Þjóðviljinn - 18.03.1979, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 18.03.1979, Blaðsíða 15
Sunnudagur 18. mars 1979 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 15 Einstein 1936: Djúpar áhyggjur af óvissu timanna. Austurrísk vika á Loftleidum Hótel Loftleiðir býður nú til Austurríkis-kynningar og skemmtikuöldaí Blómasalnum dagana 16.—25. mars nk. Þekktir og vinsælir austurrískir þjóðlaga- sönguarar, Duo Rossmann koma fram og leika og syngja þjóðlög. Þá verðurefnt til happdrættis á hverju kvöldi, en auk þess býður Hótel Loftleiðir aðalvinning sem dregið uerður um í lok kynningarinnar, flugfartil Austurríkis fyrir tvo. A austurrísku vikunni fá gestirsmjörþefinn afTýróla- stemmningunni sem ríkir í skíðaparadís þeirri er hundruð íslendinga hafa kynnst afeigin raun í skíða- ferðum Flugleiða til Austurríkis. Matreitt verður að austurrískum hætti. Matseðill: WIENER KRAFTSUPPE Vmarkjötseyði eða TIROLER EGGSPEISE TýrólarEgg og SCHWEINEKOTELETT AUF SAUER KRAUT Grísakótiletta með súrkáli eða WIENER SCHNITZEL Vmarsneið og SACHERTORTE Sacherterta eða APFELSTRUDEL Eplakaka Matarverð er kr. 4.500.00. Maturframreiddurfrá klukkan 19. Borðpantanir í símum 22321 og 22322. VeriS velkomin, HÓTEL LOFTLEIÐIR Einstein ásamt seinni konu sinni Elsu 1931. Albert Einstein sver þjóhfélagsborgaraeiðinn og gerist bandariskur borgari. frá 1905 lætur litiö yfir sér: „Um rafsegulfræði hluta á hreyfingu”, en þar er engu að siður komin i hnotskurn hin svokallaða sér- staka eða takmarkaða afstæðis- kenning (special theory of relativity). Henni til grundvallar er sérstaka afstæðislögmáliðsem segir einfaldiega að allir athug- endur, sem hreyfast meö jöfnum hraða hver miöaö við annan, séu jafnréttháir, m.ö.o. að öll lögmál náttúrunnar liti eins út fyrir þeim öllum. Samkvæmt grundvallar- lögmálum rafsegulfræðinnar, sem felast i jöfnum Maxwells frá þvi um 1860, leiöir þetta til þess að svokallaður ljósvaki * eða eter geti ekki verið til heldur mælist öllum fyrrnefndum athug- endum ljóshraðinn alltaf vera sá sami (ef til væri ljósvaki sem ljósið bærist eftir svipað og bylgj- ur á vatni eða hljóð i lofti, þá ætti Einstein ásamt systur sinni Maju: Seinþroska barn, sem breyttist i vísindajöfur. okkur að sýnast hraði ljóssins breytilegur eftir þvi hvort við sjálf hreyfumst á móti ljósinu eða undan þvi, miðað við ljósvakann. Slikar breytingar á hraða ljóssins hafa ekki fundist i tilraunum þrátt fyrir mjög nákvæmar mæl- ingar). Þessi grundvallarhugmynd Einsteins um það að náttúrulög- málin skuli vera óbreytileg með þessum hætti, hefur ýmsar afleið- ingar sem koma spánskt fyrir sjónir miðað við hversdagslega reynslu. Meðal annars sýnast okkur hlutir styttast ef hraöi þeirra nálgast ljóshraðann, og timinn virðist liöa hægar viö sömu aðstæður. Engir hlutir geta farið hraðar en ljósið og er þar fengin lausn á vanda sem Ein- stein hafði glimt við frá unglings- árum: Hvað mundi gerast ef við færum fram úr ljósinu? Það verður lfka afstætt hvort tveir at- buröir gerast samtlmis eður ei: þótt einum athuganda sýnist svo vera virðist öðrum það ekki — og þeir hafa báðir ,,á réttu að standa”! Sérstaka afstæðiskenningin felur einnig I sér ýmis nýstárleg atriði sem varða massa og orku. Til að mynda fer massi hlutar ört vaxandi þegar hraði hans nálgast ljóshraðann. Frægasta atriðið af þessum toga er þó sú niðurstaöa Einsteins að orka geti breyst i massa og öfugt. Þetta krystallast i jöfnunni viðfrægu E = m c2 eða: orka er sama sem massi sinnum ljóshraöinn margfaldaöur með sjálfum sér. Nú er ljóshraðinn mjög stór tala (300 000 km á sek.) og enn stærri tala fæst aö sjálf- sögðu þegar hann er margfald- aður með sjálfum sér. I jöfnunni felst þess vegna aö litill massi samsvarar