Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 15.03.1979, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 15. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 17 Róbert Hjalti Gubmundur Leynilegar siglingar útvarp í kvöld kl. 20.50 verður flutt leikritið „í afkima” eftir William Somerset Maugham. Þýðinguna gerði Torfey Steinsdótt- ir, en leikstjóri er Rúrik Haraldsson. Með stærstu hiutverkin fara Róbert Arnfinnsson, Guðmundur Pálsson og Hjalti Rögnvaldsson. Flutningur leiksins tek- ur um 100 minútur. Leikurinn gerist að mestu i Austur-Indium, þar sem Nichols skipstjori siglir skútu sinni milli eyja i leynilegum erindagerðum, sem hann sjálfur veit næsta litið um. William Somerset Maugham fæddist i Paris árið 1874. Hann stundaði nám iheimspeki og bók- menntum viö háskólann i Heidel- berg og læknisfræðinám um tima i Lundúnum. I heimsstyrjöldinni fyrri var hann læknir á vigstöðvunum i Frakklandi, og má rekja sum verk hans þangað, m.a. leikritið „Hve gott og fag- urt", sem sýnt var i þjóðleikhús- inu. Nokkur fleiri leikrit hans hafa verið sýnd á Islensku sviöi, og yfir 20 flutt i útvarpinu, en af þeim eru raunar mörg samin upp úr smásögum eftir hann. A seinni strfðsárunum dvaldist Maugham i Bandarikjunum, en siðan að mestu i Frakklandi, þar sem hann lést árið 1965 i hárri elli. Stökkbreyting- arí tónlistinm Þeir Asmundur Jóns- son og Guðni Rúnar Agnarsson sjá um Áfanga kl. 23.10 i kvöld. Að sögn Guðna Rúnars er þessi þáttur tengdur hinum siðasta, en þar var f jallað um breyting- ar sem orðið hafa hjá ýmsum tónlistarmönn- um á siðari árum. — I siðasta þætti var um að ræða einskonar endurhvarf til upprunans. Þetta voru tónlistar- menn sem komu upp um miöbik siðasta áratugs og þróuð- ust úr þjóðlagatónlist gegnum rokkið og voru komnir aftur i þjóðlögin. Tekin voru dæmi, sér- staklega af breskum tónlistar- mönnum, sem búnir voru að fjar- lægjast upprunann talsvert mik- iö, en hafa nálgast hann aftur á siðustu tveimur árum. 1 kvöld verður aftur á móti fjallaö um tónlistarmenn sem hafa tekiö stökkbreytingum frá einni plötu til annarrar. Stund- um er um einskonar hlið- arstökk að ræöa. Viö tökum sem dæmi þrjá tónlistar- menn sem voru áöur meölimir hljómsveitarinnar Byrds. Sú hljómsveit kom fram á sjónar- sviðiði byrjun slðasta áratugs og var aðallega i bandarisku þjóð- lagarokki. Nú fyrir nokkrum vik- um gáfuþessir þrir, sem kalla sig McGuinn, Hillman og Clark, út nýja plötu saman eftir nokkuð langan aðskilnað, og má segja að sú plata beri ekki sterkan keim af 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Tónleikar. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. Um- sjónarmenn: Páll Heiðar Jónsson og Sigmar B. Hauksson (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. 8.35 Morgunþulur kynnir ýmis iög aö eigin vaU. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Geir Christensen heldur áfram að lesa „Stelpurnar sem struku” eftir Evi Böge- næs (3). 