Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Föstudagur 2. mars 1979 UOmiUINN Málgagn sósialisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis l tnrfandi rtKáfufelaK l’Jdftviljans h'ra mkvæmdast jóri: Kiftur Her^mann Kitstjorar Arni Hergmann. Kinar Karl Haraldsson. Króttastjóri VilborK HarPiardrtttir Rekstrarstjóri: Ulfar Þormóösson Auglysingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiftslustjóri: F'ilip W Franksson Blaöamenn: AlfheiÖur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Erla Sigurö- ardóttir. ^uöjón F’riöriksson. Ingibjörg Haraldsdóttir. Ingólfur Mar- géirsson, Magnús H Glslason, Sigurdór Sigurdórsson tþróttafrétta- maöur: Ingólfur Hannesson þingfréttamaöur: Siguröur G Tómasson l.jósmyndir: F^inar Karlsson. Leifur Rögnvaldsson t'tlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson. Sævar Guöbjörnsson Handrita og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir. Elias Mar Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglysingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdótti». Þorgeir Olafsson Skrifstofa: Guörún Guövaröardóttir. Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla : Guömundur Steinsson. Hermann P Jónasson, Kristin Pét ursdóttir Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir. Sigrlöur Kristjánsdóttir Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir. Karen Jónsdóttir. Ctkeyrsla: Sölvi Magnússon. Rafn GuÖmundsson. Ritstjórn. afgreiösla og auglýsingar: Slöumúla 6. Reykjavlk. sfml 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Þjóðar- atkvæðagreiðslur • Þrjú dagblöð gera í gær sprengidagsbombuna svo, nefndu að umræðuefni í leiðurum sínum — þá sérstæðu hugmynd Vilmundar Gylfasonar að efna skuli til þjóðar- atkvæðagreiðslu um efnahagsmálatillögur Ölafs Jó- hannessonar. Vilmundur sjálfur skrifar heiftarleiðara um málið í Alþýðublaðið, og eru oddvitar Alþýðubanda- lags og Alþýðusambands í hans túlkun orðnir að rauðu íhaldi sem er skelf ilegra miklu en „gamla Framsókn og íhaldið sjálft". Leiðari þessi er varla annað en tilfinn- ingaleg sprenging. Enda hafa aðrir látið sér fátt um til- lögur leiðarahöf undar f innast. Vísir túlkar þær til dæmis á þann veg, að þær séu ekki til annars en að fullnægja auglýsingaáráttu þingmannsins um leið og hann reyni með þessum hætti aðtaka ábyrgð á því sem gerist nú um mánaðamótin af Alþýðuf lokknum. • Það hefur satt best að segja verið erfitt að taka „bombuna" alvarlega. Enda erf itt að hugsa sér að kjós- endur upp og of an geti tekið af stöðu til f rumvarpsdraga, sem eru ekki skýrari en svo, að sérfróðir menn lesa úr því á ýmsan hátt. Spurningar þær sem bornar eru undir þjóðarálit þurfa óhjákvæmilega að vera miklu einfald- ari, skýrari, ótvíræðari. En það er svo ekki nema rétt, að (slendingar hafa alltof sjaldan átt þess kost að láta uppi afstöðu sina til mikilvægra mála í þjóðaratkvæða- greiðslu. Og þar með ber nauðsyn til að stjórnskipunar- lög íslensk gefi miklu meira svigrúm þeim sem berjast fyrir því, að vilji almennings sé kannaður með slíkum hætti. Það er eins og hver önnur háðung, að í raun eru ekki önnur mál en áfengismál borin beint undir atkvæði almennings. Þriðja risaveldið • Um árabil hafa ráðamenn í Kína haldið uppi harðri gagnrýni á risaveldin tvö. Þeir hafa