Þjóðviljinn - 12.05.1979, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 12.05.1979, Qupperneq 3
Laugardagur 12. maí 1979 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3' Burtfarar- tónleikar um helgina Þrennir tónleikar veröa haldnir I vikunni á vegum Tónlistarskól- ans I Reykjavik. Þeir fyrstu eru burtfararprófstónleikar Sai- bjargar Sveinsdóttur sunnudag- inn 13. mal kl. 2.30 i sal Tónlistar- skólans Skipholti 33. Mánudaginn 14. mai ki. 21 heidur Asgeir H. Steingrimsson trompettónleika á Kjarvalsstööum og er þaö siöari hluti einleikaraprófs hans frá Tónlistarskólanum i Reykjavik. Steinunn B. Ragnarsdóttir leik- ur meö á pianó,en auk þess koma fram Birna Bragadóttir, Kol- beinn Bjarnason og Þórunn H. Guömundsdóttir. A efnisskránni eru verk eftir Giuseppe Torelli, Eugene Bozza, A.P. Doppler og Paul Hindemith. Fimmtudaginn 17. mai kl. 20.30 heldur Anna Guö- ný Guömundsdóttir burtfarar- prófstónleika i sal Tónlistarskól- ans. Aögangur aö öllum tónleik- unum er ókeypis og öllum heim ill. Asgeir H. Steingrimsson Unniö aö uppsetningu afmælissýningarinnar aö Kjarvaisstööum. (Ljósm. Geröur). Afmælissýning að Kjarvalsstöðum I Vorsýning Myndlista- og handiöaskóla Islands verður opnuö viö hátiðlega athöfn i dag kl. 2. Skólinn er 40 ára um þessar mundir, og þvi er ekkert sparaö til aö minnast afmælisins á sem veglegastan hátt. Ragnar Arnalds menntamálaráðherra opnar sýninguna með ávarpi. Allt húsið er lagt undir myndir og listaverk úr ýmsum efnum, jafnt salir og gangar sem útisvæðið. I anddyri er mynningarsýning um Kurt Zier I sem lengi var skólastjóri og " kennari skólans. Sýningin veröur opin alla “ daga kl. 2—10, frá 12. til 20. mai. | —ká ■ Útvarpsráð hafnaði kæru Péturs Útvarpsráö tók i dag fyrir á fundi sinum bréf Andófs ’79, þar sem þaö kvartar yfir meöhöndlun fréttastofu sjónvarps á úrslitum BSRB-atkvæöagreiösiunnar. Ut- varpsráö taldi ekki ástæöu til aö gera athugasemd viö meöferö fréttastofunnar, enda haföi fréttastofan haft viötöl viö aöal- deiluaöiia eins og venja er i frétt- um af vinnudeilum. Aöspurður sagði Ólafur Einars- son formaður Utvarpsráðs að hann heföi ekki talið óeðlilegt að rætt hefði verið við einhverja aö- ila innan BSRB sem böröust gegn samþykkt samkomulagsins viö rikið, td. fjölmenn landssambönd opinbera starfsmanna sem gert höfðu mótmælasamþykktir, en Andóf ’79 væri aðeins sjálfskipað- ur málsaöili sem fréttastofunni bæriengin skylda til að leita til. —ekh Skógræktarfélag Hafnarfjarðar: Heitiö á menn að fara varlega meö eld Þjóðviljanum hefur borist eftir- farandi fréttatilkynning frá Skóg- ræktarfélagi Hafnarfjarðar: Aðalfundur Skögræktarfélags Hafnarfjarðar, haldinn I Góö- templarahúsinu i Hafnarfirði þann 8. mai 1979, gjörði svohljóð- andi ályktun: „Fundurinn harmar það slys, sem orðið hefur i' dag, er óvitar Handbók hestamanna komin á markað Landssamband hestamanna sendi nýverið frá sér bókina Hesturinn minn, handbók hestamanna. Fjórtán höfund- ar eiga kafla í bókinni og er fjallaö um flest það sem við- kemur uppeldi hesta, sjúk- dóma, skapferli og skynjun, auk sjálfrar ceiðmennskunn- ar. Fjöldi mynda prýðir bókina jafnt ljósmyndir sem skýringamyndir og einn kafl- inn fjallar um það hvernig á aö taka myndir af hestum þannig að þeir njóti sin sem best. Bókin viröist kjörin fyrir þí sem vilja kynna sér islenska hestinn og handhægt aö gripa til hennar ef eitthvaö óvænt ber að hjá hrossaeigendum. —ká kveikja I skógræktargirðingu félagsins við Hvaleyrarvatn. Girðing þessi er um 32 hektarar að stærð, og hefúr meira en helmingur þessa lands orðið eld- inum aðbráð. A þessu landi, sem brunnið hefur, eru þúsundir Sitkagrenisplantna, sem vaxið hafa frábærlega vel siðustu árin, enda margar þeirra meira en tveggja áratuga gamlar. Fundurinn heitir áalla