Þjóðviljinn - 06.05.1979, Page 2

Þjóðviljinn - 06.05.1979, Page 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. mal 1979. 1 T ■'Y'- | y&ik. 1 11 [| %| ^ .JL. 'JLt. Tom Robinson Band er ein af f jölmörgum bresk- um nýbylgjuhljómsveit- um sem komu fram á sjónarsviðið við síðustu poppsprengingu í Bret- landi. Ásamt Elvis Costello, Graham Parker & The Rumour, lan Dury & The Blockheads pg ýmsum fleirum er Tom Robinson Band meðal höfuðpostula nýju bylgjunnar. Með nýjustu afurðinni, Tom Robinson Band Two sem út kom fyrir nokkru, hafa þeir sannað stöðu sína enn frekar. Misjafnir dómar TRB Two hefur reyndar feng- iö æði misjafna dóma breskra gagnrýnenda. Hafa þeir flestir keppst um að rifa hana niður á allan hátt, þó hafa einstakir gagnrýnendur gefið henni sann- gjarna dóma. Það sem T.R.B. Two er helst fundið til foráttu er að platan þykir ófrumleg, textarnir of pólitiskir, söngur- inn lélegur og þar fram eftir götunum. Tom Robinson, bassaleikari, lagasmiður, textahöfundur og höfuðpaur hljómsveitarinnar, er einn helsti forsvarsmaður kynvillinga i Bretlandi. Jafn- framt því er hljómsveitin ein þeirra sem standa að hreyfing- unni „Rokk gegn kynþáttamis- rétti”. Þetta eitt sér er nægjan- leg ástæða fyrir ýmsa af eldri og ihaldsamari skólanum til að veitast harkalega að öllu sem frá T.B.R. kemur. Grá Cortina Tom Robinson er aö mörgu leyti dæmigeröur Breti af al- þýöuætt. Draumar hans snúast um • veraldleg gæði aö vissu marki, en jöfnuður og réttlæti er honum þó efst I huga. Þetta sýna lögin og textarnir á fyrstu plötunni glöggt. 1 lögum eins og 2, 4, 6, 8, — Motorway sem gerði hann frægan og Grey Cqrtina, útlistar hann dæmigerða drauma breskra pilta, um að bruna á eigin ökutæki frjálsir og óháðir um þjóðvegina. Draum- ínn um að eignast sjálfur gráa Cortinu. Eftir frægðina og tekjurnar sem af henni leiddi hefur Tom Robinson reyndar keypt sér gráa Cortinu, sem hann ekur um á. En býr samt ennþá i leiguibúð i miðri Lon- don, þó hann gæti vel veitt sér meiri munað. Taktu afstöðu Hann syngur ótrauður „Sing if your glad to be gay”: „Syngdu ef þú gleðst yfir að vera hýr” og fær alla til að syngja með sér á tónleikum, sama hvaða skoðun áhorfendur hafa á málefninu. Hann kemur hita i fólk á tón- leikum og hrifur það með. Fær það til að taka afstöðu, eins og i laginu „Better decide what side your on” eöa „Ain’t gonna take it; Up against the wall” og „Power in the darkness” af fyrstu plötunni; 1 þessum lögum kemur glöggt fram pólitisk vit- und Tom Robinsons. Hann er ásamtsvo mörgum öðrum utan- garðsmaður, en hann tekur opinbera afstöðu til mála og geldur fyrir þaö á ýmsan hátt. Um nýju plötuna sina sagði hann I viötali við blaðamann breska tónlistarblaðsins Melody Maker: „Við áttum i miklum erfiðleik- um að koma plötunni út. Vanda- mál sem ég get ekki talað um. Vandamál sem viö höfum aldrei átt við að striða hvorki með ,Glad to be gay” eða „Power in the darkness”, en með vissum undanslætti, með þvi. að undir- rita viss skjöl...”. Tom Robinson kom fram á baráttuhátlð kynvilltra f febrúar fyrir rúmu ári . Mark Ambler fyrrum hljómborðsleikari TRB leikur á bassann, Tom syngur og Danny Kustow leikurá kassagftar. Myndin er tekin á Trafalgar Square f London Taktu afstöðu Bim. — Var það trygging um skaðabætur? Tom: „Já, en ég vil ekki fara nánar úti þá sálma. Staðfesta okkar að halda okkur við grund- vallaratriði, að halda okkur við það sem við trúum á, hefur að ýmsu leyti styrkst, þar sem við þurfum ekki að svelta lengur. Viö þénum vel fyrir okkar lifi- brauöi...”