Þjóðviljinn - 18.03.1979, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 18.03.1979, Blaðsíða 5
Sunnudagur 18. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIDA 5 Norskir SÞ-hermenn skreppa ekki til Israels einungis til aö kynna sér sögulega staöi eins og Grátmúrinn i Jerúsalem skækjunum. „Þess vegna”, segir hinn ákafi félagsfræðingur, ,,er mun betra aö yfirmenn norsku hersveitanna skipuleggi frygðar- ferðirnar. Þá sparast óþarfa pen- ingar, læknaeftirlit verður örugg- ara og hægt verður aö ræða vandamálið á opnum grund- velli.” Risa bendir á að miðlungsdáti eyði um 150 dollurum á tveimur dögum. Þar af fari 60 dollarar i kynferðislega afþreyingu, en af- gangurinn i aðrar nautnir sem drykkju, mat, hótel og leigubila. Greinarhöfundur nefnir einnig marga staði i Tel Aviv, sem eru fjölsóttir af norskum hermönnum og fylgir greinarkorninu eins konar leiðarvisir yfir hagstæð- ustu staðina og hvernig komast má i skotfæri við fiðrildi næt- Hinn framsýni félagsfræðingur hefur einnig rannsakað áfengis- venjur norskra hermanna í Li- banon. Af 106 aðspurðum her- mönnum, svöruðu aðeins tveir að áfengi hafði orðið vandamál i Li- banon. Hins vegar voru sömu hermenn spurðir um áfengisvenj- ur félaga sinna, og reyndist þá 51 hermaður vera illa staddur i gryfju Bakkusar. (endu rsagt: — im) Blikkiðjan Asgarðí 1. Garðabæ Onnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmiði. Gerum föst verðtilboð SIMI 53468 Hið Ijúfa líf norskraSÞ-hermanna í Líbanon Frá Ljósmæðraskóla íslands Hið ljúfa lif Það er hins vegar erfitt að af- greiða vandamál hermannanna á einfaldan hátt. Þeir eru að heimari ilangan tima og náttúran segir að sjálfsögðu til sin hjá þeim eins og öðrum hraustum mönnum i blóma lifsins. Greinarhöfundur hefur einnig lagt sig i lima við að athuga ýmsar sálfræðilegar af- leiðingar af hinu ljúfa llfi her- mannanna. „Hermennirnir verða rólegri og ekki jafn uppstökkir eftir að hafa farið I svona upplyftingar- ferðir til Tel Aviv,” segir hann i greininni.„Streitaog ergja hverfa við bliðuatlot kvennanna i lsra- el.” MagneRisa heldurþvi einnig fram, að aukið streymi hermanna til Tel Aviv hafi leitt af sér hærra verðlag á sölukonum ástarinnar. Hins vegar er hverjum dollara- klyfjuðum hermanni kleift að verða sér úti um kvöldskemmtun, þvi efnaðir norskir dátar munu vera i sérstöku uppáhaldi hjá draumur Samkvæmt venju hefst kennsla i skólan- um hinn 1. október n.k. Inntökuskilyrði: Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, er þeir hefja nám. Undirbúningsmenntun skal vera gagn- fræðapróf eða tilsvarandi skólapróf en þeir sem hafa meiri menntun ganga að öðru jöfnu fyrir. Lögð er sérstök áhersla á góða einkunn i islensku, dönsku og stærð- fræði. Krafist er góðrar andlegrar og likamlegrar heilbrigði. Heilbrigðisástand verður nánar athugað i skólanum. Eiginhandarumsókn sendist skólastjórn skólans i Fæðingardeild Landspitalans fyrir 1. júni 1979. Umsókn skal fylgja læknisvottorð um andlega og likamlega heilbrigði, aldursvottorð og löggilt eftirrit prófa. Umsækjendur eru beðnir að skrifa greinilegt heimilisfang á umsóknina og hver sé næsta símstöð við heimili þeirra. Umsóknareyðublöð fást i skólanum og verða til afhendingar á miðvikudögum kl. 10-15 og föstudögum kl. 14-16 og þá jafn- framt gefnar nánari upplýsingar um skól- ann. Fæðingardeild, 12. mars, 1979 Skólastjórinn öll herbergi meö baði/sturtu# WC> sjónvarpi# isskáp# svölum. Hægt að stoppa í Kaupmannahöfn í bakaleið. Skoðunarferöir með skipi til Istanbul# með flugi til Moskvu og Aþenu auk fjölda skoðunar-og skemmti- ferða um Búlgaríu. Verð frá kr. 180.000.