mjög mikilli orku. Þannig þarf til að mynda ekki nema eitt gramm efnis til jafns við þá orku sem myndast þegar 3000 tonnum af kolum er brennt. Umrædd jafna Einsteins er oft nefnd i sömu andrá og atóm- sprengja og má til sanns vegar færa að hún sé einn af fræðilegum (teóretiskum) hornsteinum kjarnorkunnar. Þegar slik orka er framleidd, hvort sem er i sprengjum eða orkuverum, þá breytist verulegri hluti eldsneytis ins i orku heldur en þegar um venjulega eldri orkugjafa er að ræða. Massabreyting kjarnorku- gjafans er mælanleg og auk þess er auðvitað hægt að bera hana saman viö orkuna sem myndast. Sá samanburður reynist þá i fullu samræmi við jöfnu Einsteins. Sérstaka afstæðiskenningin hefur næstum frá upphafi veriö einhver veigamesti þátturinn i eölisfræði nútimans. Þekking á henni er t.d. ómissandi þegar fjallað er um atómkjarna og öreindir og frumatriði hennar eru viðtekinn hluti af almennu náms- efni eölisvisindamanna og jafnvel verkfræðinga. Þetta verður hins vegar ekki sagt um almennu af- stæðiskenninguna sem nú veröur frá sagt. Almenna afstæðiskenningin Sérstaka afstæðiskenningin tekur meöal annars til rafkrafta og segulkrafta og einnig til þess þegar um báðar þessar tegundir krafta er að ræða eins og til að mynda i rafsegulbylgjum, svo sem útvarpsbylgjum og ljósi. Hins vegar tekur hún ekki til þyngdarkrafta. Reyndist ekki hlaupið að þvi að bæta úr þessum annmarka á fullnægjandi hátt heldur liðu 11 ár þar til Einstein rak smiðshöggiö á starf margra eðlis- og stærðfræöinga með rit- gerð um almennu afstæðiskenn- inguna sem birtist árið 1916. Til grundvallar þessari nýju kenningu lagði Einstein svokallað almennt afstæðislögmál sem er viðtækara en hið sérstaka sem áöur var nefnt. Samkvæmt al- menna lögmálinu eru allir athug- endur jafnréttháir, jafnvel þótt þeir hreyfist ekki með jöfnum hraöa innbyröis. Þetta kann að virðast einfalt mál en leiðir þó til flókinna útreikninga og nýstár- legra niöurstaðna. Almenna afstæðiskenningin vikur fyrst og fremst mælanlega frá heföbundinni aflfræði þegar þyngdarsvið eða þyngdarkraftar eru mjög sterkir, eöa mun sterk- ari en við eigum að venjast á jörðinni til dæmis. Þegar kenn- ingin var upphaflega sett fram var aðeins um eitt mælanlegt frá- vik að ræða: örlitla „skekkju” I göngu reikistjörnunnar Mer- kúriusar um sól sem samrýmdist ekki hefðbundinni aflfræði en kom heim við hina nýju kenningu. Skömmu siöar, eða árið 1919, gerðu breskir stjörnufræðingar mælingar við sólmyrkva sem sýndu að ljós beygir örlltið þegar það fer nálægt sól, og var beygjan einmitt i samræmi viö þaö sem almenna afstæðiskenningin segir fyrir um. Þetta þótti mikill sigur fyrir kenningu Einsteins og vakti mikla athygli, m.a. I fjölmiðlum þeirra tima, dagblöðunum. Lun- dúnablaðiö Times birti frétt um mælingarnar meö fyrirsögninni: „Bylting I visindum. Hugmvnd- um Newtons kollvarpað”. — Og þessi atburður mun hafa átt tals- verðan þátt I þvi að skapa þá mynd sem við þekkjum af Ein- stein sem eins konar persónu- gervingi raunvlsindanna á 20. öld. Þrátt fyrir staðfestingu á ein- stökum tilraunum, sem hefur smám saman farið fjölgandi, náöi almenna afstæðiskenningin lengi vel ekki fótfestu sem óaðskiljan- legur þáttur i nútima eðlisfræði, svipað og sérstaka afstæðiskenn- ingin gerði. Almenna kenningin hefur lengst af tengst aðeins litil- lega við þann flókna og marg- slungna vef sem eðlisvisindi nú- timans mynda. A siðastliðnum 1-2 áratugum hefur þetta hins vegar verið að breytast og almenna af- stæðiskenningin er nú að verða ómissandi hjálpartæki öllum þeim sem fást til að mynda við rannsóknir á þróun sólstjarna, út- Framhald á næstu siðu Aldarafmæli Einsteins t C' t ínr

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.