Þjóðviljinn - 18.03.1979, Blaðsíða 6
6 SIDA — ÞJÓDVILJINN Sunnudagur 18. mars 1979
BJÖRN ÞORSTEINSSON:
Erindi flutt á ráöstefnu um manninn og
umhverfl hans 24. febrúar
Nokkrir áhrifavaldar
íslenskrar
Lega landsins, fiskimiðin og orkan hafa verið mestu aflvakar og örlagavaldar islenskrar sögu á 20.öld.
Ég var beðinn að
fjalla um helstu áhrifa-
valda islenskrar sögu i
15 min. erindi. Knappur
timi olli þvi að ég ræddi
ekki um áhrifavalda
ritaðrar sögu: hlut-
drægni eins og persónu-
dýrkun og héraðavanka,
en lét mér nægja að
minnast nokkurra ör-
laganoma i lifi þess
fólks, sem hefur byggt
landið.
Mannfallið mest
Landið og náttúruöflin voru
óaðskiljanlegir örlagavaldar ís-
lendinga i 1000 ár. Við erum skil-
getin afkvæmi þessa hrjóstruga,
illviðrasama og eldbrunna lands:
það hefur sett skýrara mark á
sögu okkar en við höfum viður-
kennt. Forfeður okkar voru leik-
soppur náttúruafla, sem lömuðu
framtak þeirra og drápu þá úr
hor og vesöld þúsundum saman,
svo að þeir áttu sem þjóð enga
vaxtarmöguleika eftir 1300 fyrr
en á 19. öld. Samkvæmt út-
reikningum Jóns Steffensens
hefur Islendingum vegnaö verst á
17. og 18. öld, en þá horféllu þeir i
stórum stil i flestum árum. Á
miðöldum vegnaði þeim miklu
betur, þótt hungur syrfi að þeim
sum árin, einkum á 14. öld. Við
höfum verið fámenn og friðsöm
þjóð og ekki staðið i teljandi viga-
ferlum, en þó hefur mannfallið
hjá okkur verið hlutfallslega
miklu meira en i nokkurri 100 ára
eða 30 ára styrjöld stórþjóða.
Kotkarlar gera
ekki byltingu
A hámiööldum er talið líklegt
aö Norðmenn hafi verið um 6-8
sinnum fieiri en íslendingar — nú
eru þeir um 20 sinnum fleiri,svo
þröngan vaxtarstakk hefur landið
sniðið þjóðinni. Fólksfjöldinn
hefuraldrei komist hér yfir 60.000
fyrir 1800, en oft veriö talsvert
lægri. Samkvæmt manntalinu
1703 voru Islendingar þá 50.358,
en manntalið var tekið I lok all-
mikiila harðinda, svo að ætla má
að þeir hafi verið nokkurum þús-
undum fleiri um 20 árum áður.
Menn hafa horfalliö hér á öllum
öldum fyrir 1900 en björguðu sér
talsvert með því að flýja land á
15. og 19. öld.
Landið okkar er ekki einungis
haröbýlt, heldur er gróðurlendi
þess slitið i spildur af fljótum og
fjallgöröum. I 100 ár var hér
hvergi neitt þéttbýli að finna,
hvergi neina aðalsamgönguleið
né hernaöarmikilvægan stað.
Byggðin var hvarvetna dreifð og
slitin, en þar með var öllum sam-
félagsbreytingum settar mjög
þröngar skorður. Einangraðir
kotkariar gera ekki byltingu.
Menn reyndu þóað tolla i tiskunni
og vera samkvæmishæfir hjá ná-
grannaþjóðum. Þeir tóku kristni
ogsettust við að tileinka sér kerf-
ið sem henni fylgdi bæði á bókum
og í stjórnskipan.
Kirkjan ög menntun
Kirkjan.menntunin og skipulag
hennar, hefur verið hér áhrifa-
mest einstakra stofnana. Seint á
11. öld höfðu nokkrir islenskir
höfðingjar forframast erlendis
og kynnst þar lénskerfinu. Undir
forystu Gissurar Skálholts-
biskups ísleifssonar komu þessir
menn hér á tiundargjaldi, stofn-
uðu Skálholtsstól og ýmis kirkju-
lén önnur eins og Odda á Rangár-
völlum. Skálholtsbiskup var léns-
herra yfirstólnum ogskyldi vera
lénsdrottinn yfir öllum kirkjulén-
um, stöövum, sem siðar voru
stofnaðir i biskupsdæminu. Þeim
völdumnáðihannekki fyrren um
1300 i svonefndum Staðamálum
og þó héldust nokkrir staðir i
vörslu leikmanna fram á 16. öld.
