Þjóðviljinn - 17.02.1979, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 17.02.1979, Qupperneq 3
Laugardagur 17. febrúar 1979 ÞJóÐVILJINN — StÐA 3 Merkiö á stéli flugvélarinnar er merkiö sem Ernst Bachmann teiknaöi, en litla merkiö er svo þaö sem Flugleiöamenn segja teiknaö fyrir vestan. Flugleiðamerkið stolið ? íslenskt merki sem er 3ja ára gamalt og Flugleiðamerkið nýja eru eins Eins og skýrt var frá I Þjáövilj- anum fyrir skömmu, sendi islenskur teiknari, Ernst Bachmann, merki sem hann teiknaði, til Flugleiöa h.f. þegar flugfélögin voru sameinuö fyrir rúmum 3 árum, sem slna hugmynd aö merki félagsins. Forráöamenn Flugleiöa svöruöu þessu engu; höföu ekki einu sinni fyrir þvi aö þakka fyrir sendingu. Svo geröist það i desember sl. að Flugleiöir kynntu nýtt merki félagsins, sagt teiknað vestur i Bandarikjunum. Þá kom i ljós aö hér var um alveg sama merki að ræða og Ernst sendi inn á sinum tima. Flugleiðamenn sögðu nýja merkið teiknað vestur i Bandá- rikjunum. Auðvitað er sá mögu- leiki fyrir hendi, þótt hann sé varla meiri en einn á móti miljón, að tveir teiknarar teikni eins merki, án þess að vita hvor af öðrum, en það hlýtur að vakna grunur um aö hér sé ekki allt eins og það á að vera. Eöa hvaö segið þið, lesendur góöir, þegar þið berið merkin saman á myndun- um sem hér fylgja? —S.dór Fontur ÞH sleginn Ríkisábyrgðasjóði fyrir 570 miljónir króna - ekkert annað boð barst t gær var haldiö annaö og siöasta uppboöiö á skuttogaran- um Fonti ÞH, frá Þórshöfn, hjá sýslumanninum á Húsavfk. Þegar fyrra uppboöiö fór fram, átti Rfldsábyrgöarsjóður, fyrir hönd Fiskveiöasjóös, hæsta boðið 570 miljónir kr. Og i gær kom ekkert annaö boö, þannig aö rikiö er nú togara rikara en i gær, en eftir standa Þórshaf narbúar i óskaplegum erfiðleikum. Mikið fjölmenni á kappræðufundi Eik(m-l) og Rauðsokkahreyfingarinnar A fimmtudagskvöldiö kapp- ræddu Rauðsokkahreyfingin og Einingarsamtök kommúnista (m-1) um hvernig skyldi byggja baráttuhreyfingu kvenna. Var mikiö fjölmenni á fundinum eöa 2—300 manns og tóku mjög marg- ir til máls. Framsögumenn að hálfu Rauð- sokkahreyfingarinnar voru Dagný Kristjánsdóttir, Guðrún ögmundsdóttir og Sólrún Gisla- dóttir, en af hálfu Eik (m-1) Inga Svala Lárusdóttir og Anný Haug- en. Að framsöguerindunum lokn- um fluttu Eik-arar menningar- efni,en siðan voru frjálsar um- ræður. Komust færri i pontu en vildu, og varð að takmarka ræðu- tima mjög mikið. Rigndi spurn- ingunum yfir þáaðila sem þarna áttust við, og er vonandi að þær verði teknar til umræðu á öðrum vettvangi, þvi ekki gafst tfmi til að ræöa þær til hlýtar á þessum fundi. Til fundarins var boðið af Eik (m-1) og voru allir ekki alls kostar ánægðir með fundarformið. Var það t.d. einhliöa ákveöiö af fundarstjóranum, Ara Trausta Guðmundssyni, að Rauðsokka- hreyfingin lyki fyrst af sinum framsöguerindum, en aö þeim loknum töluðu fulltrúar Eik(m-l). Var þessi tilhögun aldrei borin undir fundarmenn. A fúndinum voru bornar upp tvær tillögur, sem báðar voru góðra gjalda verðar, en hins vegar voru þær bornar upp i fundarhléi og aldrei hafði verið auglýst að þessi fund- ur væri ályktunarhæfur. Fundurinn var að ýmsu leyti fróölegur og er ánægjulegt til þess að vita að svo margir skuli hafa mætt á hann. Einingarsam- tökin hafa liklegast ekki búist við öllum þessum fjölda þvi fundar- salurinn var allt of litill og voru