Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 15. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 15 Köttólfur (Ellsabet Þórisdóttir) og Hnöttur (Guðný Helgadóttir) rifast „einsog hundur og köttur Vinnusemin Alþýðuleikhúsiö sýnir NORNIR BABA-JAGA eftir Jevgeni Schwartz Leikstjórn: Þórunn Sigurðardóttir Leikmynd og búningar: Guðrún Svava Svavarsdóttir Þýðing: Ingibjörg Haraldsdóttir Sagan sem Schwartz segir i þessu verki inniheldur fjölmörgk algeng ævintýraminni: galdra- nornina vondu, bræðurna þrjá, konuna vænu, dýrin hjálpsömu o.s.frv. Og hún segir frá baráttu góðra og illra afla sem endar með sigri góðu aflanna. Er þetta þá ekkiósköp lltilsiglt verk? Siöur en svo. Schwarts kunni þá list flest- um betur aö taka einfaldar sögur og túlka þær á nýstárlegan hátt, gefa þeim nýjar viddir, auk þess sem hann er svo mikill leikhús- maður að hjá honum er aldrei dauður púnktur i verki. Það er ekki bara að góðu öflin vinni á þeim vondu, heldur er þeirri baráttu gefið félagslegt inntak sem er sett þannig fram að áhorfandinn skynjar glöggt af hverju fór sem fór — það eru eng- ar tilviljanir, enginn guð úr vél- inni. Og um leið er þessi boðskap- ur nægilega flókinn og sam- fléttaður skemmtilegri sögu að hann verkar aldrei sem prédikun, verður aldrei leiðinlegur. Það er engin tilviljun að Schwarts er vinsæll barnaleikja- höfundur á tslandi. Það virðist nefnilega vera afskaplega litið til af góðum barnaleikritum, en gnægð lélegra hluta i þvi efni sem öðrum. Gott barnaleikrit verður auðvitað að vera þannig aö full- orðnir hafi jafngaman af þvi og börn, og leikhúsið veröur auðvit- að að gera sömu listrænar kröfur til barnasýninga og annarra sýn- sigrar inga. Þetta fer afskaplega sjald- ansaman, ogégminnistþess ekki að það hafi farið jafnfrábærilega saman,og égminnist þessekki aö það hafi farið jafnfrábærilega saman og i sýningu Alþýðuleik- hússins á Norninni Baba-Jaga, sem er einfaldlega skemmtileg- asta sýning sem ég hef séð lengi. En hér hefur lika verið unnið af óvenjulegri elju og skynsamlegu viti. Þórunn Sigurðardóttir á mikið hrós skilið fyrir sinn hlut, hún hefur fundið sýningunni hárréttan stfl og hraöa og unnið hvert smáatriöi út i æsar. Það er eftirtektarvert I þessari sýningu að allir leikararnir eru að leika af kappi allan timann, en slikt sést sjaldan á islenskum leiksviðum. Og þetta á ekki litinn hlut i að gera þessa sýningu eins sprell- lifandi og hún er. Hér hefur greinilega verið unn- ið saman af alúð og dugnaði. Ekki er minnstur hlutur Guðrúnar Svövu sem hefur búið til leik- mynd og búninga sem ber , af flestu sem hér hefur sést og sam- eina listræna efnistilfinningu, frábært formskyn og fullan skiln- ing á leikrænum þörfum. Þá er tónlist þeirra Eggerts Þorleifs- sonar, Ólafs Arnar og Asa I Bæ kapituli útaf fyrir sig, samin og flutt af stakri prýði — fáir blása i hljómplpu af öörum eins guðmóði og Eggert. Þýöing Ingibjargar Haraldsdóttur heyrðist mér vera á lipru og fallegu máli. Lýsing Davids Walters var alveg I sér- flokki, blæbrigöarik og hár- nákvæm og náðust ótrúlega stórir effektar I þessu