Þjóðviljinn - 06.06.1979, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 06.06.1979, Qupperneq 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 6, júni, 1979 Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra á aðalfundi SÍR: „HERÐIJM róðurinn á sviði orkusparnaðar” Á aðalfundi Sambands Islenskra rafveitna, sem haldinn var að Bifröst 30. mai s.l. flutti Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra ávarp þar sem hann fjallaði um orkuvandamál Islendinga og fyrirhug- aðar aðgerðir þeim til lausnar. Þjóðviljinn birtir hér ræðu iðnaðarráðherra nokkuð stytta. Fyrir- sagnir og millifyrir- sagnir eru Þjóðviljans. Oliuvandinn Þótt viö Islendingar stöndum betur aö vigi i orkumálum nú um stundir en flestar aörar þjóöir, höfum viö ekki fariö varhluta af hinni miklu oliuveröhækkun, og eigum eftir aö finna enn frekar fyrir afleiöingum hennar á efna- hagslif okkar á næstu mánuöum. Þrátt fyrir miklar orkulindir i landinu erum viö algjörlega háöir innflutningi á eldsneyti enn sem komið er, og aö magni til vegur innlend og innflutt orka nokkurn veginn salt meö 50.4% innfluttra orku á móti 49.6% á árinu 1977, ef miðað er við nýtingu jarövarma niöur i +5gr C. Þvl hafa veröhækkanir á innfluttri orku gifurleg áhrif á atvinnurekstur og afkomu heimila og einstaklinga, þótt i mjög misjöfnu mæli sé, og er það misvægi ekki siöur áhyggjuefni en sá hnekkir, sem þjóðarbúiö I heild verður fyrir. A árinu 1978 greiddum viö um 20 miljaröa kr. fyrir innflutt elds- neyti en i ár eru horfur á aö oliu- reikningurinn veröi samtals um 50 miljaröar króna.eða meira en tvöfaldistmilli ára.aö visumælt i verðminni krónum. Þessi út- gjaldaauki þjóöarbúsins í erlend- um gjaldeyri nemur þannig um eöa yfir 1/2 miljón króna umreiknaö á fjögurra manna fjölskyldu. Af þessu er ljóst hversu mikiö áfall er hér um aö ræöa, sem hlýtur aö segja til sin f efnahags- kerfi okkar af vaxandi þunga á næstunni og varöar jafnt einstak- linga og atvinnurekstur. Upphafiö aö þeim sérstaka óstööugleika, sem nú rikir á oliu- markaönum, má rekja til stjórnmálaátakanna i fran. Aöur en oliuframleiöslan þar fór aö dragast saman á s.l. hausti nam framleiðslan I fran u.þ.b. 10% af heimsframleiðslunni. Ýmsir telja aö tranir muni á næstu árum aöeins framleiöa um helming þess magns sem þeir áöur framleiddu á ári. Þaö getur þvi svo fariö aö til verulegrar umframeftirspurnar komi á næstunni, sem leiöa muni til sihækkandi oliuverös. Aukiö framboð en þó fyrst og fremst stóraukinn oliusparnaöur f þeim löndum sem mestnota oliu viröist hiö eina, sem hindraö geti slika þróun. Atökin I fran og óvanalega miklir kuldar i Evrópu geröu þaö aö verkum aö verö á oliu á Rotterdam-markaönum fór upp úr öllu valdi um miöjan febrúar. Gasolian haföi þá hækkaö um 180% frá meöalveröi siöastliöins árs. Flestir töldu aö þarna yröi eingöngu um mjög timabundna veröhækkun aö ræöa. Þróunin viröist hins vegar ætla aö veröa önnur en menn geröu sér vonir um. Aö vfcu lækkaöi veröiö aftur um stundarsakir, haföi t.d. lækk- aö úr 352 $/tonn á gasolíu í 222 $/tonn um miöjan mars, en siöustu vikurnar hefur þaö hækk- aö aftur og var komiö f 387 $/tonn á gasoliu 25. mai