- á mann miðað við 2ja manna her- bergi. Islenskir fararstjórar og eigin skrifstofa. 50% auki á gjaldeyri við gjaldeyrisskipti I Búlgaríu. — Engin verðbólga. — ódýrasta og hagkvæmasta ferða- mannaland Evrópu I dag. Veður— Sjór—Matur og þjónusta rómuð af öllum sem fóru þangað í fyrra. Tekið er á móti pöntunum I skrifstofu okkar. Takmarkaður sætaf jöldi I hverri ferð — Tryggið ykkur sætiítíma. I fyrra varalltuppselt íapríllok. HITTUMST í BÚLGARÍU í SUMAR EINSTÆÐ HEILSURÆKTARAÐSTAÐA Á GRAND HÓTEL VARNA Grand Hótel Varna l ............. FerdasK'-rstota KJARTANS HELCASONAR SkolakrnScsty 13A Reyk/avik simi 292U Það er að vera dáti Mun norski herinn skipuleggja kynferðis- legar afþreyingarferðir til Tel Aviv fyrir norsku SÞ-hermemiina i Liban- on? Á að setja á stofn sérstök pútnahús undir eftirliti lækna fyrir norska hermenn, sem bregða sér til ísrael? Yfirmaður norsku her- sveita Sameinuðu þjóðanna i LI- banon, ErlingEide, hefur nýlega þurft að velta þessum spurning- um fyrir sér, eftir að merk grein um kynlif norskra hermanna I þjónustu SÞ i Libanon sá dagsins ljós. Greinin birtist upphaflega i dátablaðinu Blue Baret, sem er málgagn norskra SÞ-hermanna, og er skrifuð af norska félags- fræðingnum og hermanninum Magne Risa. Hann hefur rann- sakaðkynlif hermannanna þar á slóðum náið og lagt sérstaka áherslu á tiðar ferðir norsku her- mannannatil vændiskvenna i Tel Aviv i Israel. Greinin, sem hét „Hermenn og kvenmenn” vakti mikinn úlfaþyt hjá yfirmönnum norska hersins og olli tals- verðu fjaðrafoki i norskum blöð- um. Félagsfræðingurinn sem vinnur i velferðarþjónustu norsku SÞ-herdeildanna I Libanon, dreg- ur ýmsar staðreyndir fram i ljós- ið sem túlka má sem röksemdir fyrir nauðsyn sérstaks vændis- húss fyrir norska hermenn i þjón- ustu Sameinuðu þjóðanna i Mið- jarðarhafslöndum. Yfirmenn hersins voru ekki eins hrifnir af þessum tillögum eins og her- mennirnir. Þeir óttuðust að al- menningsálitið yrði á þá lund, að vændishúsaheimsóknir norskra hermanna væru tiðari en góðu hófi gegndi um heilbrigðan Óla Norðmann. „Ég varð fyrir miklu áfalli, þegar ég las greinina,” sagði t.d. Erling Eide offursti, „Þetta at- hæfi hermannanna striðir gegn siðgæðishugmyndum norsks þjóðfélags.” Hann neitar afdrátt- arlaust þeim hugmyndum fé- lagsfræöingsins um að reisa sér- stakt hóruhús fyrir þurfandi her- menn. ,,Svo langt sökkvum við ekki,” segir hann. ORLOFSFERÐIR 1979 Ferðaáœtlun: Páskaferð: 7. apríl Val: 10-16 eða 23 dagar. 30.aprílog21. maí.síðan flogiðalla mánudaga kl. 12 á hádegi frá og með 11. júni til og með24. september um Kaupmannahöfn til Sofia og Varna (engar millilendingar) Allt 3 vikna ferðir með hálfu fæði (matarmiðarX Dvalist á hótel- um: Ambassador-lnternational-Preslav og Shipka á Gullnu ströndinni—-Zlatni Piatsatsi (5 km löng) og Grand hótel Varna á Vináttuströndinni — Drushba — eitt fullkomnasta hótel I Evrópu. Gullna ströndin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.