Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 5. nóvember 1978
helgarviðtalið
Hljóöriti Hafnarfirði aö kvöldlagi. I einu horn-
herbergjanna/ reykmettuöu og loftlausu, sitja nokkrir
ungir hljóðfæraleikarar innan um magnara, míkró-
fóna/ hátalara og leiösluspaghettí og æfa af kappi. I
miðjum hringnum skekur sig enfant terrible
islenskrar söngmenntar og spýtir kveðskap sinum
með flámæltri röddu inn í hljóðnemann með til-
heyrandi líkamskippum og andlitsgeiflum. Þess á
milli stjórnar hann drengjunum af djöfulmóð og dillar
sér eins og Lúsífer i logum helvitis. Megas himself —á
æfingu fyrir sunnudagskonsertinn og upptökuna á
,/Drög að sjálfsmorði".
Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson
—Þaö liggur tiu ára gömul
þróun at> baki þessarar plötu,
segir hann, þegar við tyllum
okkur niður I æfingarhléi.
Aðallega eru þetta lög, sem ég
samdi á árunum 1968-72, en
einnig hefur annað bæst við
stuttklipptur og gekk um i
dökkum jakkafötum með bindi
og vann i útibúi Landsbankans
víð Laugaveg.
—Þá var ég bankamaður, sem
fjallaði um erlend bankabréf af
mikilli lipurö og kunnáttu. Eg
Trúbador
miðalda
og hallærisplans
siöan. Þetta er eins konar forði,
sem safnast hefur saman. Við
vinnum þetta þannig, að ég gef
tilfinningunna i laginu og svo
finna strákarnir andann og við
breytum þessu og plottum
þangað til allir eru ánægðir.
Annars er ekki hægt að segja að
lögin i „Drög aö sjálfsmorði”
séu tengd innbyröis. Þarna er
tilfinningaleg atburöarrás á
ferðinni. Ekkert gerist á yfir-
borðinu. Versin eru óskyld en
tengjast með viðlagi. Það má
eiginlega tala um geðhrif. En
lögin eru sem sagt allt frá ’68. „í
skotgröfinni” var kannski
fyrsta kveikjan.
eftir skotgröfinni skýzt ég eins
og krypplingur&skeyti hvergi
um reyk blóð tár eða svita ég
vaknaði kiukkan niu i niða-
myrkri& lagði nötrandi af stað
til að borga rafmagn og hita
Megas er spurður, hvort
skáldskapur hans hafi tekið
einhverjum breytingum eða
þróun á fyrrnefndu timabili.
—Varla. Linan og andinn var
þegar kominn 1968. Þá var ég
byrjaður aö yrkja á þessu
miðaldabókmáli og hallæris-
plansislensku. Annars er ég
déskoti skotinn i Hallgrimi
Péturssyni. Hann orti á alveg
yndislegri og dönskuskotinni
islensku. Ég komst aö þessu I
reynd, þegar ég söng slatta úr
Passiusálmunum sunnudaginn
fyrir Páskadag 1973, viö
kántri— og rökklög. Ekkert
athugavert við það. Uppruna-
lega samdi Hallgrlmur sálmana
við lög frá Þýskalandi og
Danmörku. Þetta var þvi
framiö I fullkominni hefð. Eg
fila vel hvaö hann gerir—ég veit
hins vegar ékki, hvort hann filar
mig.
En öll skáld hafa haft áhrif á
mig. Vitanlega. En ég lit ekki á
mig sem skáld, heldur söngva-
smið. Margir af textum minum
njóta sin herfilega á prenti.
Þegar lag er komið við kvæðið,
þjappast hins vegar þetta
saman og fyllir hvort annað
upp. Og yfirleitt vinn ég texta og
lag saman, þetta er samfelld
þróuri. Þó kemur fyrir að ég
sem lag viö texta-en aldrei texta
viö lag.
Viö ræöum' um fyrstu árin
eftir stúdentspróf, þegar Megas
hét Magnús Þór Jónsson, var
vann frá niu til fimm, fór svo
heim og lagöi mig. Sfðan svaf ég
til miðnættis eða svo, og byrjaði
að skrifa, yrkja og semja lög
klukkan þrjú á nóttunni til
klukka niu um morguninn, en þá
fór ég aftur I jakkafötin og fór i
vinnuna.
