Þjóðviljinn - 18.03.1979, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. mars 197»
Barátta á fram-
andi slóðum
Að halda til framandi lands til
langdvalar er upphaf baráttu.
Baráttu við nýja borg, nýtt land,
nýjar lifsvenjur og nýja tungu.
Enginn dagur Ii"ður án þess að
hefja þurfi á loft vojxi viskunnar
og ieggja til atlögu við framandi
hugmyndir og heiti. Vopnin erú
að sjálfsögðu ekki til þess að
eyða, heldur til að skynja og
skilja. Og að kvöldi lifir tilfinn-
ingin um baráttu dagsins, ósigur
eða sigur. Þú þarft að læra að
skilja ný götuheiti, innbyrða
ókræsilegar máltiðir, klóra þig
gegnum dagblöðin og finna leiðir
gegnum frumskóga stórborgar.
Allir sem hafa dvalið i framandi
landi þekkja þessa baráttu. Bar-
áttu sem tekur marga mánuði,
eða jafnvel ár, oglýkur með sigri
hins einbeitta vilja einstaklings-
ins yfir stóru og ósveigjanlegu
Hjá
flski-
mönnum
r
l
framandi þjóðfélagi. Þjóðfélagi
sem krefstþessað þútileinkir þér
allt nýtt, en það fái að halda sinu
fyrra striki.
Og þegar áður ókræsilegar
máltiðir likjast bestu kræsingum
heima. Og þegar skopmyndir
dagblaðanna vekja sömu kátinu
og Sigga-Vigga og Tilveran. Og
þegar bióferðir verða ágætar án
poppkorns og áður framandi
slagarar hljóma jafn kunnuglega
og „Að lifið sé skjálfandi”, þá er
sigurinn unnin.
Fyrir rúmu ári siðan dvaldi ég
vetrarlangt við nám i Mexikó-
borg. Þessar linur minar segja
frá nokkrum ánægjulegum
„baráttudögum” á þessum slóð-
um.
Um rútur
Rútur á tslandi eru frekar til-
breytingarlaust fyrirbæri. Oftast
hafa þær öskubakkana merkta
Bilasmiðjunni og algengast er að
þær stoppi á stöðum þarsem hægt
er að kaupa pylsu með öllu. Um
rútur i Mexikó er aðra og fjöl-
breyttari sögu að segja. Þar er
hægt að flokka rúturnar niður
eftirþvihve mikið er við haft til
að gera likainanum ferðina sem
þægilegasta. Finustu rúturnar
eru með loftræstingu, klósetti og
sætum fyrir alla. Færi maður sig
niður á við i rútuvirðingarstigan-
um hverfa þessi þægindi smám
saman. Fyrst hverfur klósettið,
þá loftræstingin, svo sætin og að
lokum rútan sjálf. Farþegasafnið
breytist lika. I klósettrútunum er
óalgengt að sjá aðra farþega en
af geröinni homo sapiens. Lægra
niður i rútuvirðingarstiganum er
það eðlilegt að hænsni, kalkúnar
og grisir blandi sér i félagsskap-
inn.
Að kaupa sér rúm
Ingvar Emilsson haffræðingur,
sem starfar i Mexikóborg, sagði
mér af rækjufiskimönnum við
strendur Kyrrahafsins i Chiapas-
fylki. Um páskaleytið var komið
að þvi að ég varö að endurnýja
vegabréfáritun mina. Þurfti ég að
taka klósettrútu til Guatemala
þeirra erinda. Ingvar ráðlagði
mér að nota tækifæriö til að lita
við hjá fiskimönnunum.
Frá Acapetagua,200km norðan
landamæra Guatemala, fékk ég
far með rútu af lægstu gráðu: það
er, rútan sjálf erhorfin en farþeg-
unum er staflað á vörubilspall.
Pallurinn var þétt setinn,
steikjandi sólin og rykið af þurr-
um malarveginum gerði okkur
lifiðleitt. Ég lenti af tilviljun við
hliðina á feðgum sem voru með
fangið fullt af hengirúmum.
„Hvert ertu að fara?”, spyr
sonurinn. Hann er grannur, brúnn
á hörund, með yfirskeggshýung,
hefur svart þykkt hár og klæðist
litlum hvi'tum hatti til að verjast
sólinni; dæmigerður mexikani.
Ég kveðst ætla að heimsækja
fiskimennina. „Eres gringo?”
(eri;u kani). ,,Nei”, svara ég. „Ég
kem frá Evrópu, frá landi sem
kallast Islandia.”
Þeir feðgar eru i söluferð —
selja hengirúm. Umræðurnar
snúast brátt að viðskiptum. Ég
hafði tveim dögum áður keypt
mér hengirúm sem reyndist vera
of lítið. Lét ég sannfærast af mál-
flutningi f.eðganna að stórum
manni eins og mér veitti ekki af
hjónahengirúmi. Siðan upphófst
hálftima umræða um kaupin.
Sonurinn vildi fá 320 pesur fyrir
eitt hengirúmið sem mér leist vel
á. „Raunverulega á rúmið að
kosta 400 pesur.enaf þviað þú ert
ekki gringo þá færðu það fyrir
320” sagði hann af mikilli sann-
færingu. En eftir að ég hafði út-
skýrt fjárhagsstöðu mina sem
námsmanns og sonurinn tiundað
vinnustundirnar, sem það tók
hann aðhnýta rúmið, kom okkur
saman um kaupin. Hann skyldi fá
120 pesur og gamla rúmið mitt.
Vegurinn var á enda.
Til fiskimannanna
Framundan voru fenin og um
þriggja klukkustunda sigling til
fiskimannanna. Tveir 18 feta
plastbátar sáu um að flytja rækju
og fólk upp og niður fenin.
Umlukin miklum frumskógi
vöktu fenin bæði i senn kennd
fegurðar og ótta. Dökkar og votar
rætur trjánna, þar sem bæði
slöngur og krabbar lifði góðu lifi,
og svo hinn feikilega litriki gróð-
ur. Sólin var komin hátt á loft og
hitinn var kæfandi þegar Chan-
tuto birtist.
Chantuto er litið þorp þar sem
fiskimennirnir hafast við meðan
á rækjuvertíðinni stendur (feb. til
mai). A ca. hálfs hektara lands-
skika hafast um 200 manns við.
Húsin eru ekki annað en stráþök,
nægilegt skjól fyrir sól og regni.
■n
Mexikönsk alþýðukona
t þessu þorpi voru ekki til læstar dyr. Hengirúmið og pokinn eru fremst á myndinni.