Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. mars 1979 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN UTBOÐ Tilboð óskast i smiði 2. áfanga póst- og simahúss i Kópavogi. útboðsgagna má vitja á skrifstofu um- sýsludeildar, Landsimahúsinu við Austur- völl, gegn kr. 30.000.- skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu umsýslu- deildar mánudaginn 19. marskl. 11 árdeg- is. Póst- og simamálastofnunin. LÍFEYRISSJÓÐUR FÉLAGS GARÐYRKJUMANNA Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að veita lán úr sjóðnum til sjóðsfélaga. Umsóknir þurfa að berast fyrir 15. mars 1979. Umsóknareyðublöð eru afhent og upplýsingar veittar hjá Agnari Gunn- laugssyni. Simi 37785. Stjórnin Afleysingastarf Hjúkrunarskóli íslands, Eiriksgötu 34, óskar að ráða ritara i 5 mánuði, frá mars- byrjun til júliloka. Þarf að hafa góða vél- ritunarkunnáttu. Laun samkvæmt launakerfi rikisins. Skriflegar umsóknir sendist skólastjóra. Starfsmannafélagið Sókn tilkynnir Námskeiðin hefjast i mars i Námsflokk- um Reykjavikur. Þeir sem hafa hug á að sækja um nám- skeiðin hafi samband við skrifstofu Sókn- ar fyrir 10. mars nk. Nefndin Flóamarkaður — Flóamarkaður Kvenfélag sósialista heldur flóamarkað á morgun laugardag 3. mars kl. 2 að Hall- veigarstöðum. Allt ódýrt. Frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast til kennslu við Fjölbrautaskólann i Breið- holti frá 10. mars nk. til loka vorannar. Upplýsingar hjá Rögnvaldi Sæmundssyni aðstoðarskólameistara i sima 75600. í Þjóöviljanum ber ávöxt !/§•• /1 / x / n / • Kjorsokn goð a Spani MADRID, 1/3 (Reuter) — Þrátt fyrir snjókomu og rigningar á Spáni lit- ur allt út fyrir að kjör- sókn verði góð og þá betri en i kosningunum 1977. Miöbandalagið sem nú situr við völd undir forystu Suárezar hafði óttast að kjörsókn yrði dræm vegna veðurs og þar með myndi hinn óákveðni meirihluti sitja heima, meirihlutinn sem kysi stjórnarflokkinn. Hins vegar myndu vinstri sinnar og aðrir á- hugafullir menn svifast einskis til að mæta á kjörstað. A hádegi höfðu 20% kjósenda greitt atkvæöi sin. 558 þingsæti biöa nú útvalinna, 3501 neðri deild en 208 i þeirri efri. Hollenskar skýrslur: Luns var félagi í nasistaflokki Joseph Luns: ,,i>aö var ekki ég, það hefur veriö alnafni minn.” BRÚSSEL, 1/3 (Reuter) — Joseph Luns aðalritari NATO neitaði I dag fréttum frá hol- lenskri strfðsskjalastofnun um að hann hefði veriö félagi I hollenska nasistaf iokknum á árunum 1933—36. Sagði hann orð Louu de Ráðist á njósnastöð Bandaríkja- manna TEHERAN, 1/3 (Reuter) —Hópur manna réðst á banda- riska athugunarstöð sem fylgist meö hernaðarlegum hreyfingum Sovétmanna. Stöðin mun vera mikið skemmd. Fólkið mun hafa náð stöðinni á sitt vaid um sl. heigi, en hún er staösett 65 km austur af heiiögu borginni Mashad, ekki langt frá landa- mærum trans og Sovétrikjanna. Tuttugu Bandarikjamenn voru fluttir flugleiöis frá stööinni, þegar stjórnarher náði yfirtökun- um. Amir Entezam aðstoðarfor- sætisráðherra sagði aö tveir bandariskir embættismenn og fulltrúar iranskra stjórnvalda hefðu flogiö til Kabkan til að sækja Bandarlkjamennina og væru þeir nú i sendiráði lands sins i Teheran. Otvarpið skýrði frá þvi aö William Sullivan sendiherra Bandarikjanna hefði kallað Kar- im Sanjabi utanrikisráöherra á sinn fund. Bandarisku tæknimennirnir munu nú vera lagðir af stað til Paris, en þeir neita að tala viö blaðamenn um máliö. Landar þeirra eru jafn þegjandalegir, en stöðin var liður I njósnaneti sem Bandarikjamenn lögðu um þvert Norður-tran i valdatið keisarans. Otvarpið „Rödd byltingar- innar” sagði 1 dag aö ráöist hefði verið á aðra athugunarstöö Bandarikjamanna I Kelarabad, við Kaspiahaf. Múhamed Vali Gharni hershöföingi og yfirmaöur íranhers hefur sagt aö Banda- rlkjamönnum yrði ekki lengur leyft aö fylgjast með ferðum Sovétmanna frá iranskri grund. Þrír menn teknir af Íífí TEHERAN. 