s.l. Verð á benslni og svartoliu hefur aldrei verið hærra en nú. Þaö sætir vissulega tiöindum aö unnt skuli reynast aö halda uppi svo háu verði á gasoliu nú þegar komiö er fram á sumar. Hin almenna hækkun OPEC-rikjanna á hráoliu um ca. 30% frá áramótum skýrir ein sér engan veginn þessa verðþróun. Vandi íslendinga: Rannsóknarnefndin Þaö sem veldur því hins vegar aö viö veröum haröar úti en flestar aörar þjóöir I olfuviöskipt- um er sú staöreynd, aö hér er engin oliuhreinsunarstöö og birgöarými fyrir oliu hérlendis svarar aöeins til 2ja mánaöa notkunar. Þannig getum viö ekki samiö um innflutning hráoliu og vegna hins takmarkaða geymslu- rýmis er ókleift aö haga innkaup- um á sem hagkvæmastan hátt og jafna út tfmabundnar sveiflur og stýra verðlagningu á olíu nokkuö fram i timann. Eitthvaö sem kalla mætti öryggisbirgöir af oliu hérlendis er nánast ekki fyrir hendi. Þaö er þvl fyllilega ti'mabært skref, sem rikisstjórnin hefur nú stigiö meö þvi aö skipa sérstaka nefnd til þess aö rannsaka alla helstu þætti oliuverslunar og oliu- notkun I landinu. Verkefni nefndarinnar eru aö athuga eftirfarandi þætti: a) olfukaup erlendis, verðviðmiö- anir i oliuinnkaupum og oliu- fragtir; b) flutninga til landsins, strand- flutninga meö ollu, flutninga innanlands, geymslurými og smásöludreifikerf i oliu- félaganna: c) rekstur oliufélaganna á þeim áratug sem nú er aö liöa, fasteignamyndun þeirra kostnaö og tekjumyndun, d) verðmyndunarkerfi olíu inn- anlands, þ.m.t. skattlagningu hins opinbera, bankakostnaö, álagningu oliufélaga og visi- tölu rekstrarkostnaöar oliu- félaganna, e) oliunotkun landsmanna meö tilliti til orkubúskapar Islend- inga i heild. 6g vil sérstaklega vekja athygli á þvi, hversu óeölilegt og mótsagnakennt þaö er, aö vinnsla og dreifing innlendrar orku er nær alfariö á hendi opinberra aöila, orkuveitna i höndum rikis og sveitarfélaga á meðan einka- aöilar hafa meö hendi allt þaö er lýtur aö hinni innfluttu orku, oliu- veitunum. Fyllsta ástæöa er til aö hiö opinbera láti þennan hluta orkugeirans meira til sin taka og auki þar áhrif sln ogstýringu meö hagkvæmni og öryggisviðhorf 1 huga. Umræöa um hina nýju og al- varlegu ollukreppu leiöir hugann aö leiðum til orkusparnaöar .og þeirri augljósu og vaxandi þörf sem er á þvi aö auka sem hraöast hlut innlendra orkugjafa. Aðgerðir Iönaöarráöuneytiö hefur aö undanförnu nokkuö látiö til sin taka aögeröir er varöa orku- sparnaö. Hafa aðgeröirnar eink- um beinst aö ollusparnaöi i fisk- veiöum og húshitun og einnig hef- ur ráöuneytiö hlutast til um og iivatt til fræöslu um orkusparnað fyrir almenning i fjölmiölum. Órkustofnun hefur sett á laggirn- ir starfshóp um orkusparnaö i íitun húsa, og er markmiöiö aö ,eggj2 drög aö langtimaáætlun aö irkusparnaöi i upphitun. Meö orkusparnaöi sem mark- miöi út af fyrir sig er átt viö aö- gerðir til þess aö draga úr orku- notkun eins og frekast er trnnt. Þetta markmiö beinist ööru fremur að ollunni, m.a. til þess aö minnka óhagstæöan viöskipta- jöfnuð og gera efnahagsllf lands- ins óháöara skyndilegum verö- sveiflum á innfluttri orku. Varöandi okkar innlendu orku- gjafa horfir máliö nokkuö ööru- vlsi