Þjóðviljinn - 31.03.1979, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 31.03.1979, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. mars 1979 Ungmennafélag Biskupstungna Sýnir íslandsklukkuna Umsjón: Magnús H. Gíslason Jóhanna Róbertsdóttir og Siguröur Þorsteinsson sem Snæfriður og Eydalln lögmaður. raunar um leikflokkinn og aöstoð- armenn hans, enda er verkefni þetta svo viðamikiö, að það krefst ýtrustu krafta allra þeirra, sem hlut eiga að máli. Leikgerð ís- landsklukkunnar er hér flutt svo til óstytt. Sviðsskiptingar eru tið- ar og útbúnaður allur næsta flók- inn. Hefur Steingrimur Vigfús- son, Laugarási, haft forystu um leiktjaldagerö en formaður leik- nefndar, Halla Bjarnadóttir, Vatnsleysu, borið hita og þunga undirbúnings i heild. Leikmynd gerði Gunnar Bjarnason. Nánar verður skýrt frá sýning- um Ungmennafélags Biskups- tungna á Islandsklukkunni slðar. Þessu sinni skulu nefndir þeir, sem fara með veigamestu hlut- verkin: Bragi Þorsteinsson, Vatnsleysu, leikur Jón Hregg- viðsson, en Ragnar Lýösson, GýgjarhólijArnas Arnæus og Jó- hanna Róbertsdóttir, Neðra-Dal, Snæfrfði tslandssól. Fjölmenni starfar aö undirbún- ingi sýningarinnar, enda eru leik- arar 27, og hinir ótaldir, sem beint eða óbeint hafa komiö viö sögu. Hlýtur félagsþroski og fórn- fýsi þessa fólks að vekja aðdáun, svo miklu sem það hefur til leiðar komið þessa myrku miðsvetrar- mánuöi. Formaður Ungmennafélags Biskupstungna er nú Sveinn Sæ- land, Espiflöt. Nýtur leikstarf- semi sem og önnur menningar- viðleitni styrkrar forystu hans. H.S. Björn Jónsson I hlutverki Grinvicensis. Frá þvi á haustmánuðum hafa Tungnamenn nú unnið að undir- búningi nýrrar leiksýningar. Þessu sinni er viðfangsefni Is- landsklukka Halldórs Laxness. Æfingar hófust laust eftir áramót og hafa þær staöið linnulltið sið- an. Aðstæður hafa þó ekki verið sem skyldi, enda vetur harður og þungfært löngum um sveitina. Hefur starfsemin tafist nokkuð af þessum sökum, en öll viövik orðið örðugri en ella, þótt ekki legöust af æfingar. Undirbúningi er nú aö mestu lokið og er áformað að sýna ts- landsklukkuna i félagsheimilinu Aratungu aö kvöldi föstudagsins 30. mars, i gærkvöldi. Leikstjóri er Sunna Borg, en hún stýröi leik- flokki Ungmennafélags Biskups- tungna á liðnu ári einnig. Hefur leikstjóri þessu sinni sem áður unnið verk sitt af dæmafáu þreki og einbeitni. Sama máli gegnir Eins og löngum fyrr hef- ur Ungmennafélag Bisk- upstungna haldið uppi þróttmiklu félagsstarfi undanfarin misseri. Má þar nefna iþróttaiðkanir margskonar, dansnám- skeið, félagsmálanám- skeið, spilakvöld og aðra mannfagnaði. Leikmennt hefur og í nokkrum mæli verið iðkuð ár hvert. Hið síðast talda var upp tekið með aukinni elju á liðnu ári, en þá flutti Ung- mennafélag Biskups- tungna sjónleikinn Gísl eftir Brendan Behan. Tengdist sú sýning sjötiu ára afmælishátíð félags- ins. Leikendur, leikstjóri og aðstoöarmenn aö lokinni æfingu. Rannsóknir á eldi laxfíska Fyrir Búnaöarþingi lá erindi um rannsóknir á eldi laxfiska og fjárveitingar úr rlkissjóöi til þeirra. Þingiö afgreiddi erindið með svofelldri ályktun: Búnaðarþing skorar á land- búnaöarráðherra og fjárveit- inganefnd Alþingis að vinna aö þvi, aö fé, sem veitt er úr rikis- sjóði til tilrauna um eldi lax- fiska, veröi jafnan veitt til til- raunastöðvar rikisins f fiskeldi i KoDafirði, sem fermeðþaumál samkv. lögum nr. 76/1970 um lax- og silungsveiði. 1 greinargerö segir: Tilraunastöö rikisins i fiskeldi var stofnsett 1961, samkv. ákvæði i 82.gr. laga nr. 53/1957 um lax- og silungsveiði til aö gera tilraunir með klak og eldi laxfiska og hafa á boðstóhim lax- og silungsseiði til fiskrækt- ar og fiskeldis. Stöðin var reist I Kollafiröi á Kjalarnesi fyrir lánsfé og hefur jafnan haft litið fé milli handa til tilraunastarf- semi. Rekstrarfjár hefur að langmestu leyti veriö aflað með sölu á seiðum og sláturlaxi. Nú siðustu árin hefur Fiskifé- lag Islands, sjávarútvegsstofa- un, sem hefur samkvæmt lögum og reglum hvorki með rann- sóknir sé tilraunastarfsemi i fiskifræði að gera, tekiðupp til- raunastarfsemi f laxeldi I net- kvíum á tveimur stöðum i sjó, og i Lóni i Kelduhverfi, sem er stööuvatn, sem sjór fellur inn i i stórbrimum. A þessH ári eru Fiskifélaginu veittar 12.677 kr. á fjárlögum, til tilraunastarfsem-* innar. Veiöimál, þ.e. veiöi lax, sil- ungs og áls, fiskrækt og fiskeldi eru lögum samkvæmt landbún- aöarmál, og er landbúnaðarráö- herra æðsti yfirmaður þessara mála. Virðist þvi eöliiegt og sjálfsagt, aö fjárveitingar úr rfipssjóði til tilrauna með eldi laxfiska gangi óskiptar til Til- raunastöðvar rikisins i vatna- fiskeldi i Kollafiröi, sem þyrfti að efla fjárhagslega, svo að hið vel menntaða starfslið, sem vinnur við starfsemina, fái betri starfsskilyrði og aukið athafna- svið. —mhg Ragnar Lýðsson, (Arnas Arnæus), Bragi Þorsteinsson, (Jón Hreggviösson), Friður Pétursdóttir (kona Arnæusar).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.