sakað Bandaríkin og Sovétríkin fyrir að skipta heiminum á milli sín og þrengja kosti meðalstórra og smárra ríkja. Reyndar hef ur gagnrýnin að undanförnu einkum beinst að grann- anum í norðri, Sovétríkjunum, og þá á þeirri forsendu að það risaveldi væri hættulegra sem er á uppleið en það sem er á forbrekkisgöngu. • Þessu fylgdi föst formúla í kínverskum áróðri útá- við sem innávið. Á plaköt jafnt sem fjallshlíðar var skrifað, aðaldrei mættu Kínverjar leitast við að ná „for- ræði" yfir öðrum. • Innrásin í Víetnam kemur illa heim og saman við þennan málflutning. Menn hafa tekið eftir því, að sá maður sem mestu sýnist ráða um stefnumótun hjá Kín- verjum um þessar mundir, Deng Xiaoping, réttlætir inn- rásina ekki aðeins með tilvísun til þess, að það þurf i að „refsa" Víetnömum fyrir íhlutun þeirra í Kampútseu. Hann hefur komist svo að orði, að eini tilgangur Kín- verja með innrásinni sé að af sanna þá trú, að Víetnam sé þriðja öflugasta herveldi heims. • Kreddumeistarar mega reyna að koma slíku tali inn í eitthvaðsem þeir vilja kalla marxisma — það breytir því ekki, að hér er um dæmigert stórveldatal að ræða. Kín- verjar vilja afsanna að Víetnamar eigi þriðja öflugasta her í heimi, til þess að sýna, að þeir sjálfir séu þriðja öf I- ugasta herveldið—og haf i „rétt" til áhrifa á gang mála i samræmi við það. Það er engum blöðum um það að f letta, að þriðja risaveldið er í sköpun. Og ef við eigum að taka mark á formúlum Kínverja sjálfra, þá eru stór- veldi á uppleið öðrum varhugaverðari. IÁtökin innan Alþýöubanda- lagsins i Kópavogi hafa vakiö mikla athygli, enda þótt það sé • til siös þar i bæ að klofriingur sé Ii flokkum. Hinsvegar hefur þaö ekki veriö til siös I Alþýöu- bandalaginu frá þvi það var * formlega stofnaö sem stjórn- Imálaflokkur fyrir tiu árum aö bera innanflokksdeilurá torg. A- stæðan til þess er örugglega * einkum arfurinn frá þeim ti’ma Isem Alþýöubandalagiö var kosningabandalag ýmissa hópa, allt logaöi i innbyröis deiium og • nánast var skorið Ur hverju Imáli meö dramatlskum at- kvæöagreiöslum. Það er ekki nema eölilegt aö slikt timabil 1 skilji eftir sig spor og maöur Igangi undir mannshönd aö sýna einingu útáviö, þegar nýstofn- aöur stjórnmálaflokkur er aö ■ sli'ta barnsskónum. Þessi Ieiningarkrafa sem verið hefur mjög sterk i flokknum og óttinn viö klofning hefur valdiö mörg- J um óánægjuogþvi veriö haldiö I fram, aö hún stuölaði aö þvi að I svæfa deilur i staö þess aö leysa ■ þær, hindra umræöur um J stefnuágreining, og torvelda I nauösynlegt markvisst starf aö I stefnumálumog starfsaöferöum • á hinum mörgu vigstööum sem I' sósialisk hreyfing heyr sina baráttu á, hvort sem það er i sveitarstjórnum, á Alþingi, i verkalýöshreyfingu eöa öörum I* fjöldasamtökum. Innan flokks- félagsins i Kópavogi hafa lengi staöiö deilur um forsendur , meirihlutasamstarfs I bæjar- Istjórn og vinnubrögð Alþýöu- bandalagsmanna i núverandi meirihluta, sem i eru auk þeirra , Framsóknarmenn og Alþýöu- Íflokksmenn. Eins og rækilega hefurveriöskýrtfrá iblööum og öörum fjölmiðlum er nú svo komiö, aö Helga Sigurjóns- * dóttir, forseti bæjarstjórnar, Ihefur sagt af sér störfum og meö henni 12 fulltrúar Alþýöu- bandalagsins i nefndum og ráð- J um bæjarins. I Sammála um eitt , A almennum félagsfundi IAlþýöubandalagsins