viö. Þar er markmiöiö viö nú- verandi aðstæöur ekki fyrst og fremst aö spara, heldur á þar viö hugtakiö hagkvæm orkunýtingen meö þvi er átt viö, aö svo mikiðsé lagt i aö spara eina kilówattstund aö kostnaöurinn viö þá aögerö veröi sem næst þvi hinn sami og framleiöslukostnaður orku frá nýrri virkjun. Slika viömiöun ætti aðhafa i huga, t.d. þegar arðsemi þessaö styrkja og draga úr orku- töpum i dreifikerfinu er metin. Októbermánuöur á þessu ári hefur veriö valinn sem alþjóöleg- ur orkusparnaöarmánuöur I aðildarlöndum IEA — Alþjóölegu orkumálastofnunarinnar. Ég tel eölilegt og viöeigandi aö viö not- um þetta tilefni til aö heröa róöurinn á sviöi orkusparnaöar og hagkvæmrar orkunýtingar og koma á framfæri fræöslu viö almenning um þau efni. Er sam- starf viö SIR og aöildarfélög þess vel þegið, þvi aö aöeins með þátt- töku og samstillingu margra er aö vænta verulegs árangurs. Innlent eldsneyti? Framlciösla á innlendu eldsneyti á grundvelli vetnis- afuröa, svo sem methanols, hefur allt fram til þessa veriö talin framtiöarmúsik og enn veröur ekki fullyrt um hagkvæmni slikr- ar framleiöslu I krafti rafgrein- inga r h érlend is. H itt er þó 1 jó st aö veröþróun á oliu aö undanförnu færir þennan kost nær en áöur var taliö raunsætt, og þvi er eðlilegt aö viö fylgjumst ekki aöeins vel meö á þessu sviöi heldur hefjum undirbúningsrannsóknir vegna hugsanlegrar framleiösiu á inn- lendu eldsneyti sem fyrst. Auk athugana á vegum iðnaðarráöu- neytisins á þessu sviöi er starfandi nefnd á vegum Orku- stofnunartil aö meta möguleika á vetnisframleiöslu. Vænti ég aö unnt veröi aö taka afstööu til hugsanlegra aðgeröa næsta haust og máliö þá lagt fyrir Alþingi m.t.t. æskilegra fjárveitinga og undirbúnings að ööru leyti, ef ástæöa er talin til. A sviöi samgangna viröist full þörf á aö huga aö sparnaöi og hagkvæmni meira en gert hefur veriö. Inni þá mynder eölilegt aö taka hugsanlega nýtingu raforku til að knýja bifreiöar, ekki sist almenningsvagna. Verðlagning á orku skiptir vissulega miklu máli i sambandi viö hagkvæma nýtingu orkulinda landsins, og viröist þörf á ýtarlegri könnun þeirra mála og breytingum, ekki aðeins i réttlætisátt gagnvart neytendum hvar sem er á landinu, heldur til aö stuöla aö þjóöhagslegri hagkvæmni og sanngjarnri verMagningu til atvinnurekstrar. Orkukostnaöur skiptir miklu máli fyrir samkeppnisstööu almenns iönaöar I landinu, svo ekki sé tal- aö um orkufrekan iönaö, þar sem orkuveröiöræöurúrslitum. Ég tel mikilvægt aö á næstu árum veröi lögö aukin áhersla á nýtingarhliö orkunnar meö tilliti til innlendrar atvinnustarfsemi og aö verölagn- ing á orku til iönaöar taki miö af æskilegri iönþróun. Þar er mörgum spurningum ósvaraö, m.a. varöandi kostnaö , viö hagnýtingu jarðvarma til iön- aöar, en ljóst viröist aö sihækk- andi orkuverö á alþjóöavisu á aö veita iönaöi hérlendis aukna möguleika og svigrúm til vaxtar, ef rétt er á haldiö. Raforkuverðið Jöfnun orkuverðs og samræm- ing milli nýtingarþátta er eölileg krafa frá sjónarhóli notenda, og rikisstjórnin hefur stuölaö aö þvi aö draga úr þeim óþolandi mis- mun sem enn er á veröi raforku og tilkostnaöi viö húshitun. Meö beitingu