Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 7
Föstudagur 2. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Ríkjandi stefna í íslenskum efnahagsmálum þýðir að íslenskt efnahags- og félagsmálakerfi verður í framtíðinni ennþá ólíkara en það nú er þeim samfélögum, sem einkum laða til sín ungt fólk frá landinu. (iisli (iunnarsson Samnorræni vinnu- málasamningurinn og íslendingar erlendis 1 Þjv. 14. febr. sl. var at- hyglisvert vibtal viö deildar- stjóra viö útlendingaeftirlitiö I Reykjavik um rétt Noröur- landabúa til atvinnu á Islandi og um rétt Islendinga til atvinnu á Noröurlöndum. Viötaliö sýnir mjög greinilega þá þekkingu og þau viöhorf sem einkenna al- mennt starf útlendingaeftirlits- ins, meö öörum oröum: Van- þekking og hleypidómar yfir- gnæfa. Þjv. þurfti þegar daginn eftir aö koma meö leiöréttingar en þó duga þær nær engan veg- inn til eins og vikiö veröur aö hér á eftir. Nokkur gullkorn deildarstjórans. Ég tel ekki ástæöu aö fara ýtarlega i saumana á ummæl- um viömælanda Þjv. (Karls Jó- hannssonar). Þó verö ég um- ræöunnar vegna aö geta þeirrar röngu fullyröingar hans, sem Þjv. leiörétti, aö „enginn Noröurlandasamningur um vinnumarkaö hafi veriö gerö- ur”. (Allar tilvitnanir i viötaliö eru aö sjálfsögöu meö oröalagi blaöamanns Þjv., en ég treysti þvi aö ummæli deildarstjórans hafi veriö efnislega rétt fram sett). Einnig er rétt aö birta hér ummæli Karls um réttlætingu á þvi aö ekki er frjáls vinnumark- aöur fyrir Noröurlandabúa á ls- landi, þvi aö ummælin eru dæmigerö fyrir þá fordóma og vanþekkingu sem hafa orsakaö aö islensk stjórnarvöld hafa ekki staöfest samnorræna vinnumálasamninginn. „Karl sagöi einnig aö lltil þjóö sem viö gæti naumlega tekiö viö þvf flóöi sem gæti streymt hingaö frá at- vinnulausum Noröurlöndum.” En siöan heldur deildarstjórinn áfram meö rökfestu embættis- mannsins: ,,.. nokkur þúsund Islendinga væru i Danmörku þótt þar riki atvinnuleysi og fengju jafnvel atvinnuleysis- styrki”. Siöar kom fram i viö- talinu aö núverandi atvinnu- leysi á Noröurlöndum heföi ekki aukiö straum Noröurlandabúa til Islands „enda er ekki fýsilegt fyrir t.d. Dana aö fara i vinnu hingaö ef hann fær mun hærri atvinnuleysisstyrk i landi sinu”. Leiörétting leiðrétt I leiöréttingu Þjv. á viötalinu 15. 2.sl. er þess getiö aö vegna sérstakrar löggjafar i Dan- mörku hafa Islendingar þar i landi nákvæmlega sama rétt á atvinnumarkaönum og Danir hafa. En siöan er sagt „aö Is- lendingar þurfa atvinnuleyfi i Sviþjóö, Noregi og Finnlandi... Þegar Islendingar þyrptust til Sviþjóöar fyrir nokkrum árum, var þaö i samráöi viö viökom- andi verkalýösfélög I þvi landi”. Ég þekki ekki nógu mikiö til Noregs og Finnlands til aö segja til um réttmæti þessarar .skýr- ingar fyrir þessi lönd, en viö- vikjandi Sviþjóö er hún alls ekki rétt. Þar i landi þurfa Islend- ingar ekkiaö sækja um sérstakt atvinnuleyfi. Meirihluti Islend- inganna sem flutti þangaö 1968- 1970 fór ekki á vegum verka- lýösfélaga og i þeirri nýju bylgju Islendinga sem flutt hafa til Svlþjóöar frá 1975 hefur varla nokkur haft samráö viö verka- lýösfélög viö flutninginn. Atvinnuréttindi eru fé- lagsleg réttindi. Aöalástæöan til þess aö Is- lendingar þurfa almenntekki aö sækja um atvinnuleyfi i Sviþjóö felst i samnorræna samningn- um um félagslegt öryggi og sem islensk yfirvöld hafa undirritaö. Skv. þessum samningi hafa Is- lendingar búsettir I Sviþjóö sömu félagsleg réttindi og Svi- ar. (Noröurlandabúar búsettir á íslandi eiga og aö hafa þar sömu félagsleg réttindi og Islend- ingar, en þvi miöur reyna stundum einstök sjúkrasamlög á Islandi aö sniöganga þennan samningi og er þaö i samræmi viö allan annan lágkúruhátt Islendinga i umgengni viö aöra Noröurlandabúa.) Meöal gagnkvæmra félags- legra réttinda eru atvinnuleys- isbætur. (Þetta viröist koma starfsmanni útlendingaeftirlits- ins kynlega fyrir sjónir!) Þannig er hægt aö skylda is- lensk yfirvöld til aö veita at- vinnulausum Noröurlandabúa alls kyns nauösynlega félags- lega aöstoö en hins vegar ekki atvinnu! Frá sjónarmiöi nútima vel- feröarrikis eins og Sviþjóöar er ekki hægt aö aöskilja vinnu- markaö og félagsleg réttindi. Þess vegna merkja félagsleg réttindi í Svlþjóö ekki aöeins rétt til atvinnubóta heldur einn- ig til atvinnu. Fleiri ástæöur en Félags- málasamningurinn valda þvi aö lslendingar þurfa almennt ekki aö sækja um atvinnuleyfi i Svi- þjóö og eru þær einkum tvær. 1) Afnám vegabréfaskyldu milli Noröurlanda. 