9.20 Leikfimi 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Morgunþulur kynnir ýmis lög, frh. 11.00 Vcrslun og viöskipti. Umsjón: Ingvi Hrafn Jóns- son. 11.15 Morguntónleikar: Dietrich Fischer-Dieskau syngur lög eftir Giacomo Meyerbeer. Karl Engel leikur á pianó/Liv Glaser leikur Pianósónötu op. 7 i e-moU eftir Edvard Grieg. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Námsgreinar I grunn- skóla. Birna Bjarnleifs- dóttir tekur saman þáttinn. FjaUaö um kennslu i' stærð- fræöi og eðlis- og efnafræði. Rætt við námsstjórana önnu Kristjánsdóttur og Hrólf Kjartansson. 15.00 MiðdcgistónleUiar: Itzhak Perlman og FII- harmoniusveit Lundúna leika Fiðlukonsert nr. 2 i d-moU op. 22 eftir Henryk Wieniawski. Seiji Ozawa stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Tónleikar. 16.40 Lagiö mitt: Helga Þ. Stephensen kynnir óskalög barna. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Pofli, égog allir hinir” eft- ir Jónas Jónasson. Höf- undur les (2). 19.00 Fréttir. Fréttaauki. TU- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Arni Böðvarsson flytur þáttinn. 19.40 Viö erum öll heim- spekingar. Þriðji þáttur Ás- geirs Beinteinssonar um lifsskoöanir og mótun þeirra. Rætt viö Bjarna Bjarnason lektor,. 20.30 Sellósónata I C-dúr op. 65 eftir Benjamin Britten. Mstislav Rostropovitsj og höfundur leika. 20.50 Leikrit: ,,t afkima” eftir' Wiiliam Somerset Maug- ham. Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri: Rúrik Haraldsson. Persónur og leikendur: Nichols skipstjóri: Róbert Arnfinnsson. Saunders læknir: Guðmundur Páls- son. Fred Blake: Hjalti Rögn valdsson. Patrick Ryan: Erlingur Gislason. Erik Christensen: Helgi Skúlason. Swan: Valdemar Helgason. Louise: Ragn- heiöur Steindörsdóttir. Frú Hudson: Þóra Friöriks- dóttir. Patrick Hudson: Hákon Waage. Frú Nichols: Guðrún Stephensen. Aðrir leikendur: Guöjón Ingi Sigurðsson og Emil Guð- mundsson. 22.30 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Lestur Passiusálma (28). 22.55 Viðsjá: Friörik Páll Jónsson sér um þáttinn. 23.10 Afangar Umsjónar- menn: Asmundur Jónsson og Guðni Rúnar Agnarsson. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. því sem þeir gerðu áöur; þetta er mun léttari músik. Eitt lagið sem viö leikum af þessari plötu er þó i hefðbundnum Byrd-stil, og má lita á það sem tengingu við siö- asta þátt. Annað dæmi er Mike Heron, sem áður var meðlimur The Incredible Stringband, en það var skosk þjóðlagahljómsveit sem kom fram um 1965. Heron hefur sagt skilið viö þessa þjóðlegu skosku hefð, og er kominn nær rokki samtimans. Viö verðum með ýmis fleiri dæmi, sem oflangt yrði upp að telja, sagði Guöni Rúnar aö lok- um. ih Rostropovitsj Snillingar Tveir stórlaxar i músikinni ætia að gleðja eyru hlustenda I kvöld: Benjamin Britten og Mstislav Rosh-opovitsj. Þeir leika saman Sellósónötu I C-dúr op. 65 eftir Britten og eru þessi herlegheit á dagskrá kl. 20.30. Benjamir? Britten var sem kunnugt er eitt þekktasta tón- skáld okkar tima, en hann