Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 2. mars 1979 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 3 Leikin • r sjonvarps- mynd um Snorra Sturluson Samvinna viö norska og danska sjónvarpið Sjónvarpsdagskrá sem ákveöið var 1977 aft gera í til- efni 800 ára afmæiis Snorra Sturlusonar hefur i meðför- um Sjónvarpsins vaxiö uppi 90-100 minútna leikna kvik- m vnd, sem kemur til með að kosta 91 milj. króna sam- kvæmt fyrstu kostnaðar- áætlun, sem nýiega var lögð fyrir útvarpsráð. t stað klukkutima dag- skrárinnar sem upphaflega var ráðgerö hafa málin þró- ast þannig, að leitað var samstarfs viö sjónvarps- stöövar Norðurlandanna og hafa norska sjónvarpið og það danska ákveðið aö taka þátt i gerð myndarinnar með fjárframlögum sem nema um 24 milj. kr., en sænska sjónvarpið ákveöur um aðild er handrit liggur fyrir. Framleiösla verður alger- lega i höndum tslendinga og fer fram hér á landi og allur leikur verður á islensku. Það eru Sigurður Sverrir Pálsson og Erlendur Sveins- son sem unnið hafa áætlun um gerö myndarinnar, en Jónas Kristjánsson forstöðu- maöur Arnastofnunar hefur verið sagnfræðilegur ráöu- nautur auk þess sem hann semur samtölin. Gert er ráö fyrir aö kvikmyndatakan taki um 3 mánuði, leikarar verði 44, þaraf 3 i aðalhlut- verkum, en statistar rúm- lega 100. Ekki mun nást að ljúka myndinni á afmælisárinu sjálfu. — vh Sóknarfundurmn sprengdí húsnæðið Eins og sagt var frá i Þjóð- viljanum i gær var mikiö fjöl- menni á félagsfundi Starfs- stúlknafélagsins Sóknar i Hreyfilshúsinu i fyrrakvöld. Eins og sjá má á myndinni sprengdu Sóknarkonurnar utan af sér fundarhúsnæðiö. Oft er undan þvi kvartaö að félagsmenn i verka- lýðsfélögum séu sinnulitlir um félagsfundi, en ekki virðist þurfa að bera sig upp undan þvi i Sókn. A fundinum voru samningar Sóknar og atvinnurekenda, þ.e. rikis og borgar , samþykktir með 192atkvæðum, en 122 félagsmenn höfnuðu þeim. Ellefu atkvæöa- seðlar voru auöir og ógildir. Auk 7-11% launahækkunar felast i hin- um nýju samningum ýmsar réttindabætur. —ekh. Hafrannsókna- stofnun: Lokar ræmu á aðalloðnu- veiði- svæðinu 1 gær lokaöi Hafrannsókna- stofnunin þriggja milna ræmu á aðalloðnuveiðis væöinu frá Ingólfshöföa að Skarðsfjöruvita. Að sögn Ölafs Karvels Pálssonar var þetta gert vegna ýsu og lýsu i loðnuaflanum á þessu svæði. Þrír prófessorar hætta Forseti tslands hefur samkvæmt tillögu menntamála- ráðherra veitt tveim prófessorum iheimspekideild Háskóla Islands, þeim Birni Þorsteinssyni og Halldóri Halldórssyni, lausn frá embætti samkvæmt ósk þeirra sjálfra frá 1. sept. nk. að telja. Sömuleiðis dr. Lúðvik Ingvars- syni prófessor I lagadeild samkvæmt ósk hans sjálfs frá 1. október nk. —vh Lausaskuldir bænda í föst lán Nýr flokkur bankavaxtabréfa 1 nóv. s.l. skipaöi landbúnaðar- ráöherra þriggja manna starfs- hóp til þess að gera tillögu um að breyta lausaskuldum bænda I föst lán. Starfshópinn skipuðu Stef- án Vaigeirsson alþm., formaöur, Arni Jónasson, erindreki Stéttar- sambands bænda og Bjarni Bragi Jónsson, hagfræðingur. „Hópurinn” hefur nú skilað áliti og samið lagafrumvarp, sem sent hefur veriö Búnaöarþingi til umsagnar. 1. grein frumvarpsins kveður á um að Veðdeild Búnaðarbankans sé heimilt aö gefa út nýjan flokk bankavaxtabréfa er eingöngu skulu notuð til þess að breyta i föst lán lausaskuldum bænda, sem ekki hafa fengið nægileg lán til hæfilegs tima vegna fjárfest- inga,sem þeirhafa ráöist i á jörð- um sinum á árunum 1970-1979 að báöum árum meðtöldum, svo og lausaskuldum vegna jaröakaupa, véla-, bústofns- og fóöurkaupa á sama tima. Lánin skulu aðeins veitt gegn veöi i fasteignum bænda ásamt mannvirkjum á jörðinni. Láns- kjör skulu ákveðin af stjórn Veð- deildar i samráði við ráðherra. Ráðherra er heimilt , með viss- um skilyrðum, að leyfa ábúend- um rikisjarða að veðsetja ábúð- arjaröir sinar til tryggingar lán- um samkv. lögunum. Lánin, að viðbættum veðskuld- um, sem hvila á fyrri veðréttum, skulu ekki nema hærri fjárhæð en 