litla húsi. Og leikendurnir. Ekki voru þeir sistir, því að ég man varla eftir aö hafa séð jafnbetur leikna sýningu hérlendis. Þó er þetta allt tiltölu- lega óreynt fólk, en þaöer vinnan og áhuginn sem gerir gæfumun- inn. Hér er litil ástæða til að gera upp á milli manna, en Sigurður Sigurjðnsson er þegar búinn að skipa sér i flokk útaf fyrir sig sem gamanleikari og hefur meiri náttúrugáfu til að koma fólki til að hlæja en aðrir menn. Margrét ólafsdóttir lékgóðu konuna af svo hreinni einlægni og sannri glettni aö allir hlutu aö hrifast, og Helga Thorberg var glettilega and- styggileg i gervinornarinnar, án þess að yfirdrifa nokkuð. Dýrin voru öll leikin af öryggi i hreyfingum og næmri tilfinningu fyrir texta (framsögn var annars öll óvenjugóö) af þeim Gerði Gunnarsdóttur (björninn), Elisa- betu Þórisdóttir (kötturinn) og Guðnýju Helgadóttur (hundur- inn), og óborganlegar voru hreyfingar ölafs Arnar og Eggerts i hlutverkum hirðhænsn- anna. Þessisýningermikillsigur fyr- ir Alþýðuleikhúsið og má verða hinni grónu leikarastétt landsins til nokkurrar umhugsunar. Sverrir Hólmarsson Munið kappræðufundinn milli Einingarsamtaka kommúnista \ og Fylkingarinnar um utanríkisstefnu Kína, í kvöld kl. 20.00 að Hótel Esju. Í Eik(m-l) ! letgumtíilun ókeypis ráðgjöf fyrir alla leigjendur. Meðlimir fá fyrirgreiðslu leigumiðlunar Leigjendasamtakanna, sem opin er alla virka daga kl. 1—5 e.h. Argjald kr. 5000.- Leigjendasamtökin Bókhlöðustíg 7, Rvk sími 27609 ráösifif W Sverrir Hólmarsson / skrifar leikhúspistil 6. rit Landvemdar: Utilíf, — — fjölbreytt að efni — Þetta rit er einn liðurinn i starfi Landverndar að umhverfismálum. Það fjallar um samskipti þjóðarinnar við náttúruna og með þvi viljum við hvetja til umræðu um gildi þcssa þjóðlffsþáttar. Eitthvað á þessa leið fórust Vilhjálmi Lúðvikssyni orð á fundi, sem hann ásamt Hauki Hafstað, Árna Reynissyni og 1.5. Gera mætti merki sam- eiginlegt fyrir islenskt útilif ásamt kjöroröinu: „Göngum um landið— göngum vel um landið”. Undir sliku merki mætti vinna að sameiginlegum áhugamálum og framkvæmdum. Opinber stuðningur. Astæöa er til að opinber stuðn ingur komi til við útilif i landinu Einari Sæmundsen átti með fréttamönnum nýlega. Voru þeir þar aö kynna nýjasta rit Land- verndar, tJtilif, en það er 6. ritið, sem Landvernd gefur út, að frá- töldum lesörkum. Kveikjuna að útgáfu þessa rits má rekja til ráðstefnu um land- verndar- og útilifsmál, sem hald- in var aö Hótel Loftleiðum 30. april 1977. Skyldi ritiö bygg jast að nokkru á erindum, sem flutt voru á ráðstefnunni en aö öðru leyti á tillögum um stefnumótun i þess- um málum. Kosin var ritnefnd til þess að sjá um útgáfuna og skip- uðuhana Vilhjálmur Lúövfksson, Jón E. ísfeld og Arni Reynisson. Ritið hefur að geyma eftirtalin erindi: Eysteinn Jónsson: Þjóðin og landið, Leifur Jónsson: Heilsu- fræði útlifs. Sigurður Lindal: Almannaréttur. Jón E. Isdal: Framkvæmdir I þágu útilífs. Guðmundur E. Sigvaldason: Gönguferöir. Arni Reynisson: Almenn ferðalög. Stefán Jónsson: A6 vera veiðimaður, Albert Jóhannsson: Hestamennska. Valdimar Ornólfsson: Vetrar- Iþróttir. Stefán Bergmann: Útillf i þéttbýli. Má af þessari upptaln- ingu marka aö ekki er margt undanskiliö, sem útilif varðar. Hákon Guðmundsson ritar ávarpsorð, Haukur Hafstaö formála og ritnefndarmenn ýtar- legan inngang, þar sem fjallað er um útilifsmál almennt. Bent er á nokkur atriði, sem til athugunar hljóta að koma þegar stefna er mörkuð i þessum málum. Skulu þau talin hér upp: 1. Fræðslustarf og skoðanamót- un. 1.1. Vekja ber athygli á þvi að útivera er holl tómstundaiðja, sem hefur mikið gildi fyrir þjóðfélagið ekki siöur en einstak- linginn og má meta það jafnt til fjár sem ánægju og lifsfyllingar. 1.2. Landkostir til útillfs eru mikilvæg auðlind, sem nýta ber af gætni og skynsemi og vernda fyrir ágangi stundarhagsmuna. 1.3. Halda þarf fram áróðri fyrir góðri umgengni, ekki síst hins almenna ferðalangs, sem nýtur ánægjustunda I islenskri náttúru. Leggja þarf áherslu á að aliir umgangist landið af nærfærni og skilningi. 1.4. Efla þarf samvinnu hinna ýmsu greina útilifs, vekja til samstööu og meðvitundar um sameiginlega hagsmuni og vandamál. ekki síst þær greinar, sem ætia má að sem flestir geti notið. 2.1. Setja þarf i lög rýmri ákvæði um rétt almennings til frjálsrar umferðar sem veldur ekki óhagræði og tjóni fyrir land- eigendur og ábúendur jaröa. 2.2. Tryggja þarf Islendingum forgangað útilifsgæöum landsins 2.3 Semja þarf yfirlit um lands- svæði, sem leggja ætti til þjóðgarða og fólkvanga og ýmissa sérgreina útilifs og vinna að hagkvæmri stefnu land- nýtingar I þessu skyni. Samskon- ar yfirlitþarf aösemja um fbrnar leiðir, sem njóta hefðar. 2.4. Sérstaklega þarf að kanna hvernig ráöstafa megi jarðeign- um rikisins til að bæta aðstöðu til útilifs á félagslegum grundvelli. Hér koma til álita orlofs- og sumarbyggðir, sem friðlýsa ætti og opna almenningi til útivistar og náttúruskoðunar. Veiðihlunn indum I eigu rikisins ætti að ráö stafa til innlendra veiðimanna á viðráðanlegu verði. 2.5. Tollar af fiestum þeim varningi, sem fólk þarf á að halda til einföldustu útilifsathafna eru jafn háir og á munaðarvöru. Hér þarf að breyta viöhorfum iög- gjafans. 2.6. Stuðla ber að skynsamlegri þróun ibyggingu skála I þágu úti- lifs, lagningu og merkingu slóða og leiða, gerð göngubrúa er auðveldar ferðir fólks um landið, sérstaklega gangandi eða á hest um. 2.7. Notkun jarðhitatil útivistar er skammt á veg komin, þó að ótrúlegt sé. Skipulag og staðarval tjaldstæða og ódýrrar gistiað stööu ætti aö tengja uppbyggingu sundstaða, leirbaöa og aðstöðu til leikja og léttra Iþrótta. 2.8. Við endursfoöun laga er varöa útilíf og feröalög þarf að greiöa götu þess að landsmenn fái sem mesta útrás fyrir áhugamál sln innanlands I stað þess að leita I vaxandi mæli I fjöldaferðalög erlendis. Það eru m.a. Náttúru- verndaarfélögin, Lög um skipu- lag ferðamála, Lög um iax- og silungsveiði og Lög um meðferð skotvopna. Hérer aö öðru leyti ekki rúm til að rekja efni þessa ágæta rits Landverndar, en blaðið vill eindregið mæla með þvl, að sem flestir eignist það og lesi. ihg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.