Þjóðviljinn - 17.02.1979, Side 9
Laugardagur 17. febrúar 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIDA 9
Efnahagsfrumvarp forsætisráðherra:
Verkalýðshreyfingin
hlýtur að hafna því
• segir Bjarnfríður Leósdóttir,
varaformaður Verkalýðsfélags
Akraness
Þjóðviljinn hafði samband viö
Bjarnfrfði Leósdóttúr, sem á sæti
i miðstjórn ASt, og spurði hana á-
lits á efnahagsfrumvarpi Ólafs
Jóhannessonar.
Ég verð að segja, að ég hef
eiginlega aldrei orðið eins
undrandi og ég varð við aö sjá
þetta frumvarp. I fyrsta lagi
finnast mér það undarleg vinnu-
brögð að koma fram með frum-
varp, sem felur i sér atriði varö-
andi visitöluna, tveim dögum
áöur en visitölunefndin átti að
ljúka störfum. Frumvarpið er
eingöngu frá þjóðhagsstofnun
komið en alls ekki frá verkalýös-
hreyfingunni.
Með þessu frumvarpi er allt
samstarf við verkalýðshreyfing-
una hundsað þrátt fyrir loforð
um að rikisstjórnin hefði slikt
samstarf. Þaö sem mér finnst
langalvarlegast við þetta frum-
varp er, að forsætisráðherra skuli
nú hafa brotiö niður það samstarf
við launþegahreyfinguna i land-
inu, sem átti aö vera hornsteinn
rikisstjórnarinnar.
Þeir þættir frumvarpsins sem
varða launafólk og atvinnu i
landinu virðast algerlega ganga i
berhögg við stefnu verkafólks, og
beinast gegn þvi. Frumvarpið
er þess eðlis að verkalýðs-
hreyfingin hlýtur að hafn þvi, það
kemur ekkert annað til greina.
isg
Bjarnfrfður Leósdóttir.
Ný stjóm ef lögin
ná fram að ganga
• segir Jón Kjartansson formaður
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja
— Við gengum til kosninga undir
kjörorðinu „Samningana i gildi”
og ég lit svo á, að kosningaúrslitin
hafi leitt i ijós, að það væri vilji
meirihiuta launafólks i Iandinu,
sagði Jón Kjartansson formaður
Verkalýðsfélags Vestmannaeyja
er Þjóðviljinn ræddi við hann útaf
efnahagsmálafrum varpi for-
sætisráöherra.
— Á þessum forsendum var
gengið til samstarfs við rikis-
stjórn, en nú kemur i ljós, að þrátt
fyrir fyllyrðingar hennar um fullt
samráð við verkalýöshreyfing-
una á að gripa til harkalegri að-
gerða en Geir Hallgrimsson og
hans stjórn þorði nokkru sinni aö
reyna.
Kannski má segja, að rikis-
stjórninni hafi verið nokkur vor-
kunn, þvi verkalýðshreyfingin
hafi litið gert til að hafa áhrif á
þær efnahagsaðgerðir sem verið
hafa á döfinni og látið reka á reið-
anum i þvi efni. Ég tel amk. að
það sé til litils að setja einhverja
toppa I nefndir og ráð ef hinn al-
menni félagi i hreyfingunni fær
ekkert að vita fyrr en málin hafa
verið afgreidd. Slik vinnubrögð
hafa ekki verið og verða ekki for-
ystunni til framdráttar er til
íengdar lætur.
Ég verö aö segja, að mér finnst
þaö furðulegt tómlæti af forseta
ASt aö fara burt þegar mest er
um að vera til aö sitja einhverja
kjaftaráðstefnu úti I löndum. Og
Aðalfundur Verklýðsfélags
Borgarness var haldinn 4. febr.
sl. I skýrslu stjórnarinnar kom
það fram, að kjaramáiin voru að
vanda aöalviðfangsefni félagsins
og að lögð var mikil áherslu á
fræöslustarf. Haldið var átta
kvölda félagsmálanámskeið og
þrfr félagar sóttu félagsmála-
skóla alþýðu f ölfusborgum.Far-
ið var i ieikhúsferð og skemmti-
ferð um Vestfirði. Sex tölublöð af
Félagsfréttum komu út.
