegt og hvert menn þurfa aö fara á spitala. Meðferö hans á sjúkdómum er sambland af grasalækningum og lyfjagjöf.” — Er grasalækningum iika beitt á spitölum? „Já, alveg á sama hátt. A öllum þeim spitölum sem við komum á var blandað saman vestrænum lækningaaöferðum, grasalækn- ingum og nálastungum. Það eru yfirleitt notuö sömu lyf og hér á Vesturlöndum og á sama hátt, nema hvað þeir nota minni skammta, liklega vegna sam- verkandi áhrifa þessara aöferða, lyfjagjafarinnar og grasaseyðis- ins.” Læknanámið — Hvernig er læknanámi háttað? „Læknanám er núna 5 ára háskólanám. í menningarbylt- ingunni var námið stytt niöur I 3 ár, en þótti ekki gefast vel, þó læknum fjölgaði auðvitað mikið. Það gefur auga leiö aö það er ekki hægt aö veita nægilega kennslu i iæknisfræði á aðeins 3 árum, enda hefur námstiminn verið lengdur aftur I 5 ár.” — Er þetta minni menntun en læknar hér á Vesturlöndum fá á 7 ára námstima slnum? „Það get ég ekki merkt. A háskólaspitölunum hittum við marga mjög vel menntaða lækna. Kinverjar vilja gjarnan njóta meira af þeirri reynslu sem feng- ist hefur á Vesturlöndum og þeir gera mikið af þvi að búa sina menn undir að fara út I heiminn og afla nýrrar þekkingar. Ollum læknanemum og læknum i sér- námi er gert að læra erlent tungu- mál og siöan eiga þeir að fara til útlanda og koma heim öliu fróöari. Sérfræöingar fá annars sina menntun á sjúkrahúsum i Kina. Sjálfir geta Kinverjar veitt mikla menntun, en þeir hafa bara ekki nógu mikinn mannskap til að sjá öllum fyrir kennslu I vestrænum lækningum.” 1 Kina, það urðum við varir við. Fólk hugsaí um hag fjöldans og sá hugsunarháttur viröist fólki þar ákaflega eðlilegur. Kinverjar borða hollan mat og boröa mikið. Hins vegar sá ég engan feitan mann i þessari ferö. Þaö er algeng sjón að sjá fólk i leikfimi á gangstéttum og fristundum er gjarnan varið til Iþróttaiðkana. Okkur virtist vera mikið um afleiðingar gigtsóttar, hjartasjúkdóma og nýrnasjúkdóma og okkur var sagt aö hjartasjúkdómar væru algegnasta dánarorsökin. Einnig segjast þeir hafa mikið af kransæðasjúkdómum. Krabba- mein er einnig aigeng dánar- orsök.” út á akrana, en áburðurinn er A geðsjúkrahúsum er beitt nálarstunguaðferðinni og á þessari mynd sjást 6 sjúki- ingar sem þjást af geðklofa i siikri meðferð. Nálarnar eru samtengdar i litlu tæki fyrir miðju og vægur rafstraumur heldur stöðugri ertingu á nálinni sem fest er f hvirfli sjúklinganna. Þessi meðferð tekur um 20 minútur i einu og er beitt i nokkra daga samfellt. A heilsugæslustöð berfætts læknis. Frá vinstri eru tvær Ijósmæður, þá hjúkrunar- kona og siðan læknirinn. Enginn feitur — Hvernig er heilbrigði Kinverja háttað? Fá þeir þessa svoköiluðu menningarsjúkdóma sem hrjá Vesturlandabúa eins og taugaveikiun, hjartasjúkdóma, offitu og krabbamein? „Okkur var sagt að taugaveikl- un væri ekki til. Skýringarnar eru sjálfsagt margar, og ugglaust hefur okkur ekki tekist að sjá til botns I þvi öllu saman. Það er sláandi þegar maður kemur út á götu i Klna, að fólkið er afskaplega ánægt og glaðlegt. Þvi liður vel og þetta er heilbrigt og föngulegt fólk sem lifir áreiðanlega hollu lifi. Maður varö aldrei var viö neina ágirnd eða þvi um likt, heldur var nægju- semin áberandi. Ég býst við aö þessir þættir, — ágirnd og lifs- gæðakapphiaup séu ef til vill ekki fjarlægir þessu fólki, en eigin- hagsmunir eru ekki hátt skrifaöir Skírlífi fram að hjónabandi — Hvaö með áfengi, tóbak, kynsjúkdóma og þess háttar? „Kynsjúkdómar eru vist ekki mikiö vandamál. t Klna þekkist ekki lausung I kynferðismálum og menn hugsa sér ekki til hreyfings i giftingarmálum fyrr en eftir 24 ára aldur. Barneignir hefjast ekki fyrr en I hjónabandi og óskilgetin börn eru engin. Þetta þótti okkur afskaplega ótrúlegt, en fullyrt var að þetta væri svona, og ég held að það geti vel verið rétt. Þá var okkur sagt að i Kina væri enginn alkóhólismi. Afengi er á boðstólum, en þaö er einfald- lega ekki notað nema stöku sinn- um meö mat og ég hef þaö á tilfinningunni aö það þætti fremur hlægilegt ef fólk keypti áfengi að marki. Hins vegar reykja Kinverjar talsvert mikið. Þeir leggja mikla áherslu á aö fræða almenning um heilsufar og hollustuhætti. A götum úti voru spjöld og töflur með hvatningum og upplýsingum, t.d. um hvernig útrýma ætti flugum. Gangur malariunnar var útskýrður með myndum-, sýnt hvernig hún berst I menn og hvernig snikjudýrið þró- ast I mannskepnunni og i mosquito-flugunum. Þá var einn- ig i gangi mikil herferö um heilbrigða lifshætti barna, um mat, hreinlæti og uppeldi.” Limir græddir áfólk — Hvað kom þér mest á óvart I iækningalist Kfnver ja ? „Þaö var eitt, sem hafði geysi- lega mikil áhrif á mig, en þaö var þegar við heimsóttum spitala I Shanghai, þar sem fór fram ágræösla á limum. Fyrsta aðgerðin af þessu tagi var framkvæmd 1963 og þá man ég eftir blaðafregnum þetta hér á landi. Viðbrögð manna voru yfir- leitt þau aö þetta væri útlokaö, — það væri ekki hægt aö græða limi að nýju á menn, en sjón er sögu rikari. A þessum spitala sáum við mann, sem misst hafði höndina. Hún hafði höggvist af um miðja þverhöndina og ágræðslan hafði tekiö 17 klukkustundir. Þetta slys hafði skeð daginn áður en við Þessa mynd tók Eyjólfur á sjúkrahúsi f Shanghai, þar sem limágræðslur fara fram. Sá sem situr lengst til vinstri missti fót við ökkla, en er nú fótboltahetja I borginni. Sá I miöiö missti hönd i bréfahnff, en stúlkan missti upphandlegginn vegna illkynja meins. Framhandlegggurinn var græddur á öxlina, eins og greini- iega sést á myndinni. Þessar þrjár aðgeröir voru framkvæmdar fyrir 5-8 árum siðan.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.