Þjóðviljinn - 31.03.1979, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.03.1979, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN’ Laugardagur 31. mars 1979 UOBVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis L'tgefandi: LJtgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Kitstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Harftardóttir Kekstrarstjóri: ÍJlfar Þormóösson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphéöinsson Afgreiöslustjóri: Filip W. Franksson , Blaöamenn: Alfheiöur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Ingólfur Margeirsson, Magnús H. Gislason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Guö- mundsson. iþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaö- ur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. CJtlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Guöbjörnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elias Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigríöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Ólafsson. Skrifstofa: GuÖrún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgreiösla:Guömundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristln Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: Olöf Halldórsdóttir, Sigriöur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. CJtkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Guömundsson. Ritstjórn, afgrelösla og auglýsingar: SÍÖumúla 6, Reykjavik, slmi 8 13 33. Prentun: Blaöaprent hf. Það eitt getur dugað til vinnings • Nú liggur fyrir að stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um breytingar á frumvarpstexta þeim sem Ólafur Jóhannesson hafði soðið saman og lagði fram i rikisstjórninni 12. febrúar sl. Frá þeim frumvarpstexta hafa átt sér stað verulegar breytingar og ber að leggja á það áherslu að þær hafa allar orðið fyrir kröfugerð Alþýðubandalags- ins og verkalýðshreyfingarinnar. Alþýðuflokkurinn samþykkti nefnilega strax og athugasemdalaust það sem kom upp úr pottinum hjá Ólafi Jóhannes- syni. • Veigamestu breytingarnar á frumvarpinu eru þessar: • 1. í upphaflegri gerð þess voru engin ákvæði um sérstakar ráðstafanir til eflingar atvinnulifsins, aukinnar framleiðslu og framleiðni. Þar var alfarið gert ráð fyrir þvi að brugðist yrði við vandamálum efnahagslifs með neikvæðum hætti, þ.e. með niður- skurði og samdrætti, sem hefði haft i f ör með sér at- vinnuleysi. í núverandi gerð frumvarpsins er sér- stakur kafli um eflingu atvinnulifs, ný stjórnartök á þeim málum og samdráttarákvæðin eru ýmist numin brott eða breytt svo að þau eiga að vera skaðlaus. 1 þvi sambandi ber að nefna ákvæðin um allskonar varhugaverðar prósentubindingar við þjóðhagsstærðir og um stórauknar bindingar fjár- magns frá þvi sem verið hefur. • 2. Annað megineinkenni upphaflegrar gerðar frumvarpsins var fólgið i verðbótakafla þess: þar var að finna kauplækkunarákvæði, sem hefðu haft i för með sér um 8% skerðingu launa 1. júni. í núver- andi gerð frumvarpsins eru um 2/3 félagsmanna ASÍ varðir fyrir viðskiptakjaraskerðingunni 1. júni og siðan i hálft ár. • 3. Þriðja einkennið á frumvarpsgerð forsætisráð- herra voru einskonar leifar frá valdatima Fram- sóknar með Sjálfstæðisflokknum. Bar þar hæst á- kvæðin um að flýta ætti gildistöku laganna um frjálsa verslunarálagningu og að nema ætti úr gildi ákvæði laga núverandi rikisstjórnar um af- skipti rikisvaldsins af verðlagsmálum. 