Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. mars 1979 Leiktækjasalir og peningaplokk til umræðu í borgarstjórn Leiktækjasalir bannadir börnum? AUt bendir til þess að innan skamms verði börnum og unglingum innan ákveðins aldurs bannaður aðgangur að svonefnd- um leiktækjasölum, sem úndan- farið hafa sprottið upp eins og gorkúlur út um borgina, sérstak- lega þó i nágrenni skóla. Allir borgarfulitrúar greiddu i gærkvöldi atkvæði með tillögu Öddu Báru Sigfúsdóttur þess efn- is, að kannað verði hvort tiltæki- legt er *ð setja f lögreglusam- þykkt borgarinnar ákvæði, sem takmarki aðgang að leiktækjasöl- um við ákveðið aldurstakmark. Tilefni tillögunnr var enn ein umsókn um starfsleyfi fyrir slik- an sal, 1 þetta sinn i hliðarbygg- ingu við Stjörnubió. Heilbrigöis- málaráð fjallaði fyrir skemmstu um starfsleyfið og eins og Adda Bára orðaði það, gat ekki tak- markað sig við það eitt hvort húsakynnin væru mönnum bjóð- andi, heldur geröi samþykkt um að timabært væri aö setja aldurs- takmark á þessa staði. „Andrúmsloftið i þessum leik- tækjasölum er eins og imynda má sér spilaviti” sagði Adda, „en munurinn er sá, að hér er um óharðnaöa unglinga og börn að ræða en ekki harösvíraða spila- ' menn”. Hún sagöi aö starfsemin beindist fyrst og fremst að þvi aö plokka peninga af börnum, sem stæðu eins og dáleidd timunum saman fyrir framan masklnur, sem mata ætti með mismunandi mörgum fimmtíuköllum. Þetta væri dýr iðja, og þvi miður heföi reynslan orðiö sú að börnin beittu öllum ráðum til þess að fá pen- inga og leiddust I mörgum tilfell- um út I hnupl „til að geta verið með” i þessum leik. Adda sagöi að fjölgun slfkra leiktækjasala hefði valdið kennurum og öðrum þeim sem' meö börn fara stórauknum áhyggjum, enda þyrfti oft aö sækja heilu bekkina á miðjum kennslutima eöa eftir frimlnútur i þessa sali. Þá hefði skólastjóri einn I borginni tjáð sér að 10 ósköp venjuleg börn I skólanum hefðu oröið uppvis að hnupli og þeirra eina skýring hefði verið sú, að þau vantaði peninga i leiktæki. Þá sagði hún að rannsóknarlög- reglumaður hefði staðfest að þessi starfsemi leiddi til afbrota, þó erfitt væri aö nefna um þaö töl- ur, vegna þess hvernig skýrslu- gerö væri háttaö. Að lokum sagðist Adda gera skýran greinarmun á svonefnd- um leiktækjasölum sem heföu þessa einu starfsemi og aftur einu og einu sliku tæki i sjoppum, sem þó væru öllum til ama. Davið Oddsson, Markús örn Antonsson og ólafur B. Thors tóku allir undir orð öddu og sagði Ólafur m.a. að þetta væri mál sem borgarstjórn mætti ekki leiða hjá sér og nefndi dæmi frá Bretlandi, þar sem börnum er bannaöur aðgangur að sllkum sölum, nema i fylgt með fullorön- um. Sem fyrr segir var samþykkt með 15 atkvæðum aö visa málinu til meöferðar borgarráðs, en eng- inn þeirra sem til máls tóku. nefndi hvaða aldurstakmark miða ætti við. Likan af „Torfunni” eins og hún myndi llta út endurbyggð á sinum stað eða I Arbæjarsafni. Hvad verður Frá Jóker I Bankastræti: Dýrt spaug fyrir börn og unglinga. -AI Rannsókn á starf- semi húsa- leigu- miðlara _ Leigjendasamtökin hvetja fólk sem illa hefur oröið úti I viðskiptum viö húsaleigu- miðlara að hafa samband við skrifstofuna, i síma 27609. Nú stendur yfir umfangsmikil rannsókn á starfsemi þess- ara aöila á vegum Rann- sóknarlögreglu rlkisins og er mikilvægt að fá sem flestar ábendingar, sagði i orð- sendingu Leigjendasamtak- anna. —vh Þokkabót og Eik með tónleika íMH Þriöjudaginn 6. mars nk. halda hljómsveitirnar Þokkabót og Eik tónleika I sal Menntaskólans viö Hamrahliö. Þetta verða næstslðustu tónleikar hljóm- sveitanna um óákveðinn tima og þeir slöustu I Reykjavik, aö þvl er segir I fréttatilkynningu frá Tón- listarfélagi MH. Tónleikarn- ir hefjast kl. 21. Minnkandi spenna á byggingamarkaðinum Lægsta tilboö 53% af kostnaðaráætlun Versnandi atvinnuhorfur I byggingaiðnaði virðast vera farn- ar að segja til sln á þann hátt að lægri tilboö berast I verk en reiknaö haföi verið með. Fyrir skemmstu voru opnuö tilboð i gatnagerö og lagnir I Jaðarsel i Breiðholti og kom I ljós að þau voru öll mun lægri en kostnaðar- áætlun útboöslýsingarinnar og hið lægsta 53% af henni. Alhert Guðmundsson gerði þetta mál að umtalsefni á borgar- stjórnarfundi I gærkvöldi og taldi þaö ábyrgðarleysi að ganga að svo lágu tilboöi, sem vart gæti veriö raunhæft. Lagöi