2) Samningur samnorrænn um lögheimili frá 1969 en skv. honum veröur Noröurlandabúi aö eiga lög- heimili á þvi Noröurlandanna sem hann er búsettur i án tillits til rikisfangsins og án tillits til þess hvort hann er búsettur i dvalarlandinu vegna starfs eöa náms. Þessi samningur, sem Is- land hefur undirritaö, grund- vallast á samnorræna vinnu- málasamningnum, sem Island hefur ekki undirritaö! Ein af mörgum afleiöingum samnorræna lögheimilissamn- ingsins er aö fjölgun islenskra rikisborgara á hinum Noröur- löndunum er talsvert meiri en niöurstööur þjóöskrár gefa til kynna, einkum þó siöustu 3—4 árin eftir aö Islendingar fóru aö flytja aftur I stórum stfl til Dan- merkur og Sviþjóöar. Agiskun min er aö ekki minna en 3%, ef til vill allt aö 5%, islenskra rikisborgara eigi nú lögheimili erlendis. Þetta hlutfall stækkar mjög ört án þess aö nokkur yfir- völd á tslandi viröist gerá sér grein fyrir þróuninni. En þaö er vissulega hægt i Sviþjóö aö útiloka tslendinga frá ákveönum störfum ef vilji er fyrir hendi. Hér er um aö ræöa eftirsótt störf sem krefjast góörar menntunar. Sjaldgæft er aö þessum möguleika sé beitt. En mér skilst aö „frændur vor- ir” Norömenn séu ófeimnir viö aö gera slikt. Samnorrænu samning- arnir tveir frá 1956 Ég held aö telja megi þaö lög- leysu aö Islendingar hafa ekki staöfest samnorræna vinnu- málasamninginn. Þegar hefur veriösýnt fram á aö Islendingar hafa staöfest annan samnor- rænan samning (þ.e. um lög- heimili) sem byggöist á vinnu- málasamningnum. En hér skiptir þó meira máli tengslin viö félagsmálasamninginn. Samnorrænu vinnu- og félags- málasamningarnir komu til um svipaö leyti (1956) og voru upp- haflega hugsaöir sem náskyld fyrirbæri eöa tvær hliöar á sömu mynt. Islensk yfirvöld staöfestu samt aöeins annan samninginn og vil ég véfengja aö þau hafi haft rétt á þvi sam- kvæmt skuldbindingum félags- málasamningsins. (Þaö er eins og mig minni aö aöalástæöa þess aö vinnumálasamningur- inn var ekki staöfestur hafi veriö ótti vissra sérhæföra starfshópa viö aö danskir starfsfélagar kynnu aö streyma til landsins. Þá voru kjörin nefnilega betri á Islandi. En siö- an hefur dæmiö snúist viö eins og kunnugt er.) I formála félagsmálasamn- ingsins segir eftirfarandi: „Rikisstjórnir Islands, Dan- merkur, Finnlands, Noregs og Sviþjóöar, sem eru þeirrar skoöunar, aö rikisborgarar sér- hvers samningsrikis eigi i ööru samningsrfki aö njóta i megin- atriöum jafnréttis viö þess rikis borgara, aö þvi er varöar lög- gjöf um félagslegt öryggi, vilja aö þetta jafnrétti taki tii allra þátta féiagslegs öryggis...". (Leturbreyting min.) 1 1. grein samningsins er tak- markiö útlistaö betur. 1 14. og 15. greinum er m.a. sagt frá sameiginlegum réttindum i at- vinnuley sistryggingum. 33. greinin hljóöar svo: „Samn- ingur þessi leggur engar hömlur á rétt samningsrikis til þess aö setja almenn ákvæöi um rétt út- lendinga til dvalar i hlutaöeig- andi riki. Slik ákvæöi mega þó ekki gera mögulegt aö snið- ganga samning þennan.” (Leturbr. min.) Sem sagt: Vanrækslusynd is- lenskra stjórnvalda aö staöfesta samnorræna vinnumálasamn- inginn er aö dómi minum verri en siöleysi. Hún er lika lögleysa. Um brottflutning fólks frá Islandi Hinn mikli brottflutningur Is- lendinga af landinu undanfarinn áratug hefur vakiö minni at- hygli en æskilegt er. A meö- fylgjandi töflu