i Kópavogi sem haldinn var i Þinghól i fyrrakvöld þar sem meirihluta- a samstarfiö var til umræöu voru Ifundarmenn aöeins sammála um eitt atriöi. Það var aö þessar deilur innan flokksfélagsins , heföu staöiö lengi. Misjafrit var Ihversu langt aftur ræöumenn röktu deilurnar. Sumir héldu sig viö átökin um uppstillinguna á ■ bæjarstjórnarlistann sl. vor, Iaörir töldu upphafiö vera þegar Ihalds- og Framsóknarmeiri- hlutinn i Kópavogi tók aö gliöna ■ fyrir einu og hálfu ári, og farið I var allt aftur til ársins 1974 til • þessaörekja ræturnaraöþvi á- Istandi sem nú er upp komiö i Alþýöubandalaginu i Kópavogi. . Djúpstæður ágreining- Iur Aö ööru leyti voru ræöumenn ■ á fundinum ósammála um flest. ITalsmenn hins svokallaöa félagsmálahóps, sem hefur „frýjað sig ábyrgð á störfum , núverandi meirihluta” Cá Ifundinum töluðu Finnur Torfi Hjörleifsson, Helga Sigurjóns- dóttir og Ragna Freyja Karls- , dóttir máli hans,) leggja þunga Iáherslu á aö hér sé um lang- vinnan og djúpstæöan málefna- legan ágreining aö ræöa. Þaö er , einnig deilt hartá starfsaöferöir Iog vinnubrögö þeirra sem ráöa feröinni i bæ jarmálastarfi flokksins (einkum Björns , Olafssonar, formanns bæjar- Iráðs, og ólafs Jónssonar, sem I 20 ár hefur veriö oddviti I bæjar- málum Alþýöubandalagsmanna , I Kópavogi, en gaf ekki kost á |_____ _____ sér viö siöustu kosningar). Raunar kom þaö fram aö „félagsmálahópurinn” telur ekki hægt að skilja sundur starfsaöferöir, málefni og hæfni manna til þess aö berjast i só- sialfsku starfi. Höfuögagnrýni hópsins á forystuna er aö hún hafi látiö undir höfuö leggjast aö „tengja dægurmálastarfiö við sósialiska stefnu, við heQdar- stefnu og framtiðarstefnu” 1 þvi sambandi er bent á að einu fulltrUarnir i nefndum á vegum bæjarins sem lagt hafi fram mótuð stefnuplögg hafi veriö Ur „félagsmálahópnum”. Þá hafi forystan i engu haggaö vinnubrögöum embættismanna, ekki skipt um á mikilvægum póstum eöa hnikaö neinu i stjórnkerfi bæjarins og sé ein- göngu umhugaö um völdin þeirra sjálfra vegna. Einnig hafi hún beitt markvissri útilok- unarstefnu gagnvart einstakl- ingunum I „félagsmálahópn- um” bæöi fýrir og eftir siðustu kosningar. Loks hafi þaö sjón- armiö veriö vanvirt aö virkja virkustu og starfsmestu félag- ana i trúnaðarstööur af ótta viö aöráöandi mennværu aö missa stjórntökin á félaginu og bæjar- málastarfinu. Ekki starfsfriður Þá er komiö aö þvi aö gera grein fyrir sjónarmiðum þeirra leitni til aö gera sjálfan sig aö •> pislarvotti. Ekki hafi heldur verið starfsfriöur til skynsam- legra verka fyrir stööugu og ó- frjóu þrasisem lamaö hafi allt félagsstarfiö. Engu likara væri en hópurinn heföi labbaö sig inn á skrifstofu og keypt sér einka- rétt á sósialismanum, og teldi allt annaö en sin viöhorf og vinnubrögð hægrimennsku og tiiræði við sósialismann. Frá upphafi hafi hópurinn veriö á móti uppstillingu og meirihluta- samstarfi og ekki sætt sig við að vera i minnihluta. Sáttavilji Fyrir utan þá tvo hópa sem hér hafa veriö tilgreindir á fundinum voru áreiöanlega margir sem vildu aö sættir tækjust og hin striðandi öfl kæmu til móts viö hvor önnur meö þvi aö báðir aöilar sýndu viljann i verki og slægju nokkuö af. Þaö var i upphafi umræöna , töluvert sáttahljóö i mönnum og fram kom tillaga um sáttanefnd úr héraöi og önnur