Þjóðviljinn - 25.03.1979, Page 8

Þjóðviljinn - 25.03.1979, Page 8
8 SIÐA — ÞJ6ÐV1LJINN Sunnudagur 25. mars X979. helgarviðtalið — Margir koma i sólina alveg á hvolfi. En það má segja að þetta sé náttúrlega óhagstæður flugtími. Menn eru búnir að vera i margra daga undirbúningi, ganga frá öllu síðustu dagana áður en lagt er í ferðina. Svo er flogið klukkan átta að morgni; það þýðir að menn þurfa að vakna um fimmleytið, og ganga þá oft fyrir taugatöflum. Svoer kannski seinkun. Það er það hættulegasta, og sem allar flugáhafnir óttast mest. Því þá er farið á barinn og fólk kemur dauðadrukkið um borð. Teikning og texti: Ingólfur Margeirsson Guftmundur hallar sér aftur og brosir ljúfmannlega. Eigin- lega var ástæöan fyrir viötalinu leikrit hans „Stundarfriöur” sem frumsýnt veröur I kvöld. En einhvern veginn hafa um- ræöurnar yfir kaffibolla á Hótel Borg fariö út i starfsgrein, sem Guömundur stundar i hjáverk- um: fararstjörn i sólarferöum. — Þaöer náttúrlega drukkiö i vélinni. Svo er lent i bjartri sól oghvaö gera menn þá? Þaö tek- ur tima aö komast á hóteliö, og eitthvaö voöa mikiö veröur aö ske. Þá er drukkiö áfram. Fólk skilur nefnilega ekki stressiö eftir heima. Þaö tekur langan tima aö losna viö streituna. Þaö getur oft þýtt hálft friiö. Restin fer svo i aö jafna sig eftir fylle- riiö. Sumir fara heim i þvi ástandi, aö þeir ættu að hafa miöa á hressingarhæli. Enda fara margir beint til Hvera- gerðis. Guömundur dokar viö, bitur i rúnnstykki, heldur svo áfram: Néi, þaö sem ég ætlaði aö segja: þegar menn eru aö skemmta sér úti, eru þeir orönir svo örir, þeir hafa enga ró i sinum beinum. Þegar þeir fara út að boröa, — þvi þaö gera menn gjarnan á Spáni, — kunna þeir ekki aö sitja notanlega, heldur eru komnir meö Kúbalibre meö steikinni, og hafa eiginlega enga lyst á henni. Ég hef aldrei verið fylgjandi sterkum leiötogum, en þaö getur veriö gott fyrir ls- lendinga aö hafa meö sér mann, sem kann aö borða. Þá er kannski hægt aö taka nautnir kvöldsins i skynsamlegri röö. En þetta er nú svona, menn finna ekki notakenndina, sem er tengd ró hugans, vegna þess aö hún er horfin. En vissulega veröur umhverfið aö bjóöa upp á notaleik. Og Islenska skemmt- anamaskinan gerir þaö ekki. Hún er eins og pulsugeröarvél. — 0 — Guömundur horfir út um gluggann og hlær þessum hæga, strákslega hlátri sinum. — Pulsugeröarvél, já. Um daginn hitti ég Jón Asgeirsson tónskáld og hann sagöi mér sögu um flygil. Jón Hallvarös- son, sýslumaöur í Stykkishólmi keypti sér flygil og var hljóöfær- iö flutt vestur, þar sem þaö lá úti i einhvern tima. Siöan keypti einhver kúnstugur maður á Neskaupstaö flygilinn og var hann sendur þangaö. Þegar ver- iö var aö skipa hljóðfærinu upp úr skipinu, komu menn, sem stóöu á bryggjunni, auga á gat á umbúöakassanum, liklega rottugat. Menn veltu fyrir sér hvaö væri I kassanum, og þá sagöi sá, sem fyrst haföi komiö auga á rottugatiö: „Þetta er lík- lega pulsugeröarvél.” Viö tölum aftur um stressiö, og Guömundur er spuröur, hvort hann hafi haft streituna ofarlega i huga, þegar hann skrifaöi „Sólarferö”. — Nei. Ég var meira aö hugsa um mannleg samskipti eöa samskiptaleysi hjóna. I þessu nýja leikriti minu, „Stundarfriöi”. er stressið margfalt meira spursmál. — Hver er umgjörö leikrits- ins? — Þaö er fjölskylda, eöa öllu heldur boröstofuborö. Fjöl- skyldan sat nefnilega einu sinní og boröaöi saman viö sameigin- legt matarborö. Og þannig fékk ég hugmyndina aö verkinu. Ég sá allt i einu fyrir boröið