Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 15. mars 1979 ÞJóÐVILJINN — SIÐA 7 Ég held að heiðarlegir og málefnalegir skólamenn i Sjálfstæðisflokknum hafi orðið fyrir mestu óþægindunum af hræðsluofstæki sumra flokksbræðra sinna um„vinstri innrætingu” i skólum Gisli Gunnarsson: Friðhelgi einkahfeins Ég var aö lesa i Morgunblaö inualls kyns greinar um „friö- helgi einkalifsins”. Greinarnar \iröast vera eins konar uttekt á ráöstefnu sem haldin var á veg um Sjálfstæðisflokksmanna um svipaöefni. Tilefni ráöstefnunn- ar var augsýnilega hræösla margra hægrimanna viövinstri innrætingu i skólum, en þessi hræðsla kemur m.a. skýrt fram i nýlegu frumvarpi Eagnhildar Helgadóttur á Alþingi. Aöeins hluti greinanna endurspegla áöurgreinda hægri hræöslu og er sú staöreyno ánægjuleg og er vert aö veita henni athygli. Sumir greinar- höfundar leggja sig raunar fram viö að draga úr óttanum um „vinstri innrætingu”, aörir reyna hins vegar að auka hann, Augljósastaíog grófastaidæmiö um hiö slöarnefnda er framlag Halldóru Rafnar, kennara, en hún telur að kommúnistar séu stööugt meö pólitiskan áróður í skólum. Ein helsta uppistaöa greinar hennar (Mbl. 1/3) eru samhengisslitnar tilvitnanir úr grein eftir Helgu Sigurjónsdótt- ur sem veigamiklar ályktanir eru síðan dregnar af. Af allt annarritegundog i alli öðrum gæöaflokki er grein eftir Sigriöi Jónsdóttur, námsstjóra (Mbl. 24/2), en þar segir m.a. orðrétt: „Varöandi pólitiska innrætingu þekki ég hana ekki af eigin reynslu hvorki sem nemandi eöa kennari”. Greirí Sigriðar er aö ööru leyti eitt besta framlag sem ég hef lengi lesiö um skólamál. Ég ætla ekki aö reyna aö ' ryfja hér vandamáliö um skól ann og „pólitíska innrætingu” til mergjar. Morgunblaösgrein- arnar hafa hins vegar vakið hjá mér vissar endurminningar bæöi frá þeim tima sem ég var nemandi og kennari,sem á ýms- an hátt tengjast þessu margum- rædda fyrirbæri. ótti hægri- manna viö „vinstri innrsétingu” i skólum er nefnilega ekki ný af nálinni. Hann er jafn gamall og sósialisk hreyfing á íslandi, frá sjónarmiði hægri manna hefur sósialismi ávallt verið innrás i friðhelgi hefðbundinnar þjóöfé- lagsvitundar. Þetta sjónarmið er ekki fasismi eins og einhver dagskrárhöfundur i Þjv. hefur skrifað. Þetta er mjög gamal- gróin ihaldshræösla. Ragnhild- ur Helgadóttir er i frumvarpi sinu með eldgamlar lummur, sem eru aö uppruna hliöstæöa banns Hriflu-Jónasar á pólitisku starfi menntaskólanema. Barnaskólanám mitt hófst viö lokseinni heimstyrjaldarinnar i stærsta barnaskóla borgarinnar sem þá var samkvæmt Morgun- blaöinu i höndum vondra kommúnista. Eitt kvenfélag i Reykjavik skoraði á foreldra aö senda ekki börn sin i þennan skóla. Brynjólfur Bjarnason haföi veriö menntamálaráð- herra itvö ár og á þessum stutta tima haföi honum tekist, skv. viröulegum hægri blööum, aö umróta öllu skólakerfi, grafa þar undan kristilegu siögæði og troöa kommúnistum hvarvetna i kennarastöður. Skv. blaöa- skrifum þess tima hefur engin kynslóö islenskra skólabarna veriö i eins mikilli hættu gagn- vart kommúniskri innrætingu og sú sem gekk i barnaskóla 1945-1950. Núverandi hætta sem Ragnhildur Helgadóttirog fleiri þykjast greina er, eftir blaöa- skrifum aö dæma ,litil miöaö viö stórkostlegu hættuna þá. (Þessi kynslóö skólabarna reyndist samt mjög ihaldssöm þegar hún fékk kosningarétt ef marka má kosningatölur. Styrmir Gunn- arsson, eitt fórnarlamba vinstri innrætingarinnar, átti þar miklu fleiri skoöanabræöur en dg- Þjóöviljinn var um tima keyptur á æskuheimili minu, þ.