Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 05.11.1978, Blaðsíða 18
18 SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 5. ndvember 1978 Þar sem bændurnir brugga Eftir Guðmund Hulldórsson frá Bergsstöðum Á næstunni kemur út f jórða bók Guðmundar skálds frá Bergsstöðum og nefnist hún ÞAR SEM BÆNDURNIR BRUGGA í FRIÐI. Það er bókaútgáfan örn og örlygur sem gefur bókina út. Þetta er saga heimslistar og heimabruggs í norðlenskri sveit. Bókarheitið er sótt í alþekkt dægurljóð frá „kreppuárunum" laust fyrir síðustu heimsstyrjöld. Þá var margur maðurinn breyskur og bernskur og barátta háð milli holdsins og andans, rétt eins og nú. Sumir voru af þeirri gæsku gjörðir að reyna að gera gott úr hverjum hlut, kæta mannlífið eins og í sögunni segir. Um réttmæti aðferða geta verið skiptar skoðanir. En tilbreytingaleysi er sama og uppgjöf. Meðan fólk hefur uppi tilburði til að gera sér dagamun í allsleysinu, er lífsvon. Til marks um andóf gegn erfiðleikum þessa tímabils vitna og þessar Ijóðlínur úr vinsælum slagara „það er sukksamt í sveit- unum sumarkvöldum á, þegar sumir eru hættir að slá.." K völdskemm tun með konu Tryggva Rignt hafói i nýfallinn snjó um nóttina og kominn krapaelgur á götur kauptUnsins. Undarlega oft höföu tveir siöustu dagar Sýslu- vökunnar byrjaö meö hláku- stormi og leysingu. Margir töldu þaö vita á gott vor og skammt undan. öörum fannst þetta hindurvitni og vitleysa. Það var búist við miklu fjöl- menni til Sæluvikur. Allir sem gátu stefndu á helgina til aö lyfta sér upp. Strjálingur var á skemmtíatriöunum en fleira á böllunum, þaö sem af var vök- unni, fréttist upp um sveitír. En nú var kominn laugardagur. Um hádegisbiliö komu riðandi menn eftir veginum sunnan kauptúnsins. Tveir þeirra meö tvo tii reiöar, sá þriöji einhesta. Hann baröi fótastokkinn og mátti hafa sig allan viö aö fylgja hinum eftir. Hesturinn lágreistur og þjösnaöist áfram á nautastökki. Reiöskjótar hinna þöndu sig á góögangi meö höfuö uppi I fangi. Þeir riöu skætinginn út aö sýslu- hesthúsi, fóruþarafbaki og höföu spennt þungar töskur frá hnökk- unum, þegar hann reiö upp aö hesthúsdyrunum. — Aldreifórþaö svo, aö Jarpur skilaöi þér ekki á Sýsluvökuna, Fjólmundurminn, sagöi Lárus og spretti af hestinum. Mikiö and- skoti ertu samt búinn aö þreyta okkur meö þessari kerlingarreiö. — Geturöu látiö nokkurn mann sjá þig á svona truntu, kominn i mægöir viö Pál á Þverá,dóttir þin sest þar í húsmóöursætiö? — Hingaö til hef ég nú komist heim á Jarp.þóttaörir, sem betur telja sig hestaða, slægju sér til rólegheita, stundum niöri i polii, Stebbi minn, svaraöi Fjólmundur hægt og rólega. Lárus fékk sér glottandi i nefiö. — Vilja fleiri snudda i þetta? spuröi hann og rétti fram tóbaks- ilátiö. Hann skildi, hvaö Fjól- mundur meinti. Hann haföi ein- hverju sinni komiö aö Stefáni dauöadrukknum þarna i plássinu, liggjandi niöri i vatni, haldandi i tauma beggja hestanna, dregiö hann upp illa til reika og sett á bak. Þetta var á hvers manns vitoröi i sveitinni. Stefáni var fátt verrgerten minná hann á þetta. Honum fannst meiri skömm aö þessu en undir yröi risiö. Hann haföi oftast svör viö skensi á reiðum höndum, en ekki svívirðingum. Nú stóö hann taut- andi blótsyröi fyrir munni sér og plokkaöi varirnar, en foröaöist aö lita til félaga sinna. Ilm af grænni tööu lagöi úr staDinum út um dyrnar fyrir vit manna og hestarnir farnir aö maula hana i sig. — Eg ætla aö gefa ykkur i staupinu, áöur en viö skiljum, sagöi Lárus og lokaði hesthús- huröinni. Þiö haldiö ykkur kannski saman á eftir. Svipur Stefáns léttist.'