Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. mars 1979 Feilan var staddur af tilviljun á barnum á Hótel Loftleiöum, þegar fríður hópur ábyrgra manna kom streymandi út úr einum hliðarsa lanna. Feilan fann blaða- mannahvötina vakna; — Rennubút? — Já, já, rennubút, maöur. Þaö var maöur sem ekki vildi nafns sins getiö sem gaf okkur rennubút úr Alþingishúsinu. Þaö er aö visu búiö aö breyta koparrennubútnum i kerta- stjaka núna, en rennan skemmdist þegar átökin uröu 1949. Þá var þessi maöur i þjón- Umsækjandi dagsins er maður sem ekki vill láta nafns sins getið. Er það leitt, því umsóknin er- alveg einstök. Umsóknin er í formi gjafabréfs til Samtaka um vestræna samvinnu og hljóðar svo: „Skoraö á friðsama borgara” Friður og regla og púlt úr palisander Spjallað við Leif Eiríksson, áhuga mann um vestræna samvinnu hér gat góð frétt leynst. Einn hinna prúðbúnu fundargesta var því tek- inn tali, og reyndist nafn hans vera Leifur Eiriks- son áhugamaður um vestræna samvinnu. — Hvaöa ráöstefna var þetta, Leifur? — Þetta var ráöstefna SVS, Samtaka uirí* vestræna sam- vinnu, mjög gagnmerkur og frúölegur fundur. Umræöurnar voru hafnar yfir allt dægurþras, alveg án tilfinningavellu. Þannig á aö ræöa málin eins og hann Guömundur hefur marg- bent á. — Guömundur? — Já, eini verkalýösleiötoginn meö viti á landinu,Guömundur H. Garöarsson. Hann er lika meö fáum mönnum islenskum, sem skilur eöli NATó. — Nújá? — Já. Eöa eins og hann sagöi i setningarræöunni: „NATÓ var stofnaö til aö halda uppi friöi og reglu i heiminum, og þá fyrst og fremst á því heimssvæöi, sem riki þess taka yfir.”. Svo mæla aöeins menn eins og Guömund- ur. — Geröist eitthvaö markvert á ráöstefnunni? — Hermann bakari gaf okkur ræöupúlt úr völdum palisander meö igreyptri NATÓ-stjörnu úr völdu Islensku birki. Hann von- aöi aö þetta púlt myndi auka skilning landsmanna á Atlants- hafsbandalaginu. — Voru ykkur fleiri gjafir gefnar? — Já, svo fengum viö rennu- bút. ustu frelsissinna og fann rennu- bútinn illa farinn og foröaöi hon- um frá glötun. Hann gaf okkur svo bútinn núna til þess aö • rninna á aö viö veröum alltaf aö vera á varöbergi Islands vegna. En hann vildi ekki láta nafns sins getiö. — fíg skil þaö mætavel. — Ha? En þaö voru nú samt margir, sem ræddu málin þarna af kappi. T.d. sagöi Höröur á Vísi aö herinn tryggöi öryggi landsins, en Halli Blöndal var eitthvaö utanviö sig og sagöi aö herinn gæti veriö böl. Robbi T. Arna var Hka óhress meö þetta og taldi þaö eölilegt aö herinn væri hérna af þvi aö Rússar væru alltaf aö færa sig upp á skaftiö. — Voru allir sammála þessu? — Já, blessaöur vertu. A svona fundum eru allir sam- mála, eöa eins og Guömundur segir:— ekkert dægurþras hér, takk! Annars sagöi Heimir Hannesson aö herinn væri ekki hér. Þetta væri tæknivædd eftir- litsstöö. — Einmitt, já? — Jú, jú, og Benni Gröndal var alveg sammála, hann benti llka á hvaö þaö skipti miklu máli aö eiga svona eftirlitsflug- vél eins og kanarnir eru búnir aö fá sér þarna suöurfrá. Þetta er vlst eina vélin sinnar tegund- ar I Evrópu. — Þaö munar ekki um þaö. — Já, þetta eru ekki nein plebba-samtök eins og þessi druslulýöur I herstöövaand- stæöingum. Eiga þeir t.d. ræöu- púlt úr palesander? Ætli þeir tali bara ekki bara meö blööin I krumlunum? Llfiö I lúkunum, haha hahahahaha! — Þarna hafa veriö fluttar merkar ræöur? — Blessaöur.