Þjóðviljinn - 24.11.1978, Side 1
Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra
UÚBVIUINN
Allt útí kaupið
ef menn ekki stökkva strax
„Ég geri ekki ráð fyrír
formlegum fundum milli
fulltrúa stjórnarflokkanna
i kvöld", sagði ölafur Jó-
hannesson forsætisráð-
herra í samtali við Þjóð-
viljann í gærkvöldi. „Það
er ekkert ráðrúm til samn-
inga. Nú er annaðhvort að
hrökkva eða stökkva. Ef
menn ekki vilja ganga til
samkomulags fyrir helg-
ina þá er það of seint. Þá
fer öll visitöluhækkunin út
í kaupið 1. desember með
þeim afleiðingum sem það
hefur. Þeir verða að taka
ábyrgðina á því sem hana
bera.", sagði forsætisráð-
herra,en vildi að öðru leyti
sem minnst segja um á-
stand mála innan ríkis-
stjórnarinnar. ~ekh
Föstudagur 24. nóvember 1978— 260. tbl. 43. árg.
Hersir Oddsson varaformaftur BSRB og Einar ólafsson formaöur Starfsmannafélags rikisstofnanna
voru i hópi samráösnefndarmanna BSRB sem ólafur Jóhannesson kallaöi á sinn fund i stiórnarráöinu i
gær. -ljósm. eik.
Tillagna stjórnarinnar beöiö
A þessum fundi kynnti forsæt-
isráöherra þær hugmyndir sem
ofarlega eru á baugi varöandi X.
desember, sagöi Kristján
Thorlacius formaöur BSRB i
samtali viö Þjóöviljann i gær,
en i gærmorgun fór 6 manna
samráösnefnd BSRB á fund for-
sætisráöherra.
Hann var ekki meö tillögur
rikisstjórnarinnar, heldur
skýröi hann frá tillögum flokk-
anna og sinum eigin tillögum.
Þetta var ekki neinn samn-
ingafundur og ég tel ekki tima-
bært aö tjá mig um tillögur ein-
stakra flokka meöan máliö ligg-
ur svo óljóst fyrir. Viö eins og
launafólk allt biöum eftir tillög-
um rikisstjórnarinnar sem
heildar. Þá fyrst skýrist máliö.
—AI
Ríkisstjórnin og 1. des. ráðstafanirnar
Mikil óvissa enn
Alþýðuflokkurinn krefst lagaákvæðis um kauplækkun
• Alþýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn virðast
nú nokkuð samstiga i ríkisstjórninni um það hvernig
nálgast skuli lausn hins svokallaða 1. des. vanda. Al-
þýðubandalagið leggur að vísu mikla áhersla á að fá
skilgreint hvernig fyrirhuguð skattalækkun skuli skipt-
ast milli sjúkratryggingargjalds og tekjuskatts, og að í
ákvæðum um félagsleg réttindamál verði skýrar yfir-
lýsingar, lögð fram frumvörp og bein framlög svo að
launafólk kaupi ekki köttinn í sekknum eða sé í óvissu
um hvað komi á móti eftirgjöf í vísitöluhækkun. Varð-
andi hin félagslegu atriði munu Alþýðuflokkur og
Alþýðubandalag vera nokkuð samstiga.
• A hinn bóginn lagði Alþýðuflokkurinn hinsvegar fram
ályktun þingf lokksins á ríkisstjórnarf undi í gær þar sem
gert er að skilyrði að lögfest verði að laun megi ekki
hækka nema um 4% 1. mars næstkomandi. Þetta þýðir í
raun afnám viðmiðunar launa við vísitölu þar til nýtt
vísitölukerfi hefur verið tekið upp sem meðal annars
taki mið af viðskiptakjörum.
Deilur i Alþýðuflokki
Eftir aö Olafur Jóhannesson haföi kallaö á fund sinn fulltrúa ASI I
fyrradag og lagt hugmyndir sinar fram I rikisstjórninni uröu mikil
fundarhöld I þingflokki Alþýöuflokksins og stóöu þau fram yfir miö-
nætti. Hart var deilt á þeim fundum en niöurstaöan viröist sú aö þeir
sem undir uröu I sumar hafi oröiö ofaná nú. Tillaga Alþýöuflokksins I
rikisstjórninni gengur þversum á afstööu verkalýössamtakanna og er
þvl lltt aögengileg fyrir Alþýöubandalagiö. Hlé var gert á þingfundi I
gær meöan þingflokkarnir ræddu stööu mála I sinn hóp og kvöldfundi I
Sameinuöu þingi var frestaö.