heilvita menn að gæta þess vel, að óvitar valdi ekki slysum af þessu tagi framvegis og væntir þess, að fjöl- miðlar (blöð, útvarp, sjónvarp) áminni almenning um þaöaðfara varlega með eld I hraunum og skóglendi”. Vortónleikar Tónmenntaskólans Tónmenntaskóli Reykjavikur er nú aö ljúka 26. starfsári sinu. I skólanum voru 420 nemendur i vetur. Kennarar voru alls 29. Meöal annars starfaöi hljómsveit viö skólann meö 45 meölimum og einnig lúörasveit meö 25 meölim- um. Mikiö hefur veriö um tón- leikahald á vegum skólans i vetur og vor. Siöustu vortónleikar Tón- menntaskólans verða haldnir i Austurbæjarbiói n.k. laugardag, 12. mai kl. 2 e.h. A þessum tón- leikum koma einkum fram eldri nemendur skólans. A efnis- skránni verður einleikur, sam- leikur og hópatriði. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Góð afla- brögð í Grindavík Þokkaleg aflabrögö eru hjá Grindavikurbátum þessa dagana. Trollbátar eru meö þetta 8 — 12 tonn og allt upp 125 tonn af þvi er viktarmaöur i Grindavik tjáöi blaðamanni. Tveir Unubátar frá Keflavik gera út frá Grindavik og hafa fengið 5 —6tonn á dag. Smábátaútgerð er sáralítil nú orðið. Grindvikingar leggja meira upp úr stærri bátum og af- kastameiri veiðarfærum. ká. Tónlistarfélagiö Síðustu tónleikar vetrarins Erling Blöndal Bengtsson selló- leikari og Arni Kristjánsson pianóleikari leika saman á tónleikum Tónlistarfélagsins I Reykjavik á morgun kl. 2,30 i Þjóöleikhúsinu. A efnisskránni eru verk eftir F. Schubert, J.S. Bach, C. Debussy, Hans Werner Henze og B. Martinu. Þetta verða siðustu tónleikar Tónlistarfélagsins á starfsvetr- inum 1978 — 79, en meöal þeirra sem þegar er ákveðiö að komi fram eöa sjái um tónleika með verkum sinum næsta vetur eru Hermann Prey, W. Sneiderhan, Sigriður Ella Magnúsdóttir, Georgy Pauk, P. Carmirelli, Arni Kristjánsson, Jessy Norman og Dalton Baldwin, Sigfús Halldórs- son og Leifur Þórarinsson. Kristján Ragnarsson Fiskiskipin að stöðvast Þjóðviljinn innti Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóra Ltt) eftir þvi I gær, hvort sam- bandið heföi ákveðið aö lýsa yfir verkbanni, eins og heyrst heföi undanfarna daga. Kristján sagði að engin ákvörð- un hefði verið tekin um slikt, en það kæmi til greina og margt hefði verið rætt vegna þess vanda sem blasir við, nú þegar fyrirsjá- aniegt er, að fiskiskipin eru að stöðvast. Frystihúsin eru að veröa full, þar sem ekkert er flutt út og geta ekki tekiö við meiri fiski. — Það hlýtur að vera öllum ljóst aö ekki verður búið I þessu landi ef skipin ekki veiða og fisk- urinn ekki fluttur á markaö. Það er þvi ekki um annaö að gera fyrir okkur en grlpa til einhverra ráðstafana ef flotinn stöðvast vegna verkfalls yfirmanna á kaupskipunum, sagði Kristján Ragnarsson. —S.dór Ferðamannamiðstöð við Gullfoss: Frumdrög aö teíkningu tilbúin Viö afgreiöslu fjárlaga 1979 fékkst tekin inn í lögin Iántöku- heimild til handa rikisstjórninni til greiöslu hönnunarkostnaöar og byrjunarframkvæmda ferða- mannamiöstöövar viö Gullfoss. 1 samræmi viö þaö fékk Feröa- málaráö Hrafnkel Thorlacius til aö gera frumdög aö bygging- unni, og i siöasta tölublaöi Feröamála eru birtar myndir af þeim teikningum. Þjóðviljinn hafði sambandi Likan aö fyrirhugaöri feröamannamiöstöö. Viö hönnun hússins er fyrst og fremst lögö áhersla á aö form og byggingarefni falli eöli- lega aö umhverfi sinu. viö Hrafnkel, og sagöi hann aö máliö Væri raunar ennþá á algjöru byrjunarstigi þar sem hvorki væri búið aö ákveða stað fyrir ferðamannamiöstöðina né stærð hennar. Með þessum fyrstu teikningum og likani væri hugmyndin að prdfa sig siðan áfram. Liklegt mætti telja að i ferðamannamiðstöðinni yrði skjól fyrir ferðamenn, snyrting, aðstaða fyrir gæslumann og litil verslun. —GFr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.