sem biöur fjölskyldunnar. Boröiö er sameiningartákn fjölskyldunn- ar gegnum aldir. Þaö haföi yfir ákveönum hátiöleik aö ráöa, f þaö hvildu jafnvel viss trúar- brögö yfir þvi; þarna var Skap- aranum þakkaö fyrir brauöiö. Þetta gerist nú æ sjaldnar. I leikritinu er boröiö skoöaö gegnum 12 atriöi. Þaö biöur gegnum allan leikinn aö fjöl- skyldan geti sest niöur og borö- aö saman. Þaö tekst aldrei. Ekki einu sinni á aöfangadags- kvöld, sem nú er oröinn eina sameiningarstund fjölskyldunn- ar. Ég var lengi aö finna nafn á leikritiö, og þaövarekki fyrr en ég var aö fara meö leikritiö 1 fjölritun, aö konan min kom meö þessa bráösnjöllu lausn: Stundarfriöur. Þaö var I bilnum einhvers staöar I Garðahreppn- um. — 0 — — Er þetta ekki afturhalds- raus? Þrá eftir gömlum timum, þegar fjölskylduaginn var viö lýöi, og kynjafasisminn grass- erandi? — Ég er alls ekki aö segja, aö eitthvaö eigi aö vera. Ég held þvi ekki fram, aö konan eigi aö vera heima, eöa fjölskyldufaö- irinn aö vera einvaldur fjöl- skyldunnar. Skoöun min á þess- um málum skiptir engu máli. Ég er aö lýsa ákveönu ástandi, sem er einkennandi fyrir okkar tima. öll patentlausn á þessum málum er óskhyggja og ég get ekki eytt kröftum minum I ósk- hyggju. Þetta er lýsing á ástandi, sem viö öll finnum á okkur. Og hver leysir þetta ástand? Viö? Eöa Olafur Jó- hannesson? Þaö segir sig sjálft, aö þegar foreldrarnir vinna úti, unglingarnir i skóla og minnstu Guðmundur Steinsson leikritaskáld tekinn tali börnin á dagvistunarheimilum, þá veröur heimiliö aö umferöar- miöstöö, eins konar járnbraut- arstöö. Svo get ég sagt: þaö er leiöinlegt aö viö getum ekki lif- aö fjölskyldulifi, en þaö getur lika veriö gott I sjálfu sér. En þetta er bara alls ekki min spurning. Ekki á ég aö svara fyrir leikhúsgesti. Hver og einn veröur aö svara fyrir sig. Nema menn vilji eitthvert yfirvald. , Þaö er nú þaö. Menn tala um frelsi en vilja ófrelsi. — 0 — Piputóbakiö er búið, svo Guö- mundur biöur þjóninn um vind- U. — Þegarégólstuppsem barn á kreppuárunum, og miöstétt- arkonurnar höföu vinnukonur til aö geta haft tima til aö punta sig, vann móöir min i fiskverk- unarhúsi. Þá unnu alþýöukonur úti löngu áöur en þetta var oröiö félagslegtspursmál. Ég er alinn upp viö þaö aö báöir foreldrarn- ir unnu úti. Pabbi var verka- maöur og kom oft heim meö fisk I soðiö sem hann fékk hjá sjó- mönnunum. Ég haföi lykil um hálsinn og auka-pott af mjólk heima handa mér. Þá talaöi enginn um stress. Oröiö streita var ekki komiö inn i tunguna. Þaö er kannski ekki málið, hvort allir séu saman viö mat- arborðiö, heldur aö fjölskyldu- meölimir hafi tima hver fyrir annan. Og hvenær er timi til að vera saman þegar menn eru alltaf út og suöur? Annars er sjónvarpiö miklu hættulegra mannlegum tengslum heldur en vinna konunnar úti. Sjónvarpiö býöur ekki upp á nein tjáskipti. Einu sinni var ég meö feröahóp tslendinga i Sevilla. Viö stóöum og horföum yfir yndisfagra sveit, og þá litur einn feröa- manna á klukkuna og segir: „Heyröu þaö er föstudagur, nú er Kastljós aö byrja í sjónvarp- inu.” Menn geta svo velt þvi fyrir sér hvaö þetta merkir. Sjónvarpiö er ein aöalpersón- an i „Stundarfriöi”. Og reyndar siminn lfka, sem hefur alltaf forgöngu, jafnvel þegar menn eru aö deyja! En þannig er þetta oröiö. 