Þjóðviljinn - 18.03.1979, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 18.03.1979, Blaðsíða 13
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 18. mars 1979 Sunnudagur 18. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 30. mars 1949 gerðíst Island aðili aö Nató. Þann dag' hófst nýr kafli i sjáífstæðisbarjttu þjóðarinnar, barátt- an gegn aðild að striðsbandalagi heimsvaldasinna/ su barátta sem enn er háð undir kjöroröinu ISLAND ÚR NATO— HERINN BURT. Margir af bestu listamönnum þjóðarinnar hafa tekið virkán þátt í þessari baráttu allt frá upphafi. Og nú stendur yfir menningarvika að Kjar- valsstöðum/ fjórða menningarvikan sem Sarotök her- stöðvaandstæðinga gangast 'fyrir. þlÓÐVILIINI< RŒYKVIKINGAR HOTMXLA HMNÁMM FJÖLMENNASTI ÚTIFUNDUI SEM HÁLDINN HEFUR VERIÐ Á ÍSLANC Ógleymanlegur einhugur reykvíikrar alþýð um frelsi og sjálhfaoSi xtfjaraarinnar Lögreglumenn fyrir framan Alþingishúsiö eftir gasárásina á Austur- velli 30. mars 1949, þegar meirihluti Alþingis samþykkti inngöngu f NATO og hundsaöi kröfu um þjóöaratkvæöi. Sósialistaflokkurinn efndi til mik- ils útifundar i Lækjargötu 16. mal 1951 til aö mótmæla hernáminu og þeirri lögleysu, aö þingmenn hernámsflokkanna þriggja höföu samþykkt hernámiö á lokuöum fundi sinum i staö þess aö kalla Alþingi saman. A sjötta áratugnum voru samtökin „Friölvst land” stofnuö. A beim vettvanei kom fram hugmyndin um Keflavikurgöngu voriö 1960. (Jrdráttarmönnum þótti þetta ýmist fifldjörf eöa fiflaleg fyrirtekt, en gangan reyndist einn eftirminnilegasti atburöur landssögunnar um áratugs skeiö. Hér sést lagt af staö frá hliöi Keflavikurflugvallar aö morgni 19. júni 1960. Eftir . hina glæsilegu liöskönnun Keflavikurgöngunnar var ákveöiö aö efna til fundar hernámsand- stæöinga frá öllu landinu. Myndaöar voru héraösnefndir I öllum sýslum, kaupstöðum og flestum hrepp- um. Voru i þeim um 1500 manns. Alls komu nær 300 fulltrúar þeirra saman til Þingvallafundar i ValhöII 9. og 10. september 1960. Siödegis þann 10. var svo útifundur viö vestri bakka Almannagjár. Dagana 3.—-11. mars 1962 var fyrsta Menningarvika Hernámsandstæöinga haldin i gamla Listamanna- skálanum I Reykjavik. Þar sýndu 20 málarar og 7 myndhöggvarar verk sln, skáld og rithöfundar lásu úr verkum sinum, flutt voru erindi, samfelld dagskrá og tóniist. Menningarhátið þessi var nokkuö ein- stæöur viöburður á þeim tfma. Myndin er frá opnun sýningarinnar. 30 ár í NATO 7. mai 1951 sté ódulbúinn bandariskur her ööru sinni á Island. Brátt hófu þeir heræflngar og sjást hér SKrioarekar uti l hrauni meO fisktrönur f baksýn. Menningar- og listahátiö her- stöövaandstæöinga hófst aö Kjar- valsstööum I fyrradag. Er þetta i fjóröa sinn sem efnt er til slikra menningarviöburöa á vegum her- stöövaandstæöinga. Fyrsta menningarvikan var haldin i Listamannaskálanum i mars 1962. Þá var haldin mynd- listarsýning, tvær skáldavökur, tónlist var flutt og tvær sögulegar dagskrár, og auk þess var flutt erindi um islenska myndlist. Næst var farið af stað i mai 1965. Þá far þaö sem Sóleyjar- kvæöi Jóhannesar úr Kötlum var frumflutt meö þjóölagatónlist aö frumkvæöi Péturs Pálssonar. Einnig voru frumsýnd tvö leikrit: Jóðlif eftir Odd Björnsson og Ætlar blessuö