1 núverandi gerð frumvarpsins er þessum fráleitu ákvæðum hins vegar algerlega vikið til hliðar. Verður það að teljast beint hagsmunamál launafólks. • Að öllu samanlögðu sést, að á frumvarpi þessu hafa átt sér stað jákvæðar breytingar frá sjónar- miði Alþýðubandalagsins. En þær hafa sjálfsagt alls ekki verið nógu stórfelldar eða nógu jákvæðar, um hvert smáatriði i verðbótakaflanum til dæmis hefur verið tekist á af hörku og niðurstaða sú sem nú er fengin i þeim efnum hlýtur að sæta gagnrýni, enda þótt á siðustu stundu tækist að forða launafólki frá enn meiri búsifjum. Það verður mjög greinilegt af reynslu undanfarinna mánaða, að sókn kaup- lækkunaraflanna er svo hörð að ekki dugir eitt sér afl Alþýðubandalagsins til viðspymu. Þar dugir heldur ekki svonefndt samráð, þvi ihaldsöflin i búð- um samstarfsflokka Alþýðubandalagsins telja sér það til dyggða að virða samráðið að vettugi. Kaup- lækkunaröflin þurfa að fá að finna fyrir afli samtak- anna sjálfra af fullri hörku og reisn. Það sýnir reynslan að eitt getur dugað til vinnings. Börn og leikhús Oddur Björnsson samdi i til- efrii alþjóölegs leikhúsdags fyrr i vikunni ágætt ávarp, þar sem hann meöal annars tengir sam- an börn og leikhiis. Hann segir svo: í leikhúsinu sjálfu er um aö ræöa samspil tveggja aöila, eins nákomiö, lifandi og mikilvægt og þegar tvær manneskjur tjá hvor annari ást sina. Þaö er stórt ánægjuefni aö fá tækifæri til aö auösýna leikhúsinu þakk- lætisitt,ekkisist á barnaári. Ég býst viö, aö viö séum öll sam- mála um, meöan viö trúum þvi aö kærleikurinn falli aldrei úr gildi, aö ungviöinu sé hollt aö kynnast viö listgrein sem vekur til umhugsunar og glima þegar i æsku viö spurninguna ,,aö vera eöa vera ekki”. Ég trúi þvi llka aö börn eigi erindi i leikhús iúlloröinna og fullorönir i' leikhús barnanna.... Gefum börnum tækifæri aö taka þátt i ævintýrinu. Leyfum þeim aö kynnast viö Ibsen og Shake- speare og alla stóra höfunda fortiöar og samtiöar. Viö ættum lika aö leggja okkur fram viöaö kynnast hugarheimi barnanna, minnug þess aö þaö á aö um- gangast þau meö þeirri virö- ingu,sem viöauösýnum öllu viti bornu.” Þetta er allt vel til fundiö á ári sem kennt er viö börn. Hér er Uka vikiö aö þeirri Ufsnauösyn listamanna aö vanda þau verk sem unnin eru fyrir börn — af þeirri einföldu ástæöu, aö séu þau störf illa unnin, þá eignast listirnar ekki þann stuöning og vinfengi I næstu kynslóö sem þær geta ekki án veriö. Grjót og lýðrœði Viö höfum stundum veriö aö rekja þaö, aö undanförnu hve fastir hálsliöir Natóvina eru: svo viröist einatt sem greinar þeirra og ræöur gætu jafnt hafa veriö haldnar fyrir 30 árum og i dag — allt er i heiminum hverf- ult nema Nató, sem bjargar okkur frá kommúnistum, sem hentu grjóti i lýöræöiö og munu halda þvi áfram. Eöa svo segir i leiöara Morgunblaösins i gær: „Þaö, sem geröist á Austur- velli fyrir 30 árum, sýndi, aö þá voru til þau öfl I þessu landi, sem voru tilbúin til þess aö beita ofbeldi til þess aö koma I veg fyrir aö lýöræöi og þingræöi gæti starfaö meö eölilegum hætti. Þessi sömu öfl eru enn aö verki. 