Þjóðviljinn - 06.05.1979, Page 4

Þjóðviljinn - 06.05.1979, Page 4
4 SÍÐA — ÞJOÐVILJINN Sunnudagur 6. mal 1979. UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýðs- hreyfingar og þjóðfrelsis tJtgefandi: tltgáfufélag ÞjóBviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Arni Bergmann, Einar Karl Haraldsson. Fréttastjóri: Vilborg Haröardóttir Umsjónarma&ur Sunnudagsblaós: Ingólfur Margeirsson. Rekstrarstjóri: Olfar Þormóósson Auglýsingastjóri: Rúnar Skarphé&insson Afgreiðslustjóri: Filip W. Franksson Blaóamenn: Alfhei6ur Ingadóttir, Einar Orn Stefánsson, Guöjón Friöriksson, Ingibjörg Haraldsdóttir, Magnús H. Glslason, Sigurdór Sigurdórsson. Erlendar fréttir: Halldór Gu6mundsson. fþróttafréttamaöur: Ingólfur Hannesson. Þingfréttamaöur: Siguröur G. Tómasson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Leifur Rögnvaldsson. Utlit og hönnun: Guöjón Sveinbjörnsson, Sævar Gu&björnsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Ellas Mar. Safnvöröur: Eyjólfur Arnason Auglýsingar: Sigrtöur Hanna Sigurbjörnsdóttir, Þorgeir Olafsson. Skrifstofa: Gu6rún Guövaröardóttir, Jón Asgeir Sigurösson. Afgrei&sla: Gu&mundur Steinsson, Hermann P. Jónasson, Kristfn Pét- ursdóttir. Sfmavarsla: ölöf Halldórsdóttir, Sigrföur Kristjánsdóttir. Bflstjóri: Sigrún Báröardóttir Húsmóöir: Jóna Siguröardóttir Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Otkeyrsla: Sölvi Magnússon, Rafn Gu&mundsson. Ritstjórn, afgreiösla og auglýsingar: Sf&umúla 6, Reykjavfk, sfml 8 1313. Prentun: Blaöaprent hf. Dýrmæt réttindi i „félagpmálapakkanum ” • Þrátt fyrir eftirrekstur hefur gengið hægt á Alþingi að afgreiða þær félagslegu réttindabætur sem ríkis- stjórnin hét í desember sl. og gengið hafa undir nafninu „félagsmálapakkinn ". Þó er nú svo komið að heita má að búiðsé aðtaka utan af honum að f ullu og innihaldið sé að mestu komið í lög og reglugerðir. • Eitt mikilsverðasta réttindamálið er lengdur uppsagnarfrestur og aukin réttindi í veikinda- og slysa- tilfellum. Verkafólk sem unnið hefur í eitt ár hjá at- vinnurekanda innan sömu starfsgreinar hefur nú eins mánaðar uppsagnarfrest, en áður var þetta bundið þvi, að unnið hefði verið í eitt ár hjá sama atvinnurekanda. Nýmæli er, að þeir sem unnið hafa í þrjú ár hjá sama at- vinnurekanda fá tveggja mánaða uppsagnarfrest, og þeir sem unnið hafa samfellt í fimm ár hjá sama at- vinnurekanda eiga rétt á þriggja mánaða uppsagnar- fresti. Þessi nýmæli bæta mjög úr því algjöra réttleysi sem verkafólk hefur búið við í þessum efnum, sem m.a. hefur komið fram í því, að hægt hef ur verið að kippa af- komugrundvellinum undan verkafólki, sem unnið hefur tíu til tuttugu ár á sama stað, með fyrirvaraIítiIli upp- sögn. • Þá hef ur verið lögfestur réttur verkafólks til þriggja mánaða dagvinnulauna í þeim tilfellum að slys verði í vinnu eða á leið til og f rá vinnu, eða vegna atvinnusjúk- dóma sem stafa af atvinnunni. Þetta er hrein viðbót við gildandi rétt, en áður hafði verið samið í samningum um f jögurra vikna sérstakan rétt. Þeir sem starfað hafa eitt ár samfellt hjá sama atvinnurekanda eiga nú rétt á óskertum launum í einn mánuð í veikinda- og slysatil- fell.um en áður höfðu flest verkalýðsfélög samið um 14 daga óskert laun.Hafi verkafólk verið ráðið í þrjú ár hjá sama