Þjóðviljinn - 31.03.1979, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 31.03.1979, Blaðsíða 11
Laugardagur 31. mars 1979 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 Gunnlaugur Ástgeirs- son skrifar um bökmenntir Kvöldvísur Síðdegi um sumar- mál Síðdegi í Austurheimi. Blóm af holdi og blóði ganga þorpsstíginn. Loftveginn koma steikingasveinar. Yfir mófjallið rauða bláhvítu ljósi stafar nýmáninn fölur á brá. Úti af fjörum brúnum vesturfallinu knúin ómar í logni hvítu Þær greina ekki hljóðpípuleik unnustans í skógarjaðrinum: Steikt brjóst. Brenndar geirvörtur. Sviðin skaut... En nú er krossmarkað í Vesturheimi við upphaf fengitíðar. harpa í djúpum sjó Úti kveikir ágúst bleika sigð. harpa sem leikur undir vorkvöldsins slæðudansi dapurt og glatt í senn. Moldin dökka sem geymir lík hinna týndu blóma blóma sem hönd þín snerti aftur er hlý og fersk. Fjöll Laufsalir heitir fjall á Síðumannaafrétti og mað- urinn sem er þar á reiki leitar að þessu fjalli en þar er og Laufsalavatn og allt í einu stendur hann á vatnsbakka og sér spegilmynd fjalls í \atninu en eygir hvergi fjallið sjálft. Undar- legt hugsar hann og heldur áfram göngunni. Rökkur fellur á augu kvöldsins og önnur blárri handan við glötuð vor verður að einu, rennur saman kvöldið og mynd þín hljóð og fögur sem minning hrein og hvít eins og bæn. Játning Ég strika yfir þetta ljóð sem ég hef skrifað á þessa hvítu örk. Ég strika yfir þetta ljóð sem er af orðum gert, orðum sem áttu að vera um þig eins og þetta ljóð. En hefði svo verið mundi þessi hvíta örk hafa breytzt í gullinn söng. Stefán HörOur Grfmsson „Lúðurinn breytir um hljóm þegar haustar á fjöllum” „Ungu skáldin” sem umbyltu Islenskri ljóöagerO um miöbik þessarar aldar eru ekki ung aö aldri lengur, heldur oröin miö- aldra og vel þaö, þó andi þeirra sé enn vel hress. Sá þessara skálda sem hvaö best heftir ort en eínna minnst boriö á, Stefán Höröur Grimsson, er einmitt sextugur um þessar mundir. (f. 31. mars 1919). Ef spurt er aö því nii hvaö haf i veriö aö gerast þegar Atómskáld- in brutu burtu fúnar stoöir staön- aörar skáldskaparheföar og endursköpuöu islenska ljóölist, veröur greiöara um svör en fyrir þrjátiu árum þegar deilt var um hvort „ungu skáldin” væru aö tortima Islenskri menningu. Þaö má svo sem til sanns vegar færa að þá hafi menn verið aö tortima islenskri menningu, en þaö voru ekki skáldin sem aö þvi stóöu, heldur sú þjóölif sbylting sem átti sér stað á Islandi i siðari heims- styrjöldinni. Þá var menningar- bylting, tæknibylting, lifskjara- bylting og jafnvel fleiri byltingar þó Byltingin sjálf (með stórum staf) hafi látið á sér standa og geri enn. ísland hættir aö vera til- tölulega einangraö eyland á út- kjálka heimsins og er skyndilega statt á miöju sviöi heimsviðburö- anna. Yfir landið steypist erlent herlið, fjármagn, fjöldaframleidd engilsaxnesk múgmenning og of- vöxtur hleypur i nýrika borgara- stétt sem innsiglar völd sín meö þvi aö hnýta Island hernaðar- bandalagi vestræna stórauö- valdsins. A Islandi er i lok styrj- aldarinnar orðið til það tækni- vædda veiðimannasamfélag meö vanþróuðum pilsfaldakapítal- isma sem viö erum ennþá aö reyna aö skilja og stjórna og gengur ekki alltof vel, enda varla von á öðru þegar beitt er aðferð- um sem gera ráö fyrir allt annars konar samfélagsveruleika. Þaöer þessi samfélagsbreyting sem tortimir þeirri menningu sem fyrir var og kallar á nýjar aðferðir og nýja hugsun. Skáldin geraekki annaöen þaö sem hver ný kynslóö veröur aÖ gera, að endurskapa listina miöaö viö breytta tima, en i siöari heim- sfyrjöldinni verða meiri breyt- ingar á skemmri tima en nokkru sinni fyrr og siðar i Islandssög- unni. Þess vegna var breyting skáldskaparins jafn mikil og af- gerandi og raun ber vitni. Fyrsta ljóðabók Stefáns Haröar, Glugginn snýr I norður, kom út 1946. Bókin er aö mörgu leyti dæmigert byrjendaverk undir sterkum áhrifum þess skáldskapar sem hæst bar á aldarfjórðungnum á undan út- komu bókarinnar. Ljóöform, tjáningarmáti og hugmynda- heimur þorra ljóðanna er hefö- bundinn og I fullu samræmi viö ljóöagerð áranna milli styrjald- anna, sem var beint framhald eldri heföar. Þrátt fyrir þetta er ýmislegt aö finna i bókinni semvisar til seinni ljóða Stefáns Haröar og er merki þess aö nýr timi sé aö ganga i garö íslenskrar ljóöagerðar. Til- raunir eru geröar með frjálst ljóðform, þar sem reyndur er nýr tjáningarmáti og túlkunaraöferð. Heimur hinna frjálsu ljóða er meö ööru móti en hinna. I bókinni bregður fyrir stilbrögöum sem siöar veröa einkennandi fyrir nú- timaljóö og þar er einnig aö finna styrka myndsköpun i ætt viö seinni skáldskap Stefáns Haröar. Ástin skipar mikiö rúm I þessari bók, svo sem voner um fyrstu bók ungs manns, og einnig er róttæk þjóðfélagsádeila áberandi. Þar er og að finna heimspekilegar vangaveltur um mannlifiö og margskonar tjáningu persónu- legrar reynslu. Ariö 1951 kemur Svartálfadans út. I þeirri bók hefur Stefán gengið aö fullu módernismanum á hönd. Hann er laus undan áhrif- um eldri ljóðheföar og annarra skálda og hefur skapað sér sjálf- stæðan stil og tjáningarmáta. Myndræn tjáning þar sem mynd- in er miölæg i allri gerö ljóðsins er megineinkenni ljóðanna ásamt hinum látlausa en þó samþjapp- aða stll sem hann hefur tileinkað í tilefni sextugs- afmælis Stefáns Harðar Gríms- sonar sér. Svartálfadanser I heild ákaf- lega lyrisk bók. Styrkur skáldsins felst fyrst og franst I næmri myndskynjun og hæfileikanum aö tengja myndir úr náttúru og um- hverfi nærfærinni tilfinningatján- ingu og heimspekilegri eöa fé- lagslegri hugleiöingu um afstæð- ur tilverunnar. Þjóöfélagsádeilan er ekki eins áköf og f Glugginn snýr i norður og oft er hún sett fram á táknmáli eöa dulin i heim- spekilegri umfjöllun um vanda mannlifsins. Stfll ljóðanna er oröfár og lát- laus, en merkingarþrungin sam- þjöppun skapar einkennilegan tærleika málsins, sem eykur áhrifamátt ljóöanna og hina ljóö- rænu kyrrð sem yfir þeim rikir. Skáldiö hefur einnig næmt formskyn sem gerir þvi kleift að búa ljóöunum þann búning sem best fellur að efni þeirra og um- fjöllun. Ahrifamikiö einkenni er aö oft er tengimiöja ljóöanna eöa lykilorð I lok ljóösins og opnar lesanda þannig nýja sýn yfir þaö sem á undan er fariö og nýjar leiöir til skilnings. Lok ljóösins er ris þess og merkingarleg miöja. Hliðin á sléttunni.sem kom út 1970 er með stystu ljóöabókum, 31 blaðsiða meö 16 ljóðum. En hér sannast það, sem reyndar er löngu vitaö, aö langt er frá þvi aö magn og gæöi séu i réttu hlutfalli þegarum ljóðeraö ræða. Hliðin á sléttunni er rökrétt framhald af Svartálfadansiþó 19 ár skilji þær að. List skáldsins heftir þroskast, stillinn er tærari og einfaldari um leiö og hugsun ljóöanna er dýpri og marksæknari. Myndirnar sem bruögiö er upp eru viö fyrstu sýn skýrar og fábrotnar, en þegar nánar er aö gætt kemur I ljós aö þær eru oft gerðar úr efnivið af mörgum skynsviöum mannlegrar reynslu og hugmynda og hafa margrætt tákngildi og visun langt út fyrir heim ljóösins sjálfs. Helsta nýjungin i Hliðin á slétt- unni eru prósaljóöin. Stefán hefur náð föstum tökum á hinni vanda- sömu list prósaljóösins. Telja má prósaljóöin eölilegt framhald fyrriskáldskapar Stefáns Harðar vegna þess aö oröfár still hans fellur mjög vel aö hinni knöppu samfellu prósaljóðsins, þar sem gengiö er nær óbundnu máli en i öðrum ljóðum. 1 Hliðin á sjéttunnier hin heim- spekilega umfjöllun bæöi veiga- meiri efnisþáttur og djúptækari en i hinum bókunum. Meö heim- spekilegri hugsun, sem spannar allt frá austurlenskum taóisma til nútima tilvistarheimspeki, leitar skáldiösvara viö spurningum um tilveru mannsins og þann veru- leika sem viö lifum i. En jafn- framt er aö finna i bókinni bein- skeitta samfélagsádeilu og ugg um framtiðarheill mannkynsins, sem iöulega er samofin hinni heimspekilegu fgrundun. Stök myndvisi skáldsins gerir honum kleift aö túlka válegustu atburði og aðstæöur með hljóölát- um og fábrotnum myndum og um leiö aö gæöa ljóöin ljóörænni feg- urð og margræöu tákngildi. Allt þetta gerir þaö aö verkum að Hliöin á s léttunni er ljóörsai og fögur bók sem á eftirminnilegan og áhrifamikinn hátt fjallar um vanda nútímamannsins i tilver- unni. Stefán Hörður er ljóðrænt skáld, sem á listrænan hátt sam- einar myndræna náttúruskynjun og djúptæka umfjöllun um vanda einstaklings og samfélags nútim- ans. Viö sendum skáldinu afmælis- kveöjur meö ósk um yrkinga- sama framtiö.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.