má sjá tölu brott- fluttra umfram aöflutta frá 1871 til 1977. Fyrsta timabiliö (1871-1915) einkenndist af Amerikuferöum. Menn fóru þá frá Islandi skv. eigin mati fyrir fullt og allt. Seinasta timabiliö (1968-1977) er aö visu ennþá nokkuö um Amerikuferöir, en þó er hér á flestum sviöum um allt aöra tegund af brottflutningi aö ræöa. I fyrsta lagi fór (ferf meirihlutinn til Noröurlanda, einkum Sviþjóöar og Danmerk- ur. I ööru lagi telja flestir brott- flutninginn aöeins vera tima- bundiö fyrirbæri, sumir voru raunar neyddir til þess aö skrá- setja hann vegna samnorræna lögheimilissamningsins, og viö- halda þvi islensku rikisfangi i lengstu lög. Einnig má sjá aö brottflutn- ingurinn stöövaöist i tiö vinstri stjórnarinnar 1971-1974 og fluttu þá fleiri til landsins en fluttu út. En samt voru „endurheimturn- ar” frá brottflutningnum mikla árin á undan lélegar. Nýjasti /, landflóttinn" Brottflutningurinn frá og meö 1975 hefur vakiö furöulitla at- hygli. Ekki er hægt aö útskýra hann með atvinnuleysi eins og brottflutninginn 1968-1970. Hér er um áhrif frá beinni kjara- rýrnun aö ræöa en meira máli skiptir þó hve illa islenskt þjóö- félag býr aö ungu fólki i hús- næöis- og menntamálum sam- hliöa vaxandi þekkingu fólksins á aöstæöum erlendis. Bætt launakjör, skv. mælistiku auk- innar einkaneyslu almennt, munu þvi ekki stööva þennan „landflótta”aöráöi heldur fyrst og fremst stóraukiö átak i fé- lags- og húsnæöismálum, þ.e. aukin samneysla. En rikjandi stefna i Islenskum efnahags- málum i dag gerir hins vegar ráö fyrir minnkandi hlutdeild opinbera geirans i þjóöartekj- unum, sem þýöir að islenskt efnahags- og félagsmálakerfi veröur i framtiöinni ennþá ólik- ara en nú er þeim samfélögum sem einkum laöa til sin ungt fólk frá landinu. Lokaorö Hvaö sem liöur félagslegum, menningarlegum og efna- hagslegum afleiöingum Noröur- landaferða Islendinga undan- farinn áratug er einn hlutur ljós: Eins og sakir standa njóta margar þúsundir islenskra rikisborgara góös af sam- norræna vinnumálasamn- ingnum samtimis þvi sem stjórnarvöld i fööurlandinu óviröa þennan samning i oröi og I lagkúru sinni og hleypi- dómum láta Island vera hér ölmusuaðila. Lundi 23. febrúar 1979 Gisli Gunnafsson Timabil Brottfluttir frá tslandi umfram aöflutta Alls Aðmeðal- tali ár hvert 1R71-1Q15 15045 334 1916-1967 .. 1815 35 1QRR-1Q77 5347 535 1QfiR-1970 3278 1092 1971-1974 - 282 — 71 1 Q7fi-1Q77 ;-84 Ath.: 1971-1974 voru aðfluttir fleiri en brottfluttir. Mig grunar að 1978 hafi flutt allmargir frá tslandi, e.t.v. nálægt 1000 brottfluttir umfram aðflutta. Rafveitustjórarnir dæmdir fyrir fjárdrátt og brot í opinberu starfi Tregir Bandariska hcrliðiö á Keflavlkurflugvelli fiytur að mestu inn bandariskar land- búnaöarvörur til eigin nota, að undanteknum ferskum mjólkurvörum, sem það kaupir hér. Fulltrúar Markaösnefndar iandbúnaöarins hafa átt viöræöur viö forráöamenn á átíð hersins, varnarmáladeild og utanrikssráöherra um aukna sölu á búvörum en sú viðleitni hefur engan árangur boriö. Ekki er óeölilegt aö herinn ætti viðskipti viö Islendinga i mun meira mæli á þessu sviöi. Mun nefndin áfram ala á þessu máli. —mhg. t fyrra voru rafveitustjór- arnir i Njarðvik og Grinda- vik ákærðir fyrir fjárdrátt og brot I opinberu starfi. A föstudag var kveöinn upp yfir þeim dómur i bæjar- þingi Keflavikur og voru þeir báöir fundnir sekir. Helgi H. Hjartarson rafveitustjóri 1 Grindavik var dæmdur I 4 mánaöa fangelsi og Jóhann Lindal Jóhannsson rafveitu- stjóriiNjarðvik var dæmdur i þriggja mánaöa fangelsi, skilorðsbundiö i 5 ár. Einnig var þeim gert að greiöa allan málskostnaö, sem nam um hálfri miljón króna. Sannað þótti aö rafveitu- stjórarnir heföu útbúiö falska reikninga hvor á ann- ars rafveitu og hafi andvirði þeirra runniö i eigin vasa. Siguröur Hallur Stefánsson héraösdómari kvaö upp dóminn. —eös

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.