1/3 (Reuter) — Þrir menn úr öryggissveitum trans voru teknir af lffi I dag. Þeir voru dæmdir til dauða af byltingarráöi fyrir að drepa mótmælendur á valdatima keisarans. Tveir voru teknir af llfi I oliu- borginni Abadan, en sá þriöji I Qazvin, vestan viö Teheran. AIls hafa fjórtán menn veriö teknir af llfi siöan byltingin var gerð. Jong prófessors vera misskiln- ing, þegar hann segöist hafa skjöi undir hönduin sem staðfestu þetta. Jong prófessor vinnur á vegum hollenska rikisins við að rannsaka striösglæpi nasista og sagði hann I dag að hann hefði Konur karla ! Madrid, 1/3 (Reuter) — Nú fara fram kosningar á Spáni. Þar eins og annars staðar eru þetta karla- kosningar. 1409 konur eru þó á framboðslistum, en lltill mögu- leiki er á að þær fái þó ekki væri nema eitt sæti I rikisstjórninni. Þær segja einnig aö flokks- forystan horfi samviskusamlega fram hjá öllu þvi sem kona heitir. Aftur á móti leggi flokkarnir áherslu á karlmennsku Suárez forsætisráðherra og Gonzáles frambjóöanda sósialistaflokks- ins. Þannig sé höfðað til þeirra 14 miljóna kvenna sem atkvæðisrétt hafa. Kommúnistar kalla baráttuna á milli Miöjubandalags og Sósiálistaflókks feguröar- samkeppni. CLEVELANDÓ Ohio, 1/3 (Reuter) — Kosningaúrslit I Cleveland urðu mikill sigur fyrir Dennis Kucinich borgarstjóra. Borgin rambar á barmi gjald- þrots en Kucinich neitar að verða stórfyrirtækjum að bráð. Til að mynda er himinhár rafmagns- reikningur ógreiddur og hefur rafveitan I einkaeign „boðist til” að taka rafveitu borgarinnar upp i skuldina. Það vill Kucinich hins vegar ekki frekar en borgarbúar. i sjónvarpsviötali I gær sagði borgarstjórinn að hann vildi stuðning frá bönkum og stórfyrir- tækjum en hann viidi ekki að þessir aðilar tækju viö stjórninni. Þeir væru búnir að stjórna borg- tvær skýrslur sem sýndu aö Luns hefði verið félagi I nasistaflokkn- um i Suður-Amsterdam á fyrrnefndu timabili. i Algemeen Dagblad sagði að Luns héldi þvi fram að alnafni sinn heföi veriö i félagi I flokkn- um. kjósa i i i • • • Þær 25 konur sem sátu á þingi fram að þessum kosningum hafa ákveöið aö bjóða ekki fram á ný, heldur ætla þær að heyja barátt- una utan þings. Stjórnmálakarl- ar segja að staða konunnar sé nú mun betri eftir lát Francos, en þá benda konurnar á að, þingið hafi ekkert gert til aö jafna launamis- rétti, eða fjallað um getnaöar- varnir, fóstureyöingar og skiln- aði. Stjórnmálaflokkarnir hafa einnig veriö ólatir við að nota konumyndina i kosninga- baráttunni. Minni flokkar hafa hengt upp plaköt með sætum stelpum, en stærri flokkarnir sem megir eiga I húfi notast viö móðurlegri imynd. Cleveland: Rafveitan verður ekki látin af hendi um eins og Cleveland allt of lengi. Kucinich borgarstjóri er rétt þrítugur að aldri og nýtur ekki mikilla vinsælda meöal spilltra embættismanna. Þess I staö nýt- ur hann mikils trausts og vinsælda meðal almennings. Hann hefur verið óbanginn viö aö kippa spenanum út úr munni manna sem misnotaö hafa völd sinog aöstööu I áraraðir. Borgar- stjórnin er honum andsnúin en hann lifir enn, engu aö siöur. Cleveland er nokkuð illa stödd fjárhagslega eins og áður var sagt, en 37 ár eru siðan siðasta borg varð gjaldþrota I Bandarikj- unum, en það var Detroit 1932. BGH fordæmir Innrás Kínverja Baráttuhreyfing gegn heims- valdastefnu (áður Vietnam- nefndin á islandi) hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: „Baráttuhreyfing gegn heimsvaldastefnu fordæmir harölega innrás kinverska hers- ins I Vletnam. BGH visar á bug þeirri réttlætingartilraun kln- versku stjórnarinnar aö árásin sé refsing. Þetta er samskonar yfirvarp og heimsvaldasinnuð riki hafa beitt til aö færa út veldi sitt, m.a. uröu kinverjar sjálfir fyrir sliku. Arásin veröur á enga lund réttlætt meö tilvisun til þeirra atburða sem gerst hafa i Kampútseu undanfarið. Þessi árás veldur málstað sósial- ismans og baráttu gegn heims- valdastefnu ómældum skaða og getur opnaö heimsvaldastefn- unni leið til að efla tök sin I SA- Asíu”.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.