Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 Kennarar í Flensborg styðja kennara- háskóla- nema Fundur kennarafélags Flensborgar, haldinn i Hafnarfirbi mánudaginn 12. febrúar, lýsir yfir fullum stuöningi við þær kröfur sem. kennaraháskólanemar — og ýmsir aBrir nemar á framhalds-og háskólastigi — setja nú fram um auknar fjárveitingar rlkisins til skólahalds á þessum stigum. Jafnframt skorar fundur- inn á yfirstjórn mennta- og fjármála ab taka skipulags- og húsnæbismál framhalds- og háskóla i landinu til gagn- gerðrar endurskoðunar. Margir þessara skóla fá nú illa rækt hlutverk sitt vegna húsnæbisskorts og fjáreklu auk þess sem skortir mjög á samræmingu einstakra skóla og námsbrauta. 17 1 / Fuglar í Alaska Fræbslufundur Fugla- verndunarfélags isiands verbur haldinn i Norræna húsinu fimmtudaginn 8. mars kl. 8.30. Dr. Terry S. Lacy sýnir lit- skuggamyndir af fuglum i Alaska og frá Hudson flóa. Dr. Lacy er kennari vib Háskóla Islands og talar ágæta islensku. Hún hefur árum saman stundab i fristundum fuglaskobun og fuglaljósmyndun, og verbur ánægjulegt ab sjá myndir og heyra hana skýra frá þess- um mjög svo fuglaaubugu hérubum. öllum heimill ab- gangur. Arngrimur og Bergþóra i málverkasafni sfnu. Gefa Sigluf jarðarbæ hundrað listaverk Hjónin Arngrfmur Ingimundar- son, kaupmabur, og Beagþóra Jóelsdóttir hafa tilkynnt bæjar- stjóranum á Siglufirfti þá ákvörb- un sina ab gefa Siglufjarbarbæ úrval listaverka, sem þau hafa safnab á sibustu þremur ártug- um. I frétt frá bæjarstjóranum á Siglufirði kemur fram ab þarna er um ab ræba um 100 myndir, flestar þeirra oliumálverk og vatnslitamyndir, en auk þess klippimyndir og grafíkmyndir eftir kunna innlenda og erlenda listamenn. Gefendurnir, sem eru til heimilis ab Grettisgötu 2 a I Reykjavik, segjast vænta þess, að listaverkasafnib geti orbib menningarlífi bæjarins lyftistöng og jafnframt verbi meb gjöfinni lagbur grundvöllur ab Listasafni Siglufjarbar. Arngrlmur ólst upp á Siglufirði og segir hann, ab þab hafi átt þátt ákvörbun þeirra hjóna, ab Sigl- firbingar studdu mjög og aðstob- ubu móbur hans er hún fluttist úr Fljótum til Siglufjarbar meb barnahóp eftir ab fabir Arngrims hafbi misst heilsuna. Arngrimur segir móbur sina aldrei hafa get- ab launab Siglfirbingum hlýhug þeirra og hjálpsemi, en þab vilji hann og kona hans nú gera um leib og þau minnist foreldra sinna meb þessari gjöf. Samtals eru I listaverkasafni þeirra hjóna myndir eftir um 60 listamenn, langflesta innlenda frá ýmsum skeibum Islenskrar myndlistar. Elstu myndirnar eru eftir Jóhannes S. Kjarval,en þær yngstu eftir myndlistarmenn, sem nýlega hafa komib fram á sjðnarsvibib. Hér mun vera um ab ræba eitt sérstæðasta og fjölbreyttasta listaverkasafn I einkaeign hér á landi og telja kunnugir gildi þess ekki sist I þvl fólgið, hve mikib er I safnínu af verkum ungra mynd- listarmanna. Fyrirhugab er ab listaverkin verbi afhent Sigifirbingum á næsta ári, en bæjarráb Siglu- fjarbar samþykkti i byrjun vikunnar abþiggja meb þökkum þessa höfbinglegu gjöf. Barnabók- menntir á dagskrá Samtök móburmálskennara gangast fyrir aimennum fundi um „Barnabókmenntir og stöðu þeirra i skólanum” á morgun, iaugardaginn 3. mars, kl. 14 i Kennaraháskóla tslands, stofu 301. Tveir fyrirlesarar flytja stutt inngangserindi um efnið, en slban verba umræbur. Efni fundarins er valib ma. meb tilliti til þess ab nú er yfirlýst ár barnsins. —vh Viimumálasamband samvimmfélaganna; Frumvarpið viðleitni Vinnumálasamband samvinnu- félaganna hefur sent frá sér umsögn um efnahagsmálafrum- varp forsætisráðherra og segir þar almennt um frumvarpið, að sambandið telji það „fela i sér merka viðleitni til þess að fjalla um efnahagsmálin i heild sinni með samræmdum hætti. Telur Vinnumálasambandið, að efni frumvarpsins almennt sé til þess fallið að geta orðið virkt tæki I baráttunni gegn verðbólgu. Mikib er undir því komið, hvernig á er haldib og frumvarpib hefur ab geyma viðtækar heim- ildir til setningar reglugerba á hinum ýmsu svibum. Vinnumála- samband samvinnufélaganna leggur áherslu á, að I þessum efnum verbi þess gætt, ab at- vinnurekstrinum I landinu verbi sköpub eblileg rekstursskilyrbi, sem er forsenda þess ab hægt verbi i reynd ab standa vib meginmarkmib frumvarpsins.” 