Þjóðviljinn - 06.05.1979, Side 8
S SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 6. mai 1979.
Þaðhefur ekki farið fram hjá
blaðalesendum að ritstjórar
Morgunblaðsins og Kirkjurits-
ins hafa skipst á þungum skeyt-
um að undanförnu. í Orðabelg
Kirkjuritsins var að þvi fundið
að „trúmálaafturhald” trónaði
á fremstu siðum Morgunblaðs-
ins. Blaðið svaraði meö leiðara
þar sem ritstjóri Kirkjuritsins
var reyrður upp við svivirðileg-
asta ofstæki og lagt að prestum
aö reka slikan mann frá mál-
gagni þeirra. Ýmislegt fleira
hefur gerst i þessum málum, en
hér skal látið nægja að fjalla um
grein sem séra Jón Auðuns birti
i Morgunblaðinu þann 24. april.
bar tekur hann ásakanir um
„trúmálaafturhald” til sin og
snýr þeim upp á andstæðinga
sina og itrekar eigin viðhorf
sem hann kennir við frjálslyndi
og umburðarlyndi. Spiritisminn
kemur við sögu eins og oft áður i
málflutningi séra Jóns.
Fláttskapur
Rússa
Þvi miður verð ég að byrja
þessar athugasemdir á kafla i
grein séra Jóns, sem snýr að
mér sjálfum. Ritstjóri Kirkju-
ritsins hafði látið svo um mælt
að annar ritstjóri Þjóðviljans
væri viðræðuhæfur um trúmál.
Eg vil þakka þessa kurteisi,
sem ég reyndar veit ekki hvort
makleg er. En hvað um það:
séra Jóní finnst illt að Þjóðvilj-
anum sé blandað i' málin með
þessum hætti, oger það kannski
ekki nema von. Hitt er svo
verra, að hann notar tækifærið
til að tipla út á óheiðarleikafen
dylgjustilsins. Hann segir sæt-
um’ rómi að hann „væni ekki
Arna Bermann um óheilindi”.
En i' næsta orði vill hann minna
á að „i löndum kommúnista”
séu kristnir menn ofsóttir og þó
einkum hjá Rússum. Siðan segir
hann:
„Þeim sem þekkja aðferðir
ráðstjórnarmanna tii að koma
ár sinni fyrir borð i vestrænum
lýðræðisrikjum getur komið i
hug aö þeir sjái þann kost vænt-
legan að veita stuðning einmitt
þeim hópum innan kristninnar,
sem liklegastir eru til að gera
trúna tortryggilega ogfjarlægja
hana almenningi svo að auð-
veldari bráð verði hún and-
kristilegum stjórnháttum. Er ó-
liklegt að þeir liti með velþókn-
un þann anda,sem ræður furðu-
greininni i Kirkjuritinu? Þeir
vita sinn v.eg þeir herrar i
Kreml og mikið má vera ef
mörgu ágætu, trúuðu fólki óar
ekki viö að eiga Þjóðviljann að
bandamanni”.
Satans englar
Jón Auðuns kann sitt fag eins
og menn sjá. Hann fullyrðir
ekkert, en hann leggur fram út-
smoginn likindareikning fyrir
þvi, að Þjóðviljamenn hljðti að
vera i raun Satans englar sem
gangi erinda Kremlverja til að
eyðileggja islenska kristni. I
leiðinni er svo hægt að láta
menn gruna, að Brésjnéf hljóti
að hafa sérstaka velþóknun á
andstæðingum séra Jóns í þjóð-
kirkjunni. Ekki veit ég hvort
þessi málflutningur er i anda
frjálslyndis, en drengilegur er
hann ekki. Hann byggir meðal
annars á þeirri óbeinu fölsun
sem nú skal nefrid.
Séra Jón getur gert ráð fyrir
þvi, að dylgjur hans hljómi
sannfærandi vegna þess að
mjög margir lesendur blaðs
hans geri af fordómum sinum
ráð fyrir þvi að Þjóðviljarit-
stjóri hafi haldið uppi vörnum
fyrir trúmálapólitik sovéskra og
þar meðgerst þeirra valdhöfum
samábyrgur. En i reynd hefi ég
meðal annars skrifað þetta um
það mál:
„Það var h’til ástæða til að
hafa samúð með feitri og latri
rússneskri rikiskirkju, sem
nærðist á svita leiguliða og al-
ræði keisarans, meðsek i
margri svivirðu (gyðingaof-
sóknir t.d.). En annað verður
uppi hjá þeim sem sér og heyrir
til rússnesks trúfólks I ónáð
nýrrar opinberrar hugmynda-
fræði. Fólks sem i sinum þunga
róðri var sýnu auðugra
að mannkostum en sá hugsana-
daufi þögli meirihluti sem i öll-
um rikjum og löndum játar þvi
vélrænt sem að honum er hald-
ið”.
