Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 5. nóvember 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 23 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Hnísudans Ati kunni frá mörgu að Smásaga eftir Pétur Hraunfiörð segja enda hafði hann -------2-------------------------_----- víða verið. Baeði langt úti á hinu stóra haf i og í f jar- lægum landshornum. Hann gat átt það til að lyftast allur og lifna við í hressileik frásagnar- innar eins og hann lifði sig inní atburði frá- sögunnar. Henni var þó alltaf ríkast í minni það sem hann sagði um f jar- víddir, ómælisútsýni/ hreyfingar fiska, fugla og dansgleði. Hún minnt- ist þess er hún fékk að færa afa sínum í rúmið. Reyndar var það ekki oft, en þó nokkrum sinnum og því réð amma. Amma var fátöluð og stjórnsöm. Sýslaði sjálf um afa og fannst nóg um ef aðrir komu þar að. Hann er alltaf að ropa upp þessum furðusögum sagð'ún og best að lát'ann einan. Síst er það fyrir HEILABROT í bókahillunni stendur saga í tveimur bindum. Hvort bindi er 5 sentimetrar á þykkt. Hve langt er á milli fyrstu og seinustu síðu sögunnar. SVAR euacj npe6ni|+e 60 nnm i >|jaA epujq e|66aA4 'iuunnm j buoas epuejs jeujn>|æq je6ac| -nui.pui.q ejepjs 9 juunpjs njsnujas pe ddn Jn66j| nujpuiq pjjAj uepjs e|SJÁj jej|aai!||iai jij>|>|Ou ejeg börn þetta raus hans um veraldar skömmina og ókunnugt fólk í fjærlegum héruðum. Afi var þó ágætur og sagði bráð skemmtilega frá. Oft var hann búinn að segja henni söguna um Hnísudansinn. Hvernin þær komu kolsvartar kaf- andi úr djúpinu ein eftir aðra margar saman. Renndu sér uppúr sjó- skorpunni, hvæstu og hikstuðu. Dönsuðu umhverfis bátinn. Þær komu langt að. Vildu segja sjómönnum álög sín. En umf ram allt til að ræða við þá um það sem þeir þyrftu að varast. Það væri sumsé mögulegt að hafa áhrif á gang mála í mannheimi. Það vissu hnísurnar og sýndu kátlega tilburði fram og aftur með bátnum, hikst- andi og skyrpandi. Eins og þær vildu segja: hreyfing og dans gerir lífið léttbærara. Ef dans þeirra snerist uppí tryllt- an hringdans umhverfis bátinn var vissara að hanka upp og fara að draga sig til lands. Enda vissu það allir vanir sjómenn. Þannig spáðu þær einmitt og aðvöruðu um stórdansleik höfuð- skepnanna sem í vændum væri. Með hvæsi sínu og hamagangi léku þær framvinduna og væntan- legt ofviðri. En gátu þá Pétur Hraunfjörð er verkamaður og rit- höfundur. Smásögur eftir hann hafa birst í blöðum og tímaritum. Hann hefur líka lesið sögur sínar í útvarpið og hafa þær vakið athygli. Arum saman var Pétur öskukarl í Reykjavík. Það var gerð kvikmynd um hann i því starf i. Hún heitir öskudagur. Þorsteinn Jónsson og Ölafur Haukur Símonar- son gerðu myndina. Hún var sýnd i sjónvarpinu. hnísurnar talað, auðvitað hvernig átti ég annars að skiljaþær, sagði afi: Það heitir djúpviskumál en sumir kalla það djúp- fiskamál. Ekki kunna allir það. Aðeins þeir sem vita að sálin er í litlu holunni fyrir neðan bringuna og ofan magann. Sömuleiðis verður maður að kunna að keipa í takt við andardrátt sinn, sem verður að líkja eftir háttbundnum hreyfing- um sjávarfalla. En telpa mín sagði afi með dimmri og drauga- legri röddu, sem kom langt innanúr skegginu. Þetta er ekkert mál með orðum og setningum eins og við notum hérna. Ekki aldeilis telpa mín. Þá mundu menn nú ekki láta bestu tugguna úr garðinum í prestslambið eða fallegustu sprökuna og fiskana í kaupmanns- skömmina. Nei, góða mín þeirra mál er mál hreyf- inganna, með skírskotun til aðstæðna og óviss- unnar um álagaóm, sem ef til vill mætti leika á eða smokra sér fram hjá, fara á bak við, ef maður væri nógu skilningsgóður og andríkur. Hann afi notaði alltaf svo mörg og einkennileg orð, laung og skringileg. Svo var sagan hans af a um hnísudansinn og málið þeirra ekki alltaf eins. Stundum var hún lengri en annars skemmri og mjög breytileg í meðförum. Ef amma var hvergi nærri og hann komst í grænu flöskuna, vildi sagan lengjast. Pennavinirl Ég er 12 ára og hef áhuga á hestum, gítar, frímerkjum, dansi og söng. Mig langar til að skrifast á við ungling með svipuð áhugamál. Hrefna Jónsdóttir Mýrartungu 2 380 Króksf jaröarnes Austur- Baröastrandar- sýsla. TOBÍAS OG PULLI Elli kemur í heimsókn Einu sinni var strákur, sem hét Tobías. Tobías var kallaður Tobbi. Hann átti hund sem hét Púlli. Pabbi hans hét Jón. Hann er rithöfundur. Mamma hans hét Elín. Hún er hús- móðir. Tobbi er átta ára. Einu sinni sagði mamma við Tobba: ,,Hann Elli litli frændi þinn ætlar að koma i heimsókn á morgun með móður sinni." Tobbi hugsaði um Ella sem reif allt og tætti, þegar hann kom seinast. Þegar Elli kom með móður sinni daginn eftir var Tobbi úti. Þegar Tobbi kom heim sat Elli í fanginu á mömmu sinni sem drakk kaffi. Brátt fór Elli að ókyrrast. Þá bað Hildur mamma hans Ella Tobba að leika við & rjýg rá, A r Kris£n\/ (rucjfónsdótti 8árc3 rSa-fkooy n í /ð- RmIk- hann. Tobbi tók á móti Ella sem hló. Tobba fannst ekki gaman að passa alltaf hvað. Ella. Hann var að suða um eitt- Saga eftir Gerði Kristnýju Guðjónsdóttur Elli fór strax að suða um Púlla. Tobbi fór og náði í Púlla. Þegar hann kom til baka var Elli búinn að tæta niður mikið af dóti. „ELLI!" hrópaði Tobbi. Elli skríkti. Þegar Elli var farinn fór Tobbi að taka saman dótið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.