. „Nú þurfum við ekki að sætta okkur við aðrar mála- miðlanir en henta okkur, þvi að við búum við fullkomin þægindi, þakka þér fyrir”. „Ég get borgað leiguna mina. Ég á Cortinuna mina. Ég get greitt fyrir matinn minn. Og hlutirnir ganga vel. Ég hef meira að segja efni á að hjálpa fólki og málefnum sem ég trúi Boðið til Kúbu 9 Tom Robinson er baráttu- maður. Allt sem hann kemur nálægt er I nánu samhengi við pólitik. „Pólitik er ekki aðeins útvarpsumræður stjórnmála-, flokka og almennar kosningar. Pólitik er þegar systir þin fær ekki fóstureyðingu, þegar besti vinur þinn er settur inn fyrir að eiga eina marijúanasigarettu.., pólitik er hið daglega lif rokkað- dáandans, hið daglega lif allra þeirra sem hafa ekki vellaunað starf eða eiga ekki rika for- eldrai’. Tom Robinson hefur tekist að vekja verulega athygli á málefn- um vinstrimanna og allra utan- garðsmanna. Tom Robinson FlfSIGRARIM vakti m.a. athygli ekki ómerk- ari manns en Fidel Castró. Bauð Castró Tom til Kúbu til hljóm- leikahalds og spjalls um pólitfk. Tom afþakkaði hins vegar boðiö af pólitiskum ástæðum. TBR 2 TRB Two er ekki aðeins nafnið á nýjustu hljómpiötunni, heldur gengur hljómsveitin einnig und- irþessu nafni, óformlega þó. Er það vegna þess að tveir af upp- haflegu liðsmönnunum TRB 1 eru ekki með á nýjustu plötunni. Eru það þeir Mark Ambler hljómborðsleikari og „Dolphin” Taylor trommari sem yfirgaf hljómsveitina rétt áður en hljóðritanir TRB Two hófust. Þeir Danny Kustow gitarleik- ari og Tom héldu ótrauðir áfram ásamt hljómborðs- leikaranum Ian Parker, sem verið hafði i hljómsveitinni um nokkurt skeið. Sér til aðstoðar fengu þeir Preston Hyman trommuleikara Kate Buch Band, tveimur dögum áður en upptökur hófust. Preston þessi Hyman ætti að vera einhverjum tslendingum kunnur, þvi hann er einmitt sá sami og kom með Jakobi Magnússyni hingað til lands fyrir nokkrum árum. Störfuðu þeir saman i „White Bachman Trio” og Stuðmönn- um á hringferð þeirra um land- ið. Einnig lék Preston með Kobba i nokkrum lögum á plöt- unni „Horft i roðann”. Svona skipuð tók hljómsveitin plötuna upp á mjög skömmum tima undir stjórn Todd Rund- gren (producer Meatloaf ofl.). Misrétti Sem fýrr er umfjöllunarefni Tom Robinson Band misrétti af ýmsu tagi. Lögin eru létt rokk eins og það gerist best. Það bregöur ekki fyrir mörgum nýj- Grá Cortina og Fender bassi. Þessir tveir hlutir eru nokkuð einkennandi fyrir Tom Robin- um brögðum. Maður þekkir þessa tónlist strax. Spila- mennskan er örugg og vönduð eins og við var að búast og allt pottþétt. Hvergi veikan hlekk að finna. Það eru hins vegar textarnir og innihald þeirra sem lyfta TRB Two upp fyrir meðalmennsk- una. Eru þeir vel samansettir I flestum tilfellum og er gengið beint að efninu. Hins vegar er mikill galli við plötuna að ekki skuli fylgja textablað. Þó gefa nöfn laganna nokkuð til kynna hvert innihald þeirra er. „Why should I mind”, Black angel”, „Let my people be”, „Blue murder”, „Hold out”. Þessi nöfn fela ýmislegt I