Sérkenni fornbókmennta okk-
ar, hinna upprunalegustu,eru af
þvi, að hér voru það leikir
höfðingjar sem drottnuðu yfir
kirkjunni með harðri hendi á 12.
og 13. öld, þegar veldi hennar var
einna mest úti i Evrópu. Landið
var svo snautt, héruð þess svo lit-
il, að þau stóðu hvergi undir tvö-
földu lénskerfi leikra og lærðra
eins og fr jósamari lönd. Hér urðu
höfðingjar að gerast kirkjuræn-
ingjar til þess að hanga i verald-
legri tign. Bókmenntirnar voru
sprottnar af samviskubiti kirkju-
goðanna sem fundu að stétt
þeirra var ekki borin til langlifis.
Einkaeignin og kerfið
Kerfið var annað mikið áhrifa-
vald þessarar þjóðary einkaeigna-
rétturinn og allt sem honum fylg-
ir i löggjöf,réttargæslu og stétta-
striðum. Hingað þyrptust menn i
árdaga til þess að eignast land og
urðu þar með flestir öreigar, þvi
að fáir hrepptu fasteignirnar og
jarðeignir fluttust á stöðugt færri
hendur uns rúmlega 90% þjóðar-
innar urðu öreigar. A 17. öld sátu
tvær ættir að bróðurpartinum af
embættum og leikmannaeign
landsins.
Menn hafa talið að kirkjan hafi
verið þung á fóðrum og gráðug I
fasteignir bænda hér á landi.
Þetta er ekki rétt, þvi að bændur
áttu hér fáar fasteignir fram á 19.
öld. Jarðir landsins voru I eigu
stórhöfðingja, kirkjustofnana og
konungs eftir siðaskipti en á ka-
þólska tímanum voru biskupar
gráðugir i fasteignir stór-
höfðingja, enda voru jarðir betur
komnar hjá kirkjunni en þeim.
Kirkjan var bændum betri lands-
drottinn en höfðingjar lágu i ill-
deilum og manndrápum út af
eignunum.
Klerkar í fararbroddi
Hér urðu klerkar einkum i
fararbroddi bæði i atvinnu-,
félags-, og þjóð-frelsismálum.
Annars eru islensk skjalasöfn
hlaðin heimildum um fasteigna-
striðið mikla,jarðeignirnar i land-
inu. Það voru hjaöningavig Is-
lenskrar sögu en þeim var að þvi
leyti ólikt farið og viðureign
Héðins og Högna að allir töpuðu i
seinni vigunum og bændur mest.
Þeir urðu að borga brúsann og
standa undir yfirstétt, „sem
stuðlaði hvorki að nytsemi lands
og þjóðar né skeytti nokkrp,þótt
aðrir steyptust i glötun og tortim-
ingu, meðan þeir sjálfir gátu gin-
iðyfir — drykkjuskap og svalii”,
einsogdanskur landsstjóri segir i
skýrslu um ástandið á íslandi um
1425, og hann bætir við, ,,en samt
trúir hin einfalda og fátæka al-
þýða þeim og lætur blekkjast”.
Auðvitað voru islenskir höfðingj-
ar hvorki mannkostaminni né
skammsýnni en stéttabræður
þeirra i öðrum löndum. Hér var
hvergi feitan gölt að flá á miðun-
um undan ströndum.
Orðabókin og hafið
Hafið, fiskimiðin undan strönd-
um, hafa verið okkur Islending-
um nægtabrunnur og dregið
hingað framandi þjóðir. Baráttan
um Islandsmið hefur verið bæði
löng og ströng ogstóð iein 560 ár,
og gerðust þá margir merkilegir
hlutir. Raunverulegar úthafs-
siglingar, navigationes, hófust
fyrst i veröldinni á landnámsöld
með reglubundnum siglingum
hingað til Islands yfir hið lægðum
troðna og stormumskekna
Norður-Atlantshaf. Þetta voru
sumarsiglingar, þvi að menn
urðu hvergifærir i flestan sjó fyrr
en um 1400.