veröjöfnunargjalds á raforku, afnámi söluskatts á gasoliu og yfirtöku rikissjóðs á nokkru aflánum Rafmagnsveitna rikisins hefur tekist aö draga hlutfallslega úr verömismun hjá viöskiptavinum RARIK og þeirra sem viö hagstæöast orkuverö búa. Þannig er smásöluverð á kilówattstund skv. heimilistaxta hjá RARIK nú55.5% hærraen hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur, en var 88% hærras.l. haust. Þennan mun þarf vissulega aö jafna enn frekar, en ég tel hins vegar að lengra eigi ekki aö ganga en gert hefur verið i álagningu veröjöfn- unargjalds, heldur leita annarra leiöa, m.a. meö þvi aö fjármagna óarðbærar en nauösynlegar framkvæmdir meö beinum fram- lögum úr rikissjóöi. Bent hefur veriöá almennan orkuskatt á all- ar orkutegundir, er komi i staö annarra opinberra gjalda, svo sem sums staðar mun tiökaö erlendis til aö fjármagna orku- framkvæmdir og jafna aðstööu. Sjálfsagter aö kanna nýjar leiöir I þessu efni, en vanda þarf til, áöur en róttækar breytingar yröu ákveönar. Húshitunarkostnaður Svo sár sem mismunur er á veröi raforku gagnvart notend- um, eru þaö þó smámunir hjá þvi semgeristi tilkostnaöi viö húshit- un milli hitaveitusvæöa annars vegar og þeirra sem búa við raf- hitun og þó alveg sérstaklega þeirra sem enn verða aö kynda hibýlisin meöoliu. Samanburöursem gerður hefur veriö i iönaðarráöuneytinu eftir siöustu gjaldskrárbreytingar á beinum orkukostnaöi viö húshitun milli oliu annars vegar og hita- veitna hins vegar leiðir í ljós, aö beinn orkukostnaöur hjá notendum Hitaveitu Reykjavikur er nú aðeins um 17% af kynd- ingarkostnaöi meö olhi. Hjá hita- veitum sem nú eru i uppbyggingu og standa i framkvæmdum og undir fjármagnskostnaöi er þetta hlutfall hærra, hjá Hitaveitu Suöurnesja tæp 40% og hjá Hita- veitu Akureyrar um 48%. Eitt brýnasta verkefni I orkumálum okkar er aö útrýma sem fyrst beinni oliukyndingu húsa og jafn- framt er ekki óeölilegt aö endur- metin veröi sú viömiöun sem tiökuö hefur veriö um fylgni á veröi raforku til húshitunar viö oiiuverö. Inn i þessa mynd koma einnig fjarvarmaveiturnar og verölagning á raforku til þeirra. Viss samræming á gjaldskrám hitaveitna viröist mér einnig æskileg umfram þaö sem nú er og raunar nauösynlegt aö taka undirbúning hitaveitu- framkvæmda betri tökum en ver- iö hefur. Þar hef ég m.a. f huga fjármögnun til jarðhitaleitar og borana eftir heitu vatni, en núverandi fýrirkomulag veldur þvi m.a. að sveitarfélög neyöast til aö tefla i of mikla tvisýnu um framkvæmdir, áöur en orkuöflun ertryggösem skyldi. Framkvæmdir Vegna nýrra viöhorfa I kjölfar oliuveröhækkana hefur iönaöar- ráöuneytiö hins vegar mótaö til- lögur um auknar framkvæmdir i orkumálum umfram þaö sem ráö er fyrir gert i fjárfestingar- og lánsfjáráætlun rikisstjórnarinnar i ár. Nema tillögur ráöuneytisins um 2.5 miljaröa króna viöbótar- fjárveitingu og viö val verkefna var sérstaklega haft I huga, hvaöa framkvæmdir væru þjóöhagslega hagkvæmar m.t.t., oliusparnaöar. Varöa þessar tillögur lihu- lagnir, m.a. milli Dalvikur og ölafsfjaröar og frá Lagarfossi til Vopnafjarðar, styrkingu dreifi- kerfis i sveitum, viöbótarfjárveit- ingu til 9 hitaveitna, jaröhitaleit á