Þjóðviljinn - 31.03.1979, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.03.1979, Blaðsíða 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. mars 1979 AF TVEIM HARMSÖGUM Ég las í blaði i vikunni aðá næstunni stæði til að taka f riðun«Torf unnar fyrir í borgarstjórn. Svo mild^hefur verið skrafað og skrifað um þessa husaþyrpingu að mér finnst ekki á það bætandi, en langar.til að stela lítilli glefsu úr Innansveitarkróníku Halldórs Laxness. Ein- hvern veginn /innst mér þessi stutti kafli eiga svo undur vel^ylð um Torfuna, sem lengi hefur verið hlutlaáMfeirri Reykjavík, sem bornum og barníœadum Reykvíkingum þykir svolítið vænt um. Um örlög Mosfellskirkju skrifar Halldór svona: ,, Hér verður f rá því sagt er kirkjan var tek- in niður og henni jafnað við jörðu í þriðja sinn á ofanverðri 19du öld. Sýnt verður hvernig voldugir málafylgjumenn lögðust á eitt að brjóta niður kirkju þessa alt frá því dana- konúngur skipaði að hún skyldi hverfa árið 1774; og leið þó stórt hundrað ára áður þeirri skipun varð framfylgt. í næstum f jórar kyn- slóðir lögðu drjúgir aðilar hönd á þennan plóg svo sem stjórnarvöld í DanmÖrku, Alþíngi ís- lendinga æ ofaní æ, kirkjuyfirvöldin mann frammaf manni, svo biskupar og prófastar sem lægri safnaðaryfirvöld, loks innanhér- aðsbændur og heiðarlegar húsfreyur og karl- gildir menn sem áttu híngað kirkjusókn, uns ekki stóð uppi til varnar kirkju þessari nema bóndi nokkur afgamall á Hrísbrú, Olafur að nafni Magnússon og ein fátæk stúlkukind, vinnukona prestsins á Mosfelli, Guðrún að nafni Jónsdóttir. Þá féll að vísu þessi auma kirkja. Margir tel ja að guðs visku og lánglund- argeði haf i samt orðið nokkuð ágeingt f þessu máli hér í Mosfellsdal, þó í seinna lagi væri, og mætti heimsbyggðin vel taka nótis af því, þó hinir hafi og nokkuð til síns máls er annað hyggja". Hvað allt þetta gæti nú vel átt við gömlu Torfuna í miðbænum. Ég rakst líka á brot af pínulítilli sögu í blaði um daginn, sögu sem lýsir verðmætamati Is- lendinga svolítið, og ég get ekki að því gert að einhvern veginn finnst mér þessi litia saga sem ég hef heyrt sagða ýtarlegar en hún birt- ist f blaðinu, varpa örlítilli Ijósglætu á örlög Torfunnar. Þetta er harmsaga einhvers mesta kjör- grips sem komið hef ur til landsins, hljóðfæris sem sérstaklega var hingað flutt af því að ekkert annað var til í landinu konungi samboð- ið. Þetta er harmsaga flygils. Það er upphaf þessa máls að eftir lát Kristjáns níunda fóru íslenskir alþingismenn til Kaupmannahafnar að hitta Friðrik átt- unda. Friðrik tilkynnti þeim að hann mundi heiðra íslensku þjóðina með nærveru sinni og friðu föruneyti hérlendis sumarið eftir (1907). Nú þótti íslendingum, sem von var, mikið í húfi að móttökurnar mættu takast sem best, og var skotið á ráðstef nu um hvernig best væri að gera kóngi dvölina bærilega hérlendis. Var fvennt þegar samþykkt. Annað að ryðja reið- veg austur í Haukadal í Biskupstungum og hitt að kaupa slaghörpu (flygil). Nú höfðu Islendingar tapað niður dansinum einhvern tímann á miðöldum og með honum hljóðfæraleik, og var ástandið í hljómlistar- málum Islendinga um þessar mundir slíkt að enginn Islendingur var talinn nægilega fingra- fimur til að geta spilað lag fyrir kónginn. Þá var í skyndingu sent teligram til Hafnar og pantaður píanisti þaðan. Svo slysalaust virðist sú spilamennska hafa gengið fyrir sig, að hennar er ekki getið í íslandssögu Jóns Aðils. Nú segir ekki af flyglinum í tvo-þrjá ára- tugi. Þá birtist hann úti á túni í Stykkishólmi, en þar var honum stillt upp til sölu ásamt með öðru góssi úr eigum valinkunns embættis- manns, sem var á förum suður. Allt sem á túninu var seldist, nema flygillinn, sem útvegsbændum i Hólminum þótti ólíklegt að gæti flotið, jafnvel þótt járnaruslið væri tekið innan úr honum. Allar vorannirnar stóð svo þessi kjörgripur, sérhannaður fyrir kónga og keisara og öðrum hljómfegurri, þarna í gró- andanum og var illa hægt að bera skarn á hóla fyrir tækinu, hvað þá slóðdraga. Aðkallandi var að koma hljóðfærinu og öðru því sem slæft gat bitið í amboðum burt áður en sláttur hæf- ist. Þá var það að Jónas frá Hriflu kom þess- ari fyrrverandi gersemi til Laugarvatns. Telja sérfræðingar að þegar hér var komið sögu hafi hljómbotninn verið orðinn eitthvað missiginn og strengir misþandir eða jafnvel slakir. Laugvetningar vissu að sjálfsögðu ekki f remur en aðrir hvaða not gætu orðið að þess- ari mublu, sem var of há