Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 4
4 SIDA — ÞJÓÐVILJINn' Fimmtudagur 15. mars 1979 DJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis Ctgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiftur Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Harftardóttir Rekstrarstjóri: úlfar Þormóftsson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéftinsson Afgreiftslustjóri: Filip W. Franksson Blaftamenn: Alfheiftur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guftjón Friftriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guft- mundsson. tþróttafréttamaftur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaft- ur: Sigurftur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Útlit og hönnun: Guftjón Sveinbjörnsson, Sævar Guftbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvörftur: Eyjólfur Arnason Auglýslngar: Sigrlftur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrlfstofa: GuftrUn Guftvarftardóttir, Jón Asgeir Sigurftsson. Afgreiftsla: Guftmundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristln Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigrlftur Kristjánsdóttir. Bflstjórl: Sigrún Bárftardóttir HUsmóftir: Jóna Sigurftardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla: Sölvi MagnUsson, Rafn Guftmundsson. Ritstjórn, afgreiftsla og auglýsingar: Slftumúla 6, Reykjavfk, sfml S 13 33. Prentun: Blaftaprent hf. Áfram án árásar á launakjörin • Nú þegar ríkisstjórnarsamstarf ið stendur tæpt verður vart við mjög almennan vilja til þess að stjórnin haldi áfram. Þjóðviljinn fékk í gær margar upphring- ingar f rá vinnustöðum þar semgreint var f rá andanum í umræðum í kaffitímum. Óttinn við það sem við tekur ef upp úr slitnar er ríkur, um leið og gagnrýnin á rifrildið innan stjórnarinnar er hörð. • Rikisstjórnin á mörg góð verk eftir óunnin og fyrir því er rík tilf inning hjá almenningi. Meðal annars á hún eftir að standa við loforð sin um afgreiðslu á ýmsum réttindamálum launafólks sem ákveðið var að hrinda i framkvæmd í tengslum við niðurfellingu 3% verðbóta 1. desember síðastliðinn. Þá liggur í ráðuneytunum f jöldi óafgreiddra framfaramála sem ekki hefur unnist tími til þess að koma í höfn vegna stöðugra átaka milli stjórnarf lokkanna um stefnuna í efnahagsmálum. Loks eru framundan mikilvægar ákvarðanir i ýmsum lífs- nauðsynjamálum sem skipta þjóðlíf ið miklu meira máli heldur en meira og minna torskilinn texti í lagafrum- varpi um efnahagsmál. Krafan er þvi um að stjórnin komi sér að verki. • Þess i stað er stjórnin að hruni komin vegna óbilgjarnrar kröfu Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins um 6 til 7% kauplækkun. Fyrir liggur að i megindráttum hafa stjórnarf lokkarnir komið sér saman um ef nahagsstef nu til nokkurrar frambúðar. Samstarfsflokkar Alþýðubandalagsins hafa haldið því fram að það stæði í vegi fyrir mótun f ramtíðarstef nu í ef nahagsmálum, en nú þegar hún liggur því sem næst á borðum þingmanna snúa þeir við blaðinu og stefna öllu efnahagsmálafrumvarpinu í hættu vegna eindreginna úrslitakrafna um stórfellda kauplækkun. • „Þetta f rumvarp Olafs Jóhannessonar hef ur verið til umræðu í ríkisstjórninni í heilan mánuð og verið mikið átakamál", sagði Svavar Gestsson viðskiptaráðherra í viðtali við Þjóðviljann í gær. „Alþýðubandalagið hefur mótmælt harðlega samdráttar- og kauplækkunarákvæð- um þessa frumvarps og vegna þeirra mótmæla hafa fengist fram á frumvarpinu umtalsverðar breytingar sem eru til bóta og vil ég þar sérstaklega minna á kaf I- ann um verðlagsmál og atvinnumál." • Talsmenn samstarfsflokka Alþýðubandalagsins viðurkenndu