Er séra Jóni velkomið að
leggja útaf slikum texta ef hann
vill.
Þessir Gyðingar!
Jón Auðuns segir i grein sinni
að strangtrúarkristindómur og
kommúnismi eigi sameiginlega
„skefjalausa einrasðishneigð og
umburðarleysi í garð annarra.
Þetta er þess vegna skiljanlegt,
að báðir, kristindómur og
kommúnismi, eiga rætur i
Gyðingdómi, sem kennir að
Guðs útvaldi lýður búi einn yfir
öllum sannleika oghefur fætt af
sér það ofstæki, sem valdið
hefur miklum óheilindum innan
kristninnar”.
Séra Jón er gjarn á að lofa
sjálfan sig fyrir umburðarlyndi
i garð annarra trúarbragða, en
hér sem stundum áður lætur
hann uppi merkilega fordóma i
garð Gyðingdóms. Gyðingdómi
er allt það að kenna sem séra
Jóni er verst við — kommúnismi
jafnt sem ofstækisþátturinn i
kristnisögunni.
Mér er það með öllu óskiljan-
legt hvers vegna „kommún-
ismi” á að eiga rætur i gyð-
ingdómi. Við skulum ekki
vera að velta Jóni Auðuns upp
úr þvi, að þetta var einmitt
eftirlætiskenning nasista, en vel
mætti hann gæta að þvi, i hvaða
félagsskap hann lendir með
þessu hjali sinu. Kommúnismi
Marx og Engels á sinar rætur i
franskri efnishyggjuheimspeki,
breskri hagfræði, þýskri
dialektik og þó fyrst og fremst i
hlutskipti evrópsks verkalýðs
iðnbyltinganna. Ef menn vilja
kalla sósíalisk fræði gyðingleg
vegna uppruna annars tveggja
frumkvöðla marxismans, þá er
það álika gáfulegt og að telja
sálgreininguna, atómvisindin
eða kratismann gyðinglegrar
ættar vegna forfeðra Freuds,
Einsteins og Bernsteins.
Hvað eru
trúardeilur?
Mér er það einnig óskiljanlegt
af hverju verstu afglöp krist-
inna manna eiga að vera gyð-
ingdómi að kenna. I ofstækis-
vangaveltum séra Jóns er
að sönnu þann sannleikskjarna
að finna, að sigursæl eingyðis-
trú er i eðli sinu „ofstækisfull”
gagnvart fjölgyðiskerfum —
meðan fjölgyðismönnum má
standa á sama um það hvort
guðum i landi þeirra f jölgar um
einn eða þrjáti'u. Og okkur er
tjáð, að einmitt Gyðingar séu
skrifaðir fyrir eingyðistrú fyrst-
ir manna. En hitt er svo annað
mál, hvernig i ósköpunum það
þarf að vera sérstökum arfi frá
Gyðingum aðkenna, að til dæm-
is ýmsir kristnir hópar hafa tal-
ið sig sitjaað öllum sannleika og
fjandskapast við aðra hópa eftir
því. Ekki vitum við betur en
ofstæki og viskudramb hafi
blómgast innan sem utan hins
kristna svæðis án þess að menn
hafi þurft sérstaka aðstoð frá
fomum ritum hebreskum. Auk
þess er hér um að ræða hugsan-
agang sem lætur sögulegar for-
sendur viðburða lönd og leið,
eða skilur þær a.m.k. mjög
þröngum skilningi. Hér er átt
við þá staðreynd, að öldum
saman éru harðvitug pólitísk á-
tök til dæmis um ríkisvald,
eignarhald á landi og réttar-
stöðu lágstétta einatt færð i
dularbúning átaka um skilning
á helgum ritningum, blátt á-
fram vegna þess, að menn höfðu
i þann tið ekki margt annað að
miða við. Biblian var upphaf og
endir allra fræða, einnig laga og
réttar, og mörgum hættir til
að gleyma því, að það sem til
dæmis er kallað ofstæki
kaþólsku kirkjunnar var i reynd
barátta lénsveldis ogóðalsherra
við óstýrilæti eða uppreisn
bænda eða borgara, sem telja
sig geta fundið réttarkröfum
sinum stað i ritningum ekki sið-
ur en aðrir.