til þess að hægt væri að éta við hana. Rottur tóku sér bólfestu í kassanum og juku þar kyn sitt, þar til skóla- piltar fóru að gera sér dagamun með því að míga ofan í flygilinn. Þá flýðu rotturnar vos- búðina. Flygillinn var svo gefinn einhverjum sérvitringi og altmúligmanni austur á f jörð- um að því tilskildu að hann kæmi gripnum f rá menntasetri sunnlendinga. Þegar svo flyglin- um var skipað upp á Norðfirði nöktum, um- búðalausum og i engri af sinni upprunalegu dýrð, héldu kallarnir í uppskipuninni að hér væri komin pulsugerðarvélin, sem kaupfélag- ið var búið að panta. Þar stendur konungsger- semin víst enn, búið að rífa út hljómfegursta instrúmenti sem hingað hef ur komið til lands- ins, vírana og járnaruslið, og í því er geymt kjötf ass. Þetta var sem sagt sagan um konungsger- semina sem flutt var hingað til lands, flygil- inn, sem var öðrum hljóðfærum hljómfegurri og tekinn í misgripum fyrir pulsugerðarvél og er nú notaður til að geyma í honum ketkássu. Hvað sagði raunar ekki f jármálaráðherra við menntamálaráðherra um daginn: Fyrir menninguna er mikið greitt, en munað skyldi, að hún hefur naumast neitt notagildi. Flosi. Dagskrá Kvikmyndahá- tíðar hernámsandstæðinga Laugard. 31. mars Kl. 5 Orrustan um Chile I. hluti. Sunnud. 1. aprfl Kl. 3 Orrustan um Chile II hluti. kl. 5 Ljóniö hefur 7 höfuö. Mánud. 2. april Kl. 8 Mexico frosin bylting og September i Chile. Kl. 10 Ganga Zumba. Þriöjud. 3. april Kl. 5 Stund brennsluofnanna (allir hlutarnir) Miövikud. 4. aprfl Kl. 5 Sjakalinn firá Nahueltoro. Kl. 8 Refsigaröurinn og viötöl viö My Lai-moröingjana. Kl. 10 Ljóniö hefur 7 höfuö. Fim rntud. 5. april Kl. 5 Mexico frosin bylting og September I Chile. Kl. 8 Orrustan um Chile I hluti. Kl. 10 Orrustan um Chile II hluti. Föstud. 6. april Kl. 5 Stund brennsluofnanna (allir hlutarnir) Kl. 8 Ganga Zumba. Kl. 10 Refsigaröurinn og Viötöl við My Lai-moröingjana. Sunnud. 8. aprfi Kl. 3 Ljóniö hefur 7 höfuö. Kl. 5 Stund brennsluofnanna (aUir hlutarnir) K1.8 0rrustanum Chile Ilhluti. Kl. 10 Mexico frosin bylting og September i Chile. Mánud. 9. april Kl.5 Orrustan um Chile I. hluti. Kl. SOrrustan um Chile Ilhluti. Kl. 10 Sjakalinn frá Nahueltoro. Ráb Jön lir Vör. KÓPAVOGUR: Baráttudagskrá á morgun 1 tflefni af þvi aö 30áru eruliöin Páll Theódórsson flytur frá inngöngu tslands f Natóefna ávarp, Jón fir Vör les ljóö, tón- Samtök herstöövaandstæöinga I listarmenn koma fram og fleira. Kópavogi til baráttudagskrár i Dagskráin hefst kl. 14 og Félagsheimili Kópavogs á stendur fram eftir degi. Kaffi- morgun sunnudaginn 1. april. veitingar eru á staðnum. Nýja sjálfvirka simstööin í Mosfellssveit: hefst í næstu viku ■ Fullkomnasta símstöö á landinu ■ Sama gjaldskrá og í Reykjavik t fyrrakvöld var haldinn fundur um simamálin i Mosfellssveit á vegum Junior Chamber. Fundur- inn var haldinn i Hlégaröi og var boöiö til hans Jóni Skúlasyni, póst- og simamáiastjóra, Kristjáni Helgasyni, umdæmis- stjóra Pósts og sima, Oddi ólafs- syni alþingismanni, Pétri Bjarnasyni skólastjóra og Ragnari Arnalds samgönguráö- herra. Ragnar gat ekki mætt á fundinn, en Þorsteinn Magnússon aðstoöarmaöur ráöherra mætti fyrir hans hönd. Það kom m.a. fram i máli Þorsteins, aö árið 1975 hafi sim- stööin á Brúarlandi fengiö 600 númer, sem -nú eru fullnýtt. A siöustu árum hefur ekki veriö unnt aö stækka simstööina vegna niöurskurðar á heildar- framkvæmdum Pósts og slma 1976—77. En á sl. ári var tekin sú ákvöröun aö Mosfellssveit yröi á gjaldskrá höfuöborgársvæöisins og simnotendur greiddu eftir sama taxta og Reykvíkingar. Vegna þessarar ákvöröunar þurfti aö breyta um kerfi I Mosfellssveit og kaupa sjálfvirka simstöö, sem annar meiru en gamla stööin og hefur fleiri linur beint til annarra stööva á höfuö- borgarsvæöinu. Viö afgreiöslu siöustu fjárlaga var tryggt fjár- magn til framkvæmda viö nýju simstööina og nemur heildarfjár- magn til byggöarlagsins nú rúm- lega 500 miljónum á fjárlögum. Þessi nýja simstöö veröur hin fullkomnasta á öllu landinu. Nokkra mánuði getur tekiö aö ljúka framkvæmdum, en byrjaö veröur aö setja stööina upp I næstu viku. Póstur og sími mun reyna aö hraöa verkinu eins og unnt er. Fundurinn i Hlégarði var mjög fjölmennur og mikil þátttaka i umræðum. Póst- og simamála- stjóri fékk fjölmargar fyrirspurn- ir um simamái sveitarinnar og þótti mönnum fengur I aö geta rætt málin við „ kerfiö” milliliöa-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.