Þá tóku Englendingar að sigla
Islandshaf til fiskveiða og
verslunar á öllum ársti'mum og
Islendingar og dansk-norska kon-
ungsvaldið að verja þeim miðin,
þorskastrið hófust. Fyrsta
þorskastriðinu lauk með þvi að
Englendingar hernámu hér land-
stjórnina, pökkuðuhenni inn með
skreiðinni og fluttu hana til Eng-
lands. —■ Þetta var árið 1425.
Hér á Islandsmiðum varð til sú
sjómannastétt, sem lagöi heims-
höfin undir bresku krúnuna, hér
varð til stofninn að breska flotan-
um, og hér lék hann einnig sitt
grand finale i lokaátökunum um
Islandsmið 1976. Þúsundir er-
lendra siómanna sóttu hingað ár-
lega og jusu upp matvælum allt i
kringum land meðan Islendingar
dorguðu dáðlausir upp við sand.
Þeir sýndu hins vegar það fram-
tak að setja saman orðabók á
máli Baska. Sllkar bækur voru
hvergi til en þeir bættu úr brýnni
þörf til að geta rætt við þessa er-
lendu sjómenn um kynferðismál
og önnur hugðarefni.
Aflvakinn í
fiskimiðunum
A Islandi voru engin hafnar-
mannvirki reist og eingöngu
gerðir út árabátar allt fram á 19.
öld. Þá urðu fiskimiðin sá aflvaki
semhvattimenntilslikradáða að
við ráðum einir Islandsmiðum i
dag. Hér hófust mennseint handa
um eflingu útgerðar af þvi að
engin raunveruleg sjómannastétt
var til í landinu fyrr en á 19. öld og
enginn sjálfstæður atvinnuvegur
nema landbúnaður. Menn urðu
annaðhvort að vera bændur eða i
vist hjá bónda til þess að njóta
þegnréttar.
Þó börðust íslendingar af
hörku gegn erlendri útgerð hér á
landi vegna þess að útgerðar-
mennirnir kepptu við bændur um
vinnuaflið, og Islendingar börðust
einnig gegn fiskveiðum út-
lr 'dinga, af þvi að þeir töldu sig
' jga bæði miðin og fiskinn sem
par var dreginn úr sjó.
Örlög íslands við
Eyrarsund
íslendingar öðluðust snemma
þann réttarskilning, að útlending-
ar yrðu að greiða fyrir heimild til
fiskveiða með vöruflutningum til
landsins. Þessir vöruflutningar
urðu þyrnir i augum danskra
kaupmanna, sem breyttu þeim i
duggutoll, og islenska landhelgin
varð til. Grunnin að landhelginni
lögðu danskir einokunarkaup-
menn. Danir áttu sér Eyrarsund,
sem hefur löngum veriö einhver
mikilvægasti staður hernaðar-
lega i allri Norður-Evrópu. Um
sundið þurfa Rússar að sigla til aö
komast út á Atlantshaf. Þegar
Englendingar gerðust aðsóps-
miklir hérnorður frá, lokuðu Dan-
ir Ermasundi fyrir þeim og gerðu
nokkur skip þeirra upptæk á leið
um sundið.
Englendingar gátu nokkrum
sinnum eftir 1447 valið um, hvort
þeir vildu heldur Island eða
frjálsar siglingar um Eyrarsund
inn á Eystrasalt, og þar meö að-
gang að austur-evrópskri versl-
un. Þeir völdu ávalt siðari kost-
inn, af þvi að þá munaði i mark-
aðina við Eystrasalt, en töldu að
þeirgætu hytjað Islandsmið með
útgérð að heiman, og þeim tókst
það ailt til ársins 1976. Eyrarsund
var örlagastaður íslendingaásamt
borginni við sundið, en allt er
breytingum háð.
Rússneska hættan
Rússneska hættan er ekki ný af
nálinni.