um aö fram- kvæmdastjórn Alþýöubanda- lagsins freistaöist til aö koma á sáttum á málefnalegum grunni. Þegar liöa tók á fund hitnaði i umræöum og geröust þær mjög persónulegar og voru rifjuð upp mörg ásteytingsefni sem uröu tilefni til varnar og sóknar. Utanaökomandi flokksfélagi I sem „félagsmálahópurinn” beinir spjótum sinum aö, (en málsvarar þess hóps á fundin- um voru Björn ólafsson, ólafur Jónsson, Páll Theódórsson, Svandis Skúladóttir og Siguröur Grétar Guömundsson). t mál- flutningi þeirra kom fram aö rangt væri aö núverandi meiri- hluti hefði enga stefnu. HUn kæmi meöal annars fram i sam- starfsyfirlýsingu meirihluta- flokkanna. Hinsvegar væri þaö forsenda þess aö hægt væri að vinna skipulega aö heildar- stjórn bæjarmála aö fjármálum bæjarfélagsins væri komið I lag. Allt frá kosningum hefði höfuö- verkefniö veriö aö „moka fjós- iö” eftir fráfarandi meirihluta. NU fýrst væri aö komast skriöur á undirbúning eigin fjárhagsá- ætlunar og ljóst væri, aö nýi meirihlutinn væriaö ná tökum á fjármálastjórninni. Drög lægju þegar fyrir aö hugmyndum aö breyttu stjórnkerfi og hvernig vinna skyldi aö bæjarmálum skipulega eftir heildaráætlun. Þessar áætlanir ættueftir aö fá flokkslega meöferö og meiri- hlutaumfjöllun, en þaö flokkaö- ist undir óþol hjá „félagsmála- hópnum” aö viöurkenna ekki aö fjárhags- og atvinnumálin hlytu aöhafa forgangogfyrsteftir að eitthvert land væri framundan i þeim efnum væri hægt aö fella aöra þætti og framtiöarstefnu inn i heildarmyndina. Af hálfu þessa hóps kom skýrt fram aö Jélagsmálahópurinn” hefði veriö mjög ein- strengingslegur I vinnubrögö- um, og öll umræða hans um ó- lýðræöislega starfshætti, um- ræöuskort, og um aö meiri- hlutinn niddistá minnihlutanum byggöist á fádæma tortryggni sem magnaöi hvert smámál upp i stórmál og bæri keim af viö- eins og klippari treystir sér ekki til aö rekja þær umræöur svo vel fari. En óneitanlega hlýtur að verða aö draga þá ályktun af umræðum, að inn i málefnadeil- ur og vinnubragöakif blandist æðisterk persónuleg misklið, og héldu reyndar meirihlutamenn þvi fram fullum fetum. Niðurstaðan Niðurstööu fundarins gátu hinir striöandi aðilar unaö nokkuö vel viö. Þeir bæjarfull- trúar sem starfa áfram fengu traust fundarins og blessun yfir áframhaldandi meirihlutasam- starf, en m innihlutinn fékk staö- festa verulega andstööu og stuöning við sinn málstaö. Vert er aö vekja athygli á, aö heföi þaö veriö ætlun „félagsmála- hópsins” aö kljúfa i heröar niö- ur. heföi hann starfað áfram sem sérstakur flokkur og Helga ekki sagt af sér. Um framvinduna i flokksfélaginu I Kópavogi verð- ur þvi ekki spáö hér. En þær spurningar sem deilan i Kópavogi vekur munu á- reiöanlega áfram veröa til um- ræöu i Alþýöubandalaginu. Upp á hvaða býti á flokkur sem Alþýðubandalagiö aö taka þátt i meirihlutasamstarfi i stjórn sveitarfélags eða i landsstjórn- inni?Hvaöa vinnubrögöeiga só- sialistar aö viöhafa i sam- steypustjórnum, eftir aö þeir hafa á annað borö samþykkt aö ganga til samstarfe viö aöra flokka? Hvaða aðferöir á aö nota til aö setja niöur málefna- legar og persónulegar deilur? O.sf rv. Satt aö segja hafa þessar og þvilikar spurningar siður en svo veriö nægilega ræddar innan flokks á siöustu árum. —ekh — áb

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.