Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN' Sunnudagur 5. nóvember 1978 Til að geta spilab klassisk lög eftir nótum t kjölfar fyrstu greinar hefur svo verið rætt við fjóra tónmenntarkennara á höfuðborgarsvæðinu um reynslu þeirra og viðhorf í Ijósi tilkomu hins nýja kennsluefnis» sem óhætt er að segja að marki tfmamót í tónlistarmálum lands- manna og á vonandi eft- ir að skila merkum arði á komandi áratugum. Svo lagt sé út af orðum Þorkels Sigurbjörnssonar tónsmíðs i viðtali við tímaritið „Ymi" sl. maí/ fer sú kyn- slóð senn að vaxa úr grasi/ sem verður //velviljuð" tónlist. Kynslóð/ sem gerir sér grein fyrir gildi tónlistariðkunar, ekki ein- ungis fyrir einstaklinginn, heldur einnig fyrir sam- félagið í heild. Kynslóð, sem áttar sig á, að tónlistariðkun leiðir af sér samkennd, eins og Egill Friðleifsson nefndi það í hringborðsumræðum okk- ar nýverið, samkennd og aukna félagsvitun. Ef vanþörf er á að efla fé- lagsvitund i þessu lýðveldi, hvenær hefur þá okkur Islendingum verið legiðá hálsi fyrir ofþróaða samstarfslipurð? Látum það nú gott heita, að loks er f arið að birta til í þessum efnum. Kemst, þótt hægt fari. En hvað er að segja um viðhorf þeirr- ar kynslóðar, sem kemur til með að hafa notið hinn- ar fyrstu markvissu tónmenntarfraeðslu, sem islenzk skólalöggjöf gerir ráð fyrir? Hvaða skoðanir hafa íslenzkir grunnskóla- nemendur annó 1978 á greininni tónmennt og rnúsík yfirleitt? í fyrsta skipti i fræðslusögu íslands er nú verið að semja skipulagt kennsluefni fyrir tónmenntar- kennslu á skyldunámsstigi. Eins og lesendum fyrstu greinar i þessum flokki rekur minni til, eru siðan 1972 komnar út söngbækur og kennslugögn handa fyrstu fjórum bekkjum grunnskólans og 5. og 6. bekkjar efnið i bigerð. Þessar bækur eru sém stendur takmarkaðar við tilraunakennslu hér um bil 5000 barna i ýmsum skólum um landið allt og eru háðar stöðugri endurskoðun. í áðurnefndri grein minni um „Kerfið”, sem birtist fyrir rúmum man- uði, er nánar fjallað um fyrirkomulag, stefnu og markmið. Tónmenntarkennsla 1 grunnskóla Það lá beinast við að spyrja þá sjálfa. Vfsinda maöur hefði vafalaust látið taka sýni um gervallt land f hundraðatali, sett i tölvuvinnslu og eytt mörgum mánuðum og miljónum, enda hefði það sjálf- sagt veriö eina marktæka leiðin. Ég setti ekki markið það hátt, heldur valdi breiöa veginn og lét mér nægja að fara i þrjá skóla I Reykjavfk. Skólayfirvöld tóku málaieitan minni hvarvetna vel, svo og þeir tónmenntakennarar, er f hlut áttu á hverjum stað. Þar kom að ég fékk að taka 3—4 krakka tali valda af handahófi úr ákveðnum bekk hvers skóla. BARNÓ X t fyrsta skólanum, sem ég heimsótti, spjallaði ég við fjóra úr 5. <11 ára) bekk, Jón, Gunnhildi. Eyrúnu og Kristján. Bekkurinn hafði ekki notast við tilrauna- kennsluefnið fyrr en nú I haust. Ég spurði fyrst, hvað þau heföu verið að gera I tónmenntartfman- um rétt áðan. Þau höföu verið aö syngja lag, sem hét Lúðurþeytar- inn, og hlustaö á hlustunardæmi, þar sem leikiö var á túbu. Sp.: Hvað er skemmtilegast i timanum? Eyrún: — Að syngja. Gunnhildur: — Að skrifa nótur og spila eftir nótum. Hún hefur lært á pianó og flautu, innan skólans. Kristján: — Að spila eftir nót- um. Kristján er nýbyrjaður að læra á flautu, þvi að þaö vantar flautu- leikara i skólahljómsveitina. Gunnhildur fór hins vegar út i flautuleik, af þvi að hún fékk leið á blokkflautunni, sem hún var að læra á áöur. Jón: — Hlustunardæmi. Hvað væri þá minnstskemmti- legt? G.: — Að syngja. Sp.: Hvaða erlend músik er skemmtilegust f hlustundardæm- urtúm? G.: — Dönsk þverflautúmúsik, Carl Nielsen og svoleiöis. K.:— Jassmúsik, gömul og ný. Hann ætlar lika að fara að læra á klarinett. Nú reyndi ég aö veiöa upp úr þeim, hvað þeim fyndist skrýtnasta.sem þau höfðu heyrt. Það gekk ekki vel. Þau höföu heyrt einhvern blástur frá Austur-Asfu, sem þau kunnu ekki gerr frá að segja. Þau höfðu heyrt eitthvað i óreglulegum takt- tegundum, talandi trommur frá Afriku og Austurevrópsk þjóðlög, sem þeim fannst þreytandi aö hlusta á, eins og þau eru sungin af þarlendum mönnum. Þau sögöust ekki hafa mjög mikiö gagn af nótnalestri ennþá, sæju belzt, hvað væri hátt og hvaö lágt. 3. Krakkamir Ég spuröi þau siðan hvort þau hefðu kynnzt Islenzkum þjóðlög- um I tónmenntinni, sem þau hefðu ekki heyrt áöur annars staðar. Það voru ekki mörg, en þau höfðu (krakkarnir) kynnzt miklu af þeim (lögunum) i útvarpinu, sumardaginn fyrsta, 17. júni og á gamlárskvöld. Yfirieitt fannst þeim Islenzku þjóðlögin ekki jafnskemmtileg og spiluð erlend þjóölög. 1 sam- anburði við erlend lög með söng- texta gegndi ööru máli. Eyrúnu fannst miður, hve þjóð- söngurinn væri alvarlegur. Krakkarnir höfðu haft það heimaverkefni i fyrra að læra lög. Próf hefðu þau engin haft enn og vissu ekki, hvort þau fengju á þessum vetri. Sp.: Eruð þið nokkuö farið að semja lög? G.: — Ég hef samið eitt fyrir tvær flautur. Þau kunnu að skrifa með allt að 3 béum eða krossum. Kristján hafði lika dútlað við að skrifa lög, flest i Es, B eða FIs. Þau mundu heftir að hafa verið á einum barnatónleikum i Háskólabiói. Það var Pétur og úlfurinn. Þá voru sum þeirra i 6 ára bekk. Jón haföi nýlega veriö á barnatónleikum, þar sem tveir krakkar léku einleik á klarinett. Annars fannst þeim vera of mikill viröuleikur á barnatónleik- um sinfóniuhljómsveitarinnar og of litill blásaraleikur. BARNÓ Y t næsta skóla réðst ég á þrjá 10 ára bekkinga, sem hétu Diana, Sveinn og Glódis. Þau höfðu verið

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.