Þeir fengu sér vel úr glasinu. Veöur fór lygnandi og sá nú til sólar, en nokkurt far á skýjum. — Þaö veröur stutt i þessum blotaskratta, sagöi Lárus, gaum- gæfandi loft og skýjafar, á meöan hann kom glasinu fyrir I vasa sinum. Jökulsáin var á gaddi og menn úr þorpinu aö teygja þar gæöinga sina eins og ekkert væri þar um að vera. Stefán og Fjólmundur horföu meö athygli á þessar æfingar mannanna og str jál húsin á austari bakka árinnar. — Liklega heiöir hann af sér og gerir næturfrost, hélt Lárus áfram. — Ætli mennirnir séu fullir? sagöi Stefán meö skilningsriku brosi. — Auövitaö eru þeir drukknir, svaraöi Fjólmundur, hvernig ættu þeir ööruvisi aö vera? Siöan tóku þeir hnakktöskurnar i handakrikana og röltu nibur á götuna. Þær sigu nokkuð i. Spari- buxur og blankskór áttu aö vera þar og tvær eöa þrjár flöskur af landa til aö koma sér og öörum i hátiöaskap. Kannski hafði konan stungið þar smábauk meö eggjum eöa flösku meö broddi til að gauka aö frændfólki eöa vinum, þar sem skipt yröi um buxur og þegnar góögeröir, áöur en skroppiö væri á leikinn og sönginn, og ekki máttí gleyma ballinu. Mennirnir töltu þegjandi eftir götunni og horfðu i kringum sig. Hangikjötslykt og soöningar- þef lagöi út um glugga og dyr. Bökunarilmur leyndi heldur ekki á sér. Þetta voru engir venjulegir dagar. Viöa héngu spariföt á snúrum til viörunar og blöktu llöfundur teflir fram mörgum manngeröum og nær lista- mannstökum á'efninu. Frásögn- in er hnitmiöuö og öguö, bless- unariega iaus viö mærö. Hér er um aö ræöa raunsanna lýsingu á lifi, sem var. Betri skii hafa ekki veriö gerö þessum snara þætti i uppistööu sveitallfs á kreppuár- unum, andlegrar baráttu gegn vonarsnauöum hversdagsieika, þar sem varla glórir i framtiöar- veg. Mæöiveikin er á næsta leíti, bændur I botnlausum skuidum; ströng skömmtun aiira nauö- þurfta, og bæjarleki og ótfma- bærar barneignir gera mörgum þungt fyrir fæti. stíllilega i hægum kaldanum. Rusl tekiö til handargagns i húsa- göröum, hlutir reistir upp eöa færöir til, svo þeir færu betur. Alltaf mátti búast viö, aö menn brygöu sér á bak viö hús, þegar kvöldaði, aö hressa sig á einhverju krassandi og sinna smávegis viöskiptum eöa kvennafari, sem ekki var ástæöa til aöhver kjaftur væri með nefiö niöri. Fjólmundur skildi viö félaga sina viö hús Tryggva Magnús- sonar i mjólkursamlaginu. Frúin bauö honum I stofu og hvarf i eld- húsiö á meðan hann skipti um buxur og skó.Húnkom aftur eftir hæfilegan tima aö spyrja, hvort hann vildi ekki fá sér bita. Hún ætti reyktan bringukoll frá hádeginu. Þaö væri góöur undir- stööumatur, áöur en hann sypi kaffiðog færi út aö skemmta sér. Vonandi tæki hann ekki illa upp, þótthúnbyöiieldhúsiö. Maöurinn væri einhversstaöar úti, aldrei aö ætla á þessa karlmenn og Sýslu- vakan annarsvegar. Þau færöu sig I eldhúsiö. Glugginn vissi aö götunni. Fólkinu var aö fjölga. Fjólmundur þekkti margt úr sveitinni. — Það er aö flykkjast hingaö fólkiö, hóf hann máls á meðan hann mataðist. — Þetta er tíminn þess. Þaö passar. Tveir siðustu dagarnir. Ég held nú þaö, sagöi konan. — Jú. Ætli maöur kannist ekki viö það? sagöi Fjólmundur og lauk viö bringukollinn. Honum var þó annaö meira I hug. Tryggvi var farinn aö skulda honum fyrirlanda. Hann skuldaði honum tvær siðustu send- ingarnar, nema hann heföi fært það á milli reikninga i Guömund Halldórsson er raunar óþarft aö kynna, sjálfur hefur hann best gert þaö meö bókum srnum og hlotiö fyrir ein- róma lof. Þar sem bændurnir brugga I friöi... er fjóröa bók höfundarins. Fyrst kom út smá- sagnasafniö Hugsaö heim um nótt (1966). Þvi næst skáldsagan Undir ijásins egg (1969). Þá aftur smásagnasafn , Haustheimtur (1976). Allar fyrri sögur Guömundar fjalla um sveitalif eftir lok heims- styrjaldarinnar. t þessari skáldsögu er hins vegar lýst sveitarbrag laust fyrir 1940. Höfundurinn gjörþekkir þaö kaupfélaginu. Hannyröi aö ganga úr skugga um þaö. — Þá er þaö kaffiö, sagöi konan og helltí i bollann hjá honum, — Þaö er litur á bununni hjá þér, sagöi Fjólmundur og gaf kaffinu hýrt auga. — Aumingja fólkiö i sveitinni, aö lenda i þessum þrengslum, þá einu sinni þaö kemur