1 umsögn um einstaka kafla er ma. tekib undir nauðsyn þjób- hagsáætlana vib stefnumörkun I efnahagsmálum og samráb rikis- valds og aðila vinnumarkaðarins talib mikilvægt við mótun sam- ræmdrar stefnu i efnahags- og kjaramálum á hverjum tima, td. meb kjaramálarábi. Vinnumálasambandib er mebmælt áformum um tengingu fjárlagagerbar vib þjóðhags- áætlun, sem stubli ab vaxandi abhaldi I umsvifum rikisins og opinberum rekstri. Fjárfestingar og lánsfjáráætlanir sem sam- rýmast þjóbhagslegum mark- mibum séu þýbingarmiklar og eblilegur þáttur i heildarefna- hagslöggjöf. Tekið er undir ákvæbi um peninga- og lánamál, en lögb áhersla á ab lánamálum og verb- tryggingu sparifjár sé hagab þannig, ab ekki verbi þrengt ab lausafjárstöbu fyrirtækja og vib- skiptabanka þeirra. ósættanlegur umræöugrundvöliur Um verbbætur á laun visar Vinnumálasambandib til álits fulltrúa sins i Vistölunefnd, þar sem drögin eru ab meginefni talin ósættanlegur umræbugrundvöllur um visitölumálin. Þótt tillögurnar sem nú liggja fyrir viki ab nokkru frá fyrri drögum til móts vib vibhorf verkalýbshreyfingarinnar, telur Vinnumálasambandib „ab I til- lögunum hefbi mátt ganga lengra I þá átt að slæva verbbólguáhrif vísitölukerfisins. Þab ber hins merk vegar brýna naubsyn til þess nú, ab abilar vinnumarkabarins sam- einist um ab snlba helstu van- kanta af þvl visitölukerfi, sem nú er I gildi og getur Vinnumálasam- band samvinnufélaganna á þeim forsendum sætt sig vib meginefni draganna i fskj. 2. Afstaba þessi er, af hálfu Vinnumálasambandsins, tekin i trausti þess, ab rikisvaldið geri atvinnuvegunum kleift ab standa meb eblilegum hætti undir þeim hækkunum, sem verbbinding launa hefur I för meb sér”. Vinnumálasambandib er reibu- búib til frekari vibræöna um verö- bætur á laun við stjórnvöld og verkalýöshrey f inguna. ’ ’ Um vinnumarkaðsmál telur sambandib eölilegt aö félags- málaráðuneytib fylgist meb ástandi og horfum I atvinnu- málum,og varbandi verðlagsmál er þab hlynnt þvi ab starf verb- lagsstjóra sé eflt, og samstarf skrifstofunnar við samtök neyt- enda og launafólks varbandi verblagseftirlit. Þab er mebmælt athugunum á innflutningsverbi og samanburöi vib verölag I öbrum löndum. Varöandi jöfnunarsjóö sjávarútvegsins vill sambandib endurskoðun meb þab fyrir augum, að ákvörðun um viömiðunarverð verbi tekin sem næst fiskverðsákvörðun, en þó jafnan á undan og ab lög um afla- tryggingarsjóö verbi endur- skoðub I samrábi viö samtök sjávarútvegsins. —vh LITSJONVARPSTÆKI SJÓNVARPSBÚDIN BORGARTÚNI 18 REYKJAVIK SiMI 27099 Skrífstofustöri Bæjarfógetinn i Kópavogi auglýsir lausar stöður ritara og skrifstofumanns við em- bættið. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Verslunarskóla- eða hlið- stæð menntun æskileg. Upplýsingar veitir Sigurgeir Jónsson, bæjarfógeti. Viðtalstimi daglega kl. 10:00 — 12:00. Bæjarfógetinn i Kópavogi Samtök Herstöðva* andstæðlnga Isafírði Fundur verður i Sjómannastofunni laug- ardaginn 3. mars kl. 17. Fundarefni: Fyrirlestur um styrjaldarhættuna og und- irbúningur aðgerða 30. mars. Lausar stöður Störf skatteftirlitsmanna við skattstof- urnar i Reykjavik, Reykjanesumdæmi, Norðurlandsumdæmi eystra og rannsókn- ardeild rikisskattstjóraembættisins eru lausar til umsóknar. Verða störfin i upp- hafi veitt til eins árs. Störfin verða fyrst og fremst fólgin i eftirliti með skattskilum og bókhaldi atvinnurekstraraðila með heim- sóknum i fyrirtæki. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi hlotið löggildingu til endurskoðunarstarfa, hafi lokið prófi i lögfræði, hagfræði eða viðskiptafræði eða hafi staðgóða þekkingu á bókhaldi og skattskilum. Þeir umsækjendur sem ekki hafa lokið háskólaprófi eða hlotið löggild- ingu til endurskoðunarstarfa munu innan árs frá ráðningu eiga þess kost að sækja námskeið á vegum rikisskattstjóraem- bættisins i bókhaldi, skattskilum og skattarétti og mega þeir er standast próf að þvi námskeiði loknu vænta framhalds- ráðningar. Umsóknarfrestur er til 26. mars n.k. og skal skila umsóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf til fjármála- ráðuneytisins fyrir þann tima. Fjármálaráðuneytið, 23. febrúar 1979 BLAÐBERAR Rukkunarheftin eru tilbúin. Vinsamlegast sækið þau á afgreiðslu Þjóðviljans, sem fyrst. Þjóðviljinn Siðumúla 6 S. 81333

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.