manneskjan aö gefa upp andann? eftir Thor Vilhjálmsson. Einnig var skálda- vaka og danssýning, svo og myndlistarsýning. Listavaka var haldin 1967 og stóð hún frá 12. febrúar til 5. mars. Þá barþað helst tiðinda að sýndir voru þættir úr leikritinu Otti og eymd þriöja rikisins eftir Bertolt Brecht og flutt var ljóöa- dagskrá með baksviöstónlist eftir Atla Heimi Sveinsson. Margt fleira var á dagskrá. Og nú er fjóröa menningar- vikan hafin. Hér á eftir verður greint frá þvi sem á dagskrá veröur frá og með deginum i dag. Skáldavaka 1 dag, sunnudag, kl. 14 hefst skáldavaka i vestursalnum, þar sem myndlistarsýning hátiðar- innar stendur yfir. U.þ.b. 25 skáld og rithöfundar munu þar lesa úr verkum sinum, og veröur þetta þvi sannkölluö maraþondagskrá, sem standa mun framundir kvöldmatartima. Hátölurum veröur komið fyrir i kaffistofunni, og geta menn þvi skroppiö fram I kaffi án þess aö missa af neinu. Aö sögn ólafs Hauks Simonar- sonar, sem unnið hefur að undir- búningi dagskrárinnar ásamt fleirum, hafa slikar maraþondag- skrár verið haldnar áður, og jafnan viö mjög góöar undirtektir og húsfylli.Höfundarnir lesa allir sjálfir úr verkum sinum, og hefur hver þeirra 10-15 minútur til umráöa. Meöal þeirra sem þarna koma fram eru margir þekktir rithöfundar, ungir sem gamlir. Verkin sem þeir þesa úr eru bæöi i bundnu máli og óbundnu. Tónlist annaö kvöld Annað kvöld kl. 20.30 hefst tónlistardagskrá, og veröa þá flutt klassisk verk og kammer- tónlist. Á dagskrá eru verk eftir Mozart, Sigurö Egil Garöarsson, Sigursvein D. Kristinsson, Jónas Tómasson og Jakob Hall- grimsson. Fyrir hlé veröur fluttur Kvartett fyrir flautu og strengiK. 285 eftir Mozart. Manuela Wies- ler, Guðný Guðmundsdóttir, Helga Þórarinsdóttir og Victoria Parr flytja. Oliver Kentish og Lawrence Frankel flytja Or dag- bók hafmeyjunnar eftir Sigurð Egil Garðarsson og loks er Fylgd eftir Sigursvein D. Kristinsson, sem flutt veröur af Sigrúnu Getsdóttur (sópran), Helgu Hauksdóttur, Onnu Rögnvalds- dóttur, Sesselju Halldórsdóttur, Scott Gleckler og Jóni Sigurssyni. Eftir hlé kemur Sóley eftir Jónas Tómasson, en þaö verk flytja Jón H. Sigurbjörnsson, Siguröur I. Snorrason, Helga Hauksdóttir, Katrin Arnadóttir, Anna Rögnvaldsdóttir og Jón Sigurösson. Þá syngur Olöf K. Harðardóttir lagiö Maistjarnan eftir Jakob Hallgrimsson við texta Halldórs Laxness. Undir- leikari er Lawrence Frankel. Siöasta verkiö á þessari glæsi- legu dagskrá er svo Kvintett fyrir klarinett og strengi K. 581 eftir Mozart. Gunnar Egilsson leikur á klarinett, en strengina slá þær Guöný Guömundsdóttir, Kolbrún Hjaltadóttir, Helga Þórarins- dóttir og Victoria Parr. Leiklist A þriöjudagskvöldiö kl. 20.30 veröur leiklistardagskrá. Þá munu nokkrir félagar úr Alþýöu- leikhúsinu flytja þætti úr nýjum kabarett, sem þeir eru aö æfa um þessar mundir. Kabarettinn hefur enn ekki hlotið opinbera skirn, en gengur undir nafninu Alþýöukabarettinn i daglegu tali manna. Höfundur er Húsmóöir i vesturbænum. Aöstandendur þessarar dag- skrár hafa farið heldur dult með hana — væntanlega til aö auka spennuna, en af alkunnri þefvisi sinni hefur blaöamaður þó komist aö raun um aö þættirnir sem sýndir verða fjalla að einhverju leyti um herinn og samskipti