á.m. hiö örlagarika vor 1949 þegar Island gekk i Nató. Einu sinni las ég bráðsmellna frétt um þaö hvernir þrir ráð- herrar fengu glæsilega fylgd og vernd lögreglu frá flugvelli þeg- ar þeir voru nýkomnir frá Washington. Ég stakk Þjóövilj- anum I leyfisleysi i skólatösk- una til aö sýna skólafélögum brandara. Svo þegar kennarinn var ekki viöstaddur sýndi ég þeim fréttina. Nokkrum dögum siöar birtist i Morgunblaðinu erein þar sem skýrt var frá þvi aö skólastrák- ur heföi aö frumkvæði kennar- ans lesiö upp úr viöbjóölegasta sorpblaöi landsins fyrir öllum bekknum i viöurvistkennarans. Endanleg sönnun var komin fyrir skemmdarverkastarfsemi kommúnista i skólum landsins. Ég man að mér fannst Morg- unblaðiðvera ósköp ómerkilegt blaö þegar ég las lygagreinina um ástkæran kennara minn i blaöinu. Égverð aö viöurkenna aö mér hefur gengiö fremur illa viö að losna viö þessa skoðun siöar. Af þessu má þann lærdóm. draga aö pólitisk innræting er flókiö og margþætt fyrirbæri. Hræðsluofetæki hægri manna viö vinstri innrætingu getur auöveldlega valdiö þvi *sem hindra átti. Aldrei kynntist ég sem nem- andi eöa kennari pólitiskri inn- rætingu I skólum. Hins vegar varö ég stundum var viö sigilda hræöslu sumrahægri manna viö slika „innrætingu”. Slikt kom venjulega frá fólki sem haföi litla reynslu eöa skilning á dag- legu skólastarfi.Þaökom einnig nokkrum sinnum fyrir aö greindir nemendur reyndu aö skapa tilbreytingu i gráu hvers- dagsllfi skólastarfeins meö „i- smevgilegum" spurningum i sögu-eöa félagsfræöitimum um Rússland, Berlinarmúrinn, Keflavikursjónvarpiö, VÍet— Nam o.fl. Þetta endaöi venju- lega meö þvi aö þeir uröu uppá- haldsnemendur mínir og bestu vinir (og höföu auövitaö áfram sömu stjórnmálaskoöun og þeir höföu áöur). Þannig aö fólki af gerö Halldóru Rafnar, sem minnst var áhér i upphafi, tókst aldrei meö dæmum aö staöfæra hræösluofstæki sitt á mig. Sennilega hef ég valdiö þvi von- brigöum. En sem kennari kynntist ég lika annarri og viturlegri gerö hægri manna. sem voru dauö- þreyttir á þessu hræösluofstæki og töldu þaö ekki aöeins vera meööllu ástæöulaust heldur lika byrði fyrir skólastarfið. Ég man sérstaklega eftir einum ráöa- manni i' fræöslumálum, sem oft- ar sætti árásum vinstri manna en flokksbæröur hans i kennara- stétt. Ég hitti hann einu sinni rétt eftir kosningar, þar sem Sjálfstæðisflokknum hafði gengiö fremur illa, og spuröi ég hann um hrofurnar. Svar hans var efnislega á þá leiö aö sem Sjálfstæöismanni likaöi honum kosningaúrslitin illa en sem skólamanni vel þvi aö nú yröu fyrst um sinn sumir flokksbræð- ur hans ekki eins borubrattir og áður viö aö biöja hann um póli- tiskar stööuráðningar. Ég held aö heiðarlegir og málefnalegir skólamenn i Sjálfstæöisflokknum hafi oröiö fyrir mestum óþægindum