Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 02.03.1979, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. mars 1979 Hinir tveir stóru. Gonzáles og Suaréz. Þeir stóru tala Af kosninga- fundum á Spáni: „Félagar, vinir..." Þannig var upphafið á öllum þeim ræðum sem haldnar voru hér í iþrótta- höil Barceiona sl. föstu- dagskvöld. Þar voru mætt 12 þúsund (15 þúsund að sögn þeirra sem skipu- lögðu fundinn) manns til að hlusta á frambjóðend- ur Sósíalistaf lokksins (PSOE), hér i Katalóniu, auk trompsins stóra, Felipe Gonzáles. Fyrir 4 árum var Gonzáles tiltölu- lega óþekktur lögfræðing- ur í Sevilla — nú keppir hann við Adolfo Suárez um embætti forsætisráðherra. Fyrrgreind íþróttahöll var troöfull út úr dyrum, rauöir fánar blöktu hvarvetna auk fána af öör- um geröum; fáni Lýöveldisins, fáni Katalóniu og loks fánar meö merRi UGT, verkalýössambands sóslalista. Aöur en ræöur hófust hljómaöi tónlist um salinn, misjafnlega framsækin. Þaö var popp i bland viö katalónska þjóöernis- og baráttusöngva, en siöasta lag fyrir ræöur kom óþægilega á óvart, Only you, sungiö af amriskri innlifun og til- finningu! Og ég hugsaöi meö mér aö ekki einu sinni islenskir kratar heföu leyft sér aö móöga áheyr- endur meö svona tónlist á kosn- ingafundi. Allt i einu rann upp fyrir mér ljós. Þetta var auövitaö liöur I undansláttarstefnu PSOE gagnvart bandariskum áhrifum. — forystumenn flokksins hafa ekki minnst á utanrikispólitik, né hinar bandarisku herstöövar á Spáni siöan þeir fóru aö eygja for- ystuhlutverkiö i spænskum stjórnmálum. Þaö veröur aö halda friö viö stóra bróöur i vestri. Atvinnuleysi, sjálfstjórn og frelsi 1 upphafi fundar töluöu aö venju minni háttar spámenn. Engu aö siöur tókst þeim aö hita salinn töluvert, illgjarnar athugasemdir um UCD, rikis- stjórnarflokkinn og Suárez hlutu mikiö klapp, sem og staöhæfingar um sigur PSOE f komandi kosn- ingum. Einn talsmaöur UGT fjallaöi um nauösyn þess aö takast á viö atvinnuleysiö, sem er eitt höfuömál kosninganna og sem allir flokkarnir telja sig hafa lausnir á — PSOE meö miklum fjárveitingum til opinberra framkvæmda, auk þess aö styrkja stööu einkaframtaksins. Um þaö sföarnefnda var ekki mikiö rætt á þessum fundi. Einn ræðumanna fjallaöi um sjálf- stjórn Katalóniu — ef PSOE kæmist til valda, liöi ekki langur timi uns Katalónfa hlyti þaö sjálf- stæöi sem hún haföi á ttmum Lýöveldisins 193 1 — 39. Aheyrendur fögnuöu óskaplega og hrópuöu „Volem l’Estatut, Volem í’Estatut — visca, visca, visca — Catalunya soscialista! ” Katalónska sem merkir: „Viö viljum réttinn til sjálfstjórnar — lifi sósfalfsk Katalónia!” Felipe Gonzáles talaöi siöastur og hélt klukkutimaræöu, blaöa- ' lausa. Röddin var ögn rám (aö sögn eftir meira en 70 ræöur á siöustu vikum, 3—5 á dag), klæönaöur látlaus og ekkert bindi. Bindi Gonzáles er mjög tii umræöu; i kosningunum I júni 1977 sást aldrei bindi á hans hálsi, en nú sjást þau á virðulegri fund- um, sem og á kosningaspjöldum þar sem stendur: PSOE — ábyrg- ur og traustur. Þar getur aö lita Felipe griöar alvarlegan, svo al- varlegan og ábyrgan aö sumir af yngri liösmönnum flokksins hafa neitaö aö hengja þau spjöld upp! Engin gagnrýni til vinstri Felipe Gonzáles tók stjórnina rækilega til bæna, en þó á ábyrgan hátt. Eins og málgagn PSOE, Ei Socialista, komst aö oröi um ræöu Gonzáles I góöborgaraklúbbi i Madrid og var aðalfyrirsögn á forsföu: „Talaöi eins og maöur í valdastól.” Hann sagöist ekki gagnrýna flokkana til vinstri, þvi „þaö sem skiptir máli nú er að sigra hægri öflin”. Þá harmaði González gagnrýni Carrillos á sig, en sagöist ekki svara henni af fyrrgreindum ástæöum. Ulgjarn- ir segja þetta þó ekki stafa af einberri virðingu fyrir öörum öflum á vinstri kantinum, þaö sé ekki of þægilegt nú aö verja alla stéttasamvinnuna viö UCD, (eins og td. Moncloa- samninginn) þar sem hún hefur yfirleitt byggst á gagnkvæmum , loforöum, en þaö sem sósialistum og kommúnistum tókst aö koma á verkefnalista rikisstjórnarinnar hefur mestanpart ekki veriö efnt til þessa. Þvf er auöveldast aö gagnrýna engan til vinstri (og svara engri þaðan), en tala jafn- hliöa um aö PSOE sé hinn eini raunverulegi vinstri valkostur. Laugardagur — Suárez Laugardagskvöld kl. 20.00 — Adolfo Suárez, forsætisráðherr- ann sjálfur, I Iþróttahöllinni. Þúsundir plakata hengdar á veggi Barcelona dagana á undan — pappirsþykktin utan á veggjum eykst dag frá degi, viöa 4—5 plaköt hvert ofan á ööru. (Auk þess er fólk hætt aö sjá handa sinna skil i simaklefum á götum úti vegna lags af áróöursspjöld-. um á glerrúðunum). Utan Iþróttahallarinnar er allt fullt af lögreglu — i Andalúsiu var gert at i Suárez og fylgdarliöi, vinstri sinnar eyöilögöu þar amk. tvo fundi, svo þaö er eins gott aö vera viö öllu búinn. Auk þess hafa strákar úr hungherjadeild nýfasista gert forsætisráðherran- um skráveifur af og til. Þegar inn er komíö sést tölu- veröur fjöldi fundargesta — þó nokkrum þúsundum færri en hjá PSOE kvöldiö áöur. Þarna er mikiö af eldra fólki, sem er áberandi betur klætt en sósialist- arnir. Fyrir framan ræöupallinn feykistóran er fjöldinn allur af starfsmönnum sjónvarpsins, auk ljósmyndara. (Misnotkun UCD á rikisfjölmiölunum er þegar oröin eitt kosningahneyksliö). Kynnirinn segir þetta ánægju- legasta fundinn sem UCD hafi haldiö til þessa. Engin ástæöa er til aö draga þaö I efa — fundar- sókn hjá Miöjubandalaginu hefur veriö afar dræm og i Sevilla voru öll fyrri met siegin, 3 mættir og þaö voru 2 ræðumenn UCD og svo einn dtsendari PSOE! Jafnvel smáhópur eins og Fuerza Nueva (Nýtt afl — nýfasistar) leyfir sér að gera grin aö UCS vegna fámennra funda. Þess vegna eru þessi 9 þúsund stórsigur fyrir rikisst jórnarflokkinn. í upphafi eru sýndar á tjaldi svipmyndir frá Katalóniu. 1 meö- fylgjandi texta er stefnu UCD gagnvart Katalóniu hælt á hvert reipi. Siöan er ræöa og þar er var- aö sterklega viö þvi aö kjósa flokka sem aldrei hafa stjórnaö. Reyndar dálitiö tviræöur áróöur þegar talaö er um lýöræöisást samhliöa aö megniö af forystu- mönnum UCD hafa sina reynslu frá þvi aö starfa á timabili frankóeinræöisins. Klukkan hálfniu gengur Suárez i salinn. öllum ljósum er beint aö honum, fólk stendur upp og klappar. Suárez veifar kurteis- lega. Sköllóttir frankóistar Ræöumenn koma og fara. Þeir halda stuttar ræöur, sumir á katalónsku til aö sýna aö UCD- menn hafa lika lókalpatriotisma til aö bera. Þeir eru af gerö eldri embættismanna, litlir og feitir meö smávegis af gráu strýi á kollinum — minna óþægilega á þá hjörö frankóista sem flatti út fés- iö á sjðnvarpsskerminum þegar slátrarinn frá Astúrias var enn viö völd. Gonzáles. Hann er kominn meö bindi og spilar bandarfska slagara fyrir fundargesti. HOY,DOMlNGO 25,12 HORA5 1VIITIN MARQUESdeVIANA METRO TETUAN ERNEST MANDEL DIRIGENTE IV INTERNACIONAl ANA M’ FANLO CANDIDATA SENADO FJCR JAIME PASTOR CANDIDATO AL CONGRESO LCR skartar meö höfuöpauri trostkista, Mandel hinum belgfska. Sumir ræöumenn æsa sig upp og patamjögmeö lúkunum; stundum fylgir salurinn hógværlega meö, en baráttuandi er takmarkaður miöaö viö fundi þeirra róttækari. Ræöumenn ávarpa fundargesti lika ööruvisi núf amigos, amigos — en hjá vinstri flokkunum fylgir ávallt compatleros, compaHeros — vinir og félagar! Næstsiöastur talar Carlos Sentés, leiötogi UCD I Katalóniu. Róttækur sessunautur minn hvislar aö hann hafi i striöinu haft samvinnu við Gestapo af hálfu Francos; spænskum útlögum á yfirráðasvæði Þjóöverja hafi ver- iö boöiö aö snúa til Spánar viö fulia sakaruppgjöf, en þeir sem féllu I gildruna hafi slðan veriö skotnir viö heimkomuna. Hvort sem sagan er sönn eöur ei, er Sentés einkar óviöfelldinn og heggur setningarnar I sundur með allt aö þvi þýskum hreim. Ár eða aldir? Loks kemur Suárez i pontuna, vel klæddur og vatnsgreiddur. Hann segist ekki vita hvaö segja skuli, hinir ræðumennirnir hafi þegar sagt allt sem hann hafi ætl- aö aö tala um. Fundargestir hlæja og klappa af miklum fögn- uöi. Fer svo aö hæla Katalóniu og Katalóniumönnum. Siðan er frelsiö á dagskrá. UCD kom á frelsi á Spáni — fyrri leiötogar skildu ekki aö þaö þyrfti frelsi. En þaö skilja ekki allir hvaö felst i frelsinu. Td. ekki hermdar- verkamennirnir. Viö veröum aö hjálpa drengjunum I lögreglunni, sem sumir hverjir hafa látiö lifiö fyrir frelsiö. Nú höfum viö frelsið sem Spánverjar hafa beðið eftir öldum saman. Og þaö endurtekur hann aftur og aftur.öldum saman Felipw Gonzáles talaöi alltaf um siöustu 40 ár — þaö getur Suárez ekki, umvafinn gömlum frankóistum. Og fyrir meiri- hlutann af fundargestunum voru sl. 40 ár ekkert slæmur timi. Enda fátt þar um verkalýð og blankari þjóöfélagshópa — þessir fundar- gestir þekkja ekki kylfur og gúmmikúlur nema af afspurn. 1 lokin lofar Suárez sjálfstjórn, góöu lifi, minnkandi atvinnuleysi og engri verðbólgu. „Meö ykkar þátttöku” — og viö klappiö hitnar salurinn ögn, en fellur svo aö nýju — einsog vonandi sem flestir af frambjóöendum UCD — hins pólitlska lifsakkeris spænsku burgeisastéttarinnar. Sunnudagur með Carillo Kl. 18.00/ klukkutima áður en fundur hefst, eru margar þúsundir manna mættar utan dyra Iþróttahallar Barcelona. Rauöir fánar PSUC (Komm- únistaflokks Katalóniu) blakta hvarvetna, auk þess sem hinn rauöguli Katalóniufáni sést viöa. Þrátt fyrir ástarjátningar Carillos til Juans Carlos og kon-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.