fundarmenn farnir að liða af hita • og súrefnisskorti. ib Skuldir Otgeröarfélags Þórs- hafnar, sem átti Font ÞH nema um einum miljaröi, þannig að ljóst er að einhverjir tapa um 400 miljónum króna, þvi útgerðar- félagið á engar aörar umtals- verðar eignir uppi þessar skuldir. Ekki er vitað hver fær Font ÞH til útgeröar, en Jökull h.f. á Raufarhöfn hefur mikinn áhuga á þviað eignast skipiö og sjálfsagt fleiri aðilar. —S.dór. íran: USA mótmælir fréttaflutningi Rússa 4 menn teknir af lifi TEHERAN, 16/2 (Reuter) — A miðnætti voru fjórir menn teknir af lifi af hinum nýju stjórnvöld- um. Voru þeir skotnir á þaki bækistöðva Khomeinis klerks. Meðal þeirra var Nematollah Nassiri hershöfðingi, yfirmaöur SAVAK, leyniþjónustunnar, en auk hans voru það Mehdi Rahimi yfirmaöur lögreglunnar, Man- oucher Khosvodad yfirmaður flughers og Reza Maji yfirmaður hersins í Isfahan. Myndir voru teknar af likunum og þær birtar I kvöldblaðinu Eselasat. Brottflutningar á Bandarikja- mönnum frá Iran hófust i dag. Voru öryggisverðir stjórnvalda viðstaddir brottförina. Sendi- herra Bandarikjanna, Sullivan, hefur tilkynnt að sendiráðið geti ekki verndað Bandarikjamenn. Enn eru margir útlendingar í Iran, en önnur riki hafa ekki skipulagtbrottflutninga álöndum sinum. Bandarikjastjórn hefur mót- mælt harðlega fréttaflutningi Sovétmanna af árásinni á banda- riska sendiráðið I Teheran á mið- vikudag. Þeir siðar nefndu héldu þvifram aðárásinhefði veriðsett á svið, til aö bandariskur her hefði afsökun til að stiga á ir- anska grund. Segja Bandarikja- menn aö þessi fréttaflutningur geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir öryggi landa þeirra, sem enn eru iíran. Sendiherra þeirra i Mótmælaaðgerðir I Nancy. Stálverkamenn i N-Frakklandi: Mótmæla uppsögnum og áætlunum EBE METZ, Frakklandi, 16/2 (Reuter) — Þúsundir stálverkamanna I ASþyðubandalagið á Akureyri: Þjóöfrelsisbaráttan fléttist inní kjara- og stéttabaráttu Félagsfundur Alþýðubanda- lagsins á Akureyri ræddi I fyrrakvöld hersetuna og Nató og var tilefnið tillaga sem fyrir lá frá fyrri fundi frá Böðvari Guðmundssyni, þess efnis að hætta bæri stjórnarsamstarfi við Framsókn ogkrata án tafar ef ekki kæmi til stefnubreyting þessara flokka varðandi setu bandariska hersins og aðildina að Nató. Framsögu höfðu þeir Böðvar og Guðjón E. Jónsson. Urðuum- ræöur heitar og f jörugar og lauk með samþykkt eftirfarandi ályktunar: „Almennur félagsfundur Alþýöubandalagsins á Akureyri, haldinn 15. febrúar 1979, ályktar: Að flokkurinn taki nú þegar i stórauknum mæli inn i daglega umfjöllun sína amerlsku herset- una á Miðnesheiði og aðild Islands að Nató. Aðlögðverði aukin áhersla á starf flokksfélaga 1 Samtökum herstöðvaandstæðinga. Að flokkurinn beiti lipurð sinni og mætti til að hafa þau áhrif á Islenska verkalýðshreyf- ingu, þannig að fólk I náinni framtið flétti þjóöfrelsisbáttuna inn I daglega kjara- og stétta- baráttu. Aöflokkurinn veröi að taka á herstöðvamálinu og Natóaöild- inni I þvl efnahagslega sam- hengi aö öllum verði ljós sam- tvinnun i'slensks auðvalds og ameriskrar hersetu og Nató- aðildar. Jafnframt lýsir fundurinn þvi yfir, að skoða beri pólitiska framvindu I landinu siðustu misseri I þvi ljósi, að Alþýöu- bandalagið og verkalýðshreyf- ingin hafi vanrækt eða ekki gert sér grein fyrir samhengi ofan- greindra atriða meö ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Vonast