mörlandans viö hann. Auk kabarettsins flytja alþýöu- leikarar kafla úr bréfum þysku- baráttukonunnar Rósu Lúxem- burg, i þýðingu Hrafnhildar Schram. Skáldavaka II A mibvikudagskvöldið kl. 20.30 kcma skáldin enn til sögunnar. - Þá veröa bókmenntirnar látnar rekja sögu herstöðvamálsins allt frá árinu 1940. Gunnar Karlsson sagnfræöingur mun tengja text- ana saman meö örstuttri upprifjun á meginatriöum. Kaflarnir sem lesnir veröa eru m.a. úr verkum Jakobinu Sigurðardóttur, Steins Steinars, Tryggva Emilssonar, Vilborgar Dagbjartsdóttur, Böövars Guðmundssonar, Svövu Jakobs- dóttur, Einars Braga, Astu Sigurðardóttur, Guðbergs Bergs- sonar og Björns Bjarmans. Flytjendur veröa Þorleifur Hauksson, Silja Aðalsteinsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Gunnar Karlsson og þrjár leikkonur úr Alþýbuleikhúsinu þær Margrét ólafsdóttir, Gerður Gunnars- dóttir og Tinna Gunnlaugsdóttir. Tónlist Sumariö 1974 var haldin þjóöhátiöá Þingvöllum i tilefni 11 alda afmælis islandsbyggöar. Nokkrum herstöövaandstæöingum fannst ástæöa til aö minna þjóöhátiöargesti á hersetuna og reistu mótmælaspjöld á bakka Almannagjár. Þeir voru snarlega teknir fastir og fluttir til yfir- heyrslu i Reykjavik. Nokkrir þeirra kæröu þessa meöferö og hafa nú nýverið fengiö dæmdar táknrænar skaöabætur, merkilegt nokk. Fimmtudaginn 22. mars kl. 20.30 verða tónleikar þar sem söngsveitin Kjarabót kemur fram. Þessi söngsveit hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir vandaöan og fjörugan flutning á baráttutónlist. Upphaflega hét sveitin Nafnlausi sönghópurinn, en á tónleikum sem nokkrir rót- tækir sönghópar gengust fyrir i Félagsstofnun stúdenta nú fyrir skömmu var tilkynnt aö nafn- leysið væri úr sögunni og sveitin kölluö Kjarabót, en þaö nafn á ekkert skylt viö Þokkabót. Á laugardaginn kl. 14 veröa svo haldnir popptónleikar. Þar munu koma fram þrjár vinsælar popp- hljómsveitir: Þokkabót, Sjálfs- morössveitin og Eik. Hér hefur veriö rakiö þaö helsta sem á dagskrá veröur aö Kjar- valsstööum á þessari fjóröu menningarviku herstöövaand- stæöinga. Ekki er loku fyrir það skotiö að fleiri atriöi bætist á dag- skrána, og verður sagt frá þvi I Þjóðviljanum þegar þar að kemur. —ih Eftir tvær velheppnaðar Keflavikurgöngur var ákveöiö aö breyta til og efna til Hvalfjaröargöngu um Jónsmessuna 1962. Þá var talin hætta á, aö islensk stjórnvöld heföu i hyggju aö afhenda Hvalfjörö fyrir kafbátastöö. Gengiö var frá Hvitanesi, sem var ein helsta herbækistööin I heimsstyrjöldinni. Gengiö var á tveim dögum og gist I tjöldum á Kjalarnesi. Seint i mai 1968 var ráösfundur NATO haldinn I Háskóla tslands. Stúdentar og aörir hernámsand- stæöingar mótmæltu þessari hraksmánariegu misnotkun háskólans, en hlutu óbliöar viötökur hjá islensku lögreglunni, sem sannaöi varnarmátt sinn áþreifanlega. Rikisstjórnin, sem mynduö var sumariö 1971, hafö m.a. á stefnu- skrá sinni brottför hersins „I áföngum”. Þegar hernámssinnar tóku aö óttast, aö einhver áfangi kynni aö nást, hófu nokkrir þeirra hina alræmdu VL-undirskrifta- söfnun. Hér sést. talsmaöur þeirra krjúpa viö kistu undir- skriftanna fyrir framan forsætis- ráöherra og forseta Sameinaös Alþingis.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.