vissum svæðum og borun fyrir Kröfluvirkjun, svo og ýmis konar framkvæmdaundirbúning vegna næsta árs. Þess er aö vænta aö rikisstjórnin taki afstööu til þess- ara tillagna ráðuneytisins bráö- lega, en ég tel að fátt sé þjóöhags- lega arðbærara en fjárveiting i þessu skyni og ekki áhorfsmál aö fjármagna þær, a.m.k. aö veru- legu leyti meö erlendum lántök- um. Aö mörgum mikilsveröum og stefnumarkandi málum hefur veriö unniö áfram frá þvi siöasti fundur Sambands islenskra rafveitna var haldinn i nóvember ásiöasta ári. Ég vil geta þar sér- staklega um framhaldsathuganir á húshitunarkostumundir forystu Rafmagnsveitna rikisins, en afrakstur af þvi stárfi mun veröa kynntur sérstaklega á þessum SlR-fundi. Ekki er siöur mikils- vert þaö starf sem unniö var á vegum Orkuráös um styrkingu rafdreifikerfis I strjálbýli, en áætlun umátakáþvisviöi birtist i skýrslu i mars s.l. Af annarri áætlanagerð þar sem áfangi náöist vil ég geta hér um mynsturáætlun um hina svoköll- uöu Austurlandsvirkjun, þ.e. virkjunarkosti og hagnýtingu vatnsafls jökulánna er falla frá Vatnajökli noröanverðum. Umsjón meö þeirri áætiun höföu Orkustofnun og Rafmagnsveitur rikisins. Þessar áætlanir og fleiri ótaldar sýna þá miklu reynslu og hugvit sem islenskir verk- fræðingar búa yfir og hvers viö erum megnugir, ef kraftar eru stilltir saman, en dæmum um góöan árangur slikrar samvinnu fjölgar nú með hverju ári. Skipu la gsnefndin Af öörum mikilsveröum og stefnumarkandi viöfangsefnum vil ég sérstaklega nefna til viðbótar ötult og vandað starf Skipulagsnefndar um raforkuöfl- un, sem starfaði á vegum iön- aðarráöuneytisins I 5 mánuöi s.l. vetur og skilaöi einróma tillögum um stofnun landsfyrirtækis um meginraforkuvinnslu og raforku- flutning i lok febrúar s.l. I framhaldi af áliti nefndarinnar hafa starfaö þrjár nefndir á veg- um ráöuneytisins, Reykjavikur- borgar og Akureyrarbæjar til aö undirbúa sameignarsamning um útvikkun á starfssviöi og eignar- aöild Landsvirkjunar og jafn- framt er unniö aö undirbúningi lagaum nýjaLandsvirkjun. Þessi vinna er nú komin á góöan rek- spöl og ég vænti þess fastlega aö samstaöa takist meö aöilum um efnisatriöi I þessu mikilsveröa máli i sumar, þannig aö unnt veröi aö setja lög um nýtt lands- fyrirtæki meö útfærslu Lands- virkjunar á næsta Alþingi og móta störf og stefnu um framkvæmdir og fjárveitingar fyrir næsta ár meö hliösjón af slikri skipan mála. Aföörum mikilsveröum þáttum sem snerta orkumál og fjallaö er um i samstarfsyfirlýsingu rikis- stjórnarinnar vil ég nefna til viöbótar áætlun um framkvæmd- ir viö raforkuöflun fyrir lands- kerfiö á næsta áratug og raunar alit til aldamóta, en aö mótun hennar er nú unnið á vegum Orkustofnunar i samvinnu viö iönaöarráöuneytiö og fleiri aöila. Þá hefur ráöuneytiö skipaö nefndir til aö gera tillögur um framkvæmd á þvi stefnumiöi aö djúphiti i jöröu og virkjunarréttur faUvatna veröi þjóöareign, eins og á er kveöiö I rikisstjórnar- samningi. I sumar mun ráöuneyt- iö einnig halda áfram vinnu viö undirbúning aö nýjum orkulög- um, þannig aö unnt veröi aö leggja heildstætt frumvarp fyrir næsta Alþingi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.