Þjóðviljinn - 04.05.1979, Page 2

Þjóðviljinn - 04.05.1979, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 3 mal 1979. AUGLÝSING um styrk úr Rannsóknarsjóði IBM v/Reiknistofnunar Háskólans Fyrirhugað er að úthlutun úr sjóðnum fari fram i lok maimánaðar. Tilgangur sjóðsins er að veita fjárhagsleg- an stuðning til visindalegra rannsókna og menntunar á sviði gagnavinnslu með raf- reiknum. Styrkinn má meðal annars veita: a. til greiðslu fyrir gagnavinnslu við Reiknistofnun Háskólans b. til framhaldsmenntunar i gagnavinnslu að loknu háskólaprófi c. til vísindamanna, sem um skemmri tima þurfa á starfsaðstoð að halda til að geta lokið ákveðnu rannsóknarverkefni d. til útgáfu visindalegra verka og þýðinga þeirra á erlend mál. Frekari upplýsingar veitir ritari sjóðsins, Páll Jensson, i sima: 2-50-88. Umsóknir, merktar Rannsóknarsjóður IBM vegna Reiknistofnunar Háskólans, skulu hafa borist fyrir 25. mai 1979, i póst- hófl 5176, Reykjavik. Stjórn sjóðsins. AÐILDARFÉLÖG FARMANNA- OG FISKIMANNASAMBANDS ÍSLANDS auglýsa breyttan skrifstofutima frá 1. mai til 31. ágúst. í sumar verða skrifstofur undirritaðra félaga opnar frá kl. 08.00 til kl. 16.00 mánudaga til föstudaga: Vélstjórafélag íslands Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan -— Stýrimannafélag Islands Skipstjórafélag Islands Sjómannablaðið Víkingur Rafvirkjar - Keflavík Rafafl svf óskar að ráða rafvirkja til starfa i Kefla- vik. Upplýsingar i sima 28022 og 53522 H) ÚTBOÐ ® Tilboð óskast i ræstingu á áningarstaðn- um á Hlemmi fyrir Strætisvagna Reykja- vikur. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frikirkjuvegi 3 Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað mið- vikudaginn 16. mai nk. kl. 14 e.h. ^ INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fnkirkjuvegi 3 — Sími 25800 BLAÐBERAR ÞIÓÐVILIANS Rukkunarheftin eru tilbúin. Vinsamlegast sækið þau á afgreiðslu blaðsins sem fyrst. Afgreiðslan er opin i dag frá kl. 9—12 f.h. Þjóðviljinn, Síðumúla 6, Tvisýn úrslit í Bretlandi íhald og frjálslyndir vinna á íhaldsblaðiö Daily Telegraph lýsti með svofelldum hætti vonum þeim sem breskir hægrisinnar binda við sigur Margaret Tatcher I kosningunum sem fram fóru I gær: „Þessar kosningar eru próf- raun á þjóðareinkenni okkar. Frú Tatcher býður upp á að við snúum aftur til þeirra grundvallarreglna sem eitt sinn gerðu þjóð okkar mikla og engin þjóð getur þrifist án: frelsi,lög og regla, refeing og umbun, svigrúm fyrir lögmætan metnað, allir séu sjálfbjarga og sjálfstæðir nema hinir fátæku og sjúku, blanda af frjálshyggju og ihaldssemi, ættjarðarást, spar- semi og iðjusemi endurnýjuð til- finning fyrir von og ævintýri.” Ef boði hennar er hafnað þá er það þeim mun verr fyrir hana og okkur, segir blaðið ennfremur. thaldsfokkurinn tók aftur vin- sældarstökk i allra siðustu skoðanakönnunum sem birtar voru i gær. Fór flokkurinn aftur upp fyrir Verkamannaflokkinn i vinsældum, en þó var óvist hvort það nægði honum til að fá hreinan meirihluta á þingi. Foringi Ihaldsmanna — frú Margrét — hefur hins vegar farið heldur halloka i keppninni við Callaghan um vinsældir fólksins. Þannig sýndu skoöanakannanir i lok kosningabaráttunnar, að hún hafði helmingi minna peráónu- fylgi meðal kjósenda en Callag- han. Um 57% kjósenda kváðu Callaghan trausts verðan, en ekki nema 23% höfðu eftirlæti á Thatcher. Steel, oddviti Frjáls- lynda flokksins, var meira að segja vinsælli en Járnfrúin, og hafði traust um 28% kjósenda. Talið er að þaö séu fyrst og fremst hinir miklu persónulegu yfirburðir þessa vinsæla leiðtoga Verkamannaflokksins sem valda þvi hversu saman hefur dregið með flokkunum tveimur. Síðustu fréttir úr kosninga- slagnum sýna að margt getur enn gerst óvænt. Þannig hefur Frjáls- lyndi flokkurinn skyndilega aukið fylgi sitt nokkuö og það rennir gildari stoðum undir þá skoðun margra, að hvorugur stóru flokk- ABURÐARVERKSMIÐJA RtKISINS AUGLÝSING UM ÁBURÐARVERÐ 1979 Heildsöluverð fyrir hverja smálest eftir- taiinna áburðartegunda er ákveðið þannig fyrir árið 1979: Viö skipshiiö á ýmsum höfnum Afgreitt á bíla umhverfis land: I Gufunesi: Kjarni 33%N kr. 74.500 kr. 75.900 Magni 1 26%N kr. 61.300 kr. 62.700 Magni 2 20%N kr. 53.200 kr. 54.600 Græðir 114-18-18 kr. 90.900 kr. 92.300 Græðir la 12-19-19 kr. 89.300 kr. 90.700 Græðir 2 23-11-11 kr. 84.700 kr. 86.100 Græðir 3 20-14-14 kr 86.200 