1 30 ár hafa þau barizt gegn aöild Islands aö Atlants- hafsbandalaginu. 1 30 ár hafa þau beitt öllum hugsanlegum brögöum til þess aö koma áformum sinum fram. Menn- irnir, sem grýttu alþingishúsiö 30. marz 1979, eru enn starfandi á vettvangi islenzkra stjórn- mála, i Alþýöubandalaginu og i Samtökum herstöövaandstæö- inga, sem svo eru neftid. Þessir menn og þessi öfl munu hvenær, sem þautelja færi á, vera reiöu- búin til þess aö gripa til ofbeld- isaögeröa á ný.” Styrkur stráa Eftir þus af þessu tagi er þaö mjög ljúft aö vitna til greinar sem Jakobina Siguröardóttir skrifar i nýútkomiö tölublaö Dagfara, málgagn herstööva- andstæöinga. Þar fjallar hún ■ um stööu kynslóöanna i þjóö- i frelsisbaráttunni og segir á [ þessa leiö: „Okkur hefir mistekist, en I viö höfum ekki gefizt upp ■ þótt litt viröist hafa miöaö | i andófi okkar á þessum ára- ■ tugum. Og þiö, unga fólk, I sem haldið baráttunni áfram " viö ófreskjur hernáms, erlendr- i ar stóriöjuásóknar og innlends j þýlyndis: Læriö af mistökum ! okkar, hinna eldri, nýtiö þaö I sem bar áleiöis i sigurátt, hikiö ■ ekki né gefizt upp. Þiö munuö | gera ýmislegt flónslegt eins og ■ viö, en ekki hiö sama. Ef til vill I hefir sambýliö viö vopn og her- j numiö land frá ómuna bernsku i ykkar mótaö meö ykkur önnur I viöhorf en okkar tÚ þess fyrir- bæris, gleggri yfirsýn og harö- ari afstööu. En vonandi aldrei trúna á „stáliö”. Lífsvon okkar og alls mannkyns er „styrkur stráa”, þegar allt kemur tilalls. Þess vegna höfum viö, hin eldri, ekki gefizt upp i striöinu viö ófreskjurnar, heimseyðing- aröflin og myrkriö. Þessvegna munuö þiö halda þvi striöi áfram — og sigra.” AB Hljómsveitin De Danann leikur jig. (Ljósm. Leifur). Þjóðleg tónlist á írskum dögum Fram á sunnudagskvöld eru írskir dagar haldnir á Þórskaffi. 1 þvi tilefni leikur ágæt hljómsveit Irsk á staönum, De Danann, og fer hún eingöngu meö þjóölega tónlist. De Danann hafa verið aö auka oröstisinn. Þéirhafa gert viöreist m.a. fariö þrisvar I langar hljóm- leikareisur til Bandarikjanna og fyrir skömmu fóru þeir spilandi um Noreg. De Danann leggja sem fyrr segir stund á þjóölega tónlist og reyna að hafa hana sem mest „ómengaöa”, þ.e.aö hún,sé ekki i feröamannabúnaöi einhvers konar, heldur sem næst þvi sem Irsk tónlist er iökuö til aö bæta mönnum I geöi þegar þeir koma saman á krám eöa bregöa á dans á palli á vegamótum. Spilararnir hafa allir iökaö list sina frá þvl I bernsku, sumir tekiö köllun sfna I arf frá feörum sinum. Gestum er einnig boöiö upp á irskt brauö og súpur frá Erin og aö sjálfsögöu irskt kaffi. Þaö eru Samvinnuferöir-Land- sýn sem standa aö þessum irsku dögum (eöa kvöldum). Þaö fyrir- tæki hefur aö undanförnu unniö mikiö aö Irlandsferöum — og til dæmis aö taka koma hingaö um 300 Irar um páskana meöan þrjú hundruö Islendingar fara suöur. Nokkrar hópferöir veröa seinna i sumar. Meöal annars er boöiö upp á sex vikna feröir fyrir unglinga fyrir þá sem vilja bæta enskukunnáttu sina. Ganga þeir I sérstaka enskuskóla og búa á einkaheimilum. Einnig veröur fariö i margskonar kynnisferöir. Páskaferöinsem fyrr var nefnd kostar innan viö 100 þúsund krónur. Enskunámsferöin kostar 296 þúsund — gisting, skólagjöld og fullt fæöi innifalin.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.