lést fyrirtveimur árum. Nokkru áður haföi hann verið aðlaður, en hann náði ekki að setjast I Lávarða- deildina. Að sögn Guðmundar Gilssonar hjá tónlistardeild út- varpsins var Sellósónatan sem flutt verður i kvöld i undirbúningi haustið 1960, þegar Britten dvald- ist i friii Grikklandi, oglauk hann við hana i desember-janúar i Aldenburgh. Verkið er „inspirer- að” af Mstislav Rostropovitsj og tileinkað honum. Það má þvi segja að verkið fái réttanflutning i höndum þessara tveggja meist- ara. ih PÉTUR OG VÉLMENNIÐ G-ER'Jto ÞÖ1 Motií) oR K(J' - KL-öéJÁ 1 Eftir Kjartan Arnórsson .CV— —-— .. _... • —1. fiTH- 'JecmPi ^5 flj?Kí.o/Aí -Q-ÖrJGU &R ORKU, £R HM öhy’tiilEG Umsjón: Helgi Olafsson Deildar-, keppni SI Taflfélag Reykjavikur hef- ur nú svo gott sem tryggt sér sigur i Deildarkeppni Skáksambands tslands eftir 6tu og næstsiðustu umferðina sem tefld var um helgina. Að visu hafa ekki öll taflfélög 11. deild lokið 6 umferöum, en þau taflfélög sem sterkustu sveitunum hafa á að skipa eru langt komin meö aö ljúka keppni. TR sendi mjög sterka sveit austur á Egils- staði þar sem teflt var við Skáksamband Austurlands. Úrslitin uröu 8-0, TR I vil en þess má þó geta aö nokkra af sterkustu skákmönnum Austurlands vantaði. Liö TR var skipaö eftirtöldum mönnum eftir borðaröö: 1. borð: Helgi Ólafsson 2. borð: Margeir Pétursson 3. borð: Sævar Bjarnason 4. borð: Björn Þorsteinsson 5. borð: Jóhann Hjartarson 6. borð: Jónas P. Erlingsson 7. borð: Jóhannes G. Jónsson 8. borð: Elvar Guömundsson. En önnur viðureign fór fram i 1. deildinni. Mjölnir sigraöi Taflfélag Kópavogs með 5 l/2v. gegn 2 1/2. Staða efstu taflfélaganna er þessi: 1. TR 36 1/2. 2. Mjölnir 29 l/2v. 3. Akureyri 27v. 4. Kópavogur 22v. (6 viður- eignir) Eins og sjá má þarf Mjölnir aö vinna TR 8-0 i siðustu umferð til aö tryggja sér sigur i keppninni. Þáttinn endum við á 1. borös viöur- eigninni i keppni TR og Skáksambands Austurlands. Lesendur eru aö sjálfsögöu beðnir velviröingar á að greinarhöfundur skuli eiga hér hlut að máli: Hvftt: Helgi Ólafsson Svart: Trausti Björnsson Kóngsindversk vörn 1. C4-RI6 6. dxc5-dxc5 2. Rc3-g6 7. Dxd8+-Kxd8 3. e4-d6 8. Be3-Rfd7 4. d4-Bg7 9. 0-0-0-Bxc3? 5. f3-c5 (Ótimabær leikur. Betra er 9. -b6 10. f4 Bxc3 11. bxc3 Bb7 12. Rf3 Ke8 13. e5 Bxf3 14. gxf3 f5 15. exf6 Rxf6 16. f5! sbr. skákina Spasski — Gheorghiu, Moskvu 1971.) 10. bxc3-b6 11. h4-h5 12. e5-Ke8? (Onnur ónákvæmni. 12. -e6 var skárra þó veikleikarnir á svörtu reitunum séu óneitan- lega iskyggilegir.) I*A ¥ 1 m iiiii i i II ■ S i ÍM^ & n A n riS? o mm !g§ Ð wé A * ÉM & Æ 13. e6!-fxe6 14. Bd3-Bb7 (14. -Re5 strandar á 15. Be4 o.s.frv.) 15. Bxg6+-Kf8 16. Rh3-Kg7 17. Bc2-Re5 18. Rg5-Kf6 (Eöa 18. -Rxc4 19. Rxe6+ Kf6 20. Bg5! Kxe6 21. Hhel+ Kf7 22. Hxe7+ Kf8 23. Hd8 mát.) 19. Hhel-Rbc6 (19. -Rxc4 20. Bxc5! o.s.frv.) 20. Bf4!-Had8 21. Hxd8-Hxd8 22. Bxe5+-Rxe5 23. Rh7 + ! — Svartur gafst upp. Hann tapar manni án nokkurra bóta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.