Fjárhagur félagsins er góður.
Stjórnin var sjálfkjörin en hana
ég verð að segja lika, að mér
finnst það ekki gagna forystuliði
ASt að vera að leika einhverjar
hreinar meyjar sem þykjast
hvergi vilja vera i fundnar þegar
á að fara aö taka einhverjar al-
varlegar ákvaröanir. Telji verka-
lýðshreyfingin, að þeir samning-
ar sem gerðir voru 1977 hafi geng-
ið of langt, á hún að segja það og
ákveða siðan hvar hún vill gefa
eftir og hvað láta af hendi, en ekki
láta einhverja misvitra pólitikusa
vera að gramsa I þvf.
Eins og ég lýsti yfir á verka-
lýösmálaráöstefnu Alþýðubanda-
lagsins treysti ég mér ekki til að
standa frammi fyrir fólki sem
eyöir kannski 60-100 þús. krónum
á mánuöi i að hita upp húsin sin,
og segja þvi, aö kaup þess eigi að
lækka af þvi að þessi kostnaður
fari upp um helming. Ég tel ekki
stætt á þvi, að hækkun á verði
lifsnauðsynja eigi að þýöa kaup-
lækkun um leiö.
Ég er eindregið á móti minnstu
skerðingu á visitölunni og tek
undir snjöll orö Haralds Stein-
þórssonar á ráðstefnunni, að það
að telja kaupgjaldsvisitöluna til
alls ills og jafnvel aðalverðbólgu-
valdinn væri álika og aö kenna
hitamælinum um að sjúklingur-
inn hefði hita.
Þessi bráðabirgðalög, ef þau ná
fram að ganga óbreytt, þýöa I
minum huga ekki annað en nýja
stjórn. -vh
skipa: Jón Agnar Eggertsson for-
maöur, Karl A. Ólafsson ritari,
Ingibjörg Magnúsdóttir gjald-
keri, Berghildur Reynisdóttir,
fjármálaritari, Baldur Jónsson
varaformaðurog meðstjórnendur
eru Agnar Ólafsson og Þuriöur
Bergsdóttir
Guðmundur J. Guðmundsson
formaður Verkamannasam-
bandsins var gestur fundarins.
Hafði hann framsögu um kjara-
málin og var gerður góöur rómur
að máli hans.
Jón Kjartansson
Endurskoðun
verðlagning-
ar reglu um
bensín og olíu
Félag islenskra bifreiðaeig-
enda hefur sent forsætisráðherra,
fjármálaráðherra, viðskiptaráð-
hera og formanni verðlagsnefnd-
ar eftirfarandi bréf:
„Vegna fyrirsjáanlegra hækk-
ana á bensini og disilollu, vill
stjórn F.I.B. benda á nauösyn
þess að verðlagningarreglur
þessara vörutegunda verði
endurskoðaðar nú þegar. Sér-
staklega vill stjórn F.l.B. benda
á, að með núverandi verölagn-
ingarreglum lenda allar hækkan-
ir,jafnt innlendar sem erlendar,
þyngra á neytendum en sem
raunverulegum hækkunum nem-
ur, vegna þeirra skattlagningar-
reglna sem nú eru I gildi.
Ennfremur vill stjórn F.l.B.
bjóða aöstoð sina við þessa
endurskoöun, enda eðlilegt að
F.I.B. sé haft með i ráðum viö
slika endurskoðun.”
—vh
Aðalfundur Verkl.fclags
Borgarness
Umboðsmenn
Þjóðviljans
AKRANES: Jóna Kristln ólafsdóttir
Garðabraut 4, 93-1894.
AKUREYRI: Haraldur Bogason
Norburgötu 36, 96-24079.
ÁLFTANES: Arsæll Ellertsson
Laufási vib Túngötu, 53973.
BLÖNDUÓS: Signý Guðmundsdóttir
Garðabyggð 8, 95-4239.
BORGARNES: Baldur Jónsson
Kveldúlfsgötu 28, 93-7534.
DALVIK: Guðný Asólfsdóttir
Heimavistinni, 96-61384.
DJÚPIVOGUR: Oddný D. Stefánsdóttir
Garði, um simstöð.