Leti og sjálfsagi
I grein sinni heldur Jón Auð-
uns eins og oft áður uppi máls-
vörn fyrir spiritisma og fyrir
þvi að menn skoði „ekki-kristin
trúarbrögð” opnum huga, og
finnst honum þeir menn innan
kirkjunnar ofstækisfullir og um-
burðarlausir sem ekki eru hon-
um samstiga i þessum efnum.
Ég ætla mér vitaskuld ekki þá
dul að blanda mér i deilur guð-
fræðinga um þessi mál, en samt
getég ekki stillt mig um að bera
fram nokkrar leikmanns
athugasemdir um þessa hluti.
Ekkert er sjálfsagðara en að
taka undir áskoranir um að
menn sýni trú og lifsviðhorfum
annarra manna skilning — og
eins þótt misbrestur verði á
sliku hjá áskorandanum sjálf-
um. Það er meira en brýn þörf
fyrir það umburðarlyndi, sem
felstiþvi, aðmennleggja það á
sig að setja sig i annarra spor,
skilja forsendur þeirra og séu
þá einnig reiðubúnir til að beita
sér gegn rógi og ofcóknum gegn
þeim sem fara aðrar leiðir en
hinn þögli meirihluti á hverjum
stað. En það er til annað um-
burðarlyndi, sem óþarft er að
•hlaða á lofi, umburðarlyndi
andlegrar leti, sem ekki reynir
að brjóta nokkurn skapaðan
hlut til mergjar, heldur hrærir
öllu saman f yfirþyrmandi
karakterleysi, þyrlar upp grá-
um reykjarmekki almennt orð-
aðra andlegheita þar til ekki sér
handa skil.
Andspænis sliku umburðar-
lyndi er full ástæða til að mæla
með þvi „ofetæki”, sem þýðir,
að menn eru reiðubúnir að
leggja á sig óþægindi margs-
konar og átök i nafni sann-
færingar sem þeir hafa kostað
nokkru til sem trúmenn eða
hugsjónamenn. Eða — svo farið
sé inn á önnur svið — i nafni
sögulegs heimkynnis sins, i
nafni þjóðemis og tungu sem
þeir hafa tekið i arf. Þetta ,,of-
stæki” sjálfsagans er stundum
haft i flimtingum, en sem betur
fer skilja margir, að án þess
mun margt það deyja út og
hverfa sem gefur heiminum lif
og lit.
Og syo var það
spíritisminn
Spiritismi er vinsæl kenning á
íslandieins ogallir vita, llklega
er engin kenning vinsælli. Þvi
segi ég það enn og aftur, að ég
hefi oft undrast litilþægni þeirra
sem hampa hugmyndum spirit-
ismans, sem ýtir til hliðar öll-
um erfiðum gátum og viðfangs-
efnum og býður upp á ókeypis
aðgöngumiða að þægilegri ei-
lifð, sem sýnist einna helst likj-
ast Sólarstrandadvöl án timbur-
manna. Eða eins og sýnt er I
frægu leikriti Einars Kvar-
ans: Það er sama hve illur
skúrkur Hallsteinn er, hin-
ummegin biður hans velvilj-
uð Dóra, sem i skjótum svip
greiðir götu hans inn i meira
ljós. Og það er þá ofur eðlilegt,
að til séu þeir prestar og aðrir
trúmenn sem láta sér fátt um
finnast, blátt áfram vegna þess
að f þessu kerfi er ekkert pláss
fyrir Krist, hann hefur engu
hlutverki að gegna sem sé að
ráði öðruvisi en fordæmi ann-
arra „háþroskaðra” manna
framliðinna. Mér hefur jafnan
fundist, að þessir „rétt-
trúnaðarmenn” ættu meiri virð-
ingu skilda en margir aðrir,
vegna þess að þeir hafa hafnað
hinum auðveldustu leiðum og
lagt sig i þann háska, sem hlýt-
ur að fylgja glimu þeirra við
þverstæður hins kristna drama.
Við skulum heldur ekki gleyma
þvi, að þótt svo þurfi ekki endi-
lega að fara, þá reynast spirit-
isk viðhorf mörgum manni afar
steric freisting til að fresta öll-
um spurningum um réttlæti i
mannlegu félagi til annars
heims, þar sem öll vandamál
eins og gufa upp átakalaust i
sálarþroskanum mikla.
AB.
Sunnudagspistill
Eftir Árna Bergmann