hann til að málinu yrði frestað og það kann- aö betur. Adda Bára Sigfúsdóttir for- maöur Framkvæmdaráðs benti á aö fnálið hefði fengiö ýtarlega umfjöllun i ráðinu. Hún sagði að öll tilboöin hefðu verið langt undir kostnaðaráætlun og þar sem ekki hefði verið ætlunin að ganga að óraunhæfa tilboöi hefðu þau verið könnuð vandlega. Skýringin væri sú að kostnaðar- áætlanir sem unnar væru á skrif- stofu borgarverkfræöings, tækju miö af þvi aö markaöshorfur héldust óbreyttar og gæfu þvi ranga mynd þegar árstlöabundn- ar sveiflur varðandi atvinnuhorf- ur og spennu á vinnumarkaöinum kæmu upp. Sá verktaki sem hér um ræðir, Astvald og Halldór s.f. ætti öll sln tæki sjálfur og hefði greinilega heldur viljað bjóöa lágt i verkið en að láta tækin standa aö ein- hverju leyti verklaus. Adda taldi óhætt fyrir borgina aö ganga að þessu tilboöi og spara sér þannig þær 30 miljónir sem á milli bæri I kostnaðaráætlun og tilboðinu. Albert Guðmundsson sagðist gera sig ánægðan með þessar skýringar og tók fram að Fram- k'væmdáráðið (sem hann annars væri mjög á móti og vildi leggja niöur um leið og meirihlutinn ynnist aftur til Sjálfstæöisflokks- ins), heföi greinilega sannað til- verurétt sinn. Hér heföi það verk að vinna og vænti hann þess að svona vitlausar kostnaðaráætlan- ir yröu ekki lagöar fyrir framveg- is. AI um Torfuna? Ólafur Jóhannesson vill flytja húsin i Árbæ! Ólafur Jóhannesson hefur ritaöborgarráöi bréf og ítrekað margra ára gamalt tilboð forsætis- ráðuneytisins um að það vilji allra náðarsamlegast gefa Reykjavíkurborg húsin á Torfunni til flutnings í Árbæjarsafn. Umhverfismálaráð borgarinnar samþykkti fyrir hálfum mánúöi tilmæli til borgaryfirvalda að þau færu fram á friöun húsanna enda væri ástand þeirra eigendum og Reykjavikurborg til skammar og nauösynlegt að ákvörðun yrði tekin um framtið þeirra. Borgarráð treysti sér ekki til að taka afstöðu I þessu máli en framsendi bréf umhverfismála- ráðs til forsætis- og menntamála- ráðherra. 1 umsögn umhverfismálaráös er lögð áhersla á að húsalinan sem markast af Stjórnarráöinu gamla og Iþöku raskist ekki en umhverfismálaráð jafngildir náttúruverndarnefndum annarra sveitarfélaga og hefur þvi meö friðun náttúru- og byggingaminja að gera. Ragnar Arnalds menntamála- ráöherra hefur lýst þvl yfir opin- berlega að hann sé hlynntur friö- un Torfunnar en til þess að hann geti tekiö ákvöröun þar um þarf beiðni frá sveitarstjórn að liggja fyrir. Ólafur Jóhannesson mun hins vegar enn gæla viö þá hugmynd að á Torfunni risi myndarlegt stjórnarráðshús og er nú i mun að rýma hana, annaö hvort með niðurrifi eða þá með flutningi I Arbæjarsafn. (Ráðuneytið hefur boðist til aö borga flutninginn). 1 aðalskipulagi Reykjavlkur- borgar er hins vegar lagt bann við þvi aö á Torfunni rfsi meira byggingamagn en það sem fyrir er og hætt er þvl við þvl, aö stjórnaráösbygging á þeim stað yrði bæöi lágreist og lltil. Ekki liggur fyrir hver hugur nýrrar borgarstjórnar til Torf- unnar er og væri gagn að þaö færi að koma fram I dagsljósið. —AI Bregður til hins betra í Öxarfirði: Mikil og stór rækja veiðist Rækjusjómenn frá Húsavík gengu á fund ráðamanna í Reykjavík í gær Fram að þessu hefur rækjan sem veiðst hefur í öxarfirði verið smá og lé- leg,en nú hefur brugðið til hins betra, því að Kópa- skersbátar hafa fengið upp í 2 tonn i hali og verið innan við 160 stykki í kílóinu^en það er mjög stór rækja. Bátarnir hafa verið komnii inn fyrir hádegi. Þessar upplýsingar fékk Þjóðvilj- inn hjá Þórði Ásgeirssyni rækjuskipstjóra á Húsavík i gær. Þóröur var ásamt 7 öörum rækjuskipstjórum frá Húsavlk bæjarstjóranum og framkvæmda stjóra Fiskiðjusamlagsins I Reykjavik I gær, og gengu þeir á fund Björns Dagbjartssonar að- stoðarmanns sjávarútvegsráð- herra, forstöðumanna Hafrann- sóknastofnunarinnar og al- þingismanna til aö skýra mál sin en Kópaskersbúar hafa sótt það aö undanförnu að fá einkarétt á rækjumiðunum á öxarfiröi. Þóröur sagöi aö Húsvikingar vildu halda sinum helmingshlut á þessum miðum, enda hafa þeir sótt þau áratugum saman og verið brautryðjendur I rækjuveið- um þar. Sagði hann aö þeir hefðu fengið mjög góðar móttökur hjá fyrrgreindum ráðamönnum og vildu rækjusjómenn á Húsavik þakka þeim fyrir sérstaklega prúðmannlegar og góðar viötök- ur. —GFr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.