atvinnurekanda, á það rétt á einum mánuði að auki á daglaunum, og eftir 5 ára starf á það rétt á samtals þriggja mánaða daglaunum. Þetta þýðir að verkafólk getur átt rétt á allt að sex mánaða launum í veikinda- og slysatilfellum í stað sex vikna hámarks áður. • Þá er nú gert ráð fyrir allt að 18 mánaða ríkisábyrgð á laun, verði fyrirtæki gjaldþrota, en reynslan sýnir að þeir sex mánuðir sem fyrir voru nægðu ekki til þess að fólk næði út peningum sínum við hin tíðu gjaldþrot ís- lenskra atvinnurekenda, sem oft á tíðum skilja eftir sig stórfelldar upphæðir í vangreiddum launum. Félags- málaráðuneytið hefur og gefið út reglugerð um fulla vexti af launakröfum í þrotabú fyrirtækja. • Stór réttarbót hef ur átt sér stað í orlofsmálum. Nú er reglugerð að sjá dagsins Ijós þar sem kveðið er á um að Póstgíróstofan greiði viðkomandi fólki orlof, þó að um vanskil sé að ræða há atvinnurekandanum. Þannig greiðir hún höf uðstólinn strax, en vexti þegar innheimta hefur farið fram. Þá hefur Póstgíróstofan fengið heimild til þess að fara í bókhaldsgögn fyrirtækja til að staðreyna orlofsgreiðslur. Loks er ríkisstjórnin búin að samþykkja vaxtahækkun á orlofsfé úr5% i 11,5% og hef- ur til athugunar að hækka vextina á því enn meir. • Það er mikilvægt fyrir öryggi sjóða verkalýðs- félaganna að nú hefur verið heimilað að taka beint lög- tak án undanfarandi dóms eða sátta hjá atvinnurekanda vegna vanskila á umsömdum greiðslum í sjúkra-,orlofs- og stéttarsjóði verkalýðsféiaga, svo og iðgjaldagreiösl- um í lífeyrissjóð. Þá er nú á lokastigi hjá Alþingi f rumvarp um að næturvinna skuli hef jast að lokinni dag- vinnu á föstudögum, en beðið er með að fella eftirvinnu algjörlega niður þar til séð verður hvernig þessi breyting kemur út í raun. • Að lokum má geta þess, eins og Þjóðviljinn hefur áður minnt á, að viðamikið frumvarp um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum liggur nú hjá ríkisstjórninni, en endurbót á því sviði var eitt af loforðum í „félagsmálapakkanum". í þessu frumvarpi eru geysimiklar úrbætur um öryggi á vinnustöðum, svo sem um ókeypis læknisþjónustu fyrir verkafólk á tveggja ára fresti, öryggistrúnaðarmenn og öryggis- nefndir, lágmarks hvíldartíma, vinnueftirlit ríkisins og heimildtil vinnustöðvunar, skorti á öryggi á vinnustað. • Þessar réttindabætur eru almennu verkafólki í landinu mjög dýrmætar, enda hefur það búið við mest félagslegt óöryggi ails vinnandi fólks. Þjóðviljanum þykir ástæða til þess að minna á hlut Alþýðubandalags- ins i gerð „félagsmálapakkans", en öll forvinnan að honum fór fram í stofnunum flokksins, eins og fram kom í viðtali við Eðvarð Sigurðsson í blaðinu 1. maí.—ekh Úr almanakinu Eitt þeirra orða, sem hvaö oftast er nefnt nú um stundir, bæði i ræðu og riti, er frelsi. Og ekkert orö er meira misskilið, meira misnotað, og af ýmsum vitandivits. Frjálsþjóö, frjálsir einstaklingar, frjáls blöð. Já, vel á minnst, frjáls blöð. Ekki má gleyma þeim. Okkur er nefnilega sagt þaö sýnkt og heil- agt að á Islandi séu gefin út tvö „frjáls” dagblöð. Og hverjir segja það? Jú, þessi blöð segja það sjálf og hverjir ættu svo sem aðvita þaö betur? Andstaö- an er svo auðvitaö hin dagblöð- in, þessu öfrjálsu. Nú verö ég að játa það, aö mér hefur alltaf gengið dálitið erfiölega að greinaþarna á milli þegar um er að ræöa Islensku dagblöðin. Og blessuð „frjálsu” blöðin gera fremur litið til þess verandi eiganda þess og útgef- anda, Vilhjálms Finsens. 