Eg var ekki sérlega langlifur
sem bankamaöur. Nokkrir
vinnufélgagar minir, sem höfðu
horn i siðu mér af persónulegum
ástæöum, sendu daglegar
kvartanir til ráöningarstjórans
og sögðu mig gera hverja
vitleysuna á fætur annarri. Hins
vegar var hvergi hægt að finna
að vinnu minni. Þá fór að bera
á orösveimi, sem komið var af
stað: „Hann er örugglega I
einhverju, þessi.” Ráðningar-
stjórinn sagði við þessa félaga
mina, að hann nennti ekki að
hlusta á 70 til 80 smádellur, og
vildi fá eina pottþétta ástæbu
fyrir þvi, að ég væri ekki starfi
minu vaxinn. Þaö reyndist
ómögulegt. En hann þóttist fila
það, að ég væri i vondri aöstöðu,
og ætti undir högg að sækja hjá
vinnufélögum minum, svo að
það varö úr, aö hann borgaði
mér háa fyrirframgreiöslu og
ég hætti. Ett kvöldiö fór ég þvi
úr vinnunni semoftar.lét á engu
bera og kom aldrei aftur. En
mér var oft hugsað hlýlega til
starfsbræðra minna.
• - >- ‘'Wf
' . . -I f
Megas
leysir
frá
skjóð-
unni
En hvenær byrjaöi Megas
eiginlega að semja lög viö kvæöi
sin? Hvenær fæddist söngva-
smiðurinn?
—Sumariö 1967 var ég i vinnu
austur i Hreppum. Þar varö
mér fljótt i nöp viö móralinn i
sveitinni og byrjaði að semja
kviðlinga- svona eins konar nið-
visur um bændur og búalið
Hreppanna. Eftir sumarið fór
ég svo að rifja það upp, að ég
hafði verið merkt tónskáld I
æsku. Eg hafði ofsinnis samiö
pianólinur fyrir litlar symfóniu-
hljómsveitir. Þetta var ákveðið
kerfi, sem byggðist á
mishljómum—þar sem allir
kontrapunktarnir komu fyrir.
Eiginlega samdi ég þetta sem
kennslubók. Eg kallaði hana:
Mishljómasamstæöur.
Gradus ad Parnassum
Ég fór nú að rifja upp þessa
fornu þekkingu mina og datt i
hug að nota mætti gitar i stað
pianós. Svo fór ég aö slá á gitar
og semja lög við kviölinga mina
og kvæði. I byrjun voru þetta
mest foxi taktar: 12 áttundu og
6 áttundu, svona týpiskt fyrir
lög,semfjallaumheimspekilegar
vangaveltur. Svo fór ég að pæla
i rokki og Dylan i rafmagni. Þá
hreifst ég meira af streit f jóruni
i takti.
Svo er ég menntaður I músik.
Ég var eitt ár hjá Jóni Þórarins-
syni I tónfræði. Þá var ég 16-17
ára. Hann var góður kennari,
skepnan á honum. Og honum
tókst aldrei að hrekja mig burt
með niði og kaldhæðni eins og
marga aðra nemendur sina. Ég
held að honum hafi tekist aö
framkvæma þaö sama og
brjálaöa prófessornum I sög-
unni um Frankenstein: Honum
tókst að búa til monster. En
eitthvað hlýt ég að hafa lært hjá
honum, þvi:
Hann hræðist það mikiö lærdóm
minn
að hann hleypir mér ekki i sjón-
varpið inn.
Spjalliö berst nú að tónlistar-
smekk Megasar.
—Ég hlusta á alls konar
músik. Ég hef gaman af
ákveönum klassikerum. Eins og
t.d. Strauss, Prokoief,
Stravinsky og Bela Bartok. Ég
fer uppi Alban Berg og Anton
von Weber og þessa 12 tóna-
kerfiskalla. En þar spring ég.
Annars hefur nýjari klassisk
eins og elektrónikin haft mikil
áhrif á poppið.
Við snúum okkur að skáld-
skapnum aftur.
Annars er ég alveg hættur að
skrifa smásögur. Siöasta
smásagan sem ég skrifaði var
reyndar sagnabálkur, sem hét
Plaisir d’Amour og var I 20
þáttum. Þetta var skúffuskáld-
skapur, en einn kaflinn hefur þó
birst I Gamla Nóa, enda
klámsaga.
Megas fékkst mikið við teikn-
ingu og myndlist áður fyrr, og
var rómaður skreytilistamaður
I Menntaskóla.