1 allri þessari tæknivæöingu hef- ur maöurinn glatast. Hiö beina mannlega samband vikur alltaf. Þaö er heldur svaraö i sima heldur en yrt á þann, sem stend- ur viö hliöina á þér. Þetta er oröiö svo sjálfsagt aö þó svo aö menn velti yfir þessu vöngum, finnst þeim þaö allt I lagi. Og öll blæbrigöi tapast. Hugsaöu þér bara myndina af manninum. Allir hlutir eru einfaldaöir. Menn eru skilgreindir og settir i kassa. Þú er kommi eöa fram- sóknarmaður, gamali iþrótta- maöur eöa guö veit hvaö. Og þar meö ertu afgreiddur. Svo berst þessi blæbrigðalausa mynd af þér milli manna, og þeir trúa á hana. Ég held aö þetta sé mikiö fjölmiölum aö kenna, sem ein- falda tilveru okkar og mata fólk á þvi hvernig þaö á aö vera. Og af hverju ætti maöur aö láta mata sig endalaust? Svo reynir maöur aö finna sjálfan sig. Maður er Islending- ur, kannski handgenginn ein- hverjum stjórnmálaflokki, fri- múrari eöa á barn, sem er efst i menntaskóla. En hvaö er maö- ur? Og hvaö þarf maöur? Er hægt aö kasta þessu öllu af sér og mæta lifinu meö opnum hug? Viö getum tekiö blóm, fallegt blóm sem vex einhvers staöar og viö göngum framhjá og tök- um ekki eftir þvi. Eöa viö stöldrum viö og segjum: „En hvaö þetta er fallegt blóm!” Breytist blómið eitthvaö, hvort sem viö strunsum framhjá, eöa stönsum? Viö erum alltaf aö vænta einhvers af öörum; þaö eiga alltaf aö vera aörir sem færa manni ástina. Aö vera partur af þessari lifs- sinfóniu — er þaö kannski ekki eitthvaö? — 0 — — Þaö er nefnilega svo þreyt- andi þegar búiö er aö hanna allt fyrir mann. Og maður á alltaf aö mæta fólki meö þaö i huga aö þaö eigi sér fortiö. Af hverju á maður aö vera sorphaugur minninganna? Er ekki hægt aö hafa opiö viöhorf gagnvart lif- andi manneskju? Og hvers vegna finnst öllum svo mikiö til Jólks koma þegar þaö er dautt? Þegar fólk er dáiö, þá á aö gleyma þvi. En þaö á aö muna fólk sem er lifandi. Lifiö er 1 si- felldu streymi. Og hvaö er sorg annaö en eigin vorkunnsemi? Viö erum alltaf aö vorkenna sjálfum okkur. Þú ert meö þetta klassiska dæmi um konuna, sem einhver sveik og sem ekki leit á karlmenn upp frá þeim degi. — Eins og Sólveig, sem alltaf beiö eftir Pétri Gaut? — Já, bókmenntirnar ala oft á slikum hugmyndum. Ég tala ekki um þegar rómantikin og sentimentalitetið er annars veg- ar. Þá geta þær lagt heilar kyn- slóöir aö velli. Það mætti eigin- lega spyrja, hve mikla fyrirferö ein manneskja ætti aö hafa. Ég meina, á ein manneskja aö ná til fleiri en þeirra sem eru i sjón- máli? Ja, ef þaö væri þannig, þá hyrfu nú margir. Og viö værum mun betur á vegi staddir, ef þaö heföu ekki veriö til allir þessir merku menn, sem hafa sagt okkur fyrir verkum. Viö prakti- serum þetta reyndar sjálf, þeg- ar viö tölum um litla manninn, sem viö eigum náttúrlega aö hafa samkennd meö. Og ef maö- ur er skáld, þá skrifar maður um hann. Þetta er auðvitaö bara hræsni. Sama gildir um stjórnmálamenn. Hvaö geröist ef menn hættu aö hlusta á stjórnmálamenn? Þaö þarf mikinn kraft og afl til aö vera frjáls. Og aö vera frjáls er að vera heill. Heill er sama og heilagur. Holy á ensku, hellig á dönsku. Þaö er oröiö. Tviskinnungslaus maöur. En ef viö lifðum fullkomlega frjálsu lifi væri ekki til neinn litteratúr. En viö lifum ekki frjálsu lifi. Sambandsleysiö er mikiö og tækin taka tímann. Þú hefur ekki einu sinni samband viö jöröina, heldur gengur á mal- bikinu hér I höfuöborginni. Og viö vinnum ekki lengur fyrir brauöinu, heldur fyrir tækjun- um, sem eiga aö létta okkur llfiö eins og t.d. eplaskerinn. Guömundur klmir. — Þaö er gott aö fara til Spánar og slappa af i sólinni. En viö þurfum líka birtu i viöari | skilningi. — im I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.