ódauölegorö féllu eins og dropar á regntíma Austur-Aslu. Enda á aö gefa ræöurnar út sérstaklega slöar. Svo komu margar stórmerki- legar hugmyndir fram. — Eins og? — Pétur svarti — þú veist Pétur Guöjóns, hann sagöi t.d. aö árlöandi væri aö leggja undir sig sem allra mest af fiskisvæö um Rússa og þá myndu komm- ar fá minna af eggjahvltuefnum til aö éta. Þetta fannst Eiöi Guöna snjöll hugmynd og þaö fannst reyndar fleirum. Þaö er um aö gera aö heröa ólina aö Rússunum. Þeir eru llka farnir aö gripa fram 1‘fyrir islenskum athafnamönnum. — Hvaö segiröu? — Já, einmitt þegar Pétur svarti nefndi þetta þá hvlslaöi Keli Valda aö mér aö svona ætti aö taka þá. Keli veit nefnilega aö rússneska sendiráöiö er aö kaupa upp öll húsin á Suöurgöt- unni, gott ef þeir kaupi bara ekki upp húsiö, þar sem Nató- skrifstofan er til húsa, og setji Manga út á götu. — Keii sagöi þaö, já? — Já, hann veit hvaö hann syngur. Og ekki nóg meö þaö, mig grunar aö Rússarnir vilji kaupa Fjalaköttinn. Ætli þeir breyti honum ekki I KGB-miö- stöö. Maöur veröur aö hafa aug- un opin. Rússarnir eru alls staöar! Svo eru alls konar nyt- samir sakleysingjar búnir aö gleypa kommaáróöurinn hráan. Þú sást nú hvernig Variö land fór. — Variö land? — Já, Variö land. Þeir komust upp meö aö niöa okkur alveg niöur I rass, og svo kemur allt réttarkerfiö til aöstoöar viö kommapakkiö, og sýknar þessar rottur! Stebbi Friö- bjarnar benti llka á þetta, aö lýöræöisflokkarnir heföu ekki brugöist nógu vel viö þessum hatursáróöri. Nú væru Nató- vinir orönir feimnari en áöur. Þá var klappaö. — Lýöræöisflokkarnir? — Já, þaö eru allir flokkar nema kommarnir. Jæja, ég heldi aö ég sé aö veröa vitlaus, ég þarf aö koma mér I vinnuna. Offin veröur brjálaöur ef ég kem og seint. — Offinn? — Já, offiserinn, maöur. Hef- uröu aldrei hitt íslending, sem vinnur á Vellinum eöa hvaö? - Meö kveöju, Feilan Á óvissum tímum fyrir 40 árum Hiö nýja norska rikislán sem boöiö var út fyrir nokkrum dögum fékk svo góöar undir- tektir aö lánsupphæöin 50 milj- ónir króna hefur þegar veriö borin fram. Vextirnir eru 3 1/2% af hundraöi (Fú). Vextirnir 3 1/2%! Og hér er reynt aö telja mönnum trú um, aö þaö hljóti aö vera svindlarar sem bjóöa tslandi lán meö 4 1/2% vöxtum. Skyldu Bakka- bræöurnir meöal stjórnmála- ieiötoganna halda aö öll þjóöin sé oröin aö Bakkabræörum? Þjóöviljinn, 17/3 1939 ,,í hádegisútvarpi 30. marz 1949 hlustaöi ég á tilkynningu frá formönnum þingflokka Sjálfstæöisflokksins — Fram- sóknarflokksins og Alþýöu- flokksins, þar sem fram kom m.a. eftirfarandi: Viö viljum þvi hér meö skora á friösama borgara aö koma á Austurvöll milli kl. 12 og 1 til þess meö þvl aö sýna, aö þeir vilji, aö Alþingi hafi starfsfriö.” Ég var einn af mörgum, sem hlýddu þessu kalli og kom ég mér fyrir undir noröurvegg Alþingishússins. Gripur sá, sem meö bréfi þesu fylgir, ber menjar árásar þeirrar, sem Alþingi lslendinga varö fyrir 30. marz 1949. Þegar rennur Alþingishússins voru endurnýjaöar — vegna hnjasks þess, er þær uröu fyrir viö árás manna, sem ekki vildu sætta sig viö ákvöröun meiri- hluta Alþingis — þá tókst mér aö foröa frá glötun rennubúti, sem lá niöur viö noröurhliö þinghússins og skemmst haföi i árásinni. Kertastjaki sá, sem meö bréfi þessu fylgir, er smiöaöur nú I marzmánuöiúr nefndum rennu- bút og skal minna á, aö viö eigum ávallt aö vera á varö- bergi islands vegna.” (Morgunblaöiö 13/3) Ályktun: Alveg frábær umsókn! Stutt og hnitmiöuð. Formaöur vill vekja athygli á þvl aö þarna fara saman mannkostir umsækjanda, þjóöleg hugsun (Meö lögum skal land byggja, aö vera á varöbergi Islands vegna) og aödáunarverö spar- semi (rennubútnum bjargaö frá glötun og hann geymdur 130 ár). Allt þetta gerir umsækjanda aö hæfum meölimi. Viö biöjum manninrt sem ekki vill láta nafns sin getiö aö senda okkur nafn og heimilisfang (I lokuöu umslagi svo kommarnir sjái ekkert! ).FélagsskIrteini veröur þá sent um hæl. Meö vestrænni vináttu, Hannibal ö. Fannberg formaöur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.