Þjóðviljinn - 25.03.1979, Page 21

Þjóðviljinn - 25.03.1979, Page 21
Sunnudagur 25. mars 1979. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 21 í rósa- garðinum Saumað að fréttunum? Fréttastofan Nýja Klna er Hk- leg til þess aö örva til betri sniöa og saumaskapar I kinverskum fataiönaöi til útflutnings. Vlsir. Efnahagsfrumvarpið í höfn? Ólafur fær einn ráöherranna nýja bílinn á gamla veröinu. Fyrirsögn i Dagblaðinu. Farfuglar eru skárri en staðfuglar Aö sögn Perry Bishops, blaöa- fulltrúa Varnarliösins eru þetta ekki merki þess aö Rússarnir séu loksins aö koma, heldur fastur liöur eins og venjulega: Rússar auka alltaf umsvif sin þegar fer að vora eftir langan vetur. Lik- lega er þetta meö frumlegri vor- boöum. Visir. Engum er lengur að treysta ,,Ég varö ekkert hissa á þvi aö hitta fyrir heiöarlega menn i verslunarstétt”, sagöi Svavar Gestsson viðskiptaráöherra aö- spuröur um hvort viöskiptaráð- herran Svavar Gestsson heföi fundið þá þjófa og ræningja I verslunarstétt, sem Þjóövilja- ritstjórinn Svavar Gestsson haföi séö i hverju horni. Visir. Vísindin efla alla dáð A arnarhræiö vantaöi hálft höf- uöiö og ekkert viö krufninguna hefur enn bent til þess hvernig á þvi stendur, en örninn er talinn hafa tapaö fjörinu viö þaö aö hafa missthöfuðiöhvort sem þaö hefur verið af völdum byssukúlu eöa ekki. Morgunblaöið. Kynorka og kvenhylli Stundi hjón tvennar samfarir i viku og brenni 212.5 hitaeiningum i hvert skipti, strokka þau af sér hvorki meira né minna en 22.100 hitaeiningum á heilu ári. Samtals brennir þvl fólk 31.995 hitaeining- um á ári ef tölurnar tvær eru lagöar saman. Dagblaöiö. Hinn langi armur laganna Leita á likömum kvenna jafn- vel fyrir umferöarbrot. Dagblaöiö. Allir á hjólum Af öörum nýjum ráöherrabilum má nefna Chevrolet Malibu Hjör- leifs Guttormssonar, Kjartan Jó- hannsson mun vera að hugleiöa aö kaupa þannig bil lika, Olds- mobil disil Svavars Gestssonar og Tómas Árnason mun vera að hug- leiöa að endurnýja Scout jeppa sinn. Þá hefur utanrikisráöuneytiö keypt Chevrolet Impala handa Benedikt Gröndal og uppi eru hugmyndir um aö iönaöarráöu- neytiö kaupi bil handa Hjörleifi. Dagblaöiö. Pólitísk yfirlýsing? Þaö er hollt aö standa á haus. Fyrirsögn i Timanum.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.