í útvarpsviðtölum í fyrrakvöld að á frum- varpinu hefðu orðið miklar breytingar f yrir kröf ur þess. Þegar hinsvegar kom að síðasta kaf la frumvarpsins um verðbætur á laun kom það fram enn einu sinni af hálfu þessara flokka að kauplækkunin er aðalatriðið en allt annað virðist vera aukaatriði. • Afstaða Alþýðuf lokksins í þessu máli vekur sérstaka athygli og furðu, þvi fulltrúar hans í miðstjórn ASI og Alþýðuf lokksmenn í stjórn BSRB stóðu ásamt öðrum að einróma ályktunum gegn verðbótakaf lanum í frumvarpinu sem felur í sér 6.6% skerðingu verðbóta i. júní næstkomandi. • Það má hverju barni vera augljóst að stjórnarsam- starfinu er stefnt í hættu vegna kauplækkunarkröfunn- ar, sem kemur þvert á yf irlýsingar í samstarfssamningi stjórnarflokkanna. Um efnahagsmálastefnuna f heild er enginn sá ágreiningur uppi að hann standi í vegi fyrir samþykkt efnahagsmálafrumvarpsins á næstu vikum.; • Það er því ekkert annað en kauplækkunarkraf an sem stendur því fyrir þrifum að ríkisstjórnin geti haldið áfram og gengið í verkin. Ef samstarfsflokkar Alþýðu- bandalagsins féllust á það að starfa áfram í samræmi við samstarfsyfirlýsinguna frá því í haust og leituðu annarra ráða en sífelldrar kauplækkunar í baráttunni við verðbólguna á stjórnin stuðning þorra launafólks til áframhaldandi starfa. Allt þrefið mun henni þá fyrir- gefast sem barnabrek, en þótt árásir á kjörin kunni að eiga hljómgrunn í augnablikinu má minna á að þeim hef- ur áður verið svarað í kosningum. I Bréfritari „Rauöu- bókarinnar” I' Skúli Magnússon skjala- vörður hjá Vegageröinni og sér- fræöingur I kinverskri heim- speki hefur ritaö nokkrar at- I' hyglisveröar greinar i Timann aö undanförnu um málefni stöf-, veldisins Kina. Hér er á ferö sá , hinn sami Skúli og á nokkur Iágæt Pekingbréf i „Rauðu bók- inni” svonefndu sem félags- skapurinn Heimdallur gaf út , fyrir hálfum öörum áratug. Bréfum þessum ásamt mörgum öörum einkabréfum haföi einn tiltekinn ólánsmaöur stoliö úr vörslu Skúla og afhent þau siöan málvinum sinum i Heimdalli, ■ Styrmi Gunnarssyni (nú rit- Istjóra Morgunblaösins) og Heröi Einarssyni (nú ritstjóra Vísis). Hafa aöalatriöi þess ■ undarlega máls veriö staöfest Imeð vitnaleiðslum fyrir dómi, og veitir þaö tilefni til aö ihuga þann iðgæðisgrundvöll sem • felst i kjöroröi Heimdallar: |,,gjör rétt, þol ei órétt”. Þötflexía IAf einkabréfum þeim sem fyrrgreint samfélag þjófa og þjófenauta gaf út að Skúla for- Ispurðum, mátti merkja, að bréfritarinn haföi fyrst og fremst lært þá þörfú lexfu i námi sinu austur i Peking aö Svaldhöfum hvers lands skyldi trúaö rétt mátulega. Hins vegar skyldu skilningarvitin höfö opin fyrir ym þjóölifsins og hugað aö Iarfi fortiöarinnar. Heimkominn hefur Skúli Magnússon sett ljós sitt undir mæliker og haft þaö þar helsti lengi, þó ber aö þakka I' vandaöa þýöingu hans á kin- verskum heimspekiritum sem birtust i bók fyrir 10 árum ásamt fróðlegum inngangi. | Óbundin skrif i Skrif Skúla nú um kinverska Idrekann eru skemmtilega óbundin af þeim stórvelda- túlkunum sem svo mjög lita • allar þær frásagnir sem ættaöar Ieru frá alþjóölegu fréttastofun- um. Einnig gerir Skúli hlut menningarsögulegra áhrifa i meiri en almennt er i hinum Íleiöinlega nútima, þegar menn eru vandir viö aö einblina á for- tjöld efnahags og herstyrks. • I siðustu Kinagrein sinni segir ISkúli Magnússon aö kinverskur kommúnismi sé þjóöleg endur- skoöunarstefna og raunar harla * litiö skyldur evrópskum marx- I isma. Hins vegar séu Klnverjar vanir mikilli sammiöjun valds, 3 búi i þröngu sambýli og lúti I* ströngum aga. Þvi megi á viss- an hátt segja aö Kinver jar passi vel