Vilmundur í undirnefnd
Athygli vekur aö I undirnefnd sem skipuö var af stjórnarflokkunum
tilframhaldsviöræönaum máliö eru eingöngu ráöherrar fyrir utan Vil-
mund Gylfason sem kemur inn I nefnd kratanna ásamt Kjartani
Jóhannssyni sjávarútvegsráöherra. I undirnefndum hinna flokkanna
eru ráöherrarnir Svavar Gestsson, Ragnar Arnalds, Steingrlmur Her
mannsson og Tómas Arnason. Eins og lesendur muna hefur Vilmundur
Gylfason til þessa veriö I andstööu viö rikisstjórnina og táknrænt fyrir
niöurstööuna I þingflokknum aö hann skuli tefla fram hreinum
stjórnarandstæöingi I viöræöur á úrslitastund.
4% þakið 1. mars
I ályktun þingflokks Alþýöuflokksins sem lögö var fyrir rlkisstjórn-
ina I gær er tekiö fram aö ný stefna I launamálum, 4% þak 1. mars eöa
nýtt vlsitölukerfi, sé aöeins einn liöur I margþættum aögeröum gegn
stigmögnun veröbólgu. Síöan eru talin upp ýmis þrætuepli innan rlkis-
stjórnarinnar sem til skoöunar eru viö afgreiöslu fjárlaga fyrir næsta
ár svo og atriöi sem þegar er full samstaöa um milli stjórnarflokkanna.
Höfuöatriöi tillagna Alþýöuflokksins er þaö aö hann vill lögfesta nýja
launastefnu sem hefur I för meö sér aö gengiö er á geröa kjarasamn-
inga.
„Félagsmálapakki” Alþýðubandalagsins
til reiðu
a vegum stjornar verkalýösmálaráös Alþýöubandalagsins hefur slö-
ustu daga veriö lögö mikil vinna I aö gera sér grein fyrir þvi hvaða
félagsleg atriði og réttindamál launafólk gæti metiö jafngildi veröbóta-
á laun I sambandi við þá lausn sem rætt er um 1. desember. Af hálfu
verkalýösmaáráös er sá félags- og réttindamálapakki þvl sem næst frá
genginn, hvort sem rlkisstjórnin I heild vill af honum vita eöa færa sér I
nyt þá vinnu sem I hann hefur veriö lögö. —ekh
Landsvirkjun fellst á ósk iðnaðarráðherra um frestunframkvæmda:
2600 miljóna króna
lækkun fjárfestingar
Fyrsta vélasamstœöa Hrauneyjarfossvirkjunar þó í gang fyrir árslok 1981
A fundi stjórnar Landsvirkjun-
ar I gær var samþykkt endur-
skoöun á framkvæmdaáætlun
fyrir Hrauneyjarfossvirkjun I
samræmi viö niðurstööur viöræöna
Landsvirkjunar og ráöuneytisins.
Gert er ráö fyrir aö fresta fram-
kvæmdun viö fyrirhugaöa há-
spennullnu frá Hrauneyjarfoss-
virkjun aö spennistööinni á
Brennimfel I Hvalfiröi auk nokk-
urs samdráttar á öörum verkþátt-
um næsta ár. Þá er gert ráö fyrir
minni jarövinnu á árinu 1979 en I
fyrri áætlunum. Aætlast nú fjár-
festing á næsta ári vegna Hraun-
eyjarfossvirkjunar án vaxta um
3600 miljónir króna á júll verölagi
’78, sem þýöir um 2600 miljóna
króna hækkun frá hinni upphaf-
legu áætlun, aö þvi er segir I frétt
frá Landsvirkjun.
Þaö var Hjörleifur Guttorms-
son iönaöarráöherra sem óskaöi
eftir þvl viö stjórn Landsvirkjun-
ar I september sl. aö fram-
kvæmdum viö Hrauneyjarfoss-
virkjun yröi dreift á lengri tlma
og dregiö úr fjárfestingu I ár.
Landsvirkjun svaraöi þessarri
beiöni 16. október sl. og geröi ráö
fyrir aö fjárfesting lækkaöi úr
6212 miljónum króna 1979 I 4158 á
júll-verölagi ’78. 1 framhaldsviö-
ræöum óskaöi iönaöarráðherra
eftir frekari frestun sem þó
myndi ekki hafa I för meö Sér um-
talsveröa hættu á, aö gangsetning
fyrri vélasamstæöu virkjunarinn-
ar drægist fram yfir 1981, en
Landsvirkjunarmenn telja mjög
mikilvægt aö hún sé komin I full-
an rekstur þá svo nægileg orka
veröi til reiöu veturinn 1981 til
1982 á hinu samtengda orkuveitu-
svæöi.
Sé gert ráö fyrir 35% meðal-
hækkun verölags frá I júll*mánuöi
á þessu ári til jafnlengdar næsta
árs næmi ráögerö fjárfesting
vegna Hrauneyjarfossvirkjunar
1979 um 4860 miljónum króna á
þvl verölagi sem svarar til um
3500 miljón króna lækkunar frá
upphaflegri áætlun.
—ekh
Hjörleifur Guttormsson: Stjórn
Landsvirkjunar hefur ákveöiö aö
fresta framkvæmdum aö beiöni
iönaöarráöherra.