Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 15. mars 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 3 Hvað segir fólk um stj órnmálaástandið? Þessi flokkar hafa ekkert að gera saman, sagði sendibílstjóri sem við hittum inni í Sunda- höfn og vildi ekki láta mynda sig eða gefa upp nafn. Það væri réttast að kjósa aftur og láta þá Alþýðuf lokkinn hverfa út úr stjórnmálunum eins og hann var á leið- inni með. Það færi þá bara allt yfir á íhaldið. Ég held það væri best að hún félli, — þrlr hundar geta aldrei kom- ið sér saman ef allir eru grimmir, sagði af- greiðslumaður á bensín- stöð í bænum, sem held- ur ekki vildi gefa okkur upp nafn eða láta mynda sig. Svipuð þessu voru við- brögð margra sem við hittum að máli í gær og spurðum álits á ríkis- stjórninni og þeim deilu- málum sem þar eru uppi. Greinilegt var að menn vissu ekki mikið um hvað þau deilumál eiginlega snúast, en eins og sjá má af viðtölunum hér fyrir neðan var aðalatriðið fyrir flesta, að ríkistjórnin sæti áfram og hætti þessu rifrildi sí og æ. —Al Flestir vilja að stjórnin sitji og hætti að rífast Myndir: Leifur Viðtöl: A.í. Haraldur Jónsson: List illa á ef stjórnin fellur. Hverjir bjarga þessu þá? „Mér llst illa á ef þessi rlkis- tjórn fellur, þvl hverjir bjarga þessu þá?” sagöi Haraldur Jónsson.verkamaöur i Sunda- höfn. „Ég held þeir veröi aö koma sér saman, fyrst þeir eru komnir svo vel á veg meö þetta. I sllku samkomulagi veröa auövitaö allir aö slá eitthvaö af”. „Annars er búiö aö þraut- reyna þetta svo lengi, aö ég gæti eins trúaö aö viö fengjum kosningar en þaö llst mér ekki á”. Höfum ekkert viö kosningar aö gera, nóg er nú samt. Gunnar Steingrimsson. Nei, hún fellur ekki, Ólafur sér um það Nei, hún fellur ekki, — hún hangir á höföinu sem er ágætt, þó limirnir séu ómögulegir, sagöi Gunnar Steingrimsson sem viö hittum I Brúarfossi inni i Sundahöfn. Já, ég á við Ólaf Jóhannes- son, hann er eini maöurinn sem getur þetta, enda eini maöurinn sem Jiefur einhverja reynslu af þessum ráöherrum. Við höfum ekkertvið kosning- ar aö gera, nóg er nú samt. Það myndi aöeins rugla öllu uppá nýtt og þá er nú betra aö hafa þetta eins og það er. Alþýðuflokkurinn er búinn aö sýna, aö þar eru eintómir vitleysingar innan borös — Arni Guömundsson, til hægri, ásamt Alia, vinnufélaga sln- um. Er nokkuð farið að reyna á störf hennar enn? Er nokkuð fariö aö reyna á störf stjórnarinnar enn? sagöi Arni Guömundsson verka- maöur viö Sundahöfn. Alþýðu- flokkurinn er aö vlsu búinn aö sýna það á þessum tima aö þar eru tómir vitleysingar innan borös, og ef þaö veröur kosið I vor þá fer hann jafn langt niöur og hann var búinn að koma sér áöur. Þá er ég nú ansihræddurum aö ihaldiö fái hreinan meirihluta, svo ég held þeir ættu að koma sér saman I stjórninni. Einar B. Þórarinsson: Heföu aldrei átt aö byrja á þessu fikti. Þessir peyjar hafa enga reynslu Það er alveg úti þetta stjórnarsamstarf, sagöi Einar B. Þórarinsson, sem vann viö uppskipun úr Brúarfossi, þeg- ar við hittum hann aö máli I gær. Þeir heföu aldrei átt aö byrja á þessu fikti, þeir hafa enga revnslu, þessir peyjar. Þetta nrynur rétt eins og stjörnuhrap ofan á kosninga- sigurinn og ég vil tvimæla- laust fá Sjálfstæöisflokkinn aftur eins og var. Það var ágætt, sagöi Einar aö lokum. Sigrún Huld Jónsdóttir: Vona bara aö Alþýöufiokkurinn sprengi ekki þriöju vinstri stjórnina. Þaö væri einum of mik- iö. A að sitja út kjörtímabilið