sér. Og á umslaginu gefur að finna tilvitnun fyrir neðan nafn hvers lags sem veitir lykilinn að inni- haldi textans. Kúgun 1 laginu Black angel fjallar hann til dæmis um töffarann i skólanum sem allt getur og er þvi fyrirmynd krakkanna. En svo bregsthann algerlega þegar hann verður ástfanginn af svartri stúlku. „Steve was a rebel and a boozer The Ace King of teenage cool He was a cleancut calculating cruiser Broke the heart of every kid in school I never had him figured for a looser Till the morning no one could foresee He fell in love with a sweet black angel..” Og I laginu Blue Murder fjall- ar hann um ungan svartan strák, Liddle Towers, sem lenti i höndum lögreglunnar eftir aö* fengið sér nokkra bjóra. Þegar hann var handjárnaður reyndi hann að rifa dálitiö kjaft með þeim afleiðingum að lögreglan barði hann hressilega og stakk honum sfðan inn. Þrátt fyrir neyðaróp úr klefa sinum um nóttina var honum ekki komið til hjálpar. Þá nótt dó hann af völdum barsmiðanna. Að sjálf- sögöu neituðu lögregluþjónarnir að hafa gert nokkurn hlut eöa heyrt hrópin. „So if you figure on staying alive button your lips and just swallow your pride Don’t make trouble when your hands are tied Liddle died”. Þetta eru aðeins tvö sýnis- horn sem segja ekki mikið. Tom Robinson kemur víða við i um- fjöllun sinniy en fyrst og fremst tekur hann afstöðu með ýmsum minnihlutahópum, sem eiga um sárt að binda. Þaö er ekki hægt að neita þvi sem breskir gagnrýnendur benda á, að Tom Robinson hefur ekki mikla söngrödd, og ekki er hann mjög frumlegur lagasmið- ur. En Tom er likt og Dylan, Jagger o.fl. söngvari tilfinning- ar og meiningar. Hann gefur tónlist sinni athyglisverðan blæ með beitingu raddarinnar. Og fyrir bragðið verður mikilvægi textanna áhrifameira. —jg Neyslupunktar Það má með sanni segja að hiti hafi verið farinn að færast i koshingabaráttuna i Bretlandi rétt fyrir kosningarnar. Breski Verkamannaflokkurinn barðist á öllum vigstöðvum harðri bar- áttu um að halda stjórnartaum- unum. Auglýstu þeir m.a. heil- siðu auglýsingu i breska popp- blaðinu New Musical Express. í auglýsingunni strið „Don’t just rock aj»ainst racism. Vote agai- nst it. Vote Labour”. Sem gæti útlagst á fslensku: „Ekki er nóg að rokka gegn kynþáttamisrétti. Kjósiö gegn þvi. Kjósið Verka- mannaflokkinn.” Og ekki er öll sagan sögð enn. Kvikmynd um ævi og störf Reggae-skáldsins og baráttu- mannsins,Linton Kwesi Johnson sem sagt hefur verið frá hér á siðunni, átti að taka til sýningar i þættinum Omnibus i BBC um miþjan apríl. En ráðamenn sjónvarpsins „ritskoðuðu” myndina og komust að þeirri niðúrstöðú að hún „hæfði ekki til sýningar svona rétt fyrir kosn- ingar”. En það væri allt i lagi að sýnp hana eftir kosningarnar. Astæðan er sú, að Linton Kwpsi Johnson segir nokkur vel valjn orð um afstööu Ihalds- flokksins og Margareth Tatcher til kynþáttamisréttis og innflytj- endú i Bretlandi. Dagskrárstjórinn Franco Rosso brást ókvæða við þegar tekíð var svona fram fyrir hend- urnar á honum og sagði: „Núna rétt fyrir kosningarnar er ein- mitt rétti timinn fyrir fólk að hugleiða kynþáttavandamálið og pólitik. Það ætti ekki að sópa þessum málum undir teppið.” ' I ~jg Umsjón: Jónatan Garðarsson

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.