til aö lyfta sér upp, sagöi konan mjúkri röddu. Fjólmundur leit viö henni upp frá káffinu, þar sem hún sat, ekki lengurung, en hlý og snotur I andliti, meö mikil brjóst, sam- svarandi mjaömir og eftirgefan- legan svip. — Ekki vorkenni ég þvi, svaraöi Fjólmundur höstugur til aö vinna bug á hæpinni Ilöngun, sem konan vakti hjá honum. — Æi-jú, maldaöi konan i móinn. — Til hvers helduröu þaö geymi þetta fram á siðasta dag, nema til aö nugga sér sem mest saman I þrönginni og riöla hvaö ofan á ööru? Til þess eru nú ref- irnir skornir, ljúfan. Þaö er ekki alveg út I bláinn, sem ég heyröi einhvern segja, aö nú kæmi annar hver sýslubúi undir á Sýsluvöku. Konan bætti nú aftur i bollann hjá honum. Hún kom einnig meö boila handa sér og settist á móti honum viö boröiö. Aberandi gestaborö á bollunum. Ekki er þaö til aö spara, hugsaöi Fjól- mundur. Langaöi konuna I brjóst- birtu? Hann reis á fætur og náöi i flösku I töskuna og fyllti bollana aö röndum. — Af þvinú er Sýsluvaka, sagöi hann afsakandi eftir aö hafa hellt áfengi út i hjá kvenmanni. — Guö sé oss næstur, maöur! Gættu aö, hvaö þú gerir, sagöi konan, en saup á bollanum án þess aö blikna. Ég sem aldrei bragöa landa. — Einu sinni veröur allt fyrst, manneskja. — Er þaö nú vit. — Fleiri standa þá á tæpu, kona góö. Og þetta er saklaus skemmtun einu sinni á ári. — Ekki megum viö drekka okkur til vansæmdar,sagöi konan og lauk úr bollanum. Hún drap ekki hendi á móti viöbót saman viö meira kaffi. — Ætli viö séum ekki koinin af óvitaaldrinum og ráöum okkur sögusvið, sem hann hefur kjöriö sér. Guðmundur er húnvetnskur bóndasonur, fæddur 1926. Hann ólst upp viö öli algeng sveita- störf og stundaði þau til skamms tlma, þótt hugurinn stefndi snemma inn á aörar brautir en búhyggjunnar, svo sem komiö hefur á daginn. Heiti nýjustu bókar Guömundar er tekiö úr þekktum gamanbrag, sem fjallar um einn hinna aðgangshöröu lög- gæslumanha, sem geröu brugg- urum sveitanna lifiö leitt. Hét sá Björn Blöndal og var um hann ort: „Hér i borginni allt er á iöi, en I sveitinni kyrrö er og ró Höfundurinn í friði sjálf, ljúfan? Hvenær kemur svo Tryggvi heim? Fljótlega kannski? Jæja, hugsaöi Fjólmundur. Þaö veröur þá litiö úr innheimtu fyrir manni i dag. Honum varð litiö á klukkuna. Þaö stóö heima. Þeir voru búnir aö loka á kaupfélags- kontórnum. Hann fengi ekkert fyrir snúö sinn i dag. Hann vegur konuna og metur. Satt var þaö, hún var ekki lengur ung. En gat fariö bærilega i rúmi fyrir þvi. Sjálfur var hann búinn aö taka úr sér mesta fjöriö. Nú var ráö að fara sér hægt, reyna fyrir sér. Konan þagöi og dreypti á bollan- um. Sýnilega komin i hana vel- sæld. Hanngjóaöiikringumsig. Hjónarúmiö stóö uppbúiö i her- berginu innaf eldhúsinu. Allt fágaö og prýtt. Þar væri nú ekki húslekinn! Svo lftur hann aftur á klukkuna, þótt hann viti, hvaö hún er margt. — Söngurinn, já, segir hann loks. Nú fer hann aö byrja. Ekki vil ég missa af honum. Konan lauk úr bollanum. — Þessi söngur, segir hún, stendur upp og gengur út aö glugganum, blær andsvars og vonbrigöa i röddinni. — Þú kemst áreiöanlega ekki i sæti, eins og umferöin sýnist vera eftir götunni hérna. Fjólmundur stendur lika upp frá borðinu og gengur aö giugg- anum til hennar, aö sjá fólkiö berast eftir götunni. — Nei, þaö ersvo sem auöséö á öllu, segir hann. — Húsfyllir, segir hún. Þeir fá alltaf húsfylli, ef þeir syngja. — Syngi þeir bara. Ekki væsir um mig. — Láttu þá fara vel um þig, sagöi hún og dró gluggatjöldin fyrir. — Fólk er alltaf aö glápa inn um þessa glugga af götunni. ösköp kann ég illa viö þaö. Þá greip hann utanum konuna og dró hana aö sér. Siöar losaöi hún sig treglega _úr faömlagi hans. — Biddu, sagöi hún, á meöan ég geng fram til aö læsa. þar seni feændurair brugga , ifriöi meöan Blöndal er suöur ’ V; i V ^neö Sjó.” <0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.