Mér list vel á stjórnina, nema hvað hún mætti vera samhentari, sagöi Sigrún Huld Jónsdóttir, setjari I Blaöa- prenti. Ég vona bara að Al- þýöuflokkurinn sprengi ekki þriöju vinstristjórnina, — það væri einum of mikiö. Annars held ég nú, að þeir hljóti að geta komið sér sam- an, þvl stjórnin hefur staðiö sig þolanlega siöan i haust, þó hún mætti vera harðari. Þaö er t.d. ekki nóg aö matvælin lækki, þegar öll opinber þjón- usta, rafmagn og hiti hækkar jafntogþétt, aö maður tali nú ekki um fasteignaskattana. Þessi rikisstjórn á aö sitja út kjörtlmabiliö, og ég er hrædd um aö hentistefnufólk sem kaus vinstri flokkana i sumar eftir ihaldsstjórnina myndi ekki gera það aftur. Þá fengju menn bara yfir sig ihaldið. t ieikskólanum við Sólheima: Þórhildur Jónsdóttir, Sólveig Sigurjónsdóttir og Björg Helgadóttir. Ekki til hagsbóta fyrir neinn að stjórnin falli Þær voru sammála um það á leikskólanum viö Sólheima aö þaö væri ekki til hagsbóta fyrir neinn ef rikisstjórnin félli, og höfðu ekki trú á því aö 'þaö yrði farið út I nýjar kosn- ingar I bráö. Þaö kæmi nú eitthvað sér- kennilegt út úr þvl, sagði Jó- hanna Bjarnadóttir.og hverjir myndu geta myndaö stjórn eftir nýjar kosningar? Þeir voru nú ekki svo snöggir aö þvi siöast. A endanum varö lika sá forsætisráöherra, sem mestu tapaöi eftir aö búiö var að ganga allan hringinn I stjórnarmyndunartilraunum. Nei, ég sé ekki aö þessi stjórn sé búin aö fá nægan tima. Hún á að sitja áfram og út kjör- timabiliö. Ég vona bara alls ekki aö stjórnin springi sagöi Sólveig Sigurjónsdóttir. Þaö er sjálf- sagt aö hún sitji áfram. Eru þeir ekki búnir aö ná verö- bólgunni niður I 35% á hálfu ári. Það heföi nú einhvern timann þótt góöur árangur. Nei, þeir eiga aö sitja áfram og framfylgja betur því sem þeir eru aö segja; þaö var til dæmis hræðilega rotiö aö byrja á því aö hækka sitt eigið kaup, þegar þeir settust á al- þingi. Annars vill fólk fá skýr svör við þvi sem þar er aö ger- ast. Þaö sýnist öllu stungiö undir stól, jafnvel ár eftir ár eins og t.d. tillögunni hans Stefáns Jónssonar um há- markslaunin. Láglaunafólk vill fá svör og aðgerðir til þess aö minnka launabiliö I stað þess aö breikka það alltaf milli þeirra hæst og lægst launuöu sem hafa oft lOsinnum lægra kaup. Þetta er allt sama tóbakiö. Halldór Kristófersson. Sama hvort hún fer eða er Mér er nú nokk sama hvort hún fer eða er, sagöi Halldór Kristófersson verkamaöur hjá Eimskip. Þetta er allt sama tóbakiö og mér hefur sýnst það und anfarin ár aö þaö væri alveg sama hverjir eru i stjórn og hverjir ekki. Þeir kenna bara hver öðrum um. Hrólfur Sigurjónsson: Vinstri stjórnfn hefur megniö af þjóö- inni bakviö sig Hart að þeir skuli ekki geta komið sér saman . Þessi rlkisstjórn hefur gert margt gott og ætti aö geta haldiö þvi áfram ef þeir tolla saman, sagöi Hrólfur Sigur- jónsson, einn þeirra verka- manna sem viö hittum i vinnu- skúr inni I Sundahöfn. • Deilumálin hafa ekki veriö kynnt nógu vel til þess að maöur geti metiö hver hefur á réttu aö standa. Þaö eina sem maöur veit er aö þeir eru eins og hundar og kettir, þvi er nú helvltis verr. Manni finnst hart aö þeir geti ekki komiö sér betur sam- an. Þetta er vinstri stjórn sem hefur megniö af þjóðinni á bak viö sig og þetta eiga aö vera menn fyrir vinnandi hendur I þessu landi. Ef þéssi innbyrðis slagsmál og læti halda áfram þá tekur bara ihaldiö viö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.