—Já, já. Ég var I Myndlista-
skólanum frá ellefu ára aldri til
17 ára aldurs. Ég myndskreytti
þessar bækur minar, en fæst
ekkert núorðiö við myndlist—
það kemur fyrir aö ég geri
mynd og mynd fyrir kunningj-
ana. En ef þú hugsar þér þessa
þrieind—texti, söngur og sviðs-
framkoma, þá vegur það þungt
á metunum. Borið saman viö
það aö fást við myndlist og
skrifa smásögu — meina ég. Ég
fæ mikiö kikk út úr þessari
þrieind. Og ef þú litur á texta
mina, þá er þráðurinn þannig,
aö það væri engum fært að gera
úr honum smásögu —nema
kannski Samuel Beckett.
Þaö er náttúrulega alltaf
möguleiki að tengja saman vers
með viðlagi. Þannig er hægt að
tengja saman sjö, átta
anekdótur, þvi yfirleitt er
textinn anekdóta. Einu sinni
beiö ég eftir Hafnarfjaröar-
strætó, I kulda og strekkingi.
Þegar vagninn kom loksins,
hugöist ég stökkva upp I hann,
en tók þá eftir þvi aö skórnir
voru óreimaöir og ég flæktist i
reimunum. Þetta er anekdóta-
skrýtla. Þannig var „Ekkert er
útilokaö Allt” til.
náði i strætó á stigvélinu
óreimuðu
stundarfjórðung vel það áður en
iagði’ann af stað ég bað hann
skipta bláum þareð ég átti
einn bláan—ekkert smærra’ann
sættist ekki á það
kór: en gáðu undir mottuna
maður&dregilinn
&máske er einhver faiinn á
bakvið spegilinn
ekkert er útilokað—allt
getur mögulega skeð
fyrir lifi má setja lif sem veð
fyrir geði geð
Þegar ég kem fram á sviði,
nota ég alltaf blöð. Ég kann
náttúrulega textana, en hef
blöðin til öryggis. Þaö er enginn
minus að notast við blöð. Allir
klassiskir tónlistamenn notast
við blöð.
Aheyrendur geta verið
mismunandi og misskilja oft.
Eins og t.d. i Paris. Ég kom
þangað einungis tilaöskemmta
mér og drekka brennivin i friöi.
En heldurð’ekki að það sé búið
að tilkynna það i islensku blöð-
unum að ég ætli að halda þar
tónleika. Svo linnti ekki lát-
unum I Islendingunum i Paris,
og að lokum þurfti ég aö halda
tónleikana og var þrautfúll.
Hreinlega hvæsti textana
framan i söfnuðinn. Ég fékk
mikið kikk út úr þvi. En fólkiö
varö eldhresst meö flutninginn.
Annars endaöi kvöldið með
voöalegum misþyrmingum. Ég
varreyndarfarinn þá. Þetta var
á Bistro, og Arabinn, sem átti
búlluna, hafði fengið þá flugu i
hausinn, aö landarnir hefðu
drukkiö meiri bjór en greitt var
fyrir. Hann læsti þvi öllum
dyrum, en stúlku einni rétt tókst
aö hringja A Iögregluna. Þá
gerðist Arabinn alveg óöur og
kastaöi tveimur fullum flöskum
af rauövlni inn i hópinn. Einn
rotaöist og annar kjálkabrotn-
aði. Lögreglan skarst svo I
leikinn. Þetta er ekki I fyrsta
skipti sem ég skil allt I rúst eftir
mig. Þaö urðu lika general-
slagsmál i Kaupmannahöfn
einu sinni. En það er önnur
saga. En sama kvöld og ég kom
út af Bistro, sá ég að það sló
rauðum bjarma yfir Parisar-
borg. Þá hélt ég aö ég heföi
spilað á gitar meöan Paris
brann. Seinna fréttiég að
einhverjir hryðjuverkamenn
hefðu sprengt gasstöð i
nágrenni Parisar. Þá sá ég eftir
þvi að hafa ekki sungiö lagið um
gömlu gasstöðina:
við hlemmtorg ris gasstöðin gamla eins og forðum
&ég get ekki tjáð það né túlkaö með orðum
hve allt þetta gaman er grátt
&hve það grátlega’allt marklaust?smátt
en við hlemintorgið gnæfir gasstöðin okkar svo hátt.
—im.