fyrir kommúniskt skipulag (þe. eins og þaö hefur veriö Í' iökaö I Sovétrikjunum — at- hugasemd Þjóöviljans), og jafnvel aö Kina hafi alla tiö ver- iö „kommúniskt” land. Kina sé !J sjálft svo sterkt menningarlega aö þaö muni breyta kommúnismanum eftir eigin þörfum, rétt eins oggert var viö j Búddhismann hér á öldum áöur. I Hiö sterka Kina I' Skúli segir aö valdhafar i Kina hafi ,,svo sterk tök á þjóö- lifinu öllu, aö ekkert getur bró- ast innan rikisheildarinnar sem I' ekki er þeim aö skapi. I þessu sambandi tala fræöimerin um rlki sterkara þjóöfélaginu, rikiö beri samfélagiö raunar ofúrliöi. I' Hins vegar er þar sterk em- bættismannastétt”, en hún á allt undir húsbændur sína aö sækja, l"""* «*, "l»»!r .„.J w ■ ' ráðstefnu Samtaka um vestrœna samvinnu: Frá vinstri Magnús bórðarson, framkvœmdast ivatur BjörKvinsson, alþingismaöur, Einar Ágústsson, alþingismaður, Guðmundur H. Garöan naður Samtaka um vestræna samvinnu, Ólafur G. Einarsson, alþingismaður, ok Björn Bjarn itefnustjóri. I ræðustól er Benedikt Gröndal utanríkisráðherra. _ ólk.iv Dr. I»ór Whitehead ílytur erindi sitt á ráðstefnunni. Tómas Tómasson, sendiherra fjytur erindi sitt á ráðstefnunni. Illuti ráðstefn Kesta á ráðstel SVS þá sem sitja i valdastólunum. „Þegar stjórn er hrundiö og ný tekur viö, getur nýja stjórnin ekkert annað en stuöst viö það stjórnmynstur, sem fyrir er i landinu”. Enn fremur segir Skúli Magnússon: „Karl Marx ritaöi ekki sjaldan i þá veru aö i Austurlöndum (Indlandi og Kina) væri allt annar þjóö- félags-„strúktúr” en á Vestur- löndum. Eftir hann eru til um- mæli I þá átt, aö lögmál þau er hann þóttist hafa fundiö, myndu naumast gilda um Kina. Allar kenningar i þessa vegu voru for- dæmdar ' (fyrir forgöngu Stalins) á kommúnistaþingi i Leningrad áriö 1930. Upphófst þá ógurlegt puö sovéskra „þjóö- félagsfræöa” aö hreinþvo Marx af and-Staliniskum hugrenning- um. Marx var merkur visinda- maöur, þótt honum skjöplaöist stundum (eins og Njáli)”. ,,Vaki, vaki vaskir menn” „Mamma — mamma” hrópaði 6 ára hnáta á móöur sina i vikunni, merka jafnréttis- konu. „Af hverju eru tómir kall- ar hérna i’Mogganum?” Hún „ Vaki, vaki, vaskir menn” Tryggvi Ólafsson haföi nefnilega verið aö skoða myndasiöu Morgunblaösins i fyrradag frá ráöstefnu „Sam- taka um vestræna samvinnu”, og viti menn! Þar var ekki nokkurn kvenmann aö sjá. Jaftiréttiskonan brá á það ráö, til að útskýra þessa furöulegu hluti fyrir dóttur sinni, aö segja henni frá þeim skipulögöu manndrápum sem kaliast her- mennska. Þar eru yfirleitt karl- ar einir aö verki enda finnst konum það sviviröilegt athæfi. Þaö er islenskum konum til sæmdar og vegsauka aö þær skyldu sniöganga hermála- ráðstefnu Atlantshafsbanda- lagsins, sagöi móöirin efnislega við dóttur sina meö þvi oröalagi sem þroska barnsins hæfði. Með listina til atlögu við efnahags- vandann „Þjóöfélag lista er uppbyggi- legt þjóðfélag”, segir Tryggvi Ólafsson listmálari i Kaup- mannahöfn i viötali viö Visi um siöustu helgi. „Góö menningar- stefna getur bætt þjóðfélagiö til muna og þaö er enginn vafi, aö kostnaöurinn mundi skila sér meö rentum. Hvaö heldurðu að mundi sparast mikiö, ef ung- lingum yröi kennt aö finna full- nægju i listum, i staöinn fyrir brjálæöisle gum fatakaupum? Þeir læra snemma aö telja sér trú um aö viðurkenning félag- anna grundvallist á klæðaburöi og glingri. Sá sem á flottustu fötin er mestur, þótt hann sé i raunogveru algjörtnúll! Þetta er hreint afturhvarf til stein- aldarinnar, hreinn fetismi. Steinaldarmenn trúöu á stokka og steina, en nú trúa menn á glys og glingur.” —ekh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.