fundurinn til, að verði starf flokks og verkalýðshreyf- ingar tendraö með fyrrgreind- um hætti, þá sé þess enn kostur að forðast braut kratisma og krónuhyggju og efla víðtæka stéttabaráttu sem þokar okkur áleiðis aö markinu, sósialisku þjóðfélagi.” —óg/vh. Norður-Frakklandi fóru I verkfall I dag. Vilja þeir mótmæla áætlun- um stjórnvalda um að endur- skipuleggja stáliðnaðinn *neö þeim afleiðingum að 20.000 stál- verkamenn missa vinnu sina. I dag var mikið um mótmæla- göngur. Póststarfsmenn, kennar- ar, verslunarmenn og læknar lögðu niöur vinnu I samúðarskyni og flutningar stöðvuðust á mörg- um stöðum. 1 Valencienne á landamærum Belgiu gengu allt aö 60.000 manns um göturnar og ■ hrópuðu slagorð svo sem rétt til að lifa og vinna á eigin heima- slóðum. Verkfallsmenn hertóku landamærahliö við Belgfu og Lúxemborg I nálægð höfuðborg- ar stáliðnaöarins Longwy. Hrað- vegir frá Metz til Lúxemborg voru einnig tepptir. Lestasamgöngur einnig verulega. trufluðust Fjölmennar göngur voru farnar I Lille, Boulogne og Denain, þar sem krafist var fullrar vinnu og áætlunum EBE harðlega mót- mælt, en þær miða aö uppsögnum 21.000 stálverkamanna þarna um slóðir. Moskvu hefur nú hitt Gromyko að máli til að koma mótmælunum á framfæri. Bandarikiastiórn hefur nú við- urkennt rikisstjórn Bazargans. Khomeini hefur hvatt þjóðina til að hverfa til vinnu sinnar á ný á morgun, laugardag, eftir löng verkföll. Ætti þvi að koma í ljós á morgun hve mikil tök klerkurinn hefur á þjóðinni. Bretland: Rádherrar vinna að sátt- málanum Húsdýr deyja i kuldanum LONDON, 16/2 (Reuter) — James Callaghan forsætisráö- herra Breta sagöi í dag aö skipuö heföi veriö nefnd ráöherra til aö vinna úr sáttmála þeim sem Callaghan geröi meö forystu verkalýöshreyfingarinnar fyrr I vikunni. Formaöur nefndarinnar er Denis Healey fjármálaráö- herra. Starfsmenn blóðbanka hættu við verkfall i dag, en þeir höföu hótað sliku vegna blóöskorts. Forystumaður þeirra, Allan Ellis; sagöi blóöbirgðir hafa minnkað verulega vegna veðurfarsins, en ekki slöur verkfalla. „Snjóráöherra” Breta Denis Howell hefur nýlega fengið bréf þess efnis að tvö gamalmenni hefðu dáið I kuldunum vegna oliu- skorts, sem aftur á móti er af- leiðing verkfallanna. Óttast er um líf enn fleiri manna og kvenna. Fjöldinn allur af börnum hefur farið á mis við skólagöngu á þessum síðustu timum verkfalla og eru kennarar áhyggjufullir vegna þessa. Ihuga þeir aö krefj- ast styttingar páskaleyfis svo bæta megi börnunum þroskatap- ið. Kennarar hafa samt sem áður I hyggju að fara I verkfall, en fundur þeirra veröur haldinn 22. febrúar. Ogurlegur kuldi er enn 1 land- inu. Þrir menn létu llfið i nótt þegar þeir voru að ryðja járn- brautarteina. Óku lestir á þá. Margir vegir eru lokaðir vegna isingar og þungrar færðar, en aörir eru hálir sem svell. Samtök bænda i Wales hafa skýrt frá þvi aö hrun húsdýra hafi aldrei veriö eins mikið slð- an 1947. Toll- gæslan fær hund Borgarráö hefur heimilaö toll- gæslunni aö hafa varöhund innan giröingar sinnar I Laugarnesi. Á þessu svæði eru geymdar ótoDafgreiddur varningur og eru þar vaktmenn allan sólarhring- inn. Girðing er umhverfis svæðið og er hún á aðra mannhæð. Innbrot á þetta svæði munu nær óþekkt, en hundurinn er talinn geta auðveldað vörsluna fyrir vaktmenn. —AI.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.