af hræðsluofstæki sumra flokks- bræöra sinna um „vinstri inn- rætingu” i skólum. Þaö eru nefnilega þeir sem mest veröa við þaö varir og þurfa fyrstir aö standa fyrir svörum þegar hræösiuofstækiö gripur um sig. Lundi 9. mars 1979 Gisli Gunnarsson Samstarf ungra og aldraðra Unnur Jörundsdóttir hringdi: í framhaldi af umræöum um hlutskipti aldraöra kom mér þaö I hug, hvort ekki væri ráö aö koma á samvinnu milli aldraöra og ungs fólks sem báöum gæti veriö hagur af. Ég á viö þaö, aö oft á ungt fólk erfitt meö aö fá gæslu fyrir börn heilsu, einmana og einnig tekju- rýrt. Væri það ekki sæmilega skyn- samleg tilhögun, aö gamalt fóik sem vildi vinna sér inn nokkrar aukatekjur, og þá i leiöinni um- gangast yngra fólk og börn, skráöi sig hjá Félagsmálastofn- un. Þangað gæti svo fólk hringt sem vantaöi pössun og fyrir milligöngu Félagsmála- stofnunarinnar mætti leysa vanda beggja. Aldraöa fólkiö gæti aö sjálf- sögöu valiö hve oft það vildi taka slikt aö sér, og á hvaöa timum, og miöaö væri viö ein- hvern ákveöinn launataxta meö greiösluákvöröun. Aldraö fólk hefur oft ánægju af aö umgangast börn, og börnin geta margt lært af gamla fólkinu. Væri ekki hægt aö stuöla aö nánari kvnnum elstu kynslóöarinnar og þeirrar yngstu? frá lesendum Olíuleki og náttúruvernd sin þegar þaö vill gera sér daga- mun, þótt ekki væri nema aö skreppa i bió. A meðan er margt gamalt fólk, sem er viö allgóða Náttóruverndarmaöur skrifar: „Nýlega las ég i blaöi, aö i veröútreikningum á oliu og bensfni hérlendis væri oliufélög- unum reiknaö 2% álag vegna leka á sjó og vegna leka I leiöslum. Ég hef einhversstaöar lesiö aö heildarinnflutningur á þessu sé i kringum 500 þús. tonn á ári. Samkvæmt þvi leka ár- lega uþb. 10. þús tonn af olfum og bensfni i sjó og á land. Þaö er ljóst aö svo stórfelldur leki hlýtur aö valda stórkostlegum spjöllum á umhverfinu. Maöur hlýtur þvf aö spyrja hvort þetta Sé rétt, eöa hvort þetta sé bara skattfrjáls álgning sem hefur þessa „saklausu” nafngift. 7909-1952 Tyo alþjód- leg nám- skeid á vegum Sameinuöu þjódanna Sameinuöu þjóöirnar efna aö vanda til tveggja alþjóölegra námskeiöa á sumri komanda, sem islenskum háskólastúdent- um og háskólaborgurum gefst kostur á aö sækja um. Annaö námskeiöiö er haldiö i aöalstööv- um Sameinuöu þjóöanna i New York. Hitt námskeiöiö veröur haldiö I Genf, dagana 16.-27. júli oger þaö ætlaö háskólaborgurum. Við- fangsefni þess er starfsemi Sam- einuöu þjóðanna meö sérstöku til- liti til starfseminnar i Genf. Megintilgangur námskeiöanna er aö gefa þátttakendum kost á aö kynnast til nokkurrar hlitar grundvallarreglum, markmiöi og starfi S.Þ. og sérstofnana þeirra. Námskeiöin eru ekki haldin með tilliti til vinnu hjá S.Þ. Hver þátttakandi greiöir sjálfur feröakostnaö og dvalar- kostnaö. Sameinuöu þjóöirnar annast sjálfar val þátttakenda, en Félag Sameinuöu þjóðanna á Islandi hefúr milligöngu um tilnefningu úr hópi islenskra umsækjenda. Skriflegar umsóknir, ásamt upplýsingum um ástæöur fyrir umsókninni, skulu sendar Félagi Sameinuöu þjóöanna á Islandi, pósthólf 679, fyrir 21. mars næst- komandi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.