EGILSSTAÐIR: Páll Pétursson
Arskógum 13, 97-1350 heima, 97-1480 vinnust.
ESKIFJÖRÐUR: Hrafnkell Jónsson'
Fossgötu 5, 97-6160.
EYRARBAKKI: Pétur Gislason
Læknabústaðnum, 99-3135.
FASKRUÐSFJÖRÐUR: Björgvin Baldursson
Hliðargötu 45, 97-5283.
GARÐABÆR: Helena Jónsdóttir
Holtsbúð 12, 44584.
GERÐAR (GARÐUR): Maria Guðfinnsdóttir
Melbraut 14.
GRINDAVtK: Jón Guðmundsson
Leynisbraut 10, 92-8320.
GRUNDARFJÖRÐUR: Guðlaug Pétursdóttir,
Fagurhólstúni 3, 93-8703.
HAFNARFJÖRÐUR: Hulda Siguröardóttir
Klettshrauni 4, 52887 v„ 50981 h.
HELLA: Guðmundur Albertsson
Nestúni 6a, 99-5909,
HELLISSANDUR: Guðmundur Bragason
Bárðarási 1.
HRtSEY: Guðjón Björnsson
Sólvallagötu 3, 96-61739, 96-61706 heima.
HóSAVtK: Björgvin Arnason
Baughóli 15, 96-41267.
HVAMMSTANGI: Eyjólfur R. Eyjólfsson
Strandgötu 7, 95-1384.
HVERAGERÐI: Þórgunnur Björnsdóttir
Þórsmörk 9, 99-4235
HVOLSVÖLLUR: Helga Gestsdóttir
Norðurgörðum 4, 99-5203.
HÖFN HORNAFIRÐI: Björn Júliusson
Hafnarbraut 19, 97-8394
ÍSAFJÖRÐUR: Jónas Sigurðsson
Fjarðarstræti 2, 94-3834.
KEFLAVIK: Þorsteinn Valgeirsson
Kirkjuvegi 44, 92-2538
MOSFELLSSVEIT: Stefán ólafsson
Arnartanga 70, 66293.
iNJARÐVtK: Sigurbjörg Kristjánsdóttir
Brekkustig 29, 92-3424 vinnust.
NESKAUPSTAÐUR: Ingibjörg Finnsdóttir
Hólsgötu 8, 97-7239.
ÓLAFSFJÖRÐUR: Agnar Vfglundsson
Kirkjuvegi 18, 96-62297 heima, -62168 vinnust.
ÓLAFSVtK: Kristján Helgason
Brúarholti 5, 93-6198.
PATREKSFJÖRÐUR: Björg Bjarnadóttir
Sigtúni 11, 94-1230.
RAUFARHÖFN: Sigurveig Björnsdóttir
Asgarði 5, 96-51194.
REYÐARFJÖRÐUR: Siggerður Pétursdóttir
Seylu.
SANDGERÐI: Guðlaug Guðmundsdóttir
Brekkustig 5, 92-7446.
SAUÐARKRÓKUR: Birgir Bragason
Hólmagrund 22.
SELFOSS: Halldóra Gunnarsdóttir
SkólavöIIum 7, 99-1127.
SEYÐISFJÖRÐUR: Auður Jónsdóttir
Múlavegi 17, 97-2353.
SIGLUFJÖRÐUR: Hlöðver Sigurðsson
Suburgötu 91, 96-71143.
SKAGASTRÖND: Matthiidur Jónsdóttir
Bankastræti 8, 95-4779
STOKKSEYRI: Fr{n\finn Sigurðsson
Jaðri, 99-3215/3105. Y-
STYKKISH ÓL M U R : Kristfn
óskarsdóttir, Sundabakka 14, 93-8205
SUÐUREYRI: Þóra Þórðardóttir
Aðalgötu 51, 94-6167.
VESTMANNAEYJAR: Edda Tegeder
Hrauntúni 35, 98-1864.
VOPNAFJÖRÐUR: Hámundur Björnsson
Fagrahjalla 15, 97-3253
ÞINGEYRI: Sverrir Karvelsson
Brekkugötu 32, 94-8204 vinnust.
ÞORLAKSHÖFN: Þorsteinn Sigvaldason
Reykjabraut 5, 99-3745.