Arið 1809 sóttu Bretar Trampe
greifa og stiftamtmann, þar sem
hann sat striðsfangi í ensku
skipi hér á höfninni, og settu
hann aftur til valda á Islandi,
enda þótt þeir stæðu i striði
við Dani um þær mundir og
væru að brjóta niður danska
veldið. Eftir að Bretar höfðu
eytt fransk-spænska flotanum
við Trafalgar 1805, var ekkert
flotaveldi eftir i Evrópu nema
Danmörk. Þeir afgreiddu danska
flotann 1807 og voru þar með
orðnir einvaldir drottnendur
heimshafanna, en að mörgu
þurfti að hyggja. Danmörk var
eftir sem áður hernaðarlega mik-
ilvæg og Rússar ört vaxandi stór-
veldi. Alexander keisari reið í
broddi sigurvegaranna inn i Paris
1814 úl þess að borga fyrir heim-
sókn Napóelons til Moskvu 1812.
Aldrei hefur verið haft eins hátt
um heimsókn Alexanders til
Parisar ogNapóleons til Moskvu,
hvernig sem á þvi stendur. —
Breta skipti i sjálfusér ekki mjög
miklu, þótt Rússar spókuðusig i
Paris, ef þeim tókst að tryggja
pólitisk Itök sín i Kaupmanna-
höfn. A 19. öld lágu hjálendur
Dana, Færeyjar, Island og Græn-
land á yfirráðarsvæði breska flot-
ans sem veð fyrir danskri fylgi-
spekt við breska utanrikisstefnu,
og hún hefur aldrei brugðist. Þar
með var Ermasund i tryggum
höndum.
Skammtar frá Bretum
I lok 19. aldar var rússneska
hættan ekki lengur yfirvofandi i
Evrópu, því að Japanir bjuggu
sig þá undir að vinna lönd af
Rússum austuri Asiu, stofnuðu til
styrjaldar, sökktu rússneska flot-
anum og eyddu kjarna rússneska
hersins. Við upphaf þessara
átaka sendu Bretar tvisvar flota-
deild hingað inn á Faxaflóa, 1896
og 1897, rufu landhelgina sem
hafði tekið 4 milur út frá ystu
nesjum og skömmtuðu okkur
þrjár mi'lur, sem hlykkjuðust eft-
ir flóum og fjörðum sem voru við-
arienlOmilurmillinesja. Arang-
urinn af þeim heimsóknum var
landhelgissamningurinn frá 1901,
en hann gilti til 1951 eins og kunn-
ugt er. Um 1900 gátuBretarfrem-
ur hugsað sér breytingar á póli-
tisku landabréfi Norður-Atlants-
hafs en i byrjun 19. aldar. tslensk
heimastjórn virðist hafa átt sér
talsmenn i Grimsby og Hull.
Lega landsins
og fiskimiðin
Örlagavaldar islenskrar sögu á
20. öld hafa einkum verið lega
landsins eða hernaðarlegt mikil-
vægi þess, fiskimiðin við strend-
urnar og orkan i fallvötnum og
jarðhita. Ég hef þegar drepið á
hvilikur aflvaki mikilla atburða
fólst i fiskimiðunum. Aflgjafi
engu minni atburða gæti leynst i
orkunni, og um þá hluti verður
spilað næstu árin. A okkar mæli-
kvarða er mikiö i boröi, en mestr-
ar áhættu krefst lega Iandsins
miðsvæðis i hafinu milli Noregs
og Bretlandseyja annars vegar og
Grænlands hins vegar, eða mitt I
hinu svonefnda Giuk- eða
Gib-hliði. island liggur seni póli-
tisk örgrun á mjög mikilvægri
herbraut. Leiðir rússneska flot-
ans frá stöðvum á Kólaskaga suð-
ur á Atlantshaf liggja um þetta
hlið. Norðmenn munu lita á her-
stöðvar á Islandi sem tryggingu
þess að þeir lendi ekki i fyrstu
hrinu stórveldisátaka um drottin-
vald áhafinu. Lega landsins veld-
ur þvi að við erum í fremstu vig-
linu á norðurvigstöðvunum eins
og sakir standa. Islensk útan-
rikisstefna hlýtur að minu viti aö
beinast mjög að þvi að fá svæðið
milli Skandinaviu og Grænlands
friðaðgegn þvi' að Rússar drægju
úr flotastyrk sinum á Kólaskaga.
úrslit þess máls hljóta að ráða
miklu um framtið okkar Islend-
inga i dag. Rússar munu i náinni
framtið hafa nóg viö sinn her að
gera austur i Asiu.