1 stjörn Árvakurs sitja ýmsir helstu liðsoddar Sjálfstæðis- flokksins. beir móta að sjálf- sögðu pólitlska stefnu blaðsins I slnum anda. Ritstjórarnir, Styrmir og Matthías, eru bara óbreyttir hásetar á skútunni. Vel má vera að þeim sé lofaö að standa í þeirri meiningu að þeir séu einskonar verkstjórar I sal- arkynnum Morgunblaðsins, og er það útlátalaus viðurkenning en sennilega vel þegin. Hitt vita allir, að ekki myndu þeir lengi velgja ritstjörnarstóla Morgun- blaðsins ef þeim dytti I hug að beita blaðinu gegn Ihaldinu. bað sem hér hefur verið rakiö um Morgunblaðið og bjóövilj- ann færir okkur heim sanninn um aösérstök útgáfustjórn, sér- ýmsir hverjir, bera þess þó ótví- ræð merki, að vera skrifaöir af áhugasömum stjórnarandstæð- ingi. tJtgáfustjórnin getur tek- ið sér I munn hið fom- kveðna:„Sýn mér trú þina af verkunum”, og látið þar við sitja. Henni verður að ósk sinni. Jónas Kristjánsson er yfir- lýstur sjálfstæðismaður og fékk meira að segja að sitja á þing- flokksfundum þeirra. Kannski Frjáls” blöð og ófrjáls” 55 að hjálpa mér og öðrum til skilnings á því, á hverju þessi flokkun þeirra á blöðunum byggist. bó þykist ég grilla I aö þau telji að blað, sem stjórn- málaflokkur gefi út, sé óumdeil- anlega ófrjálst. Samkvæmt þeirri kenningu er eitt blað þá þegar úr leik. bað er Tíminn, sem gefinn er út af Framsókn- arflokknum og þvi háöur honum I einu og öllu. Látum þaö gott heita, en hvernig er háttað út- gáfu hinna blaöanna, bjóðvilj- ans, Morgunblaðsins, Visis og Dagblaðsins? Hvaða rök liggja tíl þess, að tvö af þeim teljist ó- frjáls en tvö frjáls? bar brestur mig skilning. Aö öllum þeirra standa sérstök útgáfufélög. 1 þeim öllum tróna pólitiskir á- hrifamenn. Eru blöð, sem þeir gefa út, engu háð? Nú skal ég játa það hrein- skilnislega, að ég geri ráð fyrir þvl að bjóðviljinn sé háður Al- þýðubandalaginu enda þótt hann sé ekki gefinn út af þvi. bjoðviljinn er fátækt blað, efna- minnsta blaðið á Islandi að Al- þýðublaöinu e.t.v. undanteknu, sem áhöld eru reyndar um hvort lengur er þessa heirns eða ann- ars. bjóðviljinn hefur að ylsu náð umtalsverðum kaupenda- fjölda og vaxandi. En hann lifir fyrst og fremst á framlögum fórnfúsra stuðningsmanna þvi auglýsingatekjur hans eru af eðlilegum, — og sumir telja á- nægjulegum ástæðum — litlar, miðað við önnur dagblöð. Auð- vitað er bjóðviljinn háður þvl fólki, sem styður hann og gerir honum kleift aö koma út af þvi það telur hann eiga erindi aö rækja. Glati hann tiltrú þessa fólks, gefist hann upp I barátt- unni fyrir betra lifi þess f hörð- um heimi, þá eru dagar hans taldir, — og eiga að vera það. Nei, bjóðviljinn er svo sannar- lega ekki óháð blað I þeim skiln- ingi, sem Dagblaöið og Visir virðast leggja i það orð, raunar án nokkurrar skýringar á for- sendum sllks skilnings. Morgunblaðiö er gefið út af hlutafélaginu Arvakri, ekki Sjálfstæðisflokknum. Samt sem áöur hefur þaö verið höfuömál- gagn ihaldsins allt frá þvi að danskir kaupmenn settu á það einskonar auglýsingarhafnbann og hótuöu aö svelta það með þeim hætti til bana I höndum bá- stakt útgáfufélag tryggir það á engan hátt að blað sé „frjálst”. En hvernig er þaö þá með hin dagblöðin, keppinautana á slð- degismarkaðinum, Dagblaðið og Visi? Jú, að þeim standa einnig sérstök útgáfufélög. I þeim fríðu hópum er að finna allskonar sómafólk, en ansi er ég smeykur um, aöþeir sem þar eru mest áberandi séu eindregn- ir og yfirlýstir sjálfstæðismenn. Og skyldu ekki hjarðirnar i heild bera nokkuö einn og sama litinn? Halda menn virkilega að þessi blöð séu ekki háð pólitlsk- um sjónarmiðum útgefend- anna? Og hvað um ritstjórana? beir eru auðvitað hlutlausir I flokks- pólitlkinni, eða er það ekki? Maður skyldi nú ætla að svo væri þegar um er að ræða rit- stjóra „frjálsra” og „óháðra” blaða. Ritstjórar Visis hafa lengstaf, — siðan hann gekk I endumýjun llfdaganna, — verið þeir borsteinn Pálsson og Ólaf- ur Ragnarsson. Eru þeir kannski utanflokka? ónei. Ég veit ekki betur en þeir séu báðir kembdir og þvegnir Sjálfstæðis- menn, og þeir leiðrétta mig þá, ef svo er ekki. borsteinn hefur nú látið af ritstjórninni og er orðinn innanbúðarmaður hjá Vinnuveitendasambandinu.Segir það kannski sína sögu um pólitlska aftöðu mannsins. Við starfi borsteins hjá Visi hefur tekið Hörður nokkur Einarsson, maður, sem ég hygg aö mundi lita á það sem hreina móðgun við sig væri hann vændur um að vera ekki Sjálfstæðismaður. Reyndin hef- ur Uka orðið sú, að siðan Hörður þessi Einarsson fékk loksins, „eftir japl og jaml og fuður” að gera sig gildandi á slðum Vísis hafa leiðarar blaðsins ein- kennst af einsýnni og hat- rammari ihaldsáróðri en aö jafnaði sést i Morgunblaðinu, — og þarf töluvert til. Ritstjórar Dgblaösins eru aft- ur á móti þeir Jónas bændavin- ur Kristjánsson og Haukur Helgason sem telst raunar rit- stjórnarfulltrúi en skrifar oft leiðara. Velmávera, að Haukur Helgason telji það fyrir neðan virðingu sina aö vera opinber- lega bendlaður við nokkurn stjórnmálaflokk.Leiðarar hans. Magnús H. Gíslason skrifar hefurhann verið látinn sitja þar úti í horni, kannski meira að segja orðiðaö skrifa á hjánum á sér, en varla hefði hann veriö hafður þar innan veggja ef ör- vænt hefði þótt um hið pólitlska innræti. Niðurstaða þessara hugleið- inga er sú, að það sé blekking að tala um „óháö” blað á Islandi. Blööin eru alltaf einhverju og einhverjum háð. Slagorð breyta þar engu um. Ég geri að visu ráð fyrir, að þegar Visir og Dagblaðið aug- lýsa sig sem „óháð” blöð þá eigi þau við, að þau séu óháð stjórn- málaflokkum. Slikt blað er auð- vitað hugsanlegt að gefa út en „frjálst” og „óháð” væri þar samt sem áður ekki. bað væri háð eigendum sinum og þeirra sjónarmiðum, kaupendum, auglýsendum. En jafnvel þótt fallist væri á þann skilning sið- degisblaðannaaðhvert það blað væri frjálst, sem pólitíkusar heföu ekki fingurna á, þá eru þau, i þeim efnum, undir sömu sökina seld og morgunblöðin. I útgáfustjórnum þeirra sitja flokkspólitiskir áhrifamenn. Ritstjórar þeirra eru meðlimir i stjórnmálaflokki. bessir menn móta pólitíska stefnu blaðanna að sjálfsögðu I sinum anda, eins og dæmin sanna. „Baráttan um brauðið” hefur freistað síðdegisblaðanna til þeirrar viðleitni að sigla undir fölsku flaggi. Raunin er samt sem áður sú, að i stað þess að I- haldið átti áður aðeins eitt Morgunblaö á það nú orðið þrjú. MagnúsH. Gislason

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.