75% af matsverði veðsins. Und- antekningar eru þó heimilaðar og skal þá matsverðið ákveðið af dómkvöddum mönnum. Ráðherra setur i reglugerð nán- ari ákvæði um framkvæmd lag- anna, svo og um frekari skilyrði fyrir lánveitingum, ef þurfa þyk- ir, i samráði við stjórn Veðdeildar Búnaöarbanka tslands. — mhg Brot á mannréttindum segir formadur Félags starfsfólks á veitingahúsum Ég lit á þetta sem algert brot á nannréttindum og auviröilega 'ramkomu, sagði Kristrún Giuðmundsdóttir, formaður Félags starfsfólks i veitingahús- am, er Þjóðviljinn bar undir hana ikvörðun yfirmanna á Hótel Esju am leit á starfsfólki þar er það yfirgefur vinnustaðinn. Mikillar óánægju hefur gætt meöal starfsfólks hótelsins vegna tilkynningar sem aðstoðarhótel - stjórinn hengdi upp i boröstofu þess um eftirlit meö töskum og innkaupapokum sem fólk kynni að hafa með sér á vinnustað og þykir gæta óþarfa tortryggni i garð starfsliösins. Eftir að ein starfsstúlkan haföi skrifaö um máliö i lesendadálk eins dag- blaðsins var tilkynningin tekin niður af vegg borðstofunnar og þess í stað hengd upp við stimpil- klukku við útidyr. — Þetta snertir aö sjálfsögðu fleiri stéttarfélög en okkar, sagði Kristrún Guðmundsdóttir, td. bæði V. R. og þjónafélagið. Hins- vegar eru karlmenn sjaldnast með innkaupatöskur og þvi konurnar sem taka þetta til sin. —vh itæfíiw i ■< ' Til; HdteX ÉájuV. Frá: AÍ*nto6<»r hót.olstjéra. Starfsfólk hcteislns héfur aðgöng snyrti-og í kjaiiera, Ntgar kcnLt «r tii vinnu ar akyU «6 ekiija «ítir £ bántnpnklei* t&ekjx-c<* ÍMkaupapokA, e» «kki be.r& slíkt túeð su á vinnucta*. yfirmonn Jiússunc úskila ser rétt til a6 lcita l uchúAun xem bornsí.eru cr Viúsinu. Lausaskuldir bœnda, sem sótt hafa um skuldabreytingu: Nema kr. 1.272.082 Þegar nefnd sú tók til starfa, sem unnið hefur að frumvarpi um að breyta lausaskuldum bænda I föst lán, lágu fyrir umsóknir þar um frá 406 bændum. Hér fer á eftir tafla, sem sýnir fjölda umsókna eftir kjördæmum, heildarskuldir bessara bænda. skuldir að meöaltali. hvað af þeim eru lausaskuldir og hvað lausaskuldir eru aö meöaltali. Er hér mið- að við fjárhagsstööu þessara bænda um áramótin 1977-1978. Kjördæmi Fjöldi umsækj. Heildarsk. Meðalt. Þar af lausask. Meðalt. Vesturland... 79 363.800 4.605 171.475 2.183 þús.kr. Vestfj 27 136.100 5.040 78.465 2.906 þús.kr. Norðurl.v. ... 47 305.570 6.501 165.193 3.514 þús.kr. Noröur.e 93 776,542 8.350 418.496 4.500 þús.kr. Austurland... 55 253.580 4.611 158.596 2.884 þús.kr. Suðurland.... 105 528.968 5.038 216.674 2.064 bús.kr. 406 2364.660 5.824 1209.901 2.980 þús.kr. Tilkynningin við stimpilklukkuna Vist er, að þessar tölur eru mun lægri en þær verða endanlega, þar sem 49 umsóknir hafa borist siðan þessi tafla var reiknuö út og þeim á enn eftir aö fjölga. Lausaskuldirnar skiptast þannig eftir fyrirtækjum og bönkum: 1. Kaupfélög..................................... 582.918 þús. 2. Búnaðarbanki.................................. 174.409 þús. 3. Landsbanki..................................... 84.969 þús. 4. Samvinnubanki.................................. 30.068 þús. 5. Útvegsbanki .................................. 22.854 þús. 6. Iðnaðarbanki.................................... 4.858 þús. 7. Verslunarbanki.................................... 528 þús. 8. Sparisjóðir................................... 124.998 þús. 9. Östaðsettirvixlar............................ 17.872 þús. 10. Einstaklingarogönnurfyrirtæki................ 228.508 þús. Samtals 1.272.082 þús. Umsóknirnar bera það með sér, að þeir bændur eru fjárhagslega verst staddir, sem byrjað hafa búskap á siöustu árum eða staðiö I verulegum framkvæmdum á sama tima. Athyglisvert er, að þeir bændur, sem fengu skuldabreytingu samkv. lögum frá 25. apr., 1969 virðast flestir hafa komist yfir erfið- leikana þvi mjög fáir þeirra sækja nú um á ný. Sú skuldabreyting hefur þvi náð tilgangi sinum og gefur þaö vonir um aö svo verði einnig nú. — mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.