kr. 87.600 Græðir 4 23-14-9 kr. 88.500 kr. 89.900 Græðir 4 23-14-9+2 kr. 90.900 kr. 92.300 Græðir 5 17-17-17 kr. 87.600 kr. 89.000 Græðir 6 20-10-10+14 kr. 83.300 kr. 84.700 Græðir 7 20-12-8+14 kr. 85.100 kr. 86.500 N.P. 26-14 kr 87.200 kr. 88.600 N.P. 23-23 kr. 97.800 kr. 99.200 Þrifosfat 45% P2O5 kr. 76.000 kr. 77.400 Kaliktórfð 60% K20 kr. 52.700 kr. 54.100 Kallsúlfat 50% K20 kn 65.200 kr. 66.600 Uppskipunar- og 1 afhendingargjald er ekki innifalið í ofangreindu verði fyrir áburð kom- inn á ýmsar hafnir. Uppskipunar- og af- hendingargjald er hinsvegar innifalið í ofan- greindu verði fyrir áburð sem afgreiddur er á bíla í Gufunesi. ÁBURÐARVERKSMIÐJA RÍKISINS Ætli Magga verði borubrött i kvöld? anna tveggja fái hreinan meiri- hluta heldur verði stjórnin að treysta á stuðning smærri flokka og þá verður að likindum biðlað heitast til fjrálslyndra. I gær var fremur vont veður víða á Bretlandi en þrátt fyrir það flykktist fólk á kjörstað.. Kjör- sókn mun þvi aö öllum likindum verða fremur góð en það er talið hagstætt fyrir Verkamannaflokk- inn. Þrátt fyrir öll stóru orðin sem féllu á báða bóga er næsta vist, að fhaldsflokkurinn myndi vart hafa önnur úrræði á takteinum gagn- vart efnahagsvandanum en þau sem Callaghan stærir sig af að hafa beitt með góöum árangri. En þrátt fyrir að honum og flokki hans hafi tekist að minnka verð- bólguna verulega þá er hitt eigi að siður staðreynd að á valdatima hans hefur þeim fjölgaö sem búa við eða undir svo kölluðum fátækramörkum. Að sama skapi hefur hinum auðugu safnast enn meiri auður. Það er þvi kald- hæönislegt en samt ekki fjarri sanni þegar margir vonsviknir bretar segja að það skipti litlu máli fyrir hina snauðu i hvaða höndum stjórnartaumarnir leika á næstu árum. Það halli undan fæti, hvort sem er á vinstri hliö eða hægri... áb/ös Úr þjóðar- djúpinu Eplavíns- bruggarinn Það er kunnara en frá þurfi að segja, að erlendir blaðamenn geta sjaldnast farið rétt með staðreyndir um land vort og lýð, þó þeir þvælist hér fyrir hunda fótum og manna svo vikum skiptir. Einn slikur danskur dandalaðist um landið i sumar og njörvaði svo niður langhund i blað sitt, þar sem ekki var allt i samræmi við veruleikann. Þann- ig erum við islenskir sósialistar sárreiðir yfir þeirri útreið sem Svavar okkar Gestsson fékk hjá danskinum, sem útblés hann sem einn mesta eplavinsbruggara landsins. Auðvitað er þetta lygi eins og Svavar hefur réttilega skýrt frá á rikisstjórnarfundi. Hann hefur aldrei bruggað epla- vin. A hinn bóginn krækti öngull það uppúr manni sem býr á Holtsgötunni að fáir lumuðu á jafn góðri hvitvinsuppskrift og ráðherrann... Kókakóla í sjónvarpinu Það vakti nokkra undrun þeirra, sem börðu augum sjón- varpsþátt með „HLH-flokknum” (Halli, Laddi og Björgvin Halldórsson) nýlega, að i bak- sviði leikmyndar trónaði heljar- stórkókflaska. Þótti mönnum með óllkindum að svo auðsæ aug- lýsing skyldi hafa villst inn á um- ráðasvæði hinnar sómakæru LSD sjónvarpsins. Raddir úr þjóðar- djúpinu fullyrða, að þeir félagar hafi fengið litlar þrjár miljónir fyrir snúðinn. Skömmu eftir sjón- varpsþáttinn var breiðskifa HLH- flokksins send á markað — og viti menn — á plötuumslaginu er stærðar auglýsing frá Coca Cola. Er þetta hægt, Jón....? Fréttaritarinn í Mílanó Þjóðviljinn hefur undanfarið flutt ýtarlegar fréttir af átökum forystunnar i Sjálfstæðisflokkn- um og ekki dregið undan furðu styrka stöðu Alberts Guðmunds- sonar i reiptoginu um formanns- sætið. Þetta hafa ýmsir fjand- menn Alberts túlkað sem stuðn- ing blaðsins við hann, og úr grein eftir Matthlas Bjarnason mátti lesa að I rauninni væru' það kommúnistar sem stæðu á bak við framboð Alberts! Þvi miður er taumhaldið á Al- bert ekki svo gott, en hitt er rétt að samband hans við blaðið hefur ætið verið með ágætum. Hann var ásamt Frimanni heitnum Helga- syni, fyrrverandi iþróttaritstjóra blaðsins, einn af „drengjunum hans _Friðriks” sem spörkuðu saman'bolta i Val, og milli þeirra tveggja var ætið góð vinátta. Þegar Albert var I atvinnu- mennsku á italiu með Milanólið- inu skrifuðust þeir félagar á og Frlmann birti stundum Iþrótta- kafla úr bréfum Alberts I blaðinu. Það er þvi ekki furða þó blaðið sé fremur hallt undir Albert i for- mannsátökunum, þar sem hann er eiginlega fyrrverandi fréttarit- ari Þjóðviljans i Milanó... á

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.