Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJOÐVILJINN Fimmtudagur 15. mars 1979 ■ Oviturlega á málum haldið, segir Hjörleifur Guttormsson Stríð við launafólkið kyndir undir verðbólgu ,/Þeir atburðir sem nú hafa gerst innan ríkis- stjórnarinnar eru að mín- um dómi mjög alvarlegir og ég undrast og harma þau vinnubrögð sem sam- starfsf lokkar okkar hafa þar viðhaft síðustu daga", sagði Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráð- herra í samtali við blaðið i gærkvöldi. Þjóöviljinn innti Hjörleif eftir þeim fullyröingum aö ráöherrar Alþýöubandalagsins heföu veriö búnir aö samþykkja veröbóta- kafla frumvarpsins: — Hjörleifur: „Þaö eru gróf- ustu ósannindi og engum sæm- andi aö bera á borö sem betur mega vita. Astæöa er til aö mót- mæla harölega þeim staöhæf- ingum aö viö ráöherrar Alþýöu- bandalagsins höfum samþykkt frumvarpiö í heild efnislega fyr- ir helgi. Viö höföum lýst eindregnum fyrirvara viö mörg þýingarmik- il atriöi I visitölukafla frum- varpsins og áskiliö aö samráö yröi haft viö samtök launafólks um meöferö þeirra og endan- lega útfærslu. Slíkt var þeim mun sjálfsagö- ara sem ekki lágu fyrir upplýs- ingar um ýmis afar veigamikil atriöi og þær lágu raunar ekki fyrir tölulega fyrr en á fundin- um siödegis i gær, þriöjudag, og var þá myndin raunar enn dekkri en þegar miöstjórn Al- þýöusambandsins geröi sina ályktun á mánudag. Þessi mynd sem viö blasti I rikisstjórninni er fyrir l^, aö viö Alþýöubandalagsmenn gætum ekki staöiö aö siöustu frum- varpsdrögum forsætisráöherra, fól I sér meira en 6% bótalausa kauplækkun 1. júni næstkom- andi miöaö viö gildandi visitölu- kerfi.” Reynum málamlðlun Þjóöviljinn: Er þaö rétt aö Al- þýöubandalagiö eöa þiö ráö- herrar þess hafiö reynt aö ná fram málamiölun? — Hjörleifur: „Þegar hér var komiö sögu höföum viö ráöherr- Hjörleifur Guttormsson: Hélt aö jafn gætinn maöur og forsæt- isráöherra heföi lært sina lexfu. Mótmæli harðlega að hafa samþykkt verðbóta- kaflann ar Alþýöubandalagsins teygt okkur til hins ýtrasta til móts viö samstarfsflokkana og reynt aö ná fram samkomulagi. Viö- leitni okkar var hinsvegar mætt meö algjörri stifni af hálfu ráö- herra hinna flokkanna sem á mánudagskvöldiö höföu raunar ætlaö aö ganga fram meö frum- varpiö sem stjórnarfrumvarp i nafni Alþýöuflokks og Fram- sóknarflokks og bjóöa þriöja samstarfsflokknum þannig byrginn.” Eldarnir kveiktir Þjóöviljinn: Þvi er stööugt haldiö fram aö út úr veröbótum á laun sem eiga aö bæta launa- fólki kauphækkanir á liönum tima komi aöeins verölausar veröbólgukrónur. Alþýöu- bandalagiö er sakaö um aö vilja kynda veröbólgubáliö í staö þess aö hamla gegn þvi? Hjörleifur: „Ég vil sérstak- lega vekja athygli á þvi hve óviturlega er á málum haldiö, svo ekki sé meira sagt, af hálfu þeirra manna sem telja sig ööru fremur vilja ná árangri i barátt- unni viö veröbólguna. I staö þess aö reyna aö lægja eldana meö aöstoö og i friöi viö samtök launafólks eins og til- skiliö er i samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna viröist ráöiö nú eiga aö vera aö kveikja sem vföast elda i húsinu meö þvi aö segja launþegasamtökunum striö á hendur. Þannig veröur árangri ekki náö, og ætti reynsla fyrri rikis- stjórnar aö hafa kennt mönnum þá lexiu. Viö veröbólguvandann veröur ekki ráöiö nema meö samþættum aögeröum þar sem launamenn mynda buröarásinn. Þaö taldi ég svo gætinn mann sem forsætisráöherra hafa lært. Leiöin til þess aö halda rlkis- stjórninni saman er eftir sem áður fólgin i þvi aö viröa þetta sjónarmiö. Þaö er i hæsta mála óviturlegt þegar launamenn hafa léö máls á viöræöum um endurskoöun vissra þátta nú- verandi visitölukerfis og rétt fram litlafingurinn aö ætla sér aö sæta lagi og þrifa alla hönd- ina, meö þvi aö túlka viljayfir- lýsingar aö eigin geöþótta.” Enn tækifæri Þjóöviljinn: En hvert veröur þá framhaldiö? Tórir stjórnin? Hjörleifur: „Viö Alþýöu- bandalagsmenn erum enn sem fyrr til viöræöu á þeim grund- velli sem lagöur var viö myndun stjórnarinnar og sem horföi til samkomulags nú fyrir skemmstu. Eg tel aö enn sé tækifæri til aö tryggja fram- hald stjórnarsamstarf^, sjái menn aö sér i tæka tiö.” — ekh Hvemig var frumvarpi Ólafs breytt? Opinn fundur i Alþýðuhúsinu Ákureyri föstudaginn 16. mars kl. 21.00 Ræðumaður: Svavar Gestsson viðskiptaráðherra Fundarstjórar: Stefán Jónsson alþingismaður og Soffía Guðmundsdóttir bæjarfulitrúi. Almennar umræður. Svavar og Stefán svara spurn- ingum fundarmanna. Visitalan og kjaramálin Heildsalarnir . Þjóðnýting Alþýðubandalagið og herinn og fleira til umræðu á fundinum. Akureyringar — nærsveitarmenn, fjölmennið. Alþýðubandalagið á Akureyri 14. niars/frá fréttaritara Þjóö- viljans I Kaupmannahöfn, Gesti Guömundssyni: Samningaviöræöum á dönskum vinnumarkali var slitiö s.l. mánudag og Ijóst er aö allir aöilar vilja aö vinnudeilurnar veröi leystar meö lagasetningu. Hins- vegar eru málavextir slikir aö rikisstjórn Sósialdemókrata og Venstre flokksins nær tæpast sam- komulagi án þess aö þaö leiöi til verkfalla og stórátaka innan Sósialdemókrataflokksins. Þegar upp var staöiö frá samningaviðræöunum héldu at- vinnurekendur fast við kröfu sina um lækkun kaupmáttar en Alþýöusambandiö kraföist ým- ' issa kjarabóta. Þó liggur ljóst fyrir aö báöir aö- ilar munu sætta sig viö laga- setningu um óbreyttan kaupmátt. Hins vegar heldur Alþýöusam- bandið enn fast við þaö skilyröi sitt aö settur veröi á fót öflugur fjárfestingasjóður undir stjórn verkalýðssamtakanna. Anker Jörgensen forsætisráö- herra á aftur á móti enga mögu- leika á aö fá þingmeirihluta fyrir þvi hvorki i núverandi stjórnar- samstarfi né á annan hátt. Er þvi búist viö aö hann hundsi kröfu Al- þýðusambandsins og væri þaö einsdæmi I samskiptum Sósial- demókrata og verkalýöshreyfing- ar I Danmörku. Almennt er þvi búist viö vinnu- deilum og átökum eöa jafnvel klofningi i Sósialdemókrata- flokknum um næstu mánaöa - mót. Þá flækir þaö enn myndina að ágreiningur er i Alþýöusam- bandinu, t.d. finnst forystumönn- um ófaglærðra verkamanna aö kröfur sambandsisn nái alltof skammt. Anker hefur nauman tima til stefnu þvi sáttasemjari hefur nú fullnýtt alla möguleika til aö fresta verkföllum. Fresturinn rennur út 30. mars og er búist viö verkfalli 310.000 félaga I Alþýöu- sambandinu þá. Rikistjórnin undirbýr nú frum- varp um máliö og er búist viö þvi jafnvel nú um helgina. Þaö eykur enn á óróann á dönskum vinnumarkaöi aö opin- berir starfsmenn fara I verkfall I dag, fimmtudag, til aö leggja áherslu á kröfur sinar um kjara- bætur. Hœkke• rup látinn A þriöjudag lést cinn helsti forystumaður danskra sósialdemókrata, Per Hækkerup, 63 ára aö aldri. Hækkerup var utanrikis- ráðherra 1962-66 , talsmaöur sósialdemókrata á þingi um skeiö og ráðherra ööru hvoru allan þennan áratug. Hann var ráöherra án ráöuneytis i núverandi stjórn Sósialdemðkrata og borg- araflokksins Venstre og átti að veröa einn helsti fram- bjóöandi flokksins i' kosning- unum til Evrópuþings i sum- ar. Hækkerup haföi veriö heilsuveill undanfafin ár og gekkst undir lungnaupp- skurð i fyrra. Hann keppti um tima viö Jens Otto Kragh um for- mannsstööuna i flokki þeirra en varö undjr. Hækkerup var helsti forystumaöur hægra arms Sósialdemókrata og mikill andstæbingur sam- starfs til vinstri. Að sögn fréttaritara okkar i Katgjmannahöfn lýstu eft- irmæli dönsku blaöanna i gær Hækkerup sem snjöllum og alþjóölegum stjórnmála- manni.miklum ræöuskörung og teknókrat fremur en hug- sjónamanni. Per Hækkerup hefur kom- iö til tslands, var meöal ann- ars heiöursgestur á pressu- balli i mars 1968, enda þótti hann „litrikur” stjórnmála- maður. Dönskum verkamönnum likaöi ekki aö viöræöur færu fram fyrir lukt- um dyrum